Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 09.05.1904, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 09.05.1904, Blaðsíða 3
ÞjÓDVILJINN. i 75 XYIII., 19. kínverskir verkamenn, re;tyndu ný skeð að ná fundi KuropatMn’s, og höfðu rýt- inga meðferðis, til að vega að karli. — Þeir náðust, og oru því eigi í tölu hinna lifandi lengur. Sömu örlög fengu tveir Japanar, er reyndu að sprengja upp járnbrautÍDa í Mandsjúriinu. — — — Thibet-leiðangurinn. Fulltrúi Kínverja i Lhassa hefir ný skeð gert Younghusband þau boð, að hann muni bráðlega koma til fundar við hann i borginni Gyangtse, og hefir Younghusband. svarað því þakk- látlega, og óskað, að þangað kæmu jaf'n framt nokkrir æöstu embæt.tismennirnir i Thibet. svo að hann geti sainið við þá, og komizt verði hjá frekari blóðsúthell- ingum. Út af fyrirspurn, er gjörð var nýlega á þingi Breta, lét stjórnin, sem hún hefði alls eigi i huga neinar landavinn- ingar í Thibet; en þessu mun þó var- lega trúandi, þvi að líkt heyrðist einnig, or ófriðurinn við Búa var byrjaður. Kýr brunnar iuni. 20. marz síðastl. kviknaði í fjósi hjá síra Vig- fúsi Þórðarsyni á Hjaltastað. og köfnuðu allar kýr prestsins, 3 að tölu, sem og reiðhests-efni, er þar var. Próf. Einar Jónsson í Kirkjubæ sendi síra Vigfúsi að gjöf eina af kúm sínum, jafn skjótt er hann frétti tjónið. Drnkknun. Miðaldra maðijr, Ólafur Gumilögsson að nafni, drukknaði ný skeð í Staðará á Langanesströnd- um. Bezti afli var á Austfjörðum fsuðurfjörðunum) í önd- verðum apríl. Úr Aðalvik (Norður-ísafjarðarsýslu) er „Þjóðv.“ ritað 12. f. m.: „Fremur horfir hér til vandræða með skepnuhöldin, því þótt veturinn hafi ekki verið mjög frosta mikill, þá hefir hann þó verið snjóa- og áfreðasamur, og sakir aflaleysis og ógæfta, hafa menn eigi get- að drýgt skepnufóðrið með sjófangi, sem opt hefir hjálpað vel að undanförnu“. Banka-útibú á Seyðisflrði. Ábyrgðarmenn sparisjóðsins á Seyðisfirði hafa ályktað, að sameina sparisjóðinn, sem þar er, við væntanlegt útibú frá hlutafélagsbankanum. Þetta kvað hafa verið ályktað, er bankastjóri Emíl Schou var nýlega staddur þar eystra. Skipströnd. Kaupfarið „Asta“ strandaði í Keflavík i Gull- bringusýslu 4. maí síðastl., og brotnaði þar, en menn björguðust allir. Skip þetta var nýlega komið frá útlöndum, fermt ýmsum erlendum varningi, og var upp- skipun skammt á leið komin, naumast hálfnuð, er skipinu hlekktist á. — Fiskiskipinu „Ægir“ frá Stykkishólmi var nýiega hleypt í land á Látrum við Látrabjarg, sakir leka, og brotnaði það þar; en menn björg- uðust allir. Skip þetta var eign Sœm. kaupmanns Halldórs- sonar í Stykkishólmi og Þ. Jóhannssonar, sem var skipstjóri þess, og hefir eflaust ekki verið óvátryggt. Lausn frá embætti. Rector Björn M. Olsen kvað hafa fengið náðar- samlega lausn frá embætti sínu, með eptirlaun- um, líklega sakir heilsubrests(??J Mannalát. 23. apríl síðastl. andaðist í Kvígindis- dal i Barðastrandarsýslu uppgjafaprestur- inn Mac/niis Oíslason, prests Ólafssonar í Sauðlauksdal, 84 ára að aldri, fæddur 23. des. 1819. — Hann var einn þeirra fáu Bessastaðaskólaroanna, er lifað hafs fram á 20. öldina, og gegndi hann prestskap í Sauðlauksdalsprestakalli yiir 30 ár, en lót af prestskap 1879. Sira Magnús sálugi Grislason var kvænt- ur Steínvöru Eggertsdóttur, prests Bjarna- sonar landlæknis, og áttu þau ekki barna. — Steinvör dó 1894. Meðal systkina, Magnúsar sál. voru: Benediht, kaupmaður i Rudkjöbing, og Olafur, bóksali i Bonn á Þýzkalandi, og Frúgit sáluga i Rifgerðingum. Kunnugur maður lýsir sira Magnúsi á þá leið, að hann hafi verið „skyldu- rækinn embættismaður, prúðmenni í fram- göngu, og mjög vel þokkaður af öllum þeim, er kynDtust honum“. — Bessastöðum 9. maí. 1904. Tiðarfar. 5. þ. m. gerði loks hlýindi, og blíðviðri, og hefir siðan optast haldizt sunnanátt, svo að jörð lifnar nú óðum, ef lík veðrátta helzt. Frakkneska herskipið, „La Manche“, kom til Keykjavikur 1. þ. m., í fyrsta skipti á þessu ári. Faxaflúa-strandbáturinn „Reykjavíkin“ kom til Reykjavíkur 3. þ. m., eptir frekra 5 daga ferð frá Noregi, og fór 6. þ. m. fyrstu ferðina til Borgarness. Strandlerðaskipið „Yesta“ kom til Reykja- víkur 3. þ. m., norðan og vestan um land, og er Gottýredsen enn skipstjóri. — Margt farþegja var með skipinu, þar á meðal: amtm. Páll Briem, bankastjóri Schou, landritari Kl. Jónsson, ásamt föður sínum, Jóni Borgfirðingi, sem enn er mjög 80 faeyra skoðanir manna, og var það þar í hvers manns munni, að Durrant væri inorðinginn, og að sjálfsagt væri, að hneppa hann þogar í varðhald. Fjarri fór því þó, að Drage leggði trúnað á alþýðu- róm þenna, heldur styrktist hann enn betur í þeirri skoð- un sinni, að Durrant væri saklaus. „Allir þessir iábjánar segja að eins það, sem þeir hafa heyrt Dove segja“, mælti hann við sjálfan sig, og gekk inn í gistjhúsið. „Bezt að heyra, hvað gestgjafinn segir“. (Jestgjafinn var sízt spar á fróttunum, enda lézt Drage vera ferðamaður, er skroppið hefði þar inn, til þess að forvitnast um, hvernig stæði á mannþyrpingunni þar fyrir utan. Gestgjafinn sagði honum nú alla söguna um morð Piers lávarðar, og gat þess, meðan hann var að bera fram ölið, sem þeir drukku báðir óspart, að sama morguninn, er morðið var frarnið, hefði tnaður frá Lundúnum komið í gistihús sitt. „Nú? Yar hann hér þá?“ mælti Drage, og lagði nú vel eyrun að. „Mér heyrðist þór segja, að hann hefði gist í Landy Court um nottina". „Það gerði hannu, mælti gestgjafinn, „en hann kom hingað kl. 7 um morguninn, þegar jeg var rétt að koma á fætur. — Hann sagðist hafa gist að Landy Court um nóttina, en hafa flýtt sór hingað, til þess að ná farangri sínum, og komast með eimreiðinni, sem fer frá Barn- ataple til Lundúna“. „Y^r hann í æatu skapi?“ „Alls eigi, herra minn, heldur var hann að hlægja, og gera að gamni sínu. — Hann var kaldur, sem ísinn, og 77 „Það þori jeg ekki að segja“, evaraði Dove fljót: lega, „en framferði hans er mjög grunsamlegt“. Drage gekk að glugganum, og leit út, því að þeir voru staddir í bókaherberginu, og var Drage að hugsa um, bvaða leið morðinginn hefði að öllum líkindum farið. Eptir stundarkorn gekk hann aptur frá glugganum, og mælti blátt áfram: „Hugboð yðar er ágætt, hr. lögregluþjónn, en hug- boð er það þó að eins, því að við getum enn eigi vitað það með vissu, hyort Durrant hefir framið morðið, eða stolið hringnum“. „Flótti hans sannar það“, „Flótti hans sannar alls ekkert, eða imyndið þór yður, að nokkur sé sá kjáni, að fremja jafn augljúslega morð? Hann kom, til þess að fá hringinn keyptap, en beiðni hans var synjað. Eigandi hringsins finnst dauður, hringurinn hverfur, og maðurinn, sem vildi fá hann, hverfur einnig. Nei, yður skjátlast, er þér ímyndið yð- ur, að Durrant hafi framið morðið. Hann hefði eigi farið svona heimskulega að, og það þvi síður, sem eina vonin hans hlyti þá að yera sú, að geta flúið sem skjótast, og yrði hann þá að hætta okri sínu, sem að líkindum gefur honum meiri arð, er árip líða, en hringurinn getur voitt honum. Durrant hiýtur því, eptir minni skoðun, að vera saklaus“. „En hver er þá sekur?“ spurði Dove. „Það er nú eptir að vita“, svaraði Drage. „Enmá eg níi spyrja yður nokkurra spurninga?“ „Spyrjið, sem yður þóknast“, mælti Dove. „Þér

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.