Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 03.05.1904, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 03.05.1904, Blaðsíða 2
70 ÍPjÓÐVILJIJN n XVIII., 18. sér, að hann eigi ekkert atkvæði um sér- mál vor. Og hvernig stendur á því, að hr. H. Hafstein sættir sig við það, að yfirhjdngu sjálfs hans, og vilja alls þingsins, er traðk- að, og stjórnarskipunarlög landsins virt að vettugi? Hér er meira, en lítið i húfi, þar sem tiltæki þetta getur eigi þýtt annað, en að dönsku ráðherrarnir þykist eiga at- kvæði um sérmál vor, svo að vér eigum á hættu, að þeir sletti sér fram í önnur sérmál vor, þegar þeim býður svo við að horfa, og getur þá orðið ærið lítið úr sér- réttindum iandsins, og vaidi alþingis. Mér virðist það Ijóst, að ráðherra sá, sem vér nú höfum, er ekki skipaður sam- kvæmt stjórnarskrá vorri, heldur eptir dönsku grundvallarlögunum, sem alþingi hefir aldrei talið gilda hér á landi, og hefi jeg því heyrt ýmsa vekja máls á því, að réttast væri, að þingið sendi rík- isráðinu þenna danska ráðherra aptur, og heimti ráðherra, er skipaður sé í sam- ræmi við stjórnarskrána. Veit jeg það að visu, að „heimastjórn- armenn“ ráða, sem stendur, meiri hluta atkvæða á þingi, en mér getur eigi til hugar komið, að þeir gangi svo beint ofan í allt, sem þeir hafa sagt og ritað um stjórnarskrármálið, að þeir samþykki þá tröðkun landsréttinda vorra, sem felst í þessu háttalagi Dana-stjórnar, og kalla jeg, að nýi ráðherrann hafi riðið fremur ólaglega úr hlaði, og brugðizt mjögvon- um flokksbræðra sinna, og þjóðarinnar yfir höfuð, er hann tók á móti svona meingallaðri útnefningu, sem fer í bein- an bága við stjórnarskipun Jandsins. 27/4 ’04. Hrói Höttur. * * * Síðan ofan rituð grein hr. Hróa Hattar var skrifuð, hefir bæði „Reykjavíkin"‘ og „Þjóðólfur"1 vaðið fram á völlinn, til að reyna að verja gjörðir ráðherrans, og getum vér þvi eigi varizt þess, að láta þess getið, að óneitanlega virðist flokks- fylgið, og „matarástin", fara að ganga nokkuð langt, þegar jafn vel er eigi horft í það, að reyna að verja þær gjörðir stjórnarinnar, sem ríða í beinan bága við stjórnarskipunarlög landsins, og eru mjög alvarleg og hættuleg árás á sjálfstæði þess. Eins og við er að búast, þá er vörn þessara blaða eitthvert allra aumasta bullið, sem sézt hefir á prenti, kryddað ýmsum lieiinsku-vaðJi, og flónslegum get- sökum. I „Þjóðólfi“ gamla er t. d. einhver „Heiðrokui u látinn koma frarn á sjónar- sviðið, og nrun það vera merki þess, að ritsljóri „stjórnar gagnsinsa skammist sín sjálfur iýrir það, sem segja átti, sem nauuiast er beldur að í'urða, þ<ir sem lrann er að burðast við að hrekja þjð, sem „Þjóðólfur“ hefir sjálfur verið að prédika, enda er aðal-vörn „Heiðreks“ fólgin í þeirri naglalegu setningu, að „þótt ráð- herra vor sé sérmálaráðherra Islands, þá sé hann jafn framt ráðherra konungs, og varð þvi, sem slíkur, að vera skipaður af forsætisráðherra konungsins að „forminu“ til“(!!) En nú segir stjórnarskrá vor beinum orðum, að enginn, nema ráðherra Islands, geti framkvæmt hið æðsta vald konungs yfir sérmálum Islands, og átti sérmála- ráðherrann því, sem ráðherra konungs og Islands, að skipast af konungi, með undir- skrift ráðherra Islands, en einskis annars, eins og hr. H. Hafstein sýndi fram á á alþingi, þótt hann virðist siðar hafa brost- ið þrek til þess, að fram fylgja. þeirri skoðun sinni gagnvart dönsku stjórninni. Og þó svo væri, — sem alls ekki er —, að það væri ófrávíkjanleg regla, eins og „Heiðrekur“ segir, að forsætisráðherra skrifaði undir skipunarbréf annara ráð- herra, þá getur sú regla alls eigi náð til ísl. sérmálaráðherrans, sem er sjálfstœður ráðherra, óháður forsætisráðherranum, þótt hann beri sármál vor fyrir konunginn til undirskriptar í ríkisráði. Að minnsta kosti hefir hr. H. Hafstein áður litið svo á sérstöðu ísl. sérmálaráðherrans, og með þeim skilningi samþykkti alþingi stjórn- arskrárbreytinguna. Að þvögla um það, að hér sé að eins um þýðingarlaust „form“ að ræða, er sú fjarstæða, sem eigi þarfnast svara, því að það liggur i augum opið, hvort það get- ur eigi haft afar-mikla þýðingu, að sér- málaráðherra vor sé skipaður af manni (danska forsætisráðherranum), sem er á- byrgðarlaus gagnvart, alþingi. Að öðru leyti minnist „Þjóðv.“ að líkindum á vaðandann í „Reykjavíkinniu í næsta nr. blaðsins. I* 4 114"» 4 l»l4»»l.*.,»»». Úr Norður-tsafjarðarsýslu er „Þjóðv.“ ritað 22. apríl síðastl: „Tíð er hér köld, og stormasöm, svo að fremur má heita sjaldgjöfult til sjávarins, og fiskiskipin haldast eigi við úti fyrir, og aflinn fremur litill hjá skipum þeim, er inn hafa komið. Siðan vorvertíð hófst (á páskum), hefir afli á Bolungarvikurmiðum verið all-misjafn, annan daginn hezti afli hjá sumum skipum, 4—6 hundr- uð tólfræð á skip, en önnur skip hafa naumast orðið fiskvör á sömu miðum, og virðist fiskur- inn því halda sig mjög i hnöppum“. Mislingar. Á hvalveiðistöðinni að Gimli i Sléttuhreppi í ísafjarðarsýslu hefir hrytt á mislingum meðal norskra hvalveiðimanna. Vonandi er, að gerðar verði ýtarlegar ráð- stafanir til þess, að varna því, að mislingarnir hreiðist út, enda mun þegar hafa verið gjörð ráðstöfun til þess, að banna samgöngur við hvalveiðistöðina, meðan veikindin standa þar yfir. Kirkja á Patreksfirði. í verzlunarstaðnum á Patreksfirði er áformað, að hyggð vei'ði kirkja á komanda sumri, og á það að verða steinsteypuhús. Kirkjan verður hyggð fyrir samskotafé, og að nokkru fyrir lánsfé, er sparisjóður á Patreks- firði veitir. Framfaramál Xorður-ísflrðingti. Út af fyrirspurn stjórnarráðsins um aðal-áhuga- mál Norður-ísfirðinga, að því er til atvinnu- og samgöngu-málefna kemur, taldi sýslunefndin hrýnasta nauðsyn á þessu: 1, að regltibundnum gufuhátsferðum verði komið á fót utn Isafjarðardjúp árið um kring, 2, að fiskimiðin verði vernduð gegn vfirgangi iitlendra fiskimanna, 3, að gert vérði við lendinguna í Bolungarvík, svo að þar verði viðunanleg lending fyrir opin skip, og 4, að afnumið verði útflutningsgjald af fiski. Sektaður botnverpingur. Danska varðskipið „Hekla“ náði ný skeð við Vestmanneyjar i enskan hotnverping, er kærður hafði verið fyrir botnvörpuveiðar í landholgi, og var skipstjórinn sektaður um 900 kr. Sýslumenn settir. Cand. jur. Páll Bjarnasnn Vídalín hefit- 'jverið settur sýslumaður í Eyjafjarðarsýslu og hæjar- fógeti á Akureyri frá 1. maí þ. á. Frá sama tíma er cand. jur. Gnðm. Bjnrns- snn settur sýslumaður í Skagafjarðarsýslu. Mannalat. I blaði þessu (7. nr. þ. á.) hefir þeg- ar verið getið andláts Pétars Björnssonar, skipberra á Bíldudal, og skal hér nú stuttlega getið hinna helztu æfiatriða hans, að því er upp spurt hefir orðið Hann var fæddur í Reykjarfirði i Suðurfjarðarhreppi í Barðastrandarsýslu árið 1850, og voru foreldrar hans: Bjórn Pétursson, Péturssonar, hreppstjóra i Suðurfjarðarhreppi, og kona hans, Kristin Einarsdóttir, bónda á Hreggstöðum á Barðaströnd. — Pyrstu 6 ár æfi sinnar ólst Pétur upp hjá afa sínurn, og ömmu, Guðrúnu Sigurðardóttur, en“var^síðan“‘3 ár hjá Bjarna bónda Sveinssyni í Fremri- Hvestu, með því að móðir hans var lát- in; en 9 ára að aldriTfluttist hann til föð- ur síns, er þá var flutturýað Bíldudal, en síðar að Hóli í Bíldudal, og loks að Hlaðs- eyri í Patreksfirði. Snemma hneigðist hugur Péturs sál. Björnssonar til sjávarins, og var hann nokkur ár háseti á fiskiskipum, ýmist frá Bildudal (á gamla „Pílot“), frá Geirseyri (á skipi, er Lúðvík Asgeirsson varjfyrir), eða frá Isafirði (á „Sigríðiu), og þaðan sigldi hann til Danmerkur um haustið, en kom sumarið eptir til Geirseyrar, á slcipinu „Emanuel“, og stundaði fiski- veiðar á því skipi um sumarið, en sigldi aptur til útlanda um haustið, og var þá í förum erlendis í 4 ár, en fór síðan til Australíu, og dvaldi þar við ýms störf, þar á meðal við gullgröpt, i 12—13 ár, og var hann þá alinennt talinn dauður hér á landi, þar sem eklrert spurðist til hans áram saman. Eptir heimkomu sína til íslands, brá hann sér til Noregs, og tók þar próf í stýrimannafræði, og keypti þá þilskipið „Snygu, og var jafnan skipstjóri á því skipi á fiskiveiðum, nema nokkra liríð, er hann var skipstjóri á fiskiskipinu „Kjartanu, er hann og keypti í Noregi, og var sameign hans, og nokkurra ann- ara. Pétur sálugi var einstakur atorku- og dugnaðar-maður, laginn sjómaður, og heppinn aflamaður. — Hann var og snemma hagsýnn og sparsamur, og gjörð- ist því maður all-vel fjáður. — Áhuga- maður var hann mikill, að þvi er ýms atvinnumál snerti, einkum fiskiveiðar, bæting lendinga o. fl., og horfði hvorki

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.