Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 03.05.1904, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 03.05.1904, Blaðsíða 3
XVIII., 18. Þjóbviljinn. 71 í, að leggja fram fé, eða krapta. þarsem liann áleit, að það mætti að gagni koma. — Hann var og maður all-vel greindur, og fylgdi almennum málum kér á landi, með töluverðum áhuga, enda bar hann gott skyn á margt, einkum í verklegum efnum, því að hann hafði margt séð, og víða farið. Pétur sálugi kvæntist eigi, en á þó afkvæmi á lifi. — Eptirlátnum fjármun- um sínum kvað hann að mestu hafa ráð- stafað til almennings nota. Þar sem Petur heitinn Björmson var að eins freklega miðaldra maður, er hann féll frá, má telja mikinn mannskaða orð- inn við fráfall hans. — Eins og skýrt var frá í 10. nr. „Þjóðv". þ. á., andaðist ekkjan Ingveldur Jafetsdóttir, i Irmri-Njarðvík í Gullbringu- sýslu, 5. marz þ. á.. og skal nú getið helztu æfiatriða hennar. Ingveldur sáluga var fædd í Reykja- vík 23. júlí 1840, og var því á 64. ald- ursári, er hún andaðist. — Foreldrar Jiennar voru hjónin: Jafet gullsmiður Einarsson, stúdents Johnsen, og Þorbjórg Nihulásdóttir, (f 1882), og ólst hún upp hjá foreldrum sínum, en giptist 1. nóv. 1862 merkisbóndanum Asbirni Olafssyni, óðalsbónda og hreppstjóra í Innri-Njarð- vik, og eignuðust þau alls 11 börn, og eru nú að eins þessi 4 á lífi: 1. Ólafur Asbjarnarson, verzlunarmaður í Keflavik, kvæntur Vigdísi Ketilsdóttur frá Kotvogi. 2, Helgi Asbjarnarson, bóndi í Innri-Njarð- vík, býr með unnustu sinni. 3, Ólafía Ásbjarnardóttir, gipt Einari O. Einarssyni, kaupmanni á Jámgerðar- stöðum í Grindavík, og 4, Þorbjörg Ásbjarnardóttir, gipt kona í Keflavík. Ingveldur sáluga var búkona mikil, einkar dugleg og útsjónarsöm, og manni sínum mjög samhent, i bústjórn og fyr- irhyggju, enda stóð bú þeirra hjóna lengi með miklum blóma, og máttu þau lengst- um teljast sönn stoð sveitar sinnar, enda þótt efni þeirra gengju nokkuð til þurrð- ar á aflaleysis-árunum. — Hún varmjög gjörvileg kona i sjón, fríð og myndarleg, og yfir höfuð mikilhæf kona að mörgu leyti. — 19. marz síðastl. andaðist að Merki- steini í Höfnum i Gullbringusýslu kon- an Guðríður Halldórsdöttir, um áttrætt. — Foreldrar hennai voru Halldór hrepp- stjóri Gunnarsson i Kirkjuvogi í Höfn- um, og lcona Hans Anna Jónsdóttir, Sig- livatssonar frá Höskuldarkoti. — Árið 1847 giptist Guðriður sáluga eptirlifandi manni sínum, Sigurði Olafssyni smið, frá Ægissíðu í Rangárvallasýslu, og eru 5 börn þeirra á lifi. — Nýlega er og látinn að Látrum í Sléttuhreppi í Isafjarðarsýslu Jón Sœ- mundsson, fyrrum bóndi í Fremri-Arnar- dal, fæddur 1828, og mun „Þjóðv.“ síð- ar minnast hans nákvæmar. Bessastöðum 3. maí. 1904. Tiðarfar er optnst mjög storma- og kalza- samt, svo að naumast markar enn fyrir neinum gróðri, enda öðru hvoru í'rost á nóttu, og fjöllin í hvítum hjúpi niður að byggð. Aflabrögð. Sakir mjög stopulla gæfta, siðan um sumarbyrjun, virðist vertíðin við Faxaflóa, er endar 11. þ. m., muni verða í lakaralagi, að því er opin skip snertir, sérstaklega í verstöðunum fyrir innan Keflavik, að henni með talinni. Póstgufuskipið „Laura“ kom frá Vestfjörðum 26. f. m. — Meðal farþegja voru: ráðherrafrú Ragnh. Hafstein, og börn þeirra hjónanna; síra Magnús Þorsteinsson í Selárdal, gullsmiður Einar Gíslason í Hringsdal, o ,fl. „Laura“ lagði af stað frá Reykjavík til út- landa 29. f. m., og tóku sér far með skipinu: frú Bergljðt Sigurðardðtíir til Englands, til að leita sér lækningar, kaupmaður Jðn Þórðarson, stýri- mannaskólakennari Magnús Magnúson, o. fl. „Isaíoldin“, skip Brydesverzlunar, kom 25. apríl til Keykjavíkur frá útlöndum, og hafði komið við í Vestmanneyjum, og þaðan kom með skipinu Gísli kaupm. Jónsson. Konan mín hefir í 10 ár þjáðst af taugagigt og taugasjúkdómi, og leitað margra lækna, án þess að fá heilsuna aptur. En þegar hún hefir notað China- lífs-élexir Valdemars Petersens hefir henni liðið einkar vel, og ætlar hún því jafn- an að brúka hann. Stenmagle, Sjálandi 7. júlí 1903. I. Petersen, timburmaður. * * * * JÚLína-lííss-elexíuiiin fæst hjá flestum kaupmönnum á Isiandi, án nokk- urrar tollhækkunar, svo að verðið er, sein fyr, að eins 1 kr. 50. aur. fyrir flöskuna. — 76 únum, og þangað hefir Durrant vafalaust farið, og má því taka hann fastan, er vér fáum að vita, hvar hann á heima“. „Mikið rótt, ef hann þá er þar", svaraði Drage hæðnislega; „en yður hefir eigi dottið í hug, að hann kynni að reyna, að fela sig fyrir lögregluliðinu, só hann sekur?“ „Kynsam er eini maðurinn, sem veit, hvar hann á heima“, svaraði Dove, með töluverðri áherzlu á orðun- um, „og Durrant treystir þvi óetað, að Kynsam segi ekki til hans“. „Hví skyldi Durrant treysta þvi, og hví skyldi Kynsam hafast undan því, að segja til hans?“ „Af því að Kynsarn er vinur hans“. „Það er engin ástæða til þess, að hann þegi, ef Durrant er sekur“. „Enn jeg er sannfærður um, að Durrant er sekur, og Kynsain hylmir yfir með honum“. „Er svo?“ mælti Drage, og horfði stift framan í Dove. „Á hverju byggið þér þá skoðun yðar?“ „Jeg hefi mínar ástæður“, svaraði Dove rogginn. „Durrant kom hingað, til þess að fá hringinn keyptan, og þegar haun gat eigi fengið hann á heiðarlegan hátt, myrli hann Piers lávarð, og flýði svo til Lundúna, og ætlar að koma dýrgripnum þar í peninga, og fær Kyn- sam helminginn af andvirðinu“. „Hví skyldi hann fá helming andvirðisins?“ spurði Drage. „Fyrir það, að hann þegir“. „Haldið þér þá, að Kynsam hafi átt hlut að morði frænda síns?“ 73 Hjúin höfðu engan hávaða heyrt um nóttina, enda voru svofnherbergi þeirra i hinum enda hússins. Kynsam hafði farið að hátta um sama leyti, sem Durrant, og Líonel hafði skilið við bróður sinn í bóka- herberginu hálfum kl.tíma siðar. „Yoru gluggarnir í herberginu lokaðir, er þér skild- uð við bróður yðar?“ spurði Dove. „Já“, svaraði Líonel. „Það var ofsa rok þá um kvöldið, eins og þór munið, og því voru gluggarnir lok- aðir“. „Hvað var Píers lávarður að gera, er þér sáuð hann seinast?“ „Hann var að lesa í bók, og „hringurinn helgi“ lá i öskjunni á borðinu hjá honum, og þykir mér enginn vafi geta á þvi leikið, að ráðið hafi verið á hann, með- an hann var að lesa“. „Er „hringurinn helgi“ vanur að vera í bókasafns- herberginu?“ spurði Dove. „Nei; hann er vanur að vera geymdur i bænahús- inu, og sótti síra Ghing hann þangað, af því að bróðir minn vildi sýna Durrant hringinn“. „Svo! Hann sá hann þá“. „Já“, svaraði Líonel, „enda vildi hann fá hann keyptan, en bróðir minn vildi að sjálfsögðu eigi selja hann, og satt að segja furðaði mig stórum, að Durr- ant skyldi vera svo ósvífinn, að fara að fala hring- inn“. „Og hann er góðkunningi Kynsam’s, að því er mér skilst?“ mælti Dove. „Um það get eg ekkert sagt“, svaraði Líonel þurr- lega. „Bróðursonur minn sagði hann vera vin sinn, en

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.