Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 14.05.1904, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 14.05.1904, Blaðsíða 3
Þjóbviljinn. 79 XVIII., 20. kemur, biður hann svo kr, Albertí að hlutast til um, að vér fyrir alla muni fáum einhvern „keimastjórnarmanninn", sem ráðherra, og lætur það ekki með einu orði í ljósi, að honum sé það neitt óljúfara, að fá hr. M. Stephensen, einn af ákveðnustu íhaldsmönnum lándsins, sem ráðherra, heldur en einhvern annan „ heim astj órn arm anninn “. Það er þetta, sem „Þjóðv.u hefir i 13. nr. þ. árg. ieyft sér að kalla srik við kjósendurna, og snýr eigi aptur með það. Vér fáum því eigi betur séð, en að það væri næsta eðlilegt, að „Þjóðv.“ byggist við því, sem alveg sjálfsögðu, að þingmaðurinn hefði fundið ástæðu til þess, að gjöra glögga grein fyrir þessu hátta- lagi sínu á fundinum að Höfða-odda 5. febr. siðastl., eða að einhver kjósanda hans hefði sýnt þann politiskan þroska, að foryitnast eitthvað eptir þessu. Öss er það full-kunnugt, að þingmað- urinn átti ofan nefndum yfirlýsingum sín- um kosningu sína eingöngu að þakka, því að þeirra vegna, en einskis annars, létu margir kjósendur úr framsóknarflokknum flekast til þess, að kjósa þá „fremur leik- manninn, en prestinn“. Svo ákveðnar voru þessar yfirlýsing- ar hr. Jóh. Olafssonar meira að seaja, að jafn vel ritstjóri „Þjóðv.“, sem þekkti þó vel, hvoru megin hann hafði haldið sig við kosningar að undan förnu, var farinn að verða kálf-trúaður á sinnaskipti mannsins i svipinn. En að beita slíkri aðferð, til að smeygja sér inn á þingið, munu færri telja rétt vera, þó að Kristmunkarnir hafi má ske einhvern tima kennt það, að tilgangur- inn gæti helgað meðalið. Maðurinn átti á undan kosningunni að segja, sem var, að hann ætlaði sér þegar inn í „keimastjórnarflokkinn“, og sigra svo, eða falla, upp á þá játningu sina. Það var óefað drengilegri orustu-að- ferð. A.ð lokum skulum vér geta þess, að þar sem hr. Jóhannes Olafsson er aðtaka upp þykkjuna fyrir nýju stjórnina, sem hann gefur í skyn, að „Þjóðv.“ hafi farið að finna að við „að óreyndu“, þá virð- ast þessi ummæli hans benda mjög ljós- lega á það, sem oss kemur alls eigi á ó- vænt, eptir reynzlu síðasta alþingis, að stjórninni muni óefað þurfa að verða eitthvað meira, en minna á, til þess að hr. Jóh. 01. þyki aðfinnslurnar réttmætar. Hann sýnist vera einn af þeim, sem þykir svo viss i hópnum, að ekki hefir einu sinni þótt þurfa að stinga neinu að honum, eins og að flestum kinna. Hvort þetta reynist svo, það er annað mál; hr. Jóh. 01. er enn ungur, sem þing- maður, og getur vaxið sjálfstæðið með reynzlunni. Biðjum vér hann svo vel að lifa. Frá austræna stríöinu. 10. þ. m. fréttist, að Kússar og Jap- anar hefðu átt orustufund með sér, við Yalufljótið, sunnu daginn 1. þ. m. Síðustu daga f. m. höfðu Japanar fengist við að koma liði sínu yfir fljótið en ekki geng- ið greiðlega, því Rússar gerðu sitt ítrasta til að varna þeim yfir. Svo fóru þó leikar að Japanar komu loks flotabrúm yfir ána á þrem stöðum: yfir Somalinba eyjuna undan Yidsju, undan Tsjósan, og svo miðja vegu milli staða þessara, og fluttist liðið yfir á þeim þótt varnir væru vasklegar af Rússa hálfu. Mælt er að lið Rússa hafi verið um 30,000, en Japana nokkru færra, líklega um 24,000 manna, allt um það urðu or- ustu lokin þau, að Japanar unnu þar mikinn sigur, tóku 28 fallbyssur og auk þess mikið af handbyssum og skotfærum. Af Rússum er talið að fallið hafi og særst um eða yfir 800 manna og auk þess margir herteknir. Meðal hinna aærðu eru tveir yfirherforingjar, er heita Sassu- litsj og Castolinski. Japanar telja að særðir og fallnir af sinu liði séu 700. Fréttst hefir og, að Rússar hefðu liúið úr Antung, en kveikt fyrst í borg- inni, og Japanar svo tekið hana. Allur Yaluher Rússa flúinn vestur í land, á leið til Feng-hjúan-tsjang. Reynt hafa Japanar að gjöra áhlaup á Wladivoztok, en orðið frá að hverfa vegna þoku, en sitja eptir færi er betur viðrar. Talið er að Rússar hafi staðið mun betur að vígi í bardaga þessum, haft lið meira, viðbúnað mikinn um langan tíma og valið sjáifir orustuvöll, auk þess barizt 84 og jeg hefi átt tal við hr. Dove. En við yður, og ungfrú Lametry, tel eg mér mest áríðandi að tala“. „Jeg imynda mér eigi, að ungfrú Lametry geti skýrt yður frá neinu“, svaraði William, og lagði nú pipuna frá sér. ,„Hún fór snemma að hátta um kvöld- ið, og vissi eigi, hvað gjörzt kafði, fyr en morguninn eptir“. „Og þér vitið að likindum jafn lítið, hr. Kyn- sam?“ „Jeg veit ekkert, hefi ekkert séð, og get frá engu skýrt.“ „Af eigin sjón og reynd“, mælti Dragi kurteislega, „en þér getið ef til vill sagt mér eitthvað uin hr. Durr- ant“. William brosti háðslega, og þurrkaði svitann af enni sér; og reyndi þó, að láta ekkert á þessu bera. „Jeg i mynda mér, að Dove hafi talið yður trú um, að Durrant sé valdur að morðinu“, mælti William. „Hann hefir óneitanlega grun á honum“, svaraði Drage. „Jeg veit það; en það er að ástæðulausu“. Drage leit á hann, og brosti all-einkennilega. „Ekki að ástæðulausu, hr. Kynsam“, mælti hann. „Það er ýmislegt grunsamlegt við háttárlag hans“. „Hvað er það?“ „Að Durrant lagði fölur á hringinn, að glugginn stóð opinn í herberginu, þar sem morðið var framið, og svo þessi skyndilega burtför hans, sem líkist mjög flótta“. „ Jeg játa, að þetta lítur tortryggilega út, hr. Drage; en engu að síður er Durrant þó saklaus, því að jeg veit, að hann gerir eigi flugu mein“. 81 þori jeg þó að fullyrða, að hann hefir þá fyrir skömmu framið morðið“. „Svo! En komst hann af stað með eimreiðinni til Lundúna?“ spurði Drage, án þess að látast taka eptir síðustu orðum gestgjafans. „Já“, svaraði gestgjafinn, „þvi að jeg ók sjálfur með hann, og farangur hans, til járnbrautarstöðvanna, án þess að mig grunaði vitund, að hann væri morðingi, og komst hann því með eimreiðinni, sem fer kl. 8’/4 f. h.“ „Og eruð þér nú viss um það, að hann hafi eigi verið í æstu skapi?“ „Alveg viss, hr. minn. Hann var eins kátur, eins og það hefði verið brúðkaupsdagurinn hans. Á járn- brautarstöðinni bauð hann mér glas af öli, og kvaðst vona, að þetta væri ekki í síðasta skipti, sem við sæ- umst“. „Minntist hann nokkuð á Píers lávarð?“ „Já, hann var jafn vel svo ósvifinn, að segja, að Píers lávarður væri viðfelldnasta gamalmenni“. „En minntist hann á hr. Kynsam?“ „Nei; hann minntist að eins á lávarðinn“. Þetta var aðal-þráðurinn i samræðum gestgjafans og Drage, og sneri Drage, siðan aptur til Landy Court, og var þá all-hugsandi. Þegar litið var á framferði Durrant’s, fannst Drage alveg óhugsandi, að hann hefði myrt Piers lávarð. Það var óhugsandi, að nokkur maður gæti hlegið og gert að gamni sínu, eptir að hafa framið jafn voða- legan glæp.

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.