Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 14.05.1904, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 14.05.1904, Blaðsíða 4
80 ÞjOÐVl! LJINN. KVIÍL, 20. af mikilli hreysti. Yegur Japana er því mun meiri, að hafa samt sem áður borið sigur úr býtuin. Úr Slrandasýslu (norðanverðri) er „Þjóðv.“ ritað 1. maí: „Tíð er hér fremur slæm, og menn því komnir i vandræði með skopnur sínar, þvi nú er heyruddinn, og kornið, að þrotum hjá all-mörgum; en ekkert hefir enn orðið vart við hafís, og lifa menn því í voninni um betri tíma. Stranduppboð var haldið 15. apríl síðastl. á hinu strandaða gufuskipi „Kong Inge“, og var skipskrokkurinn seldur Thore-félaginu fyrir 3150 kr. Prðí i stærðfræði. Meistarapróf í stærðfræði tók í april við há- skólann í Kaupmannahöfn Olafur Dan. Daní- elt80n. Próf essor sna i'nbót var dr. Björn M. Olsen sæmdur, eptir tillögum ' ráðherrans, um leið og hann var leystur frá embætti. Piskiyfirmatsmenn. Tvo yfirmatsmenn á gæðum fiskfarma á að skipa, annan í Reykjavík. en hinn á Isafirði, og fæi' hvor þeirra 800 kr. að launum. Umsóknarfrestur er til 1. júní næstk., og veitir stjórnarráðið sýslanir þessar. Mannalát. 28. apríl síðastl. and- aðist að Hruna í Arnessýslu ekkjufrú Sicjríður Stefánsdóttir Briem, ekkja síra Jóhanns sáluga Bnem, er lengi var prest- ur í Hruna. Siyríður sáluga var fædd 7. okt. 1826, og voru foreldrar hennar: Stefán Pálsson, Þorlákssonar, — og var sá Páll bróðir Jóns Þorlákssonar þjóðskálds • -, og Ouð- ríður Maynúsdóttir, systir Finns Magnús- sonar prófessors. Börn þeirra hjóna, er fullorðinsaldri náðu, eru: síra Steindór Briem í Hruna og Olöf sál. Briern, kona síra Yaldimars Briem’s á Stóra-Núpi. A íunili. Látum garminn Þorskálf þegja — þræl af vorri náð — ef hann skyldi eitthvað segja að þvi gjört er háð. Kaupi gamli gefst oss betur — gott að leigja hann, andmálsgreinar einhver metur eptir snilling þann. Kaupi anzar: enginn voði er mér pennastríð — geng eg fús að góðu boði, glaður liðsemd hýð. —g- Bessastöðiim 14. mai. 1904. Tíðaríar hefir verið einkar blitt og fagurt þessa vikuna, svo að tún eru nú víða farin ögn að litkast. Strandbáturinn „Hólar“ kom 8. þ. m. til Reykjavíkur, austan og sunnan um land, frá Akureyri, og hafði hvergi hitt hafís á ferð sinni. — Með skipinu var mesti fjöldi farþegja. „Skálholt11 kom daginn eptir, norðan og vest- an um land, til Reykjavíkur, og hafði heldur eigi rekizt á hafís, og mega það teljast gleði fréttir. — Með því skipi var einnig fjöldi far- þegja. Strandferðaskipið ,.Yesta“ fór 10. þ. m. írá Reykjavík vestur og norður um land á leiö til út- landa. — Meðal farþegja, er tóku sér far með skip- inu, vai kaupmaður P. 1. Thorsteinsson á Bíldu- dal, og kaupmaður Pétur Oldsson o. fl. Með skipi þessu brá ritstjóvi .,Þjóðv.“ sér einnig til ísafjarðar. Strandferðaskipið „Ceres“ fór frá Reykja- vík^ll. þ. m., til Breiðaflóa og Yestfjarða. Skip Thore-félagsins „Tryggvi Konnngur11 fór einnig til Vestfjarða 8. þ. m. HStee í :/Q i ° i ££ í gi æ O* CD T\/r " JYiargarme er aftid den Seóste. co CD PRENTSMIÐJA ÞJÓDVILJANS. 82 En ef Durrant var saklaus, hví hafði hann þá hlaupið svona skyndilega frá Landy Court? Og hví þurfti hann endilega að kornast af stað með fyrstu járnbrautarlestinni? „Jeg ímynda méru, mælti Drage, eptir nokkra um- hugsun, við sjálfan sig, „jeg ímynda mér að hr. Kynsam geti gefið upplýsingar um þetta“. 7. kapítuli. Prálátt vitni. „Durrant hlýtur að vera saklaus14, mælti Drage apt- ur við sjálfan sig. „Þó að taugar mannsins væru úr stáli gjörðar, þá gæti hann eigi verið svo léttlyndur, að hlægja, og gera að gamni sínu, eptir að hafa framið jafn voðalegan giæp. Hann hlýtur að vera saklaus.“ Drage var eigi í vafa um þetta; en honum sárn- aði, að vita ekki, hvernig á þessari skyndilegu burtför hans gat staðið. Um þetta var hann að hugsa, og bíta á sér negl- urnar, unz hann að lokum komst að þessari niðurstöðu: „Sé grunur Dove’s réttur, að Kynsam viti um morðið, þá er það maðurinn, sem eg þarf að tala við, þó að hann hafi auðsjáanlega forðast mig, síðan jeg kom hingað. „Það gefur slæman grun, og þvi verð eg að finna manninn, og við hann verð eg að talau. Klukkan var orðin niu. Þegar Drage kom frá gistihúsinu, hafði hann átt tal við Líonel lávarð, og skýrt honum frá sinum skiln- ingi á hegðun Durrant’s, og fiótta hans. 83 Lávarðurinn var sömu skoðunar. en réð Drage þó, að hafa sjálfur tal af Durrant. „Sé hann saklaus, svo sem helzt eru liaur tilu, mælti Líonel lávarður hugsandi, „þá hefir hann vafa- laust farið til Lundúna, án þess að vita neitt um morðið, eða um grun þann, er brottför hans hefir vakið gegn honum. Þér ættuð þvi að fá að vita, hvar hann á heiina, og fá svo sjálfur skýrslu hans“. „Yitið þér, hvar hann á heima? „Nei; en hr. Kynsam veit þaðu. Drage gerði nú Willíam orð, að finna sig að máli, en William hafðist undan, og var kyrr í herbergjum sinum, og kom jafn vel eigi til miðdegisverðar. Þetta styrkti auðvitað grun Drage’s, og fór hann þvi að lokum sjálfur til herbergja William’s, og beidd- ist viðtals, og var þá að lokum veitt það, eptír nokk- urt hik. William sat við gluggann, í síðsloppi sínum, með pípuna í munninum, og stóð lampi á borðinu, rétt hjá honum. William stóð upp, og heilsaði Drage, en talaði hægt og hikandi, svo sem hann vildi varast, að segja of mikið, og hafði þetta, sem vonn var, íll áhrif á Drage. „Jeg verð að biðja yður afsökunar á því, hve nærgöngull jeg er, hr. Kynsamu, mæltí Drage, er hann settist i stólinn, sem William rétti honum. „En þér vitið, að jeg er kominn hingað í embættis-erindum“. „Yiðvíkjandi morðinu?u „Já. Mig langar til þess, að leggja fyrir yður nokkrar spurningar. Jeg hefi spurt Líonel, og síra Ching,

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.