Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 03.05.1904, Blaðsíða 1
Verð árganqsins (minnst j
52 arkir) 3 kr. 50 aur.; j
erlendis 4 kr. 50 aur., og I
í Ameríku doll. : 1.50. :
Borgist fyrir júnímán-
aðarlok.
ÞJOÐVILJINN.
- |= AtJÁNDI ÁaöANGUB. =| .- ■
-»-BITSTJÓRI: SKÚLI THORODDSEN. =Ie>œ£—<—
| TJ'ppsögn skrifleg, ógild
í nema komin sé til útgef-
! anda fyrir 30. dag júní-
\ mánaðar, og kaupawli
, samhliða uppsögninni
borgi skuld sína fyrir
blaðið.
M 18.
Bessastöðum. 3. MAÍ.
10 0 4.
Árleg þing.
--<^)o- -
Það hefir opt verið vakið raáls á því
í „Þjóðvú, að oss íslendingum myndi
það eigi síður nauðsynlegt, en öðrum
þjóðum, að halda alþingi á ári hverju,
þar sem raunin hefir viljað vera sú, að
politiskur áhugi dofnar mjög í landinu
þau árin, sem þing er eigi haldið.
Sjálfsagt vilja Islendingar einnig nota
sem bezt hið aukna stjórnfrelsi, sem ný-
lega er fengið, eptir ærna baráttu, til
þess að kippa í lag ýmsu, sem ábótavant
þykir, og veitir þá naumast af því, að
þing sé haldið á hverju ári.
Það er og auðsætt, að vald og áhrif
þings og þjóðar gagnvart stjórninni,
myndi og vaxa að miklum mun, efþing
væri haldið á ári hverju, þar sem ella er
hættara við því, að stjórnin geti orðið
helzt til einráð, þegar aðhald þingsins
nær eigi til hennar, nema annað hvort
ár.
En verði það ofan á, sem vér von-
um, að naumast eigi mjög langt í land,
að þing verði háð á ári hverju, þá ættu
almennar kosningar til alþingis einnig
að fara fram á þriggja ára fresti.
Það eykur áhrif þjóðarinnar álöggjöf
og landstjórn, og ætti það því að vera
öllum frjálslyndum mönnum áhugamál,
að fá kjörtímabilið stytt, svo sem hér er
farið fram á.
Háskólamálið.
Fyrir nokkrum árum var háskólamál-
ið orðið töluvert áhugamál hér á landi,
þó að lítið hafi verið minnzt á það á
seinni árum.
En þetta mál þarf að vekja upp apt-
ur, því að fátt myndi fremur auka álit
vort meðal erlendra þjóða, en stofnun
háskóla á landi voru, auk þess er slík
visindaleg stofnun gæti á ýmsar lundir
orðið landi voru til ómetanlegs gagns.
í bráðina þyrfti háskólastofnunin alls
eigi að verða landi voru neinn kostnað-
arauki til muna, þar sem vér leggjum
þegar fram fé til presta- og lækna-skóla,
og höfum einnig staðráðið, að láta laga-
skólann hefja starf sitt, áður en langt
um líður.
Allir þessir skólar yrðu auðvitað
deildir háskólans, og þó að vér í bráðina
létum oss nægja, að bæta við kennslu í
sögu landsins, í íslenzkri tungu, og i ís'-
lenzkum bókmenntum, ásamt kemiskri
efnarannsóknastofu, mætti síðar auka við
fleiri kennslugreinum, eptir því sem þjóð-
inni yxu kraptar.
Smáþjóð, eins og vér íslendingar er-
um, getur lítil áhrif haft á heimsmenn-
inguna, þar sem um verkleg fyrirtæki ræðir;
en hver veit, hvað oss kynni að takast
í vísindalegu tilliti, því að þar vorum
vér fyrrum eigi eptirbátar annara.
Sönn framfarastjórn.
Flestir vilja heita framfaramenn á
landi voru um þessar mundir, en fáir
kjósa sér íhaldsnafnið, hvað sem starf-
semi þeirra líður.
En svo er að sjá, sem skoðanir manna
séu enn talsvert á reiki um það, hvað
til þess heimtist, að geta talizt sannur
f ramf aram aður.
A síðastl. alþingi báru „heimastjórn-
armennirnir“ fram „gaddavirsfrumvarpiðu,
um hálfa milj. til gaddavírskaupa, og
sömuleiðis tillöguna um þegnskylduvinn-
una, og þóttust þá tjá sig, sem meiri
framfaramenn, en dæmi væru til hér á
landi, þó að hvorttveggja miðaði tilhins
mesta ófrelsis fyrir einstaklingana.
Mjög almenn virðist sú skoðun einn-
ig vera, að það sé aðal-einkenni fram-
faramanna, og framfarastjómar, aðbruðla
sem mestu fé til ýmislegra fyrirtækja,
má ske misjafnlega nauðsynlegra; en
þetta er í raun og veru allra mesti
misskilningur, því að íhaldsmenn geta
opt verið mjög bruðlsamir með fé lands-
ins, t. d. til þess að kaupa sér þingfylgi,
og framfaramennimir geta verið spar-
samir, í samanburði við íhaldsstjórnir.
Sönn framfarastjórn lýsir sér því eigi
aðallega i mikilli fjáreyðslu, heldur er
aðal-einkenni hennar i þvi fólgið, að auka
sem mest einstaklingsfrelsið, gæta rétt-
vísi hvivetna, og hafa opin augun fyrir
þörfum hinna smáu, bágstöddu og aumu
í þjóðfélaginu, eigi síður en fyrir þörf-
um þeirra stétta, sem betur eru settar.
tJtlöiid.
Fregnir hafa borizt af austræna ófrið-
inum, er ná til 16. apríl, og hafa Búss-
ar enn farið verstu ófarir á sjó. — Jap-
anar réðu 13. apríl á Port-Arthur, og
lögðu ítússar þá skipum sinum út úr
höfninni, og lögðu til orustu. — Tókstþá
svo illa til, að rússneska aðmirálsskipið
vPetropaulovsku, um 11 þús. smálestir að
stærð, beið svo miklar skemmdir, af neðan
sjávar sprengitundri, að það sökk, og tynd-
ist skipshöfnin nœr öll, yfvr 600 manns. —
Meðal þeirra, er fórust, voru aðmíralarnir
Makaroff og Molas, og hafði hinn fyr-
nefndi komið til ófriðarstöðvanna i marz-
mán., og var yfirforingi alls sjóliðs Rússa
þar eystra, og sagður mjög duglegur mað-
ur.
Meðal hinna fáu (um 30 af 700), er
björguðust, var bræðrungur Nicolaj keis-
; ara, CyriU stórfursti. — Hann var stadd:
■ ur upp á stjórnpalli skipsins, er það sökk,
j og þó að hann sogaðist nokkuð niður
j með skipinu, tókst honum þó að bjarga
sér á sundi, og 'ná i flak, er hann gat
haldið sér i, unz honum var bjargað; en
meiddur var hann á fótum, og hafði
brunasár á andliti.
Annað stórskip Rússa, „Pobieda“, 12-
700 smálostir að stærð, kvað einnig hafa
eyðilagzt í sjóorustu þessari, en menn þó
bjargast.
Enn misstu Rússar og tundurbátinn
„Best,rachníu, og björguðust þar að eins
4 menn af 90, er á skipinu voru.
Japanar misstu á hinn bóginn ekkert
skip í orustu þessari.
Uchtomski heitir sá, er nú hefir tekið
að sér æðstu flotastjórn Rússa þar eystra,
siðan Makaroff féll. og hafa nú Japanar,
sem stendur, nær þrefallt meira herskipa-
stól, en Rússar hafa þar austur frá, þar
sem Rússar hafa alls misst 16—17 skip,
stærri og minni, siðan ófriðurinn hófst.
Mælt er, að Nicolaj keisara hafi fall-
ið mjög þungt, er hann frétti lát Makar-
°ífs °g manna hans, og lét hann hirð-
prest sinn þegar syngja ‘rnessu fyrir sál-
um þeirra.
^TTTi i i i 1111 n i. i' i 'i'iii^
Enn um stjórnarskrárbrotið.
Um fátt hefir mönnum orðið tiðrædd-
ara hér syðra, en um lögleysu þá, er
framin hefir verið, er nýi ráðherrann var
skipaður.
Almenningi skilst það ofur-vel, að
enginn getur, samkvæmt stjórnarskránni,
ritað undir ályktanir um sérmál íslands,
með konunginum, nema islenzki sérmála-
ráðherrann.
Þetta er skýrt tekið fram í 2. gr.
stjórnarskrárinnar, þar sem segir, að kon-
ungur^hafi hið æðsta vald yfir sérmálum
íslands, og láti ráðherrann fyrir Island
framkvœma það. auk þess er 1. gr. stjórn-
arskrárinnar segir, að landið hafi löggjöf
sína og stjórn „út af fýrir sigu.
Enginn dönsku ráðherranna geturþví
ritað undir neina ályktun um sérmál Is-
lands, svo að gilt sé, enda var þetta tekið
mjög skýrt fram á alþingi, jafnt af báð-
um flokkum þingsins, og nýi ráðherrann
lýsti því þá, meðal annars, yfir, að hann
„gengi að þvi vísu“, sem og sjálfsagt
var, að skipun isl. sérmálaráðherrans yrði
undirrituð af ráðherra íslands, með kon-
unginum.
Það er því von, að almenningi þyki
þaðstkynlegt, að skipun nýja ráðherrans
skuli vera undirrituð af forsætisráðherra
Dana, þótt stjómarskráin beri það með