Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 18.04.1904, Side 1

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 18.04.1904, Side 1
Verð árgangsins (minnst 52 arkir) 3 kr: 50 aur.; erlendis 4 kr. 50 aur., og í Ameriku doU.: 1.50. Borgist fyrir jímtmám- aðarlok. ÞJÓÐVILJINN. — |= Átjándi árgangur. =| --■ ... | Uppsögn skrifleg, ógild j nenia komin sé til útgef- anda fyrir 30. dag júní- mánaðar, og kaupandi samhliða uppsögninni I horgi skuld sína fyrir hlaðið. ■ M 16. BeSSASTÖÐUM, 1$. APRÍL. 10 0 4. Skipun kirkjumalanefndarinnar. —<4þo- Eins og kunnugt 'er, skoraði síðasta alþingi á stjómina, að skipá 5 manna milliþinganefnd, íil að' ilmga kirkjumál- efni landsiiis, bg gjota tillögur um hag- kvæmari skipun þeirra mála. I nefnd þessa kvað nú stjórnin ný skeð haía skipað þessa menn: Kr. ,/önflson, yíirdómara, sem formann, síra Arna JÓnsson k Skiítustöðum, — Eir. Briem, preátaskólakennara, — Jón Helgason, prestaskólakennara, og Lárus H. Bjarnason sýslumann. Þegar vér lítum á nöfn manna þess- ara, verðum vór að vera þeirrar skoðun- ar, að ráðherranum hafi engan veginn tekizt svo heppilega, að velja menn í nefnd þessa, sem æskilegt hefði verið. Það hefir töluvert verið rætt um það á seinni árum, hvort eigi myndi það til- tækilegast, til eflingar kirkju- og trúar-lifi i landinu, að gjöra skilnað ríkis og kirkju, og þetta atriði er óneitanlega svo þýðing- armikið, að sjálfsagt virtist, að einhver fengi sæti i nefndinni, er þeirri stefnu var fylgjandi. Vér verðum því að álíta það mjög illa farið, að stjórnin hefir virt þetta að vett- ugi, svo að fríkirkju-stefnan á sér alls sngan talsmann í nefndinni. Ekki er það og síður óheppilegt, að stjórnin skuli hafa skipað eintöma embœtt- ismenn í nefndina, þar sem í henni sitja 3 guðfræðingar og 2 lögfræðingar, en bændur, eður alþýðumenn, eiga þar alls ekkert atkvæði. Má óefað fullyrða, að það hafi alls eigi verið tilætlun alþingis, að nefndin yrði eingöngu skipuð embættismönnum, enda má eigi gleyma því, að prestarnir eru aðal-lega til alþýðunnar vegna, og að gjöldin til prests og kirkju lenda að mestu á hennar herðum. En þar sem nefndin er skipuð em- bættismönnum einum, þá er hætt við, að alþýðu manna þyki lítil trygging þess, að málin verði rædd og skoðuð frá henn- ar sjónarmiði, sem nauðsyn krefur. Að því er geistlegu herrana í nefnd- inni snertir, verða og sjálísagt mjög skipt- ar skoðanir um það, hve heppilega valið hafi tekizt. Flestum myndi t. d. hafa sýnzt mátt nægja, að taka að eins annan prestaskóla- kennarann í nefndina — t. d. síra Jbn Helgason, sem meira hefir gefið sig að kristindóms- og kirkju-málum, en síra Eiríkur —, og það því fremur, sem for- maður nefndarinnar, yfirdómari Kr. Jöns- son, er einnig kennari við sömu rnennta- stofnun (í kirkjurétti). Val síra Árna Jónssonar á Skút.ustöð- um, með sínum óljósa hugsunargangi, og alkunim málalengingum um alla hluti, er auðvitað af politiskum rótum runnið; hann þurfti, sem „heimastjórnarmaður14, eitt- hvað að hreppa. Yfir höfuð fer því fjarri, að helztu skörungar kirkju vorrar hafi fengið þau áhrif í nefndinni, sem eðlileg voru, og vænta mátti,. þar sem loikmönnum var bægt frá henni. Að Hallgrímnr biskup Sveinsson ,ekki fókk sæti i nefndinni, stafar þó að lik- indum af þvi, að honum, sem yfirmanni kirkjunnar, er ætlað, að segja álit sitt um tillögur nefndarinnar eptir á, og er þvi, frá því sjónarmiði, minna um það að fást. Lector Þórhalli Bjarnarsyni mun og að likindum ætlað sæti í landbúnaðar- nefndinni, og er það má ske eins heppi- legt, og fullt eins mikil von um góðan árangur af starfi karns og hæfileikum þar. En að þessum mönnum slepptum, þá var þó síður, en svo, að stjórnin hefðí eigi nógum hæfum mönnum úr að velja meðal kennimannastéttar vorrar, og má i þvi efni sérstaklega benda á sira Valdi- mar Briem, prófastana síra Magnús Ánd- résson á Grilsbakka, sira Sig. Gunnarsson i Stykkishólmi, sira Jens JPálsson í Grörð- um, prestana sira Sig. Stefánsson i Vigur, sira Magnús Helguson ' á Torfastöðum o. fl. o. fl.' Um skipun Lárus H. Bjarnasonar, „dánumannsins“ i Stykkishólmi, í nefnd- ina, skulum vér eigi fjölyrða; hún þykir liklega fleirum, en oss, kynleg, og „und- arlegt er ísland“, þegar dánumaðurinn sá er nú orðinn einn af máttarstólpum kirkju- og trúar-lífsins á landi voru. En það er bótin, þótt útnefningar þessar hafi tekizt miður heppilega hjá ráðherranum, að það er ekki orðið strax að lögum, sem nefndin kann að leggja til, og óvíst reyndar, að það verði nokk- urn tíma. „Áfr gjöra sér mat úr því“. Herra ritsjóri! Árið 1890 hélt eg fyririestur í Eeykja- vík um kosti og galla sveitalífsins á Is- landi. Þar komsteg að þeirri niðurstöðu, að göfuglyndinu væri að hnigna, svo sem alúðar-gestrisni, greiðvikni, og fleiru því um líku. í stað þess væri það orðið efst á baugi, að rhafa eitthvað upp úr þmu. Þetta var mi á blómaárum sauðfjár- markaðanna. Enska gullið var að streyma inn í landið. Ailt þótti þá leika i lyndi, og margan mann fór að dreyma gullöld liór á landi. Það þótti nú fyrir öl.lu, að komast yfir gullið, þvi þá væri opnaður vegur a.ð öllum hnossum lífsins. Þá magnaðist peningafiknin; ekkert þótti þá gjaldeyrir, jaema peningar. Vöruskipti sveita- og sjávar-bænda þóttu þá ekki hafandi lengur. Sjávarbóndinn vildi fá peninga fyrir sina fiskavætt, og sveita- bóndinn peninga fyrir kindur sinar. Vinnuhjúin koruust á sama rekspölinn, þeim þótti ekkert kaupgjald, nema pen- ingar væri. Fatnaður og önnur hagræði var þá rufttið að litlu. Og þegar svo þetta vildi ekki ganga, þá var farið að • losa um hnútana, allir máttu verða laus- ir úr vistarbandinu, svo að þeir gætu upp<- á eigin spitur greitt sér veg að 'gullinu. Og daglaunamennirnir vildu heldur ekk- ert, nema peninga. Af þossu leiddi, að margur fór nú að selja allan greiða og gestbeina, þó það hefði aldrei verið gjört. Það átti nú ekki að borga sig þessi gamla gestrisni — hún var eitt af þessu eldgamla, „ó- praktiskau hatterni þjóðarinnar. En svo kom apturkippurinn. Fjár- markaðirnir liðu undir lok, og gullið hætti að streyma. Þá var nú ekki um annað talað, en bölvaða peningaekluna, i ræðum og ritum. Greiðasölumennirnir höfðu ekki við, þrátt fyrir allt. Þeir fóru að hypja sig til Ameríku, þar voru nógir dollarar; vinnufólkið fór til Eeykjavíkur, og á skútur, þar var þó helzt hægt að fá aura fyrir vinnu sína, en sumt fór tii Ameríku. Veslings sveitabóndinn hafði nú enga peninga — hann varð aptur að borga í þessum gömlu baugabrotum og skjaldaskriflum: sinjöri, tólg, fötum, og öðru slíku. Var það nokkur borgun, ruslið það? „Þá var betra, er fyr baugum réð Brandur enn örvi ok bur skota" Það var munur að koma heirn að hausti með gull i vösum. Þó að gullið sé nú hætt að streyma, þá er sama peningafíknin, eins og verið hefir. Allt vilja menn til vinna^aðkom- ast’ yfir þá, þó þeir svo selji sér í stór- skaða. Minnir það mig á smákaupmann einn, sem heldur seldi vöru sína fyrir liálfvirði, en að sleppa peningunum. Þess þarf varla að geta, að ekki leið á löngu, áður en hann varð var við ónotalegan halla i reikningnum, og þá skildist hon- um fyrst, að hann hefði farið óhyggilega að ráði sinu. Allur verkalýðurinn safnast þangað, að kalla má, sem von er um peninga. Engin atvinna þykir nokkurs virði, nema

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.