Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 09.01.1904, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 09.01.1904, Blaðsíða 3
XVTII 1. PJÓÐVILJINN 3 að spjalla um þær í rökkrunum, eins og víða er siður. Lesendur „Þjóðv.“, er kunna. slíkar sögur, ættu að senda oss eptirrit af þeim, svo að blaðið hafi úr sem mestu að moða. í þetta skipti flytur blaðið sögu þá, er nefnast mætti: Peigðarboðinn og er sú saga á þessa leið: Fyrir nálega þrjátíu árum, bjó kona sú að Klungurbrekku á Skógarströnd í Snæfellsnessýslu, er hét Karítas Guð- mundsdóttir. Hún var tvígipt, og hét fyrri maður hennar Guðlauqur, og drukknaði hann í kaupstaðarferð, milli Skógarstrandar og Stykkisliólms; en seinni maður Karítasar hét Guðmundur Sigurðsson, og héldu þau hjónin áfram búskapnum á Klungur- brekku. Vernharður Björnsson hét bóndi sá, er um þessar mundir bjó að Setbergi á Skógarströnd, vandaður maður, og rétt- orður, og var það þá haust eitt, snemma morguns, er Vernharður hafði verið úti, til að sinna skepnum sinum, að hann kom inn í baðstofu, og segir við heima- fólk sitt: „Xú held eg, að hann Guð- mundur á Klungurbrekku sé feigur; hann er að koma riðandi, hérna neðan traðirn- ar, og jeg horfði á hann Guðlaug heit- inn ríða fyrir aptan hann“. Heimafólkinu þótti þetta kynlegt, sem von var; en daginn eptir fór Guðm. bóndi Sigurðsson á Klungurbrekku sjó- veg út í Stykkishólm, ásamt Sigurði, bróður sínum, og drukknuðu þeir bræður báðir á þeirri leið. •..—..... "V el botnað. Maður kom í búð, og bað að gefa sér í staupinu, eins og títt var í gamla daga. Biiðarmaðurinn rétti konum i staup- inu, og mælti: „Þarna’ er staupið, settu sopa senn á tanna þinna grunn“. Hinn drakk úr staupinu, og svaraði jafn harðan: „Tarna’ er raupið, réttan dropa renna fann eg ínn í munn“. Besmstöðum 9. jan. 1904. Tiðarfar. Nýja árið heilsaði oss stillilega og þýðlega, eins og gamla árið kvaddi, oghéld- ust stillurnar og þýðviðrin til þrettándans, er tíð fór að gjörast óstilltari og úrkomusamari, og kefir síðan kaldizt óstöðug tíð. •f 21. des. síðastl. andaðist í Reykjavik ung- frú Gunnþórunn Jónsdóttir, uppeldisdóttir frúVal- gerðar sálugu, ekkju síra Halldórs keitins á Hofi í Vopnafirði — Hún var rúmlega þrítug, fædd 14. sept. 1873, og dó úr tæringarveiki. Úr Haínarfirði er kúist við, að í ár gangi 8 þilskipum færra til fiskiveiða, en gjörð voru út þaðan í marzmánuði í fyrra, og er það töluverð- ur knekkir fyrir verzlunarstaðinn, sérstaklega þar sem atvinnan á landi verður þar mun minni, en síðastl. ár, og fólkið þó fult eins margt, eða öllu fleira, sem atvinnu þarfnast. Grimudansleikir voru kaldnir í Reykjavík, og Hafnarfirði, á þrettándanum, og er mælt, að kin ötula Thomsens-verzlun i Reykjavík hafi eigi tapað á þeirri nýbreytninni. Hinn gamli, þjóðlegi siður, að hafa brennu á gamlárskvöld, eða á þrettándanum, virðist á kinn bóginn vera að leggjast niður kér syðra, og er þetta naumast bi'eyting til bóta. Til tíðinda má það telja, að í latínuskólan- um hefir allt verið með friði og spekt, síðan kennslan hófst þar aptur 4. þ. m. Annars-bekkingar, er hrökklast urðu úr skól- anum, kafa fengið sér kennara, til þess að geta gengið undir bekkjar-prófið á komanda vori, og fer kennslan fram i „Vinaminni11; en talsverður aukakostnaður er þetta auðvitað fyrir þá, er að piltunum standa, og er illt til þess að vita, þar sem landið ver ærnu fé til skólans. iniiuiininuiiiii'iiniiiiiiiiiii»iiiiiiiiiiiiiiiH»iiiii|ii|:iiiirniii;!iiuMiii»iiiiiiHiiiii i;iiinimnniHiHiiiiniiiiini:niiui;.i iwn.'ii'iininiLtinniiiii Geyser-ovnen. Ny Opfíndelse, Patenteret Hanmark 1903. Rutidens bedste Stedsebrænder. Absolut uden Konkur- reuce. Over 10,000 i lirug. Enorm lirændsel- besparelse. G-eyser-Ovnen har stor Koge- indretning. Simpel og bekvem Behand- 4 og var auðsætt, að hún hafði setið á öptustu þóptunni, «r skotið reið af, og að sá, er skotið hafði, hafði setið á mið-þóptunni, og liklega setið þar undir árum. Að morðinginn hefði setið á mið-þóptunni, var ó- yggjandi, því að fötin hefðu ekki sviðnað, ef byssuhlaup- inu hefði eigi verið haldið þétt að þeim, og gat sá, er skaut, því ómögulega hafa setið fjær. Þegar atburður þessi gjörðist, var eg af tilviljun staddur í Greenock, og með því að lögreglu-læknirinn, hr. John Maclead, var góðkunningi minn, og við höfð- om verið saman kvöldið fyrir, þá var það mjög eðlilegt, að hann gerðí þegar boð eptir mér. „Heyrðu, gamli kunningi!“ mælti hann, er eg kom. ^Hér er dálítið starf fyrir þig! Áin hefir í nótt trúað oss fyrir leyndarmáli. Það hefir verið framið morð“. Jeg fylgdist nú með honum, til að líta á líkið, og ^ar það sannarleg sorgar-sjón, ekki sízt þar sein stúlkan var ung og fögur. Og það voru ekki orðin tóm, því að sjaldan hefi og litið fegri stúlku. Hún var á að gizka tuttugu og fjögra ára að aldri, dökk 4 brún og brá, með yndislegt hár, er hékk í einni storri fiéttu. Tennurnar voru lýtalausar, munnurinn lítill, og eyrun smá. Hösundsliturinn var mjallahvítur, fætur og hend- ur 8máar, og báru þess ljós vitni, að hún hef ði eigi unn- ið með þeim. Hún var laglega klædd, i rauðum silki-sokkum, með hneppt stígvól. Báturiim á ánni. Það hafði verið einkar heitt um daginn, og sumar- kvöldið var fagurt, svo að kvöldsvalinn var hressandi og þægilegur. Þúsundum saman blikuðu stjörnurnar á himinhvelf- ingunni, og milljónir blóma sendu ilmandi anganina i allar áttir. Allt var kyrrt og hljótt í stórborginni Glasgow, kyrrt og þögult rétt þessa stundina, því að naumast get- ur heitið, að vagna-skröltið sé hætt að kvöldi, fyr en það hefst aptur morgni. Byrjunin á sögu vorri gjörist skammt frá Glasgow, sjávar-megin við Greenock, þar sem áin Clyde fer að breiðka. Áin Clyde ber afar-mikið af skolpi og óhreinindum frá borginni, svo að skola-litur er á henni; en þegar svona neðarlega er komið, fer þó sævarseltunnar að gæta meira, og áin er orðin tær og gagnsæ. Það er bátur á ffoti á ánni, og með því að há- sjávað er, þá ber bátinn svo langt upp eptir ánni, sem sjávar-flóðsins gætir. Báturinn vaggast á bárunum, og vatnið leikur um hann. Stjörnurnar varpa fölum geislum, og vindurinn næðir ömurlega um bátinn. Það er einkennilegt, að sjá bát reka svona mann-

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.