Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 09.01.1904, Síða 1

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 09.01.1904, Síða 1
Verð árganqsins (minnst j 52 arkir) 3 kr. 50 aur.; erlendis 4 kr. 50 aur., og j í Ameríku doll.: 1.50. Borgist fyrir júnimán- aðarlok. Uppsögn skrifleg, ógild nema komin sé til útgef- anda fyrir 30, dag júní- mánaðar, og kaupandi samliliða uppsöqninni - ■-=■■ |= Átjándi ábgangue. Hj ■ I Uaðið.8kuld sína fyrir -s-§**=!= RITST.T ÓRI: SKÚLI THORODDSEK. =\sxs§—s--------- I! M 1. Bbssastöðum, 9. JAN. 19 0 4. Sramótin. —-o4þo Það hefir verið vani „Þjóðv.“, sem fleiri blaða, að fara nokkrum orðuin um liðna árið við áramótin, og skulum vér því minnast. stuttlega á gamla árið, sem nú er nýlega gengið úr garði. Að því er veðráttufar snerti, mátti veturinn, frá nýári í fyrra, teljast all- viðunandi, en í meira lagi umhleypinga- samur, og sérstaklega mun mörgum lengi minnisstætt mikla veðrið, 8.—9. marz, er olli miklu manna- og eigna-tjóni. Yorið var fremur kalt, enda rak Jtaf- ísinn að Horni á Hornströndum í dymb- ilvikunni, og fyllti firði og víkur á Strandaflóa, en teppti þó eigi skipaferð- ir, nema hvað „Skálholt“ komst eigi norður fyrir landið í fyrstu strandferð sinni. Sumarið var eitt hið inndælasta sol- skins-sumar, sem komið getur, að því er suðurland, og ýms héruð á vesturlandi, snertir; en í flestum sveitum á norður- og austur-landi, og í Strandasýslu, eink- um norðanverðri, vnr sumarið á hinn bóg- inn afar-kalt og votviðrasamt, svo að sum- ir telja það jafn vel verra, en hið orð- lagða mislinga-sumar (1882). Tíðarfarið yfir sumarið gerði það auð- vitað að verkum, að þar sem heyskapur- inn gekk ágætlega í þeim héruðum, er þurrka og sólar nutu, þá gekk hann að því skapi hörmulega í öðrum sveitum, þar sem sífelldir kalzar og rigningar gengu, og er því miður enn eigi séð fyrir end- ann á því, hvaða vandræði geta af hlot- izt, þar sem hætt er við, að mörgum hafi orðið það á, að setja um of „á guð og gaddinn“, sem kallað er. Sem betur fer, hefir það, sem af er vetri, verið fremur hagstætt veðráttufar, frost lítil, og því víða nokkrir hagar all- optast. — Að því er annan aðal-atvinnuveg landsmanna, sjávarútveginn, snertir, þá lánaðist þilskipa-utvegurinn við Faxaflóa yfirleitt laklega, svo að fullyrða má, að meiri hluti útvegsmanna hafi fremur skaðazt á þeim atvinnurekstri, og þar sem hásetar voru nú flestir ráðnir upp á hálfdrœtti, þá varð atvinna þessi öllum þorranum mun óarðvænlegri, en á und- anfömum árum, svo að allmargir munu hafa haft lítinn, eða engan afganginn, er frá skipi var farið. — í öðrum héruðum landsins mim þilskipa-útvegurinn og yfir- leitt hafa gengið í lakara meðal-lagi; en þar sem skip eru þar flest minni, en við Faxaflóa, og tilkostnaður því allur mun minni, þá verðnr tjónið þar eigi einstil- finnanlegt, þó að miður lánist i bili. Að því er snertir bátfiski á fjörðum, urðu aflabrögðin mun minni, en árið áð- ur, við Isafjarðardjúp, og undir Jökli, og i öðrum héruðum, þar sem bátfiski er stundað, naumast, sem í meðal-ári, að saman lögðu, nema mikið góð aflabrögð i verstöðunum við sunnanverðan Faxa- flóa, og mundu þó hafa orðið enn betri, ef yfirgangur botnverpinga hefði eigi opt og einatt keyrt langt úr hófi, einkum á haustmánuðunum, eptir brottför varð- skipsins, þar sem heita má, að ránsmenn þessir hafi látið greipar sópa á fiskimið- um vorum, bæði á Faxaflóa, undirJökli, og á Vestfjörðunum. Um síldveiðar á fjörðum var hvergi að tala, sem nokkru nam, en á hinn bóg- inn stunduðu nokkur þilskip, frá norður- og austur-landinu reknetaveiðar, og þykir sýnt, að þar sé um nýjan, og all-arðvæn- legan atvinnuveg að ræða. Hvalaveiðar Norðmanna lánuðust enn all-vel, einkum hjá þeim hvalveiðamönn- um, er stöðvar hafa á Austfjörðum. — Til framfara má það telja, að á liðna árinu fjölgaði rjómabúum að góðum mun. — I Hafnarfirði var og stofnuð trésmíða- verksmiðja, en í Reykjavík komið á fót klœðaverksmiðju og steinsteypuverksmiðju, og var þó hvorug þeirra komin fyllilega á laggirnar um áramótin. — Að þvi er verzlunina snertir, hélzt saltfiskur enn í háu verði (malfiskur 6B kr., smáfiskur 50 kr., og ísa 38 kr., sk?//.), en landvara var á hinn bóginn fremur lág, og ket í lægra verði, en árið fyrir. — Útlend nauðsynjavara var með svip- uðu verði, sem næsta ár á undan, nema hrisgrjón ögn hærri, en kaffi aptur á móti nokkuru lægra. — I heilbrigðislegu tilliti var liðna árið mjög hagstætt landsmönnum, þar sem engar hættulegar farsóttlr gengu. — Að vísu gerði skarlatssóttin enn vart við sig á stöku stöðum, og sömuleiðis kighósti í bömum, en hvorag veikin gat skæð talizt. Engu að síður hvarf þó eigi all-fátt nafnkunnra manna sjónum vorum á liðna árinu, og má þar til nefna: héraðslækni Pál Jákok Blöndal (f 16. janúar), síra Jósep Kr. Hjörleifsson á Breiðabólsstað á Skógarströnd (f 6. maí), cand. phil. Ólaf Daviðsson á Hofi (f 6. sept.), síra Filippus Magnússon á Stað (f 26. sept.), og síra Benedikt Kristjánsson frá Múla (f í des.) — Enn fremur má nefna: læknisfrú Bagnheið, G. Einarsdóttur á Úlfsstöðum (f 18. febr.), biskupsfrú Sigríði Bogadótt- ur (f 10. marz, í Kaupmannahöfn), frú Guðrúnu Hjaltalin, (f 12. júní), prestsfrú Þórdísi Sívertsen á Hofi (f 28. júlí), frú Önnu Jóhannesdóttur (f 28. júlí), prests- frú Katrínu Ólafsdóttur á Bíldudal (f 9. júní), sýslumannsfrú Elínu Arnadót'nr (f 19. sepb.), og prestsfrú Kristínu Ein- arsdólhur i Reykjavík (f 2. okt.). — Af leikmönnum, er látizt hafa á hinu liðna ári, má og nefna: Bjarna kaupmarm Sig- geirsson i Breiðdal (f 18. marz), útvcgs- bændurna Jöhannes OJsen (f 11. apríl) og Þórð Torfason (f 25. april), Hjalta bónda Sveinsson í Súðavik (f 9. maí), Sigfús bónda Thorlaciiis á Núpufelli í Eyjafirði, (f 27. júlí), organista Jónas Hélgason (f 2. sept.), Hjálmar Sigurðsson amtsskrifara (f 24. sept.), hafnsögumann Jón Gíslason frá Ljótunnarstöðum (f 29. okt.), Eirik bónda Egilsson á Stað í Súgandafirði (f 21. okt.), Jóhann G. Möller, kaupmann á Blönduós (f 11. nóv.) o. fl. —'Meðallát- inna merkiskvenna má og nefna: yfirsetu- konu Þorbjörgu Sveinsdóttur (f 6. janúar), húsfrú Guðrúnu Sigurðardóttur á Möðru- völlum (f 20. febr.), ljósmóður Guðrúnu Jómasdóttur í Reykjavík (f 12. apríl), húsfrúrnar Sigríði Bjarnadóttur á Osi í Bolungarvík (f 12. apríl), og Margréti Jónsdóttur á Miðteig (f 2. júlí), húsfrú Þórdisi Eiríksdóttur á Skjöldólfsstöðum (f 17. okt.) o. fl. — Ymsar slysfarir, einkum drukknanir, urðu á liðna árinu, svo sem skýrt hefir verið frá í blaði þessu, og olli mikla veðrið 8.—9. marz þar nokkru um. — Sjálfsmorð voru nokkur framin, en þófá, sem betur fer. — I Vatnajökli, milli Hágangna og Grrænafjalls, var eldur uppi um hríð, en olli eigi tjóni, þar sem það var fjarri byggðum. — All-mikið hlaup kom einn- ig í Skeiðará, og varð af farartálmi um hríð. — Að því er bókmenntirnar á liðna ár- inu snertir, má þess geta, að auk blaða þeirra, er áður höfðu komið út, hófust tvö ný blöð í Reykjavík, „Ingólfur“ og „Landvöm“, bæði til stuðnÍDgs hinni svo nefndu landvamarstefnu í stjórnar- skrármálinu, og lifði þó „Landvörn“ að eins hálft árið. — En meðal merkra bóka, er út komu á árinu, má sérstaklega nefna: sagnfræðisrit Jóns Jónssonar sagn- fræðings, um „Odd lögmann Sigurðsson“ og „íslenzkt þjóðemi“, enn fremur „Strengleika“ eptir Guðm. skáld Guð- mundsson, nýtt hepti af ljóðabók síra Matthíasar Jochumssonar, og „Lýðmennt- un“, eptír Guðm. Finnbogason keimspek- ing. — Auk þess störfuðu og hin vana- legu bókaútgáfufélög vor, en misjafnt var það að gæðum, er frá þeim kom, sem fyrri. — í politisku tilliti mun liðna árið óefað verða all-minnisstætt, þar sem breyting á stjórnarskránni var staðfest af konungi 3. okt. síðastl., og þar með gert stundarhlé

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.