Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 14.05.1904, Page 1

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 14.05.1904, Page 1
Verð árganqísins (minnst \ 62 arkir) 3 kr. 50 aur.; erlendis 4 kr. 50 aur., og \ í Ameríku doll.: 1.50. \ Borgist fyrir júnímán- j aöarlok. ÞJÓÐVILJINN. Átjándi ábgangub. -n- •• = |= EITSTJÓRI: SKÚLI THOKODDSEN. =|eosg- \ Uppsögn skrifleg, ógild netna komin sé til útgef- anda fyrir 30. dag júní- | mánaðar, og kaupandi i samhliða uppsögninni horgi skuld sina fyrir blaðið. M 20. Bessastöðum, 14. MAÍ. 19 0 4. Danska rothcggið. —ojþo I 18. nr. ,.Þjóðr.“ ráðgerðum vér, að minnast eitthvað á rausið í „Beykjavík- inniu, út af ráðherra-skipaninni, en þeg- ar vér fórura að athuga ummæli blaðs- ins betur, sáum vér, að urumæli ritstjór- ans eru að vísu þegar áður hrakin í blaði voru, og getum vér þvi verið ofur stutt- orðir. B.itstjóri „Beykjavikur41 reynir að telja almenningi trú um, að alþingi hafi ekki lagt neina áherzlu á það, hvernig skip- un ráðherrans væri hagað, en að eins lát- ið þá ósk í ljósi, að skipunarbréfið væri undirritað af ráðherra Islands. I?essi ummæli ritstjórans eru þó al- veg tilhæfulaus, eins og nefndarálit stjórn- arskrárnefndanna sýna, enda var sam- þykkt stjórnarskrárbreytinganna algjör- lega byggð á þeim skilningi alþingis, að ráðherra Islands nyti fullrar sérstöðu, svo að enginn annar ráðherra gæti ritað und- ir neina ályktun um íslenzk sérmál, með konungi, eða gefið slikri ályktun gildi með undirskript sinni. Sem einum nefndarmanna í stjórnar- skrárnefnd neðri deildar er ritstjóra „Þjóv.“ það fullkunnugt, að nefndin lagði einmitt sérstaka áherzlu á þetta atriði, og er óhætt að fullyrða, að stjörnarskrár- frumvarpið hefði aldrei náð samþykki al- þingis, ef menn hefðu eigi hyggt statt og stöðugt á þessari skoðun. Það er því enginn efi á því, að þeg- ar hr. H. Hafstein tók á móti skipunar- bréfi sínu, eins og það var lagað, hefir hann farið í algjórðan hága við vilja þings- ins, og er það sannarlega allt annað, en góðs viti, að því er þingræðið snertir, þegar byrjað er með þvi, að virða jafn eindreginn og skýlausan vilja alþingis vettugi, og það i jafn þýðingarmiklu máli, er getur haft hin alvarlegustu ept- irköst, að þvi er snertir réttarstöðu lands- ins. .Reykjavíkin“ segir, að þess hafi eng- inn kostur verið, að fá þessu breytt, og sýnist það þá að benda á það, að Dana- stjórn líti svo á, sem hér sé eigi að eins um form, eða venju, að ræða, eins og „Reykjavíkin“ gefur þó í skyn i öðru orðinn, heldur sé Danastjórn það fyllsta alvara, að fylgja fram þeim skilningi á stjórnarskipunarlögum vorum, að danski forsætisráðherrann geti slett sér fram í sérmál vor, og ráðið því, hver sórmála- ráðherra vor er, og var þetta því enn meiri þörf fyrir hr. H. Hafstein til þess, að heykjast ekki, en fylgja fram vilja al- þingis, og leyfa eigi, að gengið væri á hlut landsins. \ „Reykjavikin“ gefur í skyn, að hann i hefði þá má ske orðið af ráðherra-tign- 1 inni, þar sem stjórnin myndi hafa skoð- I að synjun hans svo, sem hann afsalaði | sér fyrir hönd „heimastjórnarflokksins“, að nokkur maður úr þeim flokki tækist ráðherrastarfið á hendur. En var „heimastjórnarflokkurinn“ þá svo gráðugur í völdin, að hann vildi vinna það til valdanna, að brjöta stjörn- arskipun landsins, og ganga heint ofan í sínar eigin yfirlysingar á þinginn? Það er óneitanlega slæmur vitnisburð- ur, sem hr. Jón Olafsson gefur flokks- bræðrum sinum, og þar sem hann gefur í skyn, að framsóknarflokksmönnum myndi eigi hafa betur farizt, þá er það alveg órökstuddur spádómur hans, sem vér verðum algjörlega að mótmæla, að hafi við nokkur rök að styðjast. Og að því er þau ummæli hr. J. 01. snertir, að forsætisráðherra Dana ráði ekki kjöri ísl. sérmálaráðherrans, og að hann fari eigi frá, þótt ráðgjafaskipti verði í Danmörku, en að eins, er hann fái meiri hluta alþingis gegn sér, eða konungur neiti að fylgja ráðum hans, þá eru allt þetta atriði, sem hr. J. 01. veit alls ekk- ert um, eingöngu spádómar, sem að visu væri æskilegt, að rættust, en sem naum- ast gera það fremur, hverju sem hr. J. Ól. spáir. Sé það ófrávíkjanleg regla, sem alls ekki megi víkja frá, að danski forsætis- ráðherrann riti undir skipun sérmálaráð- herra íslands, þá er það auðsætt, að hann, en enginn annar, rœður þvi, hver sermála- ráðherra vor verður, og þar sem alþingi hefir engin tök á honum, verður eigi séð, hvað knýja ætti hann til þess, að fara að vilja alþingis, fremur en honum þóknast. Það er því hverjum manni auðsætt, að þessi skilningur á stjómarlegri stöðu Islands getur orðið íslenzkriþingrœðisstjórn heint rothögg, og gegnir því stórri furðu, að til skuli vera Islendingar, er ljá sig til þess, að verja slíkt athæfi. Sú tilraun, til að blekkja almenning, er felst í þeirri kenningu, að það sé vegna sameiginlegu málanna (alríkismál- anna), að ráðherra Islands verði að vera skipaður af forsætisráðherra Dana „að forminu til“, eins og „Reykjavíkin“ orð- ar þá flónskuna, er fjarstæða, sem engri átt nær, þar ísl. sérmálaráðherrann á alls ekkert jatkvæði jum alríkismálin, sam- kvæmt stjórnarskipunar lögum vorum. Að lokum skulum vér, út af friðar- prédikunum hr. J. Ól. í „Reykjavíkinni“, láta þess getið, að það er mesti misskiln- ingur, ef hann hyggur, að þjóðin meti friðinn svo mikils — „friðinn fyrirland- stjórnina“ —-, að hún kunni því illa, að fundið sé að þvi, sem miður þykir fara hjá stjórninni. Af öllum sjálfstæðum mönnum, ekki sízt af blaðamönnunum, væntir þjóðin þess þvert á móti, að þeir séu sífellt á verði, að því er snertir réttindi landsins, og víti hvað eina hógværlega, er miður þykir fara. Stjórninni þarf þegar að skiljast það frá byrjun, að þjóðin er, og vill vera, húsbóndinn á heimilinu, og eigi síður þarf sumum þingmönnunum, og blaða- mönnum, að skiljast það, að hún markar þá Judasar-m ar k i n u, eins og ritstjóri „Reykjavíkur“ að orði kveður, er meta hagsmuni hennar, og réttindi, minna, en hitt, að tala, sem stjórninni lætur bezt í eyra, til að vinna til bita og sopa. En þvi er miður, að þeir virðast vera ærið margir nú á dögum, sem ekki láta það á sig fá. Til Íslendinga. Hlífið skógum og kjörrum! Landið var fyrrum skógi þakið milli fjalls og fjöru, en margra orsaka vegna, ekki sízt fyrir sakir vægðarlauss skógar- höggs, hafa skógarnir eyðst, og fáar og smáar eru þær leifar, sem enn eru eptir. Það er nauðsynlegt fyrir allanbúnað, að hlífa og vernda þessar leifar, og að græða nýjan skóg í staði'þess, sem eydd- ur er. Skógarnir veita eldivið og efnivið í smáhýsi. Skóga má græða svo, að þeir veiti hlé húsum, görðum og túnum. Skógarnir hindra, .að moldina blási burt úr hiióunum. Skógarnir hindra skriður og snjóflóð. Skógarnir eru skrúð lands. * * * Alþingi ’hefir veitt fé, til að græða móðurreiti og skóga, og til náms handa gróðursetjurum. Tilgangurinn er sá, að selja plöntur úr þessum móðurreitum skógræktarfélögum, og einstökum riiönn- um; það mun þó líða eitt eða tvö ár, áð- ur en nægileg gnægð plantna verði orð- in til þess. Alþingi hefir veitt fé ‘til þess, að kaupa skógana við Hallormsstaði, Háls og Yagla, til friðunar, og til þess að þessir staðir geti orðið þær meginstöðvar, er frá mégi renna þekking'á skóggræðslu til alþýðu, og vakið áhuga hennar. Hvervetna á landinu'eru margir meiri og minni skógar og kjörr. "Það ríður líka á þvi, að forða þeim við eyðingu. Landssjóður getur ekki keypt það allt. Þess vegna snúum vér oss að allri al-

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.