Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 08.02.1904, Qupperneq 2

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 08.02.1904, Qupperneq 2
18 póstmeistari Sig. Brietn bað sig undan- þeginn, enda mun Ef/riert sýslurnaður iiafa staðið utan flokka í politíkinni að und- anförnu. — Hr. Indriði Einarsson, sem haft hefir á hendi umboðslegureikninga- endurskoðunina yfir 20 ár, og talinn var sjálfsagðnr í stöðu þessa, þegar sýslan hans var sameinuð við ráðaneytisstörfin, átti á hinn 'bóginn, að sagt var, að setj- ast út á gaddinn, líklega sem verandi af öðru sauðahúsi, en „heimastjórnaru-safn- ið, og þrátt fyrir beztu meðmæli af landshöfðingja hálfu; en eptir að hr. I. E. hafði farið utan, á fund hr. Alberti’s, lag- aðist þetta þó þannig, að sköpuð var í snatri spán-njj tignarstaða, sem engan hafði áður dreyrnt um, og hr. Indriði Einarsson dubbaður upp í fulltrúa á skrif- stofu þessari, með 2500 kr. árslaunum. Til aðstoðarmanna á skrifstofunum hafa verið teknir lögfræðingarnir Guðm. Sveinbjörnsson og J'on Sveinbjörnsson, sem báðir eru synir L. E. Sveinbjörnssonar háyfirdómara, og Eggert Claessen. Skrifarastörfin eiga að hafa á hendi: cand. philos. Þórður Jensson og Þorkell Þorláksson, sem verið hafa við skriptir hjá landshöfðingja og amtmanni, og svo Magnús H. Thorberg, sem Hafstein hefir notað við skriptir á Isafirði. Dyravarðarsýslanin er veitt hr. Magn- úsi Vigfússyni, fyrrum hárskera í íteykja- vik. Sem forstöðumaður ráðherra-skrifstof- unnar í Kaupmannahöfn er nefndur hr. ólafur Halldórsson, sem verið hefir skrif- stofustjóri ísl. stjórnardeildarinnar, og honum til aðstoðar cand. jur. Jón Krabbe, sem þar hefir verið aðstoðarmaður áður. Svona lítur þá þetta út, og mun „Þjóðv.“ íhuga þessar ráðstafanir ná- kvæmar í næsta nr. blaðsins. f Jón Þorkelsson rector. Eins og áður hefir verið getið um í blaði voru, andaðist dr. Jón Þorkelsson, fyrrum rector lærða skólans í Reykjavik, að kvöldi 21. janúar síðasth, og skulum vér nú drepa stuttlega á helztu æfiatriði merkismanns þessa. Hann var fæddur að Sólheimum í Sæmundarhlíð 5. nóv. 1822, og var þvi kominn á 82. aldursárið, er hann andað- ist. — Foreldrar hans voru Þorkell bóndi Jónsson og kona hans Sigþrúður Arna- dóttir, og var Jón kominn um tvitugt, er hann fór að læra undir skóla, og ná- lega 28 ára, er hann gekk inn í skól- ann, en tók stúdentspróf við latínuskól- ann í Reykjavík árið 1848, og sigldi samsumars til háskólans, og lagði þar stund á fomtungna-Dám (latínu og grísku), og lauk embættisprófi árið 1854. Eptir að Jón heitinn hafði lokið námi sínu, fór hann heim til Islands, og gekk þá um haustið að eiga heitmey sína, Sigriði Jónsdóttur, systur síra Magnúsar sál. Jónssonar í Laufási, og þeirra syst- kina, er verið hafði festarmey hans, síð- an hann var um tvítugt. — Fékkst Jón síðan við kennslustörf í Reykjavík, unz Þ.joöVi r.j inn hann var settur kennari við iærða skói- ann í Reykjavík 1859, og var honum veitt kennaraembættið 1862, en yfir- kennaraembættið 1869, og rectorsembætt- ið 1874, og hafði hann áður gegnt því 2 ár, sem settur, síðan Jens sálugi Sigurðs- son rector féll frá. Þr. Jón Þorlcelsson var einkar lærður í íslenzkri tungu, og sí-starfandi við rit- störf, þegar hann eigi átti kennslustörf- um að gegna, og meðan heilsan entist. — Aðal-ritstarf hans er hið alkunna orðasafn hans „Supplement til islandske Ordböger14, er lengi mun halda nafni hans á lopti; en auk þess samdi hann einnig æfisögu Œssurar jarls Þorvalds- sonar, ritaði skýringar á fjöldamörgum vísum í fornsögum vorum, gaf út ýmsa söguþætti o. fl., er að íslenzkri málfræði og fornfræði laut, enda þótti svo mikið í vísindalega starfsemi hans varið, að hann var kjörinn heiðursdoctor við há- skólann í Uppsölum í Svíþjóð árið 1877, er hann mætti, sem fulltrúi Islands, við háskóla-hátíðina, er þar var þá haldin. Hann var forseti Reykjavikurdeildar hins ísl. bókmenntafélags 1868—1878, meðlimur danska vísindafélagsins, og naut ýmsrar annarar opinberrar viður- kenningar. Sem kennari, og sem rector lærða skólans, var dr. Jón sál. Þorkelsson all- vel metinn, enda gekk allt skaplega í skólanum, meðan hann hafði stjór hanns á hendi, og ólíkt því, sem nú er. Lausn frá embætti fékk hann frá 1. okt. 1895, enda var heilsa hans þá tals- vert farin að bila, og síðustu árin lá hann lengstum rúmfastur, sakir ellilasleika. Þeim hjónum varð tveggja barna auðið, er bæði dóu strax eptir fæðing- una; en frændfólk þeirra átti jafnan ör- uggt athvarf og traust á heimili þeirra, eins og þau líka styrktu marga skóla- pilta á ýmsar lundir, er fátækir voru, og fáa áttu að, svo að margir munu lengi minnast aðstoðar og hjálpfýsi þeirra þakk- látlega. Frú Sigríður Jónsdóttir, er lifir mann inn, var nokkru eldri, en hann, og er nú nálega hálf-níræð, enda all-optast rúmföst, sakir ellilasleika, og gat því eigi fylgt manni sínum til grafar. VarhjÓDa- band þeirra einatt mjög ástúðlegt, og mátti heita, a? heimilisforstaðan hvíldi öll á hennar herðum, þar sem Jón sál- ugi Þorkelsson var sí og æ vakinn og sofinn í vísindastörfum sínum. Við fráfall Jóns rectors Þorkelssonar á land vort á bak að sjá einum af sín- um merkustu sonum, er unni tungu þjóð- ar vorrar af alhuga, og hafði varið beztu stundum æfi sinnar, til þess að rannsaka eðli hennnr, og skýra það fyrir öldum og óbornum, og er því eigi ósennilegt, að nafn hans geymist, meðan íslenzkt mál er mælt. Eins og skýrt var frá i siðasta nr. blaðs vors fór jarðarför Jóns sál. Þorkels- sonar fram í Reykjavík 29. jan. síðastl., og var hún mjög fjöimenn og viðhafnarmik- XVIII., 5 il. — Ýmsir lærisveinar rectorshöfðu gef- ið snotran silfurskjöld, og silfursveig, og var á skjöldinn letrað, "auk nafns hans, fæðingar- og dánar-dægurs, o. fl., orðinj: „Integer vitæ, scelerisque purus“ (þ. e. vammlaus og vítalaus). A undan húskveðjunni, er lector Þór- hállur Bjarnarson flutti, söng söngfélag stúdenta saknaðarstef, er Guðm. skáld Guðmundsson hafði ort, en Arni Thor- steinsson Ijósmyndari hafði samið lag við, og eru þau svo látandi: „Nú syngur þinn hópur hægt og rófct: 0! hjartans þökk fyrir liðna daga! Svo verði fögur og vær þín nótt, sem var þín göfuga æfisaga. Nií drúpir hver rós, — þinn dagur ljós er dáinn, sem blóm í haga. Það var þín ljúfasta lífsins þrá, að líkna aumum og hjálpa snauðum; því klökknar margur, og byrgir brá, sem burt til grafar þér fylgir dauðum. Hver vættur þins lands þér knýtir kranz tír kærleikans blómum rauðum. Jeg efast mjög um, að gangi að gröf jafn góður, vinsæll og hrekklaus maður og þú, sem leiðst yfir lífsins höf, sem ljós á braut okkar, hýr og glaður. Hve ljúft fannst oss inn við arinn þinn, þar öllum var griðasfcaður. Jeg flyt þér einlæga ástarþökk frá öllum sveinunum fjarri og nærri. — Þótt sýnist hvílan þín döpur, dökk, í dýrð hún ljómar og prýði skærri, — því elskunnar rós svo ljúf og ljós sér lyptir þar björkum hærriu. A eptir húskveðjunni voru og sungin ljóð eptir Bjarna kennara Jónsson frá Vogi, einnig mjög snotur, þótt rúmsins vegna verði að sleppa að prenta þau í blaði voru. Kirkjan var prýdd svörtum sorgar- dúkum, og hafði stúdentafélagið gengizt fyrir því; en kennarar lærða skólans báru kistuna út úr kirkjunni. — Skólapiltar höfðu og fengið frídag, sem sjálfsagt var, og fylgdu þeir líkinu til grafar, og báru merki sitt, og var líkfylgdin mjög fjöl- menn. — Sorgarlög voru leikin á lúðra, meðan líkinu var ekið upp i kirkjugarð- inn. Um Þei-klaveilci, sem þjóðarmein, og ráð til að útryma lienni. — Verðlauna- rit eptir S. A. Knopf, lœkni í New- York. — Islenzk þy'ðing, með y'msum breyt- ingum, eptir Guðmund Björnsson* Jœkni í Beykjavík. — Gefinn út á kostn- að landssjóðs. — Reykjavík 1908. 56 bls. 8vo. Ritlingur þessi, sem gefinn er út á kostnað landssjóðs, samkvæmt ályktun alþingis 1901, er einkar fróðleg bók, og ómissandi á hverju heimili, enda er það

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.