Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 07.04.1904, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 07.04.1904, Blaðsíða 1
Verð árganqsins (minnst \ 52 arkir) 3 kr. 50 aur.; erlendis 4 kr. 50 aur., og í Ameríku doll.: 1.50. Borgist fyrir júnímán- aðarlok. ÞJÓÐVILJINN. - |= ÁtJÁNDI ÁB9AN8HE. =|-. . -!-^sl^EITST.IÓRI: SKÚLI THOEODDSEN. - Uppsögn skrifleg, ógild nema lcomin sé til útgef- anda fyrir 30. dag júní- mánaðar, og kaupandi samhliða uppsögninni borgi skuld sína fyrvr blaðið. M 14. BeSSASTÖÐUM, 7. APRÍL. 19 0 4. Útlönd. Til viðbótar útlendu fréttunum í síð- asta nr. „Þjóðv.u, skal þessara tíðinda getið: Danmörk. Talið er vist, að frv. stjórn- arinnar um breytta dómaskipun, kvið- dóma i sakamálum o. fl., muni eigi ná fram að ganga á þingi, enda horfa sum- ir i kostnaðinn, sem verður að minnsta kosti yfir 2 milj. króna. t 10. marz síðastl. andaðist í Kaup- mannahöfn Jóhan Ottosen, fyrrum fólks- þingismaður, rúmlega hálf-fimmtugur, og munu sagnfræðisrit hans, um ýms atriði í sögu Dana, lengi halda nafni hans á lopti. Bretland. 6. marz voru liðin 100 ár, síðan enska biblíufélagið var stofnað, og var þess minnzt með guðsþjónustugjörð í St. Pauls-dómkirkjunni í Lundúnum. — Síðan félagið var stofnað, hefir það alls haft 14 milj. sterlingspunda milli handa, og varið þeirri upphæð, til að breiða út biblíuna meðal ýmsra þjóða, enda hefir félagið alls látið af hendi 47,967,550 biblí- ur og 74,034,376 nýja-testamenti, og að auki 55,980,814 kafla úr ritningunni. — Félagið hefir látið þýða biblíuna á 97 tungumál, og nýja-testamentið enn frem- ur á 93 tungumál, og ýmsa kafla ritn- ingarinnar enn fremur á 118 þjóðatung- ur. 15. marz siðastl. varð sá atburður á þingi Breta, að stjórnin varð i minni hluta við atkvæðagreiðslu eina um fjár- lögin. — Irski þingmaðurinn John Red- mond hafði fundið að því, að stjórnin hefði minnkað kennslu í írsku (keltnesku) í skólum á írlandi, og lagði það þvi til, að þingið lýsti vanþóknun sinni á þessu atferli stjórnarinnar á þann hátt, að minnka fjárveitinguna til menntamála á írlandi um 100 pund, og var tillagan samþykkt með 141 atkv. gegn 130. Detta þóttu tíðindi mikii, og æptu ýmsir þingmenn, að stjórnin skyldi þeg- ar sleppa völdunum, en með þvi að litlu siðar fór fram önnur atkvæðagreiðsla sam- dægurs, ogönnur tillaga stjórnarinnar var þá samþykkt með 171 atkv. gegn 146, þá þóttist, stjórnin geta setið, þar sem sýnt væri, að meiri hlutinn væri sér enn fylgjandi, enda hafði stjórnin, áðurenat- kvæðagreiðslan um tillögu Bedmond’s fór fram, lýst því yfir, að hún eigi væriþví mótfallin, að taka umkvörtun Bedmond’s til greina. En engu að síður þykir þó atkvæða- greiðslan Ijós vottur þess, að stjórnin standi á völtum fæti, og víta stjórnar- blöðin mjög fylgismenn stjórnarinnar, að gæta sín eigi betur við atkvæðagreiðslur, en raun varð á að þessu sinni. Einn af skörungunum í liði framsókn- arflokksins, William Harcourt, hefir ný skeð lýst því yfir, að hann muni eigi gefa kost á sér til þingmennsku optar, þar sem hann er nú tekinn mjög að eld- ast. — Hann var lengi talinn ganga Gladstone næstur að skörungsskap, og var það ættgöfgi, er réð því, er Hosebery lá- varður, en eigi Harcourt, tók forustuna, er Gladstone sleppti. Þing Breta hefir nýlega aukið mjög fjárveitingar til herskipaflotans, til þess að vera sem bezt búnir, ef þeir þurfi að skerast i leikinn með Japönum. Krakkland. 5. marz kvað ógildingar- dómurinn i París þann úrskurð upp i Dreyfus-máLinu, að herréttardómurinn skyldi úr gildi numinn, og ætlar réttur- inn sjálfur að annast nýjar rannsóknir i málinu, áður en fullnaðardómur er upp kveðinn, og ganga allir að því vísu, að Dreyfus verði þá algjörlega sýknaður. f 12. marz síðastl. andaðist Traríenx, merkur stjórnmálamaður, einn af helztu styrktarmönnum Dreyfusar. — Hann var og helztur hvatamaður þess, að ýmsir vísinda- og stjórnmála-menn í Evrópu sendu menn á fund Nicolaj, Eússa keis- ara, til að tala máli Finna; en nefndinni var synjað um áheyrn, svo sem mörgum mun enn minnisstætt. Combes-ráðaneytið heldur enn fram baráttu sinni gegn skólum kaþólska klerkalýðsins, og þykir ýmsum þingmönn- um nóg um, svo að 15. marz samþykkti neðri málstofan, gegn tillögu stjórnarinn- ar, með 282 atkv. gegn 273, að bannið gegn skólum klerka á Frakklandi skyldi eigi koma til framkvæmda, fyr en smátt 'og smátt á næstu 10 árum, og var enn óráðið, er siðast fréttist, hvort stjórnin færi frá völdum. sakir atkvæðagreiðslu þessarar. — Spánn. Þar hefir verið róstusamt í ýmsum borgum, og er orsökin sú, að matvæli hafa hækkað í verði, svo að hungursneyð vofir yfir i sumum héruð- um. — í borginni Yalladolíd var barist á götunum 7.—8. marz, og urðu margir sárir, bæði af borgarbúum og lögreglu- mönnum, og einn maður beið bana; en herliðið kom ioks friði á. Mælt er, að þingið muui nú lækka aðflutningsgjald á korni, til að friða hugi manna. — Aústurríki—ITngverjaland. Þar er enn, sem fyr, grunnt á þvi góða milli þjóðflokkanna, Tjekka og Þjóðverja, og hefir ný skeð lent í óeyrðum í Prag, og víðar. I Vín gjörðist það og sögulegt einn dag- inn, að þýzkir og slafneskir stúdentar börðust með prikum í grennd við háskól- ann, svo að háskólanum var lokað um hríð. í Buda-Pest, höfuðborginni á Ung- verjalandi, gerðu 5 þús. skraddarar verk- fall, og 15.—16. marz gerðu þeir tölu- verðar óspektir á götunum, brutu rúður í húsum o. s. frv., og voru ýmsir teknir fastir. — Bússland. Svo er að sjá, sem stjórn Bússa þykist eigi alls kostar örugg heima fyrir, ef það er rétt, sem þýzk blöð herma, að Plehve ráðherra hafi í huga, að senda 60 rithöfunda til Siberiu, með þvi að vera þeirra á Bússlandi geti orðið rikinu hættuleg. Hallonblad, borgarstjóri í Finnlandi, er tekinn var höndum fyrir skömmu, og átti að sendast til Síberíu, slapp nýskeð frá gæzlumönnum sínum, og er kominn til Svíþjóðar. — Bóbrikoff hefir nú bann- að að flytja ýms blöð til Finnlands, er hann telur hafa spillandi áhrif, og flytja ýmsar greinar, sem séu móðgandi fyrir Nicolaj keisara, og stjórn hans. — Af dönskum blöðum, er bönnuð eru, má nefna „Sncialdemokratenu og „Politiken“. Rússneskur spákarl, og kynja-læknir, „gamli J'on frá Cronstadtu, sem er al- þekktur á Bússlandi, og vitjað var, með- al annars, til Alexanders III., er hann lá banaleguna, hefir ný skeð spáð því, að ófriðurinn við Japana muni standa yfir i 25 ár. Herdeild ein lagði nýskeð af stað frá Cronstadt, og var „gamli Jónu þá sóttur, til að árna þeim fararheilla, og mælti hann þá svo felldum orðum, um leið og hann veitti þeim blessun sína: „Ofriður þessi mun standa yfir í 25 ár, bræður mínir, og kosta strauma af blóði. Kínverjar munu hervæðast hóp- um saman, en Bússar þó reynast sig- ursælir, enda mun þjóð vor öll grípa til vopna, jafn vel sjötugir gráskeggj- amir, til að berjast gegn gula kyn- þættinum, og vegurinn frá Pétursborg til Kyrrahafsins mun allur líkum stráðuru. Svona spáir „Jón gamliu, en vonandi, að spádómar hans reynist lítils virði. — Bandaríkin. Auðmaðurinn Andrew Carnegie hefir nýlega gefið V/% milj. doll- ara, til að stofna skóla fyrir verkfræðinga i New-York. f 15. marz síðastl. andaðist einn af merkustu stjórnmálamönnum Banda- manna, Hanna þingmaður, er ýmsir vildu, að byði sig fram gegn Roosevelt við næstu forseta-kosningar. < Byrjað er ný skeð að grafa járnl%ut- argöng undir Hudson-fljótið, og er gert ráð fyrir, að það muni að minnsta kosti kosta um 20 milj. dollara.

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.