Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 07.04.1904, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 07.04.1904, Blaðsíða 3
Þjóðviljin n 55 „PERFECT" skil\riii(lan encLirrbætta tilbniii 11jBurmester & AV:!in, er af skólastjórunum Torfa í Olafsdal, Jónasi á Eyðum og mjólkurfræðingi Grrönfeldt, t.alin bezt af öllum skil- viudum, og sama vitnisburð fær ..P E Ti F E C Tu hver- vetna erlendis. Hún mun nú vera notuð i flestum sveit- um á Islandi. Glrand prix París 1900. Alls yfir 200 fyrsta flokks verðlaun. „PEBPECT“ er bezta og ódýrasta skil- vinda nútímans. „PERFECT“ er skilvinda framtiðarinnar. Útsölumenn: kaupmennirnir Gunnar Gunnarsson Reykjavík, Lefolii á Eyrarbakka, Halldór Jónsson Vík, allar Grams verzlanir, allar verzlanir A Asgeirssonar, Magnús Stefánsson Blönduós, Kristján Gíslason Sauðár- krók, Sigvaldi Þorsteinsson Akureyri, Magnús Sigurðsson Grund, allar Orum & Wulffs verzlanir, Stefán Steinholt Seyðisfirði, Fr. Hallgrímsson Eskifirði. EINKASÖLU TIL ÍSLANDS OG FÆREYJA HEFIR Jakob Gunnlögsson, Kjöbenhanv, K. XVTII., 14. fiskar, er þó yfirleitt vænn, svo að fráleitt þarf meira, en 80—100 í skpd. Til þeirra, sem neyta liins elsta Kina-lifs-elexirs. Með því að eg hefi komizt að því, að það eru margir, sem efast um, að Kina- lifselexír só eins góður og hann var áður, er hér með leidd athygli að því, að hann er alveg eins, og látinn fyrir sama verð, sem fyr, sem er 1 kr. 50 a. glasið, og fæst alls staðar áíslandihjákaupmönnum. Ástæðan fyrir þvi, að hægt er að selja hann svona ódýrt, er sú, að flutt var býsna mikið af honum til Islands, áður en tollurinn gekk í gildi. Þeir, sem Kínalífselixirinn kaupa, eru beðnir rækilega fyrir, að líta eptir því sjálfs sín vegna, að þeir fái hinn ekta Kínalifselexír með einkennunum á mið- anum, Kínverja með glas í hendi, og firmanafnið Waldemar Petersen, Frede- rikshavn, og ofan á stútnum í grænu lakki. h'áist ekki elixírinn hjá kaupmanni þeim, er þér skiptið við, eða sé sett upp á hann meira, en 1 kr. 50 a, eruð þér beðnir að skrifa mór um það á skrifstofu mína, Nyvei 16, Kobenhavn. Waldeniar Petersen Erederiksliavn. Omissandi fyrir allar húsmæður er kökuefnið „I3ali bekvem“, tilbúið efni í ýmis konar kökur, svo sem jólakökur, sandkökur, keisarakökur, prinsessukökur o. s. frv. Pakkinn vigtar eitt pund, og er í hverjum pakka fyrir sig, efnið í eina köku, nefnil. hveiti, gerdupt, sítrónu- dropar, eggefni, súkkat, kúrennur o. s. frv. Það þarf að eins að láta mjólk sarnan við kökuefnið, og svo baka kök- una. Þetta er alveg nýtt og reynist ágæt- lega, er ódýrt. Biðjið um .,Bak bekvem“ hjá kaupmanninum. Einkasölu til íslands og Færeyja hefir jJakofc Junnlögsson, Kjöbenhavn, K. 60 enn meira til þess, að ná i hann, og þegar hann lét aug- un aptur, var honum því fast í huga, að ná i hringinn, með góðu eða illu. William sat í herbergi sínu, og hugsaði um það, er gjörzt hafði um daginn, og fór því eigi þegar að hátta. Honum hafði grarnizt mjög, er Durrant kom, og bætti það eigi úr skák, er hann varð að láta kúgast til þess, að láta, sem hann væri alda-vinur sinn. Ef Píers lávarður kæmist að því, að Durrant væri okurkarl, og kominn i þeim erindum, að reyna að ná í hringinn, fannst William, að þetta hlyti að bitna á sér. Hann var því kominn á fremsta hlunn, að fara ofan stigann, og ná tali lávarðarins, 9em hann þóttiat vita, að enn væri í bókaherberginu. En er hann hugsaði um það, að þá gæti hann eigi komizt hjá því, að segja lávarðinum, hvaða atvinnu Durrant ræki, og játa, að hann skuldaði honum tvö þúsund sterlingspunda, þá bilaði kjarkurinn. Hann huggaði sig líka með því, að enda þótt Durrant fengi ekki hringinn, hefði hann þó dregizt á það, að endurnýja víxilinn árlangt, og virtiat honum því hyggilegast, að þegja, eins og steinninn, reyna að koma Durrant af sór, og borga skuldina svo fljótt, sem anðið væri. William fór því að hátta, og enda þótt atormurinn hvini mestan hluta næturinnar, svaf hann þó mjög væran. Ofveður þetta var annars likast storminum mikla, er hamaðist um nóttina sælu, er Macbet myrti Duncan konung, og myrkrið grúfði yfir, örlaga-þrungið, eins og þá. 57 4. Kapítuli. Didarfullur glœpur. Það, sem skeði næstu nótt, varð eigi lýðum ljóst, fyr en löngu síðar. Peninga-mangarinn, sem Píers lávarður hafði boðið næturgistingu, fór snemma að hátta um kvöldið. Eptir umtalið, sem varð um „hringinn helga“, átti Píers lávarður bágt með, að dylja óbeit sína, og þótti miður, hve fljótur hann hafði verið á sér, að bjóða manni gistingu, er eigi kunni betur manna siði. En þar sem eigi linnti illviðrinu, gat lávarðurinn þó eigi tekið boð sitt aptur, og reyndi þvi, að gera sig ögn þýðari í viðmóti. Hann teygði samt ekkert úr samræðunum, og af- sakaði sig að lokum með því, að hann þyrfti að inna af hendi verk nokkurt í bókaherberginu, er sér myndi dvelj- ast við fram eptir kvöldinu. Hann bauð Durrant þvi inn i reykinga-herbergið, og lét Kynsam vera þar hjá honum. I herbergi þessu var Líonel vanur að rabba við William á kvöldin, en þar sem hann lét nú ekki sjá sig, varð William að vera þar einn með hr. Durrant. Fjarri fór þvi, að William þætti það skemmtilegt, en þar sem Durrant hafði ráð hans í hendi sér, tjáði þó eigi ókurteisin. Hann reyndi því að vera sem þægilegastur í við- móti, og minntist að eins einu sinni á erindislok Durr- ant's. „Jeg vissi það fyrir, að Píers lávarður myndi styggj-

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.