Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 13.04.1904, Síða 4
60
Þjóðviljinjn
XVIII., 15
sáluga dótturina Gabríellu, sem heiðarlega hefir
alið önn fyrir móður sinni á seinni árum henn-
ar, er heilsa hennar yar þrotin; en með seinni
manni sinum átti hún tvo sonu, Andrés og Siff-
urð, sem háðir eru i Vesturheimi.
Kristjana sáluga Guðbrandsen var greindar-
og myndar-kona, all-vel að sér til munns og
handa, og mátti heita, að hún væri sú, er fyrir
heimilinu vann, meðp' seinni maður hennar
lifði.
Jarðarför hennar fór fram í Reykjavík H.
þ. m.
Hlatafélagshankinn. AuJ? rorstjora uantetns,
sem áður hefir getið verið, verða þessir starfs-
menn hans:
Gjaldkeri: Þ. J. Thoroddsen, fyr héraðslæknir.
Bókari: Sveinn Hallffrímsson (biskupsj.
Ritari: Cand. jur. Hannes Thorsteinsson, og
Aðstoðarmaður: Cand. philos. Jens B. Waage.
Laun starfsmanna þessara eru sögð: 2500
kr., 1700 kr., 1500 kr. og 1200 kr., en eigi vit-
um vér gjörla, hvort þær upphæðir eru nákvæm-
lega rétt hermdar.
Gufuskipið „Jarl“ kom frá Vestfjörðum 10.
þ. m. _______
Strandbáturinn „Hólar“ kom frá útlöndum
til Reykjavíkur að morgni 10. þ. m., og hyrjar
strandferðir sínar, suður og austur um land til
Akureyrar, 15. þ. m.
Til íslendinga!
Snorti Sturluson er einna langfrægast-
ur allra íslendinga að fornu og nýju. Og
það með réttu. Hann hefir getið sér önd-
vegissæti meðal allra söguritara heimsins.
Saga hans um Noregskonunga (Heims-
kringla) er að öllu hið mesta snilldarverk,
bæði að meðferð efnis, mannlýsingum og
máifæri; allt þetta er ofið saman í eitt
meistaraverk. Eit hans um goðafræði og
norræna skáldskaparlist stendur hinu ekki
að baki, en þvi framar, að það er miklu
fremur eiginlegt frumrit, en hitt. Væri
skarð fyrir skildi að því er snertir þekk-
ingu vora á hinni fornu goðafræði Norð-
urlanda, ef ekki nyti þess við. Þessi rit
Snorra eru svo visindalega samsett, að
vel gæti verið samin af framúrskarandi
sagnriturum vorra daga. Þau taka öllu
fram, er ritað var um sömu mundir, og
flestu, sem nokkru sinni hafði verið rit-
að áður.|
Snorri er hinn glæsilegasti rithöiund-
ur vor, og hefir getið sér sjálfum ódauð-
lega frægð, og orpið ljóma fremur flest-
um öðrum á ættjörð sína, er hann unni
svo heitt. Hann unni henni, fræðum henn-
ar og kvæðum, og fyrir ættjarðarást sina
varð hann að láta lif sitt.
Það er því ekki um skör fram, að
vakið hefir verið máls á því, að reyna að
reisa þessum ágætismanni minnisvarða.
Hinn ungi, efnilegi, íslenzki myndhöggv-
ari, Einar Jónsson, hefur þegar búið til
sýnishorn af minnisvarða, er að vorum
dómi er fullsæmilegt minningarmark, þótt
ekki verði svo stórkostlegt, sem frá önd-
verðu var til stofnað. Ætlast er til, að
minnisvarðinn kosti um 20,000 kr., eða
ekki mikið fram úr þvi.
Islendingafélag í Kaupmannahöfn hefir
kosið oss í nefnd, til þess að standa fyrir
samskotum til þessa minnisvarða, er ætl-
ast er til, að verði reistur i Reykjavík.
Það er því innileg ósk vor og alvar-
leg áskorun til allra landa vorra, hvar
sem er í heiminum, að þeir styðji þetta
fyrirtæki röggsamlega, svo að því verði
framgengt. Það er sómi landsins, að sæma
sína beztu menn. Það er þjóðar- og þjóð-
ræktarfyrirtæki, sem hverjum ætti að vera
ljúft að styðja. Ekki þyrfti meira til, en
að svo sem annar hver maður á landinu
gæfi 50 aura, og ætti það ekki að vaxa
í augu.
Herra kaupmaður Stefán Guðmundsson
(Peder Skramsgade 22. Kaupmannahöfn,
K.) er féhirðir nefndarinnar, og veitir
hann samskotunum viðtöku, geymir þau
og ávaxtar, unz til þeirra þarf að taka. |
Annars má og senda tillög hverjum með-
undirrituðum nefndarmanni, er svo af-
hendir þau féhirði. Nöfn gef'enda og til-
lög þeirra verða birt opinberlega jafn óð-
um og þau koma, og gildir það jafn
framt sem kvittun fyrir móttöku þeirra.
Kaupmannahöfn, í marz 1904.
Y irðingarfyllst.
Björn Líndal, Finnur ,/önsson,
stud. jur. prófessor, dr. phil.
Stefán Guðmundsson, Sveinn Björnsson,
kaupmaður. stud. jur.
Valtýr Guðmundsson,
háskólakennari, dr. phil.
eraítiá óen 6eóste.
PKENTSMIÐJA HJÓÐVILJANS.
H*Steensen;
83
Os
r-í
CSJ
*
I STJERt
* *
2STJERNE
♦
C"S 3 STJERNC
rlarganm a
62
að borðdúkurinn hafði dregizt ofan á gólfið, með því að
lávarðurinn hafði haldið dauðahaldi í eitt hornið.
William tók borðdúkinn upp í hugsunarleysi, og
skoppaði þá gyllt askja innan úr brotinu á dúknum.
„Hringurinn helgi!“ kailaði William. „Síra Ching,
og frændi minn! Askjan er opin, og hringurinn er
horfinn!u
„Hringurinn horfinn ?“ mælti Líonel, eins og hann
tryði þessu ekki. „Það getur ekki átt sér stað.“
„Sjáðu sjálfur!“ mælti William, og rétti tóma öskj-
una að honum.
„Jeg þarf þess ekki William“, gall Líonel við.
„En líttu á! Miðglugginn er opinn“.
„Herbergisþernan kann að hafa opnað hann í morg-
un“, greip síra Ching fram í, og leit upp.
„Hún hefir ekki snert á neinu hér i herberginu“,
mælti Lionel i mjög ákveðnum róm, „þvi að jafn skjótt
er hún sá veslings bróður minn liggja hér dáinn, hljóp
hún út, og sagði, hvað gjörzt hafði, og hlýtur glugginn
því að hafa verið opnaður af þjófnum, er hringnum
hefir stolið“.
„Haldið þér, að hann hafi myrt frænda minn?“
spurði William, og var náfölur i framan.
„Auðvitað“, svaraði Líonel: Þjófnaðurinn hefir ver-
ið tilefni til morðsins“.
„En hvar er maðurinn, sem hingað kom i gær-
kveldi, og vildi kaupa hringinn?“ mælti Líonel enn
fremur.
„Gluð hjálpi þér, frændi! Þú ímyndar þór þó eigi,
að hann hafi framið morðið?“
„Gáðu að, hvort hann. er í herberginu tsinu, Willi-
63
am“, mælti Líonel, „og er það þá hans, að svara fyrir
sig“.
„Og gerðu boð eptir lækni, og — lögregluþjóni“,
kallaði síra Ching, er William gekk til dyra.
„Eptir lækni!“ mælti Lionel. „Veslings Píers þarfn-
ast engrar jarðneskrar hjálpar, síra Ching; en lögreglu-
manni er rétt að gera boð eptir, því að hefnt hans get-
um vér ef til vill, þótt eigi getuin vór bjargað lífi hans“.
Þegar William opnaði hurðina, kom hvitklæddur
kvenEmaðúr í gáttina.
Það var Eleonora Lametry, sem rótt í þessari svip-
an hafði fengið að vita um þenna voðalega sorgaratburð,
og skimaði nú i allar áttir í herberginu.
„Eleonora! Eleonora! Farðu ekki hór inn“, mælti
William, og reyndi að aptra henni.
„Inn fer jeg“, mælti hún í ákveðnum róm. „Held-
urðu, að jeg fái yfirlið? Hvar er faðir minn? Jeg vil
sjá hann“.
„Æ!“ kallaði hún upp, og hljóp inn i herbergið.
Faðir minn! Veslings, aumingja faðir minn!“
„Verið róleg, verið róleg, ungfrú Lametry“, rnælti
síra Ching, er hún greip hönd hins látna, og;þrýsti henni
að brjósti sór, eins og hún byggist við, að geta aptur
veitt henni lífshitann.
„Jeg er róleg, síra Ching“, mælti hún, en sneri
sór síðan að Lionel, og spurði með ákefð! „Hver hefir
gjört þetta?“
„Það er oss ókunnugt, Eleonora“, svarað Lionel,
hálf-skuggaiegur. „En kæmumst vór að þvi, skyldi hann
hljóta voðalega hefnd“.
„Hver getur hafa gjört þetta?“ mælti Eleonora