Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 09.05.1904, Blaðsíða 2
74
látið eptir sig um 8 milj. franka, og hef-
ir hún í arfleiðsluskrá sinni ánafnað prins-
essu L. Ferdínand í Baiern megnið af
reitunum, en páfanum þó nokkuð, og var
það víst mest þörfin(!) —
Portugal. 18. apríl gerðu allir prent-
arar í Lissabon verkfall, svo að ekkert
blað kom þar út í nokkra daga.
ítalía. I héraðinu Pragelato varð
skriða nýlega 70—80 mönnum að bana,
og ýms hús fóra urn koll. —
Svissaraland. Aðfaranótbina 19. apríl
kom skriða á þorpið Girengíols, og ban-
aði 13 mönnum, og eyðilagði 5 hús.
Austurríki—Ungverjaland. I þorpinu
Mezzana brunnu nýlega 2 kirkjur, og 20
íbúðarhús, og biðu 2 menn bana.
19. apríl gerðu allir járnbrautarþjónar
verkfall á Ungverjalandi, alls 30 þús.
manna, svo að allar eimlestir stóðu kyrr-
ar, og ferðamenn urðu að sitja þar, sem
þeir voru komnir.
Kröfðust járnbrautarþjónarnir betri
launakjara, og horfði til stór-vandræða,
þar sem vista-aðflutningar tepptust einn-
ig-
Forsætisráðherra Tizza ætlaði fyrst að
beita hörkunni, bannaði verkfallsmönn-
um fuudarhald í Buda-Pest, og lét varpa
ýmsum þeirra í varðhald; en loks fór þó
svo, að stjórnin varð að láta undan, leyfa
fundinn, sem áður var bannaður, og ganga
að ýmsum kröfum járnbrautarþjónanna,
og tóku þá flestir þeirra aptur til starfa
24. apríl. —
Balkanskaginn. Þar urðu víða ákafir
jarðskjálftar í öndverðum april; í hérað-
inu Saloniki hruDdu t. d. um 1500 hús,
en 25 menn létust, en 40 meiddust. — í
héraðinu Kosovo féllu um 1000 hús, og
nokkrir menn hlutu þar einnig meiðsli,
eður bana. — Víða urðu og sams konar
skaðar og slys. —
Bússland. 7. april kviknaði í húsi
kaupmanns eins í Vilna, er Grunberg hét,
og er slökkviliðið kom þar að, fundust
þar þrjú lik, nefnilega lík Grúnbergs
kaupmanns, konu hana, og þjónustustúlku,
og höfðu þau öll augsýnilega verið myrt,
og öllu rænt, sem fémætt var, en síðan
hellt steinolíu á líkin, og kveikt í hús-
inu, til að hylja ránið; en sonur þeirra
hjónanna, ellefu ára að aldri, var horfinn,
og veit enginn, hvar hann er niður kom-
inn. —
Bandaríkin. 23. apríl hófst heims-
sýningin í borginni St. Louis. — For-
seti Bandaríkjanna, þr. Roosevdt, sat þá
í forsetahöllinni í Washington, og studdi
á ofur-lítinn hnapp, og jafn harðan fóru
allar vélar á heimssýningunni í St. Louis
í hreitingu, með þv; að rafmagnsleiðsla
vnr á milli.
Stórkostlegur eldsvoði varð ný skeð í
borginni Toronto, og er skaðinn metinn
3fi milj. króna.
I New-York hefir húsaleiga nýlega
hækkað mjög mikið, allt að 30°/o, svo að
fátæklingar fá eigi undir risið, og var
jafn vel búist við, að róstum myndi
valda, einkum þar sem 17 ára gömul
Þjoð viljinn.
gyðinga-stúlka, Bertha Litson að nnfni,
hefir haldið miklar æsingaræður hér og
hvar á strætum borgarinnar. — Þykir
svo mikið kveða að mælsku og skörungs-
skap stúlku þessarar, að Bandamenn kalla
hana: rJeanne d'Arc New-York-borgar“.
Afríka. I Transvaal varð ný skeð
uppvíst, að ýmsir Búar í Lydenburg-hér-
aðinu hefðu gjört samsæri í því skyni,
að reyna að ná höfuðborginni Pretoríu á
sitt vald, og kveikja svo uppreisn í land-
inu gegn yfirdrottnan Breta. — Mælt er,
að engir af heldri mönnum Búa, sem
kunnir eru frá ófriðarárunum, hafi þó
verið við samsæri þetta riðnir.
Ekki hefir Bretum enn tekizt að sefa
uppreisnina í Somalílandi til fulls, þar
sem síðustu fregnir segja, að þeir hafi
barizt við landsbúa 21. apríl siðastl. í
grennd við þorpið Illig, og fóru upp-
reisnarmenn halloka, sem fyr. —
Þjóðverjar hafa og enn eigi getað
þrýst Herero-þjóðflokknum til hlýðni við
sig, því að 2. apríl átti Glasenap major
orustu við þá við Okaharui, og misstu
Hereroar 92 menn í þeirri viðureign, en
af Þjóðverjum féllu 32, og 16 urðu sárir.
Austræni ófriðurinn. Að því er
snertir sjóorustuna við Port-Arthur 13.
apríl, er getið var um í síðasta nr.
rÞjóðv.“, þá hefir Togo, yfirforingi jap-
anska flotans, skýrt svo frá, að hann hafi
nóttina áður látið tundurbáta leggja
sprengivélar neðan sjávar, þar sem hann
vissi, að skip Rússa voru vön að fara
um, er þau fóru út eða inn höfnina í
Port-Arthur. — Hann hafði veitt því
eptirtekt, að skip Rússa þræddu jafnan
eptir sama striki, og réð hann af því, að
þar sem skip Rússa eigi færu, myndu
rússneskar tundurvélar vera neðan sjávar,
og hagaði því tundurvélalagningu sinni
samkvæmt þessari ályktun sinni. — En
er Japanar höfðu komið vélunum fyrir,
sem þeir ætluðu sér, án þess Rússar yrðu
neins vísir, þar sem rafmagnsljós þeirra
lýstu eigi innsiglinguna nægilega, ginnti
hann Rússa út úr höfninni á þann hátt,
að hann þrískipti flota sínum, og voru
tvær flotadeildirnar í svo miklum fjarska,
að þær sáust eigi, en sendust þó á þráð-
lausum fregnskeytum við þá flotadeild-
ina, er lézt mundu ráða á Port-Arthur.
— Rússar, er héldu Japana fáliðaða, þar
sem þeir sáu að eins fá herskip úti fyrir,
héldu þá flota sínum út úr höfninni, eu
þá var hinum flotadeildunum, er i fjarska
voru, þegar gjört aðvart, og fór svo við-
ureignin, sem segir í siðasta nr. „Þjóðv.“,
og er aðmíralsskipið „Petropaulowsk“
leitaði aptur til hafnar, og hörlaði und-
an, rakst það á eina peðan sjávar sprengi-
vél Japana, og sprakk þá þegar í lopt
upp.
Meðal nafnkenndra manna, er fórust á
því skipi, má nefna hinn fræga rússn-
eska málara Vasiliji Verestsliagin, er eink-
usr. málaði hernaðarmyndir, og sýndi
mönnum þannjg hörmungar ófriðarjns.
Japanar héldu sorgarbátíð, er lát Mak-
aroff’s aðmíráls spurðist, enda ber öllum
XVIIL, 19.
saman um það, að hann hafi verið mesti
vaskleika maður, og allt annar bragur
komizt á flotastjórn Rússa þann stutta
tíma, er hans naut við þar eystra.
Skrydloff nefnist sá, er nú tekur við
flotastjórn Rússa þar eystra, og hefir hann
áður verið foringi flotans í Svartahafinu.
— Hann er sagður lítill vin Alexejeff’s,
vísi-konungs Rússa þar austur frá, og
hefir AlexejefF því þegar beðizt lausnar
frá embætti síni;.
Mælt er, að all-mjög hafi brytt á
veikindum i herliði Japana i Korea, og
þó öllu meira í her Rússa í Mandsjúriinu,
enda er viðurgjörningurinn talinn fremur
bágur.
14. apríl kviknaði i keisarahöllinni í
Söul i Koreu, og brann hún til kaldra
kola, og fórst þar margt dýrra gripa.
Rússar hafa nú alls um x/2 milj. her-
manna á ófriðarstöðvunum (af landher),
og þykjast því færir í flestan sjó. —
Engu að síður hafa Japanar þó haldið
yfir Yalu-fljótið, og Rússar þokað undan,
án þess til orustu hafi kornið, nema hvað
forvörðum herliðanna hefir stöku sÍDnum
lent sarnan, og fáeinir menn þá fallið.
Þykir eigi ósennilegt, að Rússar fari
undan i flæmingi, og reyni að ginna
Japana sem lengst á eptir sér, en hætti
sér eigi til aðal-orustu í bráð, því að sú
heflr opt verið hernaðar-aðferð þeirra, t.
d. við Napoleon mikla í byrjun fyrri
aldar.
Sagt er, að Játvarður, Breta konung-
ur, sé þess mjög fýsandi, að sættir kom-
ist á, og kvað hann hafa ritað Nicolaj
keisara i þá átt, og boðið sitt fulltingi;
en þó að Rússar taki þessu eigi óliklega,
má þó telja víst, að eigi komi til neinna
saiuninga í bráð.
14. apríl gerðu Japanar nýja skothrið
á Port-Arthur í 2x/a kl.tíma, en eigi hefir
spurzt, hvaða skaða sú skothrið kann að
hafa valdið.
Kinverjar halda enn áfram að draga
herlið að norðurlandamærunum, og þykir
Rússum það ærið tortryggilegt, ekki sízt
þar sem japanskir fyrirliðar eru þar á
hverju strái, til að æfa liðið. — Rússar
hafa því skorað á Kínverja, að senda
japönsku liðsforingjana tafarlaust burt,
en Kína-stjórn anzar því alls eigi.
2 rússneskir tundnrbátar frá Vladi-
wostook gerðu ný skeð vart við sig í
hafharborginni Wonsan í Koreu, og sökktu
japönsku flutninga-gufuskipi, er þar var.
— Skipshöfnin bjargaðist þó.
Daginn eptir eyðilögðu Rússar fiutn-
ingaskipið Kíu-siu-María, er var að flytja
kol og vistir frá Japan til Koreu, og
drukknuðu þar nokkrir, en 2000 hermanna
og 17 liðsforingjar þáðu grið afRússuiu.
— Skip þetta var 4 þús. smálesta skip.
Enn fremur hafa Rússar s^kkt þriðja
flutningaskipinu fyrir Japönum, um 220
smálesta skipi, og er þvi eigi ósennilegt,
að Japanar reyni sem fyrst að láta her-
skip sín hitta flotadeild Rússa frá Vladí-
wostock.
Japanar tveir, er klæddir voru, sem