Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 09.05.1904, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 09.05.1904, Blaðsíða 4
76 Þjóbviljin \. ern í sjón, og annari fjölskyldu; enn fremur sira Helgi P. Hjálmarsson frá Helgastöðum, próf. Sig. Gunnarsson frá Stykkishólmi, kaupmaður FÁnar B. Guðmuwhson í Haganesyík í'fyr áHraunum), kaupmaður Pétur Oddsson í Bolungaxvík, ásamt frú sinni Guðnýju Bjarnadöttur, sem fór til lækn- inga; enn fremur Þorlálcur bóndi Bergsveinsson í Œtúfeyjum, Einar bóndi Gíslason í Hringsdal, verzl.mennirnir Páll Torfason frá Flateyri, og Jöimnn Þorsteinsson frá ísafirði, skipstjóri Stein- dór Magnússon frá Isafirði, o. fl. o. fl. Prestskosning fór fram að LágafeUi í Mos- fellssveit 28. f. m., og hlutu þeir síra Magnús Þorsteinsson í Selárdal og síra Magnús Þorsteins- son á Bergþórshvoli 23. atkv. hvor, en cand. theol. Þorsteinn Björnsson fékk ekkert atkvæði. Veiting prestakallsins er þvi á valdi kirkju- stjórnarinnar. Seinn i íörum. Nú er mælt, að seðlar hluta- félagsbankans verði eigi fullgerðir erlendis, fyr en 1. júni næstk., svo að bankinn geti eigibyrj- að, fyr en um miðjan júni. Og engum kemur væntanlega á óvænt, þó að þá fréttist um einhvern nýjan dráttinn, ef að vanda lætur. Skip Thore-íélagsins, er „Kong Tryggve11 nefnist, kom til Keykjavíkur 5. þ. m., og er Emil Nielsen skipstjóri, en Egidiussen stýrimaður, og eru það sömu mennirnir, er voru yfirmenn á „Skotlandi". „Tryggvi kongur“ er sagt all-gott skip, byggt 1890, og hefir Thore-félagið keypt það frá Nor- egi. Meðal farþegja, er komu með skipinu, var ungfrú Gunnhildur Thorsteinsson frá ísafirði, ekkjufrú Köhler-Christensm (ekkja Christensen’s, fyr verzlunarstjóra i Reykjavik), og börn henn- ar, kaupmaður Sveinn Sigfússon, bókbindari Þórð- ur Magnússon, nokkrir Pólverjar, o. fl. Póstgufnskipið „Ceresu, kapt. Cunha, kom 4. maí til Reykjavíkur frá útlöndum, og margt farþegja, þar á meðal: Bankastjórafrú Schou, og sonur þeirra hjóna, ungfrúrnar Þóra Friðriks- son, Bmtzen (unnusta síra Bjarna Hjaltested’s), Soffía Halldórsdóttir (bæjarfógeta Daníelssonar) og Sigribur Sigurðardóttir (forstöðukona „Sigriðar- staða“-kaffisöluhússins í Reykjavik), kaupmenn- irnir P. J. Tkorsteinsson Bíldudal, P. Ruhmor frá Hamborg, Rich. Riis frá Borðeyri, og Siggeir Torfason í Reykjavík; enn fremur cand polyt. Jón Þorláksson, skógfræðingur Flensborg, úrsmið- ur Pétur Hjáltested, sænskur málfræðingur, Sadig að nafni, Andersen lyfjasveinn, o. fl. o. fl. „Esbjœrg44, aukaskip frá sameinaða gufuskipa- félaginu, kom til Reykjavíkur 6. þ. m. Ýmsar greinar, er koma áttu í þessu nr. blaðsins, hafa orðið að bíða, svo að útlendar fréttir kæmust að. — Næsta nr. kemur út 14. þ. m. lugnlækningaferðalag 1904. Samkvæmt 11. gr. 5. b. í fjárlögun- um, og eptir samráði við ráðberrann, fer jeg, að forfallalausu, frá Reykjavík 10. júní austur um land, með „Hólum“ til Akureyrar. Frá Akureyri fer jeg svo 21. júní, með „Vestu“ vestur um land, og kem heim aptur 26. júní. Reykjavík 3/6 ’OA Björn Ó?afsson. Ómissandi fyrir allar kúsmæður er kökuefnið „Bak bekvem“, tilbúið efni í ýmis konar kökur, svo sem jólakökur, sandkökur, keisarakökur, prinsessukökur XVIII., 19. o. s. frv. Pakkinn vigtar eitt pund, og er í hverjum pakka fyrir sig, efnið í eina köku, nefnil. hveiti, gerdupt, sitrónu- dropar, eggefni, sftkkat, kfirennur o. s. frv. Það þarf að eins að láta mjólk sarnan við kökuefnið, og svo baka kök- una. Þetta er alveg nýtt og reynist ágæt- lega, er ódýrt. Biðjið um .,Bak bekvem“ hjá kaupmanninum. Einkasölu til Islands og Færeyja hefir ffakob punnlögsson, Kjöbenhavn, K. ItSteenseiT _ dr-*C\ ^ r-s er aCtid öen Seóste. PRBNTSMIÐJA ÞJÓÐVILJANS. 78 hafið margt við skoðun mína að athuga, og látið mig nú heyra álit yðaru. „Jeg hefi enn eigi skapað mér neina skoðun“, svaraði Drage, „en verð fyrst að fá eitthvað, til að styðj- ast viðu. „Alveg róttu, svaraði Dove. „En hvers vilduð þér spyrja?“ „Var Durrant hér til veru?u „Nei, hann bjó í þorpinu, í gistihúsinu „Þrjár klukkur“. „Hvers vegna gisti hann þá hórna um nóttina, er morðið var framid?“ „Af þvi að veðrið var afskaplega vont, og lávarð- urinn bauð honum að vera“. „Kom Durrant, til þess að hitta Píers lávarð?u „Nei, til þess að tala við hr. Kynsamu. „Um viðskipti þeirra?u „Það er mór óljóst, en ímynda rnér, að koma hanB hafi staðíð í sambandi við hringinn helgau. „Það er að eins ágizkunu, svaraði Drage stuttara- lega, „og hr. Kynsam er eini maðurinn, sem getur svar- að þeirri spurningu“. „Hann er ófús á þaðu. „Hann gerir það samtu, svaraði Drage, „og mun eg tala við hann seinna, þvi að eg ætla nú að bregða mér í veitingahúsið „Þrjár klukkur“ í — í — hvað nefnd- uð þór þorpið?“ „Botsleigh. — Ætlið þér að spýrjast fyrir um Durt- ant?u Einmitt, og skuluð þór fá fregnir af mér á morg- 79 „Jeg þori að veðja við yður um 18 kr., að þór græðið ekkert á því, að fara þangað“, mælti Dove. Drage svaraði þessu engn, en gekk út úr herberg- inu. Reynzlan hafði kennt honutn, að meta eigi allt, sem sýndist, enda fannst honuin sú skoðun, að Durrant hefði framið morðið, hafa svo litið við að styðjast, að honum var næst skapi, að telja haDn saklausan. „Sé Durrant valdur að glæpnurnu, hugsaði hann, er haDn var á leiðinni til þorpsins, „þá hefði hann eigi verið sá heimskingi, að skapa allar þessar likur. En sé hann saklaus, hví hvarf hann þá svo skyndilega frá Landy Court?“ „Það er auðsætt“, mælti hann enn fremur við sjálf- an sig, „að Dove grunar, að Kynsam sé annaðhvort hvatamaður að glæpnum, eða valdur að honum; en að þvi, er eg frekast fæ séð, getur hann eigi hafa haft neina ástæðu til þessa, og skal jeg þó ganga algjörlega úr skugga um þetta, er eg kem aptur frá þorpinu. Sé nokkuð, sem mælir með sakleysi hans, þá er það nú það, að Dove telur hann sekan, heimskinginn sá“. I þessum hugleiðingum flýtti Drage sér til þorps- ins, og gekk inn í gistihúsið „Þrjár klukkur“, er lá skammt frá þjóðveginum, í öðrum enda þorpsins, svo að margir þyrstir vegfarendur komu þar við, enda voru þar borð og bekkir fyrir utan gistihúsið, til þæginda fyrir þá, er fengu sór glas af öli, og var þar nú þétt skipað á bekkjunum, og allir skeggræðandi um morð Píers lá- varðar. Drage staldraði þar við í örfáar mínútur, til þess að

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.