Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 14.05.1904, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 14.05.1904, Blaðsíða 2
78 j? JOi) v ILJijy N . XYIII., 20. 'þýðu landsins með áskorun og leiðarvís- un þá, er hér fýlgir: Hlifið kjörrunum, svo að niðjar yðrir megi bafa gagn og gleði af þeim. Hlífið skógunum, svo að þeir geti framleitt fræ, er nýr skógur grói uppaf. Það er þörf á miklu fræi. Að hlífa skógum er ekki sama, sem að höggva ekki í þeirn. Þvert á móti. Það á að höggvat í þeim, en það á að gera það á |skynsamlegan hátt, og svo sem þegar skal getið. Að hlífa skógunum er að varna fén- aði að komast í þá, að svo miklu leyti sem hægt er, og einkum á vorin; annars bítur hann hina ungu frjóanga, og ný sprottnu plönturnar. Eigi skal höggva í kjörrum stór eða smá samfelld svæði. Eigi skal höggva hávöxnustu stofn- ana, en taka skal eldiviðarefni í kjörrum, þar sem þéttast er; taka skal visnuðu stofnana, eða greinarnar, og þá stofna, sem nágrannar þeirra eru næstum að kæfa, eða þá, er standa svo nærri fögrum stofni, að þeir hindra hann í að þróast eptir mætti. Munið, að trén eiga að verða stór, áður en þau geta borið fræ, fullgóð og til hlítar, og munið, að allt landið getur haft gagn af því birkifræi, sem grær í hverjum einstökum skógi. Hlítið þessum reglum, og fáið ná- granna yðar, hver í sinni sveit, til þess að hlíta þeim, þar sem skógar og kjörr eru. Flensborg skógfræðingur mun halda fyrirlestra á ferðum sinum í sumar, um skóggræðslumálið, og sýna ljósmyndir. Ákveðið er, fyrst um sinn, að hannhaldi fyrirlestra: í Reykjavík, í öndverðum maí, á Eskifirði, um þ. 21. maí, á Seyðisfirði, um þ. 4. júní, á Akureyri, um þ. 10. júní, á Sauðárkrók, um þ. 17. júní, í Stykkishólmi, um þ. 22. júní. Hlýðið fyrirlestrunum; í þeim verður veitt nákvæm leiðarvísun um meðferð skóga, og árangurinn af góðri meðferð þeirra. C. V. Ptytz. C. Byder/ Lausn rectors frá embætti. Góðar málalyktir. Þegar „Þjóðv.“ minntist á óstandið í lærða skólanum i vetur, gátum vér þess jafn framt, að heppilegast myndi, að rect- or skólans, hr. Björn M. Olsen, losaði sjg við veg og vanda af stjórn skólans, og lofaði öðrum að reyna sig. Það gleður oss því mikillega, að hr. Björn M. Olsen hefir verið oss samdóma, og farið að ráðum „Þjóðv.“ í þessu efni, og að því leyti sem nýi ráðherrann mun hafa stutt að þessum úrslitum, á hann vissulega þakkir skyldar. Því verður eigi neitað, að ýmsir voru hálf-kvíðnir því, að hið nána persónulega vinfengi milli rectors Björn M. Olsen og ráðherrans kýnni að hafa óheppileg á- hrif, að því er þetta skólamál snertir. En þar sem raunin varð öll önnur, þá ber því fremur að meta það, sem mak- legt er, enda myndi þjóðin eigi hafa öðru unað, en að gripið væri til röggsamlegra úrræða, til þess að reyna að bæta úr hinu óþolandi ástandi, sem Verið hefir i skól- anum. Að vísu dylst það eigi, að úrslit þessi geta orðið ærið kostnaðarsöm fyrir land- ið, þar sem árleg eptirlaunabyrði eykst um talsvert á þriðja þúsund króna, og væri því óskandi, að sams konar heilsu- leysi kæmi sem sjaldnast fyrir. A hinn bóginn ber þó á það að lita, að prófessor dr. Bjórn M. Olsen er gædd- ur ágætum vísindamanns hæfileikum, og hsfir þegar getið sér góðan orðstýr, sem vísindamaður, svo að séu eptirlaunin skoð- uð frá því sjónarmiði, eða sem nokkurs konar vísindalegur styrkur, ber þjóðinni sízt að telja þau eptir. Skylt er og að láta þess getið, er dr. Björn M. Olsen fer frá skólanum, að hann hefir jafnan þótt ágætur kennari; en það er sitt hvað, að hafa góða kennara-hæfi- leika, eða að hafa lag á að stjórna, enda eigi auðhlaupið að því, að kippa vel í liðinn, þegar ólagið er einu sinni kom- ið á. Yæri óskandi, að stjórninni tækist nú vel, að velja skólanum nýjan rector; þess munu allir óska, og rector Björn M. Olsen fráleitt manna sízt. ......• „Misskilningur leiðréttur“. Svar til hr. Jóh. Ólafssonar. í 8.—9. nr. „Þjóðv.“ þ. á. var stutt- lega drepið á þingmálafund, er haldinn var að Höfða-odda í Dýrafirði 5. febr. síðastb, og jafn framt, látið i Ijósi, að lík- legt þætti, að þingmaður Yestur-ísfirð- inga, hr. Johannes Olafsson, hefði þá gert giein fyrir því, „hvað því olli, að hann gekk í lið með „heimastjórnarmönnum“ þegar í þingbyrjun í fyrra, þrátt fyrir marg-endurtekin loforð sín til kjósand- anna“. Út af grein þessari hefir hinn virðu- legi þingmaður Yestur-ísfirðinga fundið ástæðu til þess, að birta ofur-lítið pistils- korn í 25. nr. „Vestra“, 22. apríl síðastl., og notar þar þá fyrirsögn, er stendur yf- ir grein þessari. í grein þessari lætur þingmaðurinn þess fyrst getið, að hann hafi rekizt á „Þjóðv.“ „af tilviljun“, og xun það vera bending fyrir ýmsa háttstandandi vini hans, svo að þeir ímyndi sér eigi, að hann leyfi sér þá óhæfuna, að kaupa blaðið, og láti hann má ske gjalda þess. Þingmaðurinn má því vera oss þakk- látur fyrir það, að vér höfum gefið hon- um tilefni til þess, að birta þessa yfir- lýsingu sína, er honurn þykir svo miklu skipta. En þar sem grein hans ber það með sér, að hann virðist vera oss gramur, út af ofan nefndri athugasemd í blaði voru, sjáum vér eigi, að hann hafi ‘ástæðu til þess. Það er kunnugt, að á ferðalagi þing- mannsins á undan kosningunni í fyrra, lýsti hann því mjög afdráttarlaust yfir, þegar talað var við framsóknarflokks- mennina í Vestur-ísafjarðarsýslu, að hann teldi sig til þeirra flokks, hvað sem hin- um kann að hafa. verið sagt, er af öðru sauðahúsi voru. A kjörfundinum að Þingeyri 3. júní f. á. beindi síra Þbrður ólafsson á Glerð- hömrum einnig svo hljóðandi fyrirspurn til hr. Jbhannesar ólafssonar: „Ætlar þingmannsefnið, ef hann verð- ur kosinn, að styðja hina núverandi innlendu stjórn, eða vill hann styðja að þvi, að landið fái framsóknarstjórn, og Ijá henni fylgi sitt?“ Fyrirspurn þessari svaraði hr. Jbh. Olafsson eindregið á þá leið, að hann vildi ekki styðja hina núverandi innlendu stjórn vora, heldur stuðla að því, að land- ið fengi framsóknarstjórn, og myndi hann ljá henni fyigi sitt, sbr. 25. nr. VXII. árg. ,.Þjóðv.“ Að þessu eru ótal vitni, svo að ekki verður það vefengt, enda má og enn fremur geta þess, að á þingmálafundi, er haldinn var í Dýrafirði skömmu áður, en þingmaðurinn lagði af stað til alþingis, skildu fundarmenn svo orð hans, sem það væri fastur og einlægur ásetningur hans, að ganga inn í framsóknarflokkinn, er til alþingis kæmi. En hvernig á svo að samrýma það við þetta, að þingmaðurinn gengur þeg- ar inn í „heimastjórnarflokkinn“, er hann kemur til Reykjavíkur, og er þegar fyrsta þingdaginn orðinn svo gallliarður flokks- fylgismacfur, að hann vílar jafn vel eigi fyrir sér, að fylgja „heimastjórnarmönn- um“ að málum að þeirri lögleysunni, að samþykkja kosninguna í Strandasýslu, þar sem kosningin var þó, eptir skýrum fyrirmælum kosningarlaganna, algjörlega ógild? Svo annt er honum þá þegar orðið um það, að auka „heimastjórnarflokkinn“ um atkvæðið úr Strandasýslu, að honum rís alls eigi hugur við því, að láta leið- ast út í þá óhæfuna, að virða skýlaus á- kvæði gildandi laga (kosningarlaganna) vettugi. Og hann, sem á kjörfundinum hafði tjáð sig eindreginn mótstöðumann hinn- ar þáverandi innlendu stjórnar vorrar (landshöfðingja), og lofað að styðja að því, að landið fengi framsóknarstjórn, horfir heldur eigi í það, um þinglokin, að rita undir áskorun til Albertí’s, ásamt öðrum „heimastjórnarmönnum“, þar sem þess er óskað, að nýi ráðherrann verði einhver úr „heimastjórnarflokknum“ (lands- höfðingi Magnús Stephensen auðvitað eigi síður, en einhver annar), eða þá maður utan flokká. Hvernig á að samrýma þetta? Kjósendum sínum lofar hann því há- tiðlega að styðja að því, að landshöfð- ingi verði ekki ráðherra, en þegar til

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.