Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 01.07.1904, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 01.07.1904, Blaðsíða 1
Terð árganqsins (minnst 52 arkir) 3 kr. 50 aur.; erlendis 4 kr. 50 aur., og í Ameríku doll.: 1.50. Borgist fyrir júnímán- aðarlok. ÞJOÐVILJINN. -"■ ■ Átjándi ároangub. =1 =— -i-RITST.T ÓRI: SKÚLI THOBODDSEN. =M—>— Vppsögn skrifleg, ógild nema komin sé til útgef- anda fyrir 30. dag júní- mánaðar, og kaupandi sanlhliða uppsögninni horgi skuld sína fyrir blaðið. M 27. Bessastöðum, 1. JÚLÍ. 19 0 4. trtlöndL. Frá útlöndum hafa ný skeð borizt þessi tíðindi: Finnland. 16. júní var Bobrikoff hers- höfðingja, landshöfðingja Bússa á Finn- landi, veitt banatilræði í Helsingfors, höfuðborg Finnlands, skotið á hann þrem skotum, er eitt kom í hálsinn, annað í brjóstið, en hið þriðja í magann, og and- aðist hann af sárum sínum daginn eptir. Sá, er verkið vann, hét Eugéne Schaumann, lögfræðingur, aðstoðarmaður á einni stjórn- arskrifstofunni í Helsingfors, rúmlega þrítugur, og réð hann sér samstundis bana, og fórnaði þannig sjálfum sér, er hann hafði iosað ættjörð sína við þenna illræmda rússneska harðstjóra, er brotið hefir lög á Finnum, og leikið þá mjög grálega, i skjóli rússneska alríkisvalds- ins. Ætti þetta að vera Nicolaj keisara, og stjóm hans, bending um það, hvaða af- leiðingar stjórnarskrárbrot, og aðrar lög- leysur, Hússastjórnar, og erindsreka henn- ar á Finnlandi, hafa: ad skwpa byltinga- liug lijá friðsamri þjóð., svo að gripið er jafn vel til morðtólanna. Nærri má geta, að Bobrikoff muni fáum harmdauða á Finnlandi; en að lík- indum fer hér, sem optar, er um poli- tisk morð er að ræða, að Rússastjórn noti sér atburð þenna, til þess að þröngva kosti Finnlendinga enn meira, en áður. Austræni ófriðurinn. I viðureign Rússa og Japana er fárra nýrra stórtíð- inda getið. — Shrydloff aðmiráll, er nú stýrir flotadeild Rússa í Vladivostock, hélt skipum sinum þaðan ný skeð, og ætlaði að sameinast herskipum þeim, er Rússar eiga enn eptir í Port-Arthur. — Sú fyrirætlun hans tókst að vísu ekki, en honum tókst að sökkva 3—4 fólks- og vöru-fiutningaskipum Japana, og er mælt, að þar hafi látizt 1000 manna af Japön- um, með því að ýmsir skipverja vildu eigi gefast upp, og þiggja lif. Tvennum sögum fer um það, hvort fundum þeirra Shrydloff’s og Kammíura aðmíráls, er stýrir flotadeild Japana þar norður frá, hafi borið saman; segja sum- ar sagnir, að Rússar hafi misst tvö her- skip, áður en þeir komust til hafnar í Vladivostock, en aðrar sagnir herma, að Kammíura hafi misst sjónar á rússnesku flotadeildinni, sakir dimmviðris. ' • Togo, aðal-flotaforingi Japana, heldur herskipastól sínum í grennd við Port- Arthur, og lætur skothríðina dynja á borginni öðru livoru, en sakar þó eigi til mnna, þar sem skotið er af mjög löngu færi. Um miðjan jiiní háðu Rússar ogJap- anar landorustu á vestanverðum Líaotung- skaga, og biðu Rússar ósigur, sem fyr. — Oljósar eru enn fregnir um mannfall- ið í orustu þessari, þar sem sumir segja, að Rússar hafi misst. 3 þús. manna, er drepnir voru, særðir, eða handteknir, en aðrir nefna 10 þús. Japanar segjast hafa dysjað 1500 rússnesk lík, eptir orustuna, en misst sjálfir um 900 manna. Japanar eru nú smám saman að þok- ast nær Port-Arthur á landi, og hafa hlaðið skotgarð, með víggirðingum, yfir þveran tangann, rúmar 2 milur fyrir norðan Port-Arthur. Oljósar eru fregnir frá Port-Arthur, en þó mun það sannfrétt, að vistir séu þegar teknar að þverra þar að mun, svo að herliðið lifi að eins við hálfan skammt. Mælt er, að Rússastjórn hafi boðið Kuropatkin hershöfðingja, að láta einskis ófreistað, til þess að brjótast með land- her til Port-Arthur, og reyna að bjarga borginni; en vonlaust að líkindum, að það takist, þar sem Japanar auka umsát- ursherinn um Port-Arthur meira og meira. — Bandaríkin. 15. júní varð hörmulegt slys fyrir utan höfnina í New-York, kviknaði í skemmtiskipi, „Greneral Slo- cum“ að nafni, er þar var á ferð, fullt af fólki, mestmegnis skólabörnum. — Skipið var statt hjá kletti þeim, er „Hellgate“ (vítishlið) nefnist, og hamr- ar á tvær hliðar, og fórst þar um 1000 manna, er ýmist brann, kafnaði í reykn- um, eða drukknnði. Danmörk. Þar er nýlega látinn Augustín Gamel stórkaupmaður, stórefn- aður. — Hann varði stórfé til vísinda- legra rannsóknarferða, kostaði norðurför Hovgaard's — Djimphna-förina —, lagði fram töluvert fé til Grænlandsfarar Frið- þjófs Nansen’s, er hann gekk yfir Græn- landsjökla, og lagði enn fremur fram fé til rannsóknarferða dr. Þorr. Thoroddsen’s hér á landi það árið, er alþingi synjaði honum ferðastyrks. — Siðustu ár æfinnar var Gamél veiklaður á geðsmunum. — Hann dó úr lungnabólgu. — S’víþjóð. Um' miðjan júní brann til kaldra kola stór verksmiðja í Vesterás, og sömuleiðis 8 bóndabýli, er stóðu í þyrpingu, og voru þau öll óvátryggð. Vill ekki nýjar kosningar. --O<)o- Áður en kunnugt varð um það, hver ráðherratignina hlyti, vakti „Þjóðvú máls á því, að það væri sjálfsögð siðferðisskylda nýju stjórnarinnar, að rjúfa alþingi, og láta almennar þingkosningar fara fram sem allra bráðast, til þess allur sá' fjöldi manna, er kosningarrétt öðlaðist, þegar stjórnarskrárbreytingin gekk í gildi, fengi tækifæri til þess, að nota þenna nýfengna rétt sinn, og gæti þannig haft áhrif á málefni landsins. Það sýnist kynlegt, að veita fjölda manna mikilvæg réttindi, en meina þeim svo í lengstu lög að neyta þeirra. Slíkt háttalag er engri frjálslyndri stjórn samboðið. Auk þess voru og ýmsar aðrar ástæð- ur, er bentu til þess, að almennar þing- kosningar ættu fram að fara, svo sem „ÞjóðvJ hefir áður rækilega bent á. En þrátt fyrir það, þá er þó ekki nærri því komandi, að nýja stjórnin rjúfi þingið. Hún hræðist nýjar kosningar, sem eldinn heitan. Ráðherrann þykist, sem stendur, hafa öruggan meiri hlata á þingi, og vill því ekkert eiga á hættu, hvernig nýjar kosn- ingar kynnu að takast. Það er kunnugt, að „heimastjórnar- menn“ áttu sigur sinn við síðustu kosn- ingar því að þakka, að þeir fengu Albertí til þess, að synja lögunum um leyni-kosn- ingar staðfestingar, svo að þeir gætu notað embættisvaldið, banka-áhrifin, og fjárausturinn, sem bezt sér i vil. En þar sem leyni-kosningar eru nú lögleiddar, þá verður miklu örðugra, að beita sömu brögðunum, sem síðast, eða árangurinn óvissari, enda bankarnir nú orðnir tveir, svo að banka-áhrifanna gætir minna. Nú veit ráðherrann það, sem allir vita, að hann hefir, sem komið er, engan byr hjá þjóðinni, þvi að almenningi er það ljóst, að nafn hans táknar i politíkinni ekkert annað, en nýja útgáfu af Reykja- víkur-„klíku:í-ríkinu gamla. Auk þess eru nú milliþinganefndirn- ar full-skipaðar, og landssjóðsbitum öðr- um úthlutað, svo að örðugra er, að afla sér þingfylgis á þann hátt. Það er því ofur-skiljanlegt, að ráð- herrann vilji ekki fara að eiga það á hættu, að láta almennar þingkosningar fara fram. „Dráttur á illu beztu“, hugsar hann. Nógu snemmt, að láta kosningarnar fara fram, þegar lögin heimta það. Þá geta þó| „heimastjórnarmennirnir“ gert sér mat úr völdunum að minnsta kosti þann tímann. • ......... Próf i læknisfræði hafa leyst af hendi í Reykjavik: Matthías Ein- arsson og Jón Ó. Rósinkranz, hinn fyrri með I. einkunn (186 stig), og hinn síðari með II. eink- unn (148 stig). Sýslumannsemhættið i ísafjarðarsýslu, og hæjarfógetaembættið & ísafirði, er veitt

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.