Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 09.05.1904, Blaðsíða 1
Verð árgang8ins (minmt
52 arkir) 3 kr. 50 aur.;
erlendis 4 kr. 50 aur., og
í Ameríku doll.: 1.50.
JBorgist, fyrir júnímán-
aðarlok.
Þ JOÐVIL JINN.
——|= Átjándi ÁKGANOUE. =| -—
j L'ppsögn skrifleg, ógild
\ nema komin sé til útgef-
\ anda fyrir 30. dag júní-
| mánaðar, og kaupandi
] samhliða uppsögninni
borgi skuld sína fyrir
blaðið.
M 19.
Bessastöðum, 9. MAÍ.
19 0 4.
tJtlönd.
Frá útlöndum eru þessi tíðindi mark-
verðust:
Danmörk. 6. apríl síðastl. gekk ofsa-
stormur yfir vesturströnd Jótlands, og
olli þar víða all-miklu tjóni. — Að öðru
leyti voraði mjög snemma í Danmörku,
svo að seinast í marz var þegar farið að
plægja, og sá, á stöku jörðum, og er það
mjög sjaldgæft.
Eins og áður hefir verið skýrtfráhér
í blaðinu, hóf ríkisþingið aptur fundi sína
eptir páska, svo að landsþingið gæti ieitt
„hýðingafrumvarp“ AJberti’s til lykta. —
Landsþingið setti nefnd, til að íhuga
málið, en mótstöðumenn frumvarpsins
voru eigi aðgjörðarlausir, en héldu mót-
mælafundi víða um land, og gengust
„socialistaru mjög fyrir þeim fundahöld-
um.
Mál þetta hefir vakið megna suDdr-
ungu í liði vinstrimanna, og þótti hægri-
mönnum þvi gaman, að draga málið á
langinn, til að ala á sundrungunni, og
loks sá stjórnin sér eigi annað fært, en
að slíta ríkisþinginu 24. apríl, þar sem
nefndin í landsþinginu hafði þá enn eigi
lokið störfum sínum, og er „hýðingar-
frumvarpið“ þar með úr sögunni, og
raknar liklega aldrei við aptur.
Þykja úrslit þessi hinn mesti ósigur
fyrir Albertí ráðherra, og fær hann nú ó-
þvegið hjá „Politíken“, og fleiri blöðum
vinstrimanna, er telja hann vera „úlf í
sauðargæru“, og hafa sýnt það, bæði með
„hýðingarfrumvarpinu“, og með makki
sinu við hægrimenn í bæjarstjórnarkosn-
ingunum, að hann hafi viljað sundra liði
vinstrimanna, og ganga í lið með hægri-
mönnum, enda hafi hann jafnan verið í-
halds-seggur undir niðri, sem aldrei hefði
átt að fá sæti í ráðaneyti vinstrimanna,
o. s. frv.* — Hann er nú talinn politiskt
dæmdur maður, er ekkert eigi lengur
undir sér.
Að því er gjörðir ríkisþingsins snertir
að öðru leyti, hafa stórmálin farið i mola,
svo sem um endurbætur á dómaskipun-
inni, um borgaralegt hjónaband, og um
rýmkun kosningarréttar í sveita- og bæja-
málum, og helztu stórmálin, er fram hafa
náð að ganga, eru: endurbygging Krist-
jánsborgarhallar, og bygging nýrra járn-
brautarstöðva í Kaupmannahöfn.
Megn óánægja hefir risið um land
allt, út af nýju skattalögunum frá 1B,
maí 1908, sem eru helztu stórvirki vinstri-
stjómarinnar, og hafa verið all-miklir
rifrildisfundir víða um land, þar sem lög-
in þykja hlífa efnamönnum, en hækka
gjöld hinna, sem efnaminni eru, og er
*) Makk A.lbertí’8 við ihaldsliðið hér á landi
fer nú að verða mjög skiljanlegt: Ritstj.
þetta kennt breytingartillögum, er hægri-
menn i landsþinginu komu inn í lögin,
er þau voru rædd á þingi.
Yfir höfuð er sundrungin, ogóánægj- j
an, í liði vinstrimanna einatt að magn-
ast, svo að hæpið er, að ráðaneytið geti
setið til lengdar.
Priðarvinir á Norðurlöndum ætla að
halda fund í Kaupmannahöfn 2.—5. júlí,
og hefir rikissjóður veitt 2 þús. króna til
fundahaldsins.
19. apríl var Jóh. Pedersen, sem svik-
ið hafði „sameinaða gufuskipafélagið“ um
242 þús. króna, með fölsuðum reikning-
um, svo sem „Þjóðv.“ hefir áður skýrt
frá, dæmdur i héraði |í 5 ára betrunar-
hússvinnu. — Pedersen þessi hafði áður
verið talinn mjöe „finnu maður, ogkom
vinum hans þetta háttalag hans því mjög
á óvænt. —
Noregur og Svíþjóð. 18. apríl brann
Borgundar-kirkja, í grennd við Alasund
í Noregi. — Kirkja iþessi var byggð á
elleftu öld, og voru þar margar merki-
legar fornmenjar, tréskurðarmyndir, og
önnur listaverk. — Allt tréverk í kirkj-
unni, sem að öðru leyti er úr steini,
brann á 2 kl.stundum, og þykir víst, að
bruninn só af manna völdum, því að ýms-
ir skrautgripir kirkjunnar, sem voru úr
silfri, fundust skammt þaðan, og er auð-
sætt, að ræningjarnir hafa misst þá þar,
eða ekki getað flutt þá með sér, af því að
eldurinn hefir brotizt út úr kirkjunni, fyr
en þá varði.
Stjórn Norðmanna kvað hafa áform-
að, að leggja bráðlega fyrir stórþingið
frv. um breytingu á stjórnarskránni í þá
átt, að Jkoma á beinum kosningum til
þingsins, í stað þess er kosningarnar eru
nú í höndum kjörmanna, er kjósendur
velja.
Þing Svía hefir nýlega samþykktlög
um borgaralegt hjónaband, og geta menn,
samkvæmt þeim lögum, fengið borgara-
lega hjónavígslu, þó Jað brúðhjónaefnin
séu bæði i ríkiskirkjunni. —
Bretland. 19. apríl lagði fjármálaráð-
herrann Ansten Chamberlain fjárlagafrum-
varpið fyrir þingið, og er þar gert ráð
fyrir, að útgjöldin verði þetta fjárhags-
árið 142,880,000 sterlingspunda, en tekj-
urnar að eins 139,060,000 pund, og legg-
ur hann það því til, að tollur á the-i og
tóbaki verði hækkaður, sem og tekjuskatt-
urinn.
Chamberlain, fyrrum nýlenduráðherra,
var ný kominn heim frá Ítalíu og Egipta-
landi, þar sem hann hefir verið sór til
heilsubótar um hríð. — Tekur hann nú
aptur til óspilltra málanna, að berjast
fyrir toll-lagabreytingum sínum, sem
: minna hefir verið minnzt á um tíma,
meðan er hann var fjarverandi.
f 19. apríl andaðist Henry Tliompson,
einn af frægustu læknurn Breta. — Hann
fókkst einkum við skurðlækningar, og
þótti sérstaklega mjög laginn, að því er
alla blöðrusjúkdóma snerti.
Þá er og nýlega látinn enski rithöf-
undurinn Samuél Smíles, fæddur 1811, og
eru rit hans um „sparseminau, og „hjálp-
aðu þór sjálfum“, þýdd á fjöldamörg
tungumál. — — —
Frakklaud. 23. apríl lagði Loubet for-
seti, og utanríkisráðherra hans Delcassé,
af stað til Ítalíu, til að heimsækja Vidor
Emmanuel konung, og segja blöðin, að
sú heimsókn muni tryggja mjög vináttu-
samband Prakka og ítala, eins og ávallt
er vant að klÍDgja við lík tækifæri. —
Þýzkaland. 7. júní næstk. er áformað,
að stórhertogi Friederich Franz í Mecklen-
burg-Schwerin gangi að eiga Alexöndru,
dóttur Cumberlandshertogans, og sækir þá
margt konungborinna manna til Glmund-
en, þar sem hjónavigslan fer fram.
Ungur friherra, Alexander von Watter
að nafni, skaut nýlega unnustu sina, er
Helena Kramer hét, og beindi síðan byss-
unni gegn sjálfum sér, en tókst þá svo
óhöndulega, að hann særði sig að eins,
og er mælt, að hann missi alveg sjón-
ina.
Orsökin til tiltækis þessa kvað hafa
verið sú, að faðir Alexanders setti sig
harðlega á móti því, að hann gengi að
eiga Helenu, þar sem hún var af lágum
stigum, þjónustustúlka á veitingahúsi,
einu; en einkar frið stúlka kvað hún hafa
verið, sem vænta má. — Friherrann verð-
ur að sjálfsögðu ákærður fyrir morð, þeg-
ar sár hans eru gróin. — —
Spánn. Forsætisráðherra Spánverja,
Maura að nafni, var nýlega á ferð í
Barcelona, og ruddist þá ungur stjórn-
leysingi að vagni hans, og stakk hann
með rýtingi, en særði hann þó að eins
lítilfjörlega, þar sem hnifsoddurinn lenti á
rifbeini, svo að talið er víst, að ráðherr-
ann verði algróinn að viku liðinni.
Stjórnleysingi sá, er verk þetta framdi,
heitir Joachim Michel Artal, og er stein-
höggvari. Náðist hann þegar, og bíður
nú dóms síns.
t Nýlega andaðist í París drottning-
Isabella, fædd 1830, er rikjum róð á Spáni
frá 1833—1868, unz hún var rekin frá
völdum. — Hún var hinn versti stjórn-
andi, er lót þá ráða mestu um stjórn
landsinS, er i mestum kærleikum voru
við hana í þann eða þann svipinn.
Lík hennar var flutt til Escorial á
Spáni, þar sem konungar Spánverja hvila.
— Mælt er, að ísabella drottning hafi