Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 07.04.1904, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 07.04.1904, Blaðsíða 2
54 Haust-kosningarnar. Eins og skýrt var frá í 12. nr. rÞjóðv.“ eiga 10. sept. næstk. að fara fraxn kosningar fjögra nýrra þingmanna, er kjósa á í kaupstöðunum, Eeykjavík, ísafirði, Akureyri, og Seyðisfirði. Sama daginn fer og að líkindum fram þingmannskosning í Eyjafjarðarsýslu, í stað Kl. Jónssonar landritara, sem sagt hefir af sér þingmennskunni. Oskandi væri, að almenningur, í ofan nefndum kjördæmum, gerði sér far um, að vanda kosningar þessar sem bezt. Sliks er jafnan fyllsta þörf, er um þingkosningar er að ræða, og ekki sízt nú, er vald þingsins er meira, en verið befir. Það er og kunnugra, en frá þurfi að segja, hve berfilega þingkosningar mis- tókust i sumum kjördæmum á síðastl. vori, og er þess því meiri nauðsyn, að þinginu bætist nú góðir kraptar. Sérstaklega skiptir það miklu, að kosnir séu sjálfstœðir og einarðir menn, er bafa vit og þrek til þess, að leggja það til hvers máls, er þeir telja sannast og réttast, en láta það eigi sitja fyrir öllu öðru, að hanga aptan í stjórninni, sera viljalaus verkfæri, eða gjörast meðlimir þessa „innbyrðis lífsábyrgðarfélags", sem ráðherrann virðist stofnað bafa. Annars er það næsta kynlegt, að ráð- berranum skuli eigi bafá virzt ástæða til þess, að rjúfa þingið, og láta almennar kosningar fara fram. Með stjórnarskrárbreytingunni var tala kjósanda drjúgum aukin, sem kunnugt er, fjölda manna veitt réttindi til þess, að geta baft ábrif á málefni landsins, sem eigi áttu atkvæði um þau áður. En réttindi þessi verða í bráðina — má ske til baustsins 1908 —, sem þýðingarlaus bókstafur, nema í þessum fimm kjördæmum, sem að ofan eru nefnd. En bvaða réttlæti er það, að þeir af nýju kjósendunum, sem búsettir eru í þessum fimm kjördæmum, fái að neyta binna ný-fengnu réttinda, en aðrir eigi? Gfömlu kjósendumir í kaupstöðunum, er tóku þátt í kosningunum í fyrra, og nú kjósa nýja þingmenn, fá og á þenna bátt tvöfalt atkvæði, og er það ekki rétt- látt gagnvart öðrum. Vér fáum því eigi betur séð, en að bverri frjálslyndri og sanngjarnri stjórn befði borið siðferðisleg skylda til þess, að rjúfa þingið, og láta almennar kosningar fara fram. Og þar sem nýi ráðberrann eigi hef- ir farið þessa ieiðina, teljum vér tann bafa sýnt ófrjálslyndi, og vöntun á sann- gimi, sem full ástæða væri til, að al- menningur kynni illa. Þess utan vom og kosningarnar síðustu að mestu eingöngu miðaðar við stjómarskrárþrefið, en síður við ýms önn- ur Aramfaramál þjóðarinnar, og var þetta þvi enn ein ástæðan til þess, að almenn- ar kosningar befðu verið látnar fara fram. ÞjÓBVILJi-MS. Úr Önundarflrði er „Þjóðv.“ ritað 19. marz þ. á.: „Héðan er að frétta almenna heilbrigði, og skepnuhöld góð, enda munu nú flestir hafa nóg hey, og veturinn hefir verið í hetra lagi, að því er tíðarfar snertir. Hákarlaskipin eru nú alhúin til veiða, tvö frá Flateyri, „Flateyrin11 og „Geir“, og eitt frá Þingeyri: „Guðný“. — Gufuskipið „Barden“, skipstjóri Ebenezer Ebenezersson, kom í dag til Flateyrar, með fólk á hvalveiðabátana, sem þar hafa verið í vetur. — Ekki kom hr. Hans Ellef- sen sjálfur, heldur var Friðþjöfur, hróðir hans, foringi fararinnar, og fer „Barden“, og allir hvalveiðabátarnir, mjög hráðlega, til Mjóafjarðar, þar sem hr. Ellefsen hefir aðal-hvalveiðistöð sína. Mjög ílla hefir mælzt fyrir um tillögu þá, er Hermann búfr. Jónasarson har fram á síðasta aiþingi, um „þegnskylduvinnu“, er þykir skerða mjög einstaklings frelsið, og mun óhætt að full- yrða, að hér í Onundarfirði séu eigi fleiri, en 2—8 menn, sem henni eru fylgjandi, en hinir allir á móti. A fundi, er haldinn var að Sól- bakka, til undirbúnings sýslufundi, kom það og í ljós, að fáir, eða engir, muni nota túngirðingar- lögin, þar sem engin vissa er, að því er snertir endinguna á vírnum, og lögin þykja að ýmsu leyti hroðvirknisleg, og stór-gölluð.“ l'r Þalasýslu (Skarðströnd) er „Þjóðv.“ skrifað 16. marz síðastl.: „Héðan frá Breiðafirði er fátt að frétta, nema ef vera skyldi apturför í mörgu: Gengi hrakar, hrynja vé, helnæðingar freyða. Fækka taka in fornu tré fjörðinn kringum Breiða, Já, sannarlega var gengið hetra hér á Skarð- ströndinni, meðan höfðingjar, hörn síðast liðinn- ar aldar, sátu hér uppi, bæði á landi og til eyja. Að visu er meiri jöfnuður á orðinn meðal vor, og meira almennt frelsi, en góðu ávextirnir af frelsi sumra manna sjást enn ekki. — Hver dreng- ur vill vera laus; allir hrúgast á þilskipin, og eru á þeim ailt sumarið, en sitja svo flestir heima allan veturinn, og jeta það, sem þeir hafa unnið sér inn yfir sumarið, og sumir meira, pantsetja jafn vel sjálfa sig, þ. e. lofa sér á þil- skip á komandi vori, til þess að fá eitthvað, til að lifa á, þegar kemur fram yfir miðjan vetur- inn. Afleiðingin af öllu þessu er sú, að varla er hægt að fá kaupaniann, hvað þá vinnumenn, og það, sem er enn þá vorra, ungu mennirnir læra ekkert að gjöra á landi, — efnileg hændaefni, þegar þeir þola ekki lengur sjóvinnuna(!)“ Blaðið „B.jaiki“ er hætt að koma út í Seyðisfjarðarkaupstað, með því að prentsmiðja I). Östlund’s, er prentaði blaðið, hefir verið flutt til Reykjavíkur. Hvort „Bjarki“ er hættur fyrir fullt og allt, eða kemur út í Keykjavík framvegis, hefir enn eigi heyrzt. Hsíkarlar upp um is. A Pollinum við Akureyri hafa í marzmánuði verið veiddir nokkrir hákarlar upp um ís, og höfðu veiðzt 18 hákarlar um miðjan dag hinn 18. marzmán., að því er hlaðið „Norðurland“ skýrir frá. Beðið um sýslumann. A Akureyri, og í Eyjafjarðarsýslu, hafa ýmsir kjósendur ritað undir áskorun til ráðherrans, og fara fram á, að sýslumanns- og hæjarfógeta-em- hættið verði veitt sýslumanni og bæjarfógeta Jóhannesi Jóhannessyni á Se.yðisfirði. Mælt er, að sumar æstustu stjórnarsleikjurnar þar nyrðra vilji á hinn hóginn gjarna fá Lárus H. Bjarnason „dánumann11 í yfirvalds-sessinn, en trúlegast tabð, að hann hugsi sig um tvisv- ar, áður en hann yfirgefur „jafn vel siðað riki“, sem Snæfellsnessýsla er orðin, síðan hann byrj- aði þar „siðmenningar“-starfið/'!) •lárnbraut í Þinge.vjarsýslu. Enskt hlutafélag, sem ætlar að leigja brenni- steinsnámuna á Þeystareykjum í Reykdæla-af- XYIII., 14 rétti, semjer eign Grenjaðarstaðarprestakalls, kvað hafa í huga, að leggja járnbrautarspotta'frá Húsa*» víkurverzlunarstað til námanna, og er vegalengd- in rúmar 4 mílur. Hæpið er þó líklega enn, hvað úr hollalegg- ingunum verður. Um gaddavirslögin hafa „Þjóðv.“ ný skeð verið sendar bessar stökur: „Gaddalögin hapt og helsi hafa snúið hændunum — glatast þeirra fé og frelsi flækist þeir í viðjunum. Ráð er þeim, að forðast fárið: forsmá lagaskapnaðinn — græða mun ei gaddafárið gildru-lána -plásturinn. Ef landi gagna löggjafarnir lengi varir minnmg dýr —, en hroða-laga höfundarnir hljóti sveig úr gaddavír11. —n. Bessastöðum 7. apríl. 1904. Tíðarfar. Það, sem af er einmánuði, hefh- mátt heita all-góð tíð, enda þótt öðru hvoru hafi verið væg frost að nóttu. Páska-bretið, 3.—5. þ. m., var fremur vægt hér sunnanlands, að eins stinnur r.orðan-kaldi, með fannkomu á fjöllum, og 5. þ. m. snjóhret í byggð; en sennilegt, að mun meira hafi að því kveðið á norður- og vestur-landi. Gufuskipið „Ceres“ fór 26. f. m. af stað úr Reykjavik, til Austfjarða og útlanda. —1 Með skipinu fóru til Austfjarða: sýslumaðui- Jóhannes Jóhannesson, síra Björn Þorlálcsson á Dvergasteini, og Jónas læknir Kristjánsson. — Enn fremur fór bankastjóri Emíl Schou til Seyðisfjarðar, til að undirhúa stofnun banka-útibús þar. — Til Dan- merkur sigldu kaupmennirnir Siggeir Torfason og Petur Hjaltested, en til Færeyja Kristján Jón- asarson verzlunaragent. Til Ameríku fór alfarinn Jóiiann Bjarnesen, fyrrum kaupmaður í Reykjavík, og fjölskylda hans. Stuldir. Ýmsir smá-stuldir hafa í vetur ver- ið framdir í söluhúð Fischer’s i Reykjavík, og þykjast menn hafa séð merki þess, að brotizt hafi verið þar inn um kjallara-glugga, en vita eigi, hver valdur er að, enda trúlegt, að hann gæti sín nú hér eptir. — Fjósakarl einn í Reykjavík, Oli að nafni, hef- ir og orðið uppvís að því, að hafa selt nokkra poka af úrgangsheyi, sem hann ekki átti. — Seldi hann pokann á 20 —75 aura., og keypti sér brennivín fyrir, því að hann er drykkfelldur í meira lagi. ý 1. þ. m. andaðist í Reykjavík húsfrú Þóra Sigurðardóttir, kona Árna Eirikssonar verzlunar- manns. — Hún var dóttir Sigurðar Þórðarsonar, húsmanns i Steinhúsinu í Reykjavík, er svovar nefnt, og var hún freklega þrítug, er hún and- aðist, og var banamein hennar brjósttæring, er hún hafði þjáðst af nokkur ár. Frú Þóra sáluga var fríð sýnum, gáfuð, og vel metin, og þótti ágæt leikkona, er hún lék sjónleiki í Reykjavík fyrir nokkrum árum. — Þeim hjónum varð alls þriggja barna auðið, og dó eitt þeirra í vetur. — Gufuskipið „Jarl“, leiguskip Thore-félagsins, kom til Reykjavíkur 31. f. m., og lagði af stað þaðan til Breiðaflóa og Vestfjarða 2. þ. m. — Meðál farþegja theð skipinu vár kaupmaðut- Guðtíi. Jónasarson í Skarðstöð. Attabrögð í verstöðunum við sunnanverðan Faxaflóa hafa verið fremur misjöfn, sem af er vertíðinni. — Fyrir páskana voru hæðstir hlutir í Garði, og í Leiru, 180, í Keflavík 130, og í Njarðvíkum um 100, en því miður mun minna hjá öllum almenningi. A Miðnesi, og í Höfnum, eru aflabrögðin sögð enn minni, og þó verst í Grindavík, enda hefir þar verið mjög sjaldgjöfult. Fiskurinn, sem aflazt hefir, sem allt erneta-

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.