Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 22.06.1904, Qupperneq 1

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 22.06.1904, Qupperneq 1
Verfl árgaiujsin* (minnst 52 arkir) 3 kr. 50 aur.; erlendis 4 kr. 50 aur., og i Ameríkti doll.: 1.50. ■Borgist fyrir júnímán- aðarlok. ÞJÓÐVILJINN. —— j=» Átjándx ákgangub. =| ==- j Uppsögn skrifleg, ógild j nema komin sé til útgef- j anda fyrir 30. dag júní- mánaðar, og kaupandi samhliða uppsögninni borgi skuld sína fyrir | blaðið. M 25. Bessastöðum, 22. júní. 19 0 4. Jjfvað d þingið að gjöra? ---cx-þo Hvað á þingið að gjöra? spyrja marg- ir, þegar samræðan snýst að stjórnarskrár- brotinu, er framið var, þegar nýi ráð- herrann var skipaður. Svarið er ekki vandasamt: Þingið verður að mótmœla lögbrotinu mjög alvar- lega. Minna má þingið ekki gera, ef það vill gæta réttinda landsins, sem skylt er, og fyrirbyggja, að lík lögleysa verði fram- in í annað skipti. Sýndi næsta alþingi þann heiguls- hátt, að láta það afskiptalaust, að dansk- ur ráðherra, sem ekki á neitt atkvæði um sérmál landsins, for að sletta sér fram í þau, og skipa oss sérmálaráðherra, þá er hætt við, að landsmenn gætu, fyr og síðar, fengið að kenna mjög óþægilega á afskiptalejM alþingis. Það myndi þá litið svo á, sem al- þingi samþykkti þann skilning dönsku stjórnarinnar, að forsætisráðherra Dana ætti að ráða því, hvaða maður stýrir sér- málum landsins, hvenær ráðherraskipti verða hjá oss Islendingxun, og hvaða at- vik þeim skuli valda. Eptir þeim skilningi verður íslenzki sérmálaráðherrann nokkurs konar undir- tylla danska forsætisráðherrans, þar sem hann á það undir náð hans, hvort hann beldur embættinu lengur eða skemur, þvi að það er auðsætt, að hafi danski forsætisráðherrann vald til þess, að rita undir skipunarbréf ísl. sérmálaráðherrans, með konunginum, og sé þvi einráður um, hver ráðherra verður, þá hlýtur und- irskript hans, með konunginum, að hafa sama gildi, ef hann vill svipta ráðherra vorn embættinu. En þegar svo er komið, fer þá ekki að verða í meira lagi hlægilegt, að tala um þingræði, og þingræðisstjórn, hér á landi? Meiri hluti alþingis getur þá engu um það ráðið, í hvaða höndum stjórnin er, því að þingið hefir alls engin tök á þvi, að láta forsætisráðherra Dana gjöra annað, en honum gott þykir. — Hann er sjálfráður um það, hvort hann virðir þjóð- arviljann á íslandi að nokkru, eða engu. Þó að danski forsætisráðherranD bryti skýr ákvæði stjórnarskrárinnar, og skip- aði oss t. d. einhvern mann, sem ráð- herra, er ekki skildi eitt orð í íslenzku, þá gæti alþingi engri ábyrgð komið fram á hendur forsætisráðherranum. Stjórnarskrá vor gerir ekki ráð íyrir því, að sú persóna eigi að hafa afskipti af sérmálum íslands, og gerir því auð- vitað heldur ekki ráð fyrir því, að hann beri ábyrgð gagnvart þingi og þjóð. Á hinn bóginn segir stjórnarskráin, skýrum orðum, að konungur láti ráðherr- ann fyrir Island framkvœma liið œðsta váld sitt í sérmálum landsins, og gagn- vart honum er alþingi geymdur réttur, til að koma fram ábyrgð. Og þá fyrst, ef þessum ákvæðum stjórnarskrárinnar er fylgt, getur verið um þingræði, og þingræðisstjórn, að tala hér á landi, en ella ekki. Menn skyldu því ætla, að þar sem um jafn mikið alvörumál er að ræða fyrir þjóðina, teldu allir þingmenn sér skylt, án tillits til allra flokkaskiptinga, að rísa gegn lögleysu, og hlutsemi, danska for- sætisráðherrans, segjandi: „Véi mót- mælum allir“. Að hr. H. Hafstein hefir sýnt það kjark- leysi, eða hugsunarleysi, þvert ofan í orð og yfirlýsingar sjálfs sín á alþingi, að taka á móti ráðherraskipunarbréfinu, þótt það væri undirritað af manni (danska forsætisráðherranum), sem ólöglega, og heimildarlaust, sletti sér fram í sérmál íslands, má engin áhrif hafa í þessu efni. Menn geta vorkennt honum ístöðu- leysið, en hljöta þó að meta það meira, að láta Danastjórn eigi fótum troða réttindi landsins, enda getur enginn maður treyst honum framar í því efni, þar sem hann brást svo herfilega í byrjuninni. Sumum kann að þykja, sem róttast væri. að alþingi gerði ráðstafanir til máls- höfðunar gegn hr. H. Hafstein, sakir hlut- deildar hans í stjórnarskrarbrotinu; en ekki teljum vér það hyggilegt. Ef farið væri svo alvarlega í sakirn- ar gagnvart hr. H. Hafstein, þá er hætt við, að ýmsir þingmenn, sem honuna eru venzlaðir, eða þykjast honum skuldbundn- ir á ýmsa vegu, skærust úr leik; en á- byrgð á hendur honum, þótt verðskuld- uð kynni að þykja, skiptir ekki máli, heldur hitt, að sameina þingmenn til sem öf!ugastra mótmœla gegn ólögmustu frum- hlaupi dansks ráðherra inn á sérmálasvið Islands. Svo er og á það að líta, að hæzti- réttur dæmir mál þau, er alþingi höfðar gegn ráðherranum, meðan er vér höf- um enn eigi fengið innlendan landsdóm, og hvað sem segja má um ágæti þess dómstóls í öðrum málum, getum vér naum- ast borið traust til hans í politiskum mál- um, sízt í slíkum, er varða stöðu íslands í ríkinu. Á hinn bóginn myndu mótmæli al- þingis glögglega sýna, að alþingi héldur fast við þann skilning á sérstöðu ísl. sb'- málaráðherrans, er það byggði á, er stjórn- arskrárbreytingin var samþykkt, og þyrfti þá naumast að kvíða því, að nokkur ís- lendingur fetaði í fótspor hr. H. Hafstein’s í þessu efni, heldur myndi hann standa, sem varúðarvarða á veginum, og aðrir vilja forðast hans dæmi. En skyldi sú verða raunin á, að meiri hluti alþingis meti meira blint flokks- fylgi, og daður við ráðherrann, en sanna nauðsyn lands og þjóðar, þá er vonandi, að þjóðin taki svo alvarlega í taumana, er til almennra kosninga kemur, að danski ráðherrann, hr. H. Hafstein, eigi sér fylgismenn fáa á þingi. Landsbankabókarinn nýi. Ráðherrann brýtur lög. í 23. nr. „Þjóðv.“, 7. júní síðastl., var þess getið, að ráðherrann, hr. H. Hafstein, hefði skipað hr. Olaf F. Davíðsson, verzl- unarstjóra á Yopnafirði, sem bókara við landsbankann. Yér gátum þess þá og jafn framt, að skipun þessi væri í fyllsta samræmi við „matar-politík“ ráðherrans, og þyrfti því engan að hneixla. Á hinn bóginn höfðum vér, og aðrir, vænzt þess, að ráðherrann gætti svo skyldu og sóma sjálfs sín, að hann léti sér annara um það, að halda lög landsins, en að verða við bænakvaki fylgismanna sinna. En það er nú orðið heyrum kunnugt, I að hr. H. Hafstein hefir framið layabrot, j er hann rétti hr. Olafi, F. Davíðssyni bit- ann hans. I 23. gr. baukalaganna frá 18. sept. 1885 segir svo: „Landshöfðingi (núráð- • herra) skipar bókara og féhirði bankans, og víkur þeim frá, hvorttveggja eptir iil- lögum forstjórnarinnar“; en i forstjórninni eru, sem kunnugt er, framkvæmdarstjór- inn og gæzlustjórarnir, sbr. 19. gr. ný- nefndra laga. Eptir þessum skýlausu laga-ákvæðum var ráðherranum skylt, að fara eptir til- lögum bankastjórnarinnar, er hann skip- aði bókara við lanksbankann; en tillögur I bankastjórnarinnar fóru ekki í þá átt, að ; veita hr. Olafi F. Davíðssyni bókarasýsl- t anina, heldur voru það tillögur hennar, í að sýslanin væri veitt einum af starfs- i mönnum landsbankans. Að vísu liafði hr. Tr. Ounnarsson vilj- að fá hr. Olaf F. Daviðsson, sem bókara, en þar sem gæzlustjórarnir, síra Eir. Briem og Kr. Jónsson, voru báðir samhuga um það, að kjósa heldur bankastarfsmanninn, og gjörðu það að tillögu sinni, þá var þar með gjörð lögmæt ákvörðun um málið, því að í 8. gr. bankareglugjörðarinnar frá 8. apríl 1894 segir skýrum orðum: „Banka- stjórarnir útkljá í sameiningu þau mál- efni, sem bankann varða; en greini þá á, ræður atkvæðafjöldi“.

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.