Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 01.07.1904, Side 2

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 01.07.1904, Side 2
106 sýslumanni Rangvellinga, hr. ,Magnúsi Torfa- »yni í Arbæ. Kross. Konsúll C. D. Tuliníus á Eskifirði hefir feng- ið riddarakross St. Ólafsorðunnar hjá Svia og Norðmanna konungi. Mótorvagn fékk consúll D. Thomsen í Reykjavík með síðustu ferð „Tryggva konungs11, og hefir öðru hvoru verið að reyna hann á götum Reykjavikur, og þar í grenndinni, síðan 14. júní. Eins og kunnugt er, veitti alþingi D. Thom- sen 2. þús. króna fjárstyrk í þessu skyni, og þótti kynleg fjárveiting, í stað þess að landið keypti vagninn sjálft, og notaði hann t. d. til flutninga við vegagjörðir. Frá ísafirði er „Þjóðv.“ ritað 25. júní síðastl.: „Misling- arnir breiðast enn lítið út, og hafa að eins gert vart við sig hér í kaupstaðnum, í Hnífsdal, og í Bolungarvík, í 1—2 húsum í hverjum stað. — í Álptafirði, og i Seyðisfirði, er veikin á liinn bóginn orðin all-mögnuð, og liggur margt fólk, á bverju heimili að kalla, og sums staðar þungt haldið, svo að mjög hsett er við því, að veikin breiðist út smátt og smátt“. Svo er að sjá, sem „Þjóðólfur“ gamli haíi ekki ýkja mikið álit á hæfileikum kvennfólksins, að þvi er það snertir, að dæma um gildi leikrita, þar sem hann lætur því ómótmælt, er rithöfundur nokk- ur, er nefnir sig „Juvenisu, kemst svo að orði í „Þjóðólfiu 24. júní síðastl., að þar sem „rúmir tveir þriðjungar þess almennings“ sem um leikrit dæmi, sé „kvennfólk, fari það að verða skiljanlegra, hvers vegna mikill hluti þeirra leikrita, sem leikin eru, sóu hreinasta rugl“. Höfundurinn rökstyður þenna sleggju- dóm sinn alls ekki að neinu leyti, enda er það spáný kenning, samboðin gamla „Þjóðólfiu, að kvennfólk sé ósmekkvisara á það, sem fagurt er, en karlmennirnir. Líklegt er að kvennþjóðin meti þetta durgslega olnbogaskot að maklegleikum. Hr. „Juvenis“ hefir verið svo hygginn, að láta ekki nafns sins getið. IVIaiiiialát. í 18. nr. „Þjóðv.u þ. á. var getið and- láts Jíms Sœmundssonar, fyrrum bónda i Fremri-Arnardal í Isafjarðarsýslu, er and- andaðist að Látrum í Sléttuhreppi 19. apríl þ. á., og skal hér nú stuttlega getið helztu æfiatriða hans. Hann var fæddur í Fremri-Arnardal árið 1828, og voru foreldrar hans: Sæm- undur Árnason, og kona hans, Gruðrún Jónsdóttir, Finnbjörnssonar, Ólafssonar, og bjuggu þau hjónin allan sinn búskap í Fremri-Arnardal. — Sæmundur, faðir Jóns heitins, var Árnason, Árnasonar, Magnússonar, er kallaður var hinn auðgi, og bjó í Meirihlíð, Sigmundssonar, Sæ- mundssonar, lögréttumanns og lögsagn- ara að Hóli, Magnússonar, Sæmundsson- ar, Árnasonar, sýslumanns á Hlíðarenda (ý 1587), og er sú ætt enn all-fjölmenn við Isafjarðardjúp. Jón sálugi ólst upp hjá foreldrum sín- um, og þótti brátt hinn mannvænlegasti maður, enda blómgaðist bú foreldra hans vel, er hann tók að stálpast. — Árið Þjóö 'v'iLJir* n. ið 1852, 15. sept., kvæntist Jón, og gekk að eiga Vigdísi Jönsdóttur, Sumarliðason- ar, og Þorbjargar Þorvarðardóttur á Stakkanesi, og reistu þau bú að Halls- stöðum á Langadalsströnd; en samfarir þeirra hjóna urðu skammar, því að Vig- dís andaðist, eptir að eins fjögra ára hjú- skap, og eignuðust þau lxjónin eina dótt- ur, Guðrúnu Porbjörgu, sem er 'gipt Jó- hannesi Elíassyni, járnsmið að Látrum í Sléttuhreppi. Eptir lát konu sinnar bjó Jón sál. Sæmundsson að eins eitt ár að Hallsstöð- um, og fluttist þaðan að Glröf í Þorska- firði í Barðastrandarsýslu, og þar kvænt- ist hann í annað skipti 2. júní 1862, og gekk þá að eiga Pbru Magnúsdóttur ’frá Meirihlíð, og voru þau hjónin systkina- börn, með því að þeir Magnús og Sæ- mundur voru bræður. — Fluttust þau hjónin skömmu síðar að Fremri-Arnardal, og tóku alla jörðina til ábúðar, með því að foreldrar Jóns voru þá tekin mjög að eldast, og kusu því fremur að vera í húsmennsku hjá syni sinum. — Þeim hjónum varð alls 5 barna auðið, og dóu tvö þeirra í æsku, en tvö dóu uppkom- in, svo að eigi lifir nú, nema eitt barna þeir'ra: Vigdís Charlotta, kona Jóns bónda Þórðarsonar á Laugabóli í Arnarfirði. Árið 1873 missti Jón þessa konu sína, eptir 11 ára sambrrð, og kvæntist hann þá, tveim árum síðar, í þriðja skipti, og gekk 20. sept. 1875 að eiga 'Guðrítnu Jónsdöttur, Benediktssonar, síðasts prests að Rafnseyri, ekkju Egils Sandholt’s, skósmiðs á Isafirði, og héldu þau áfram búskap í Fremri Arnardal, unz þau brugðu búi vorið 1898, og settust að í Isafjarð- arkaupstað; en síðustu 4 ár æfinnar dvaldi Jón sálugi þó hjá dóttur sinni, Guðrúnu Þorbjörgu, og manni hennar, Jóhannesi Elíassyni, á nýbýli því, er þau hafa reist sér á Skriðu í Látra-landareign í Sléttu- hreppi, og naut þar ágætrar umhyggju og aðhlynningar, unz dauðinn kvaddi hann frá þessu lífi, svo sem fyr segir. Með Gluðrúnu, síðustu konu sinni, er lifir mann sinn, og nú dvelur í Isafjarð- arkaupstað hjá Sigríði, dóttur hennar af fyrra hjónabandi, og manni hennar Hall- grími Rósinkranzsyni, verzlunarmanni, eignaðist Jón sálugi einn son, stúdent Jón Benedikts. Jón sálugi Sæmundsson var atorku- maður, meðan heilsa og kraptar entust, laginn búmaður, og ötull og heppinn formaður. (xjörðist hann formaður, er hann hafði fimm um tvítugt, og var það lengstum, unz hann varð að hætta formennsku, sakir augnveiki, er hann var fertugur. Eignar- og ábúðar-jörð sína, Fremri-Arnardal, bætti hann stórum, og mátti sjá það á öllu, utan bæjar og inn- an, rneðan Jón sálugi bjó þar, að þar bjó þrifnaðar bóndi, enda var Gluðrún. kona hans, einstök myndarkona að öllu leyti, svo að heimili þeirra hjóna mátti með sönnu nefnast fyrirmynd, að því er alla umgengni, og bæjarprýði, snert-i. — Stóð efnahagur Jóns einnig all-vel um langa xvm., 27. hríð, þó að hann 'yrði fyrir miklum eigna- missi, þar sem nýbyggður bær hans í Fremri-Arnardal brann til kaldra kola, og nokkrum árum síðar einnig íveruhús, er hann átti í Isafjarðarkaupstað, hvort- tveggja óvátryggt; en hann reisti hvort- tveggja aptur úr rústum, engu óveglegra, en áður, enda hlupu þá sveitungar hans o. fl. undir bagga með honum, því að Jón sálugi var jafnan vel kynntur, og mikils virður af öllum, er kynni höfðu af honum. Síðustu ár æfinnar voru þó eignir hans mjög gengnar til þurrðar, og þar sem hann hafði reynt mikinn ástvina- missi um dagana, mun hann að vonum hafa verið orðinn saddur lífdaganna. Hann var stilltur maður, all-vel greindur, góður heimilisfaðir, og margt vel gefið. " " " " ' "'' UW ' —— Bessast'óðiim 1. júlí 1904. Tíðarfar einatt fremur hagstætt hér syðra, en dimniviðri all-optast síðustu dagana. Póstgufuskipið „Ceres“ kom frá útlöndum 25. júní. Meðal farþegja, er meö skipinu tannu, voru: frú Kristín Pétursdóttir, kona síra Lárusar Halldórssonar, fyrrum fríkirkjuprests, cand. mag. Þorkell Þorkelsson, stúdentarnir: Brynj. Björnsson, Georg Ólafsson, Guðm. Ólafsson, fíalldór Júlíus- son, Konráð Stefánsson, Sig. Jónsson og Vernharð- ur Jóhannesson, ungfrú Halldórsson-Friðriksson, aóttir Moritzar læknis i Dacota, ungfrú Lovísa Pálmadóttir, tveir danskir menn, til að gera rannsóknir um vatnsleiðslu i Reykjavík, o. fl. — Enn fremur komu frá Vestmannaeyjum: siraJes Gíslason, H. Bryde stórkaupmaður og N. B. Níel- sen verzlunarfulltrúi. „Ceres“ fór til ísafjarðar, og Vestfjarða, 30. júni, og með því skipi fór ritstjóri blaðs þessa til Isafjarðar. Grasspretta er þegar orðin all-góð hér syðra, svo að sláttur byrjar að líkindum í fyrra lagi. Reykjvíkingar eru þegar farnir að slá smá- blettina þar í kaupstaðnum. Strandferðaskipið „Vesta“ kom til Reykja- víkur 27. f. m., norðan og vestan um land, og með henni margt farþegja. Skóla-uppsögn fór fram i lærða skólanum i Reykjavík í gær. og kvaddi rector Björn M. Olsen þá sína fyrverandi „elskulegu11 lærisveina, og er þess ekki getið, að þeir hafi almennt tárazt. Skólapiltar sogja, að hann hafi einkum hyllzt til þess, að vera prófdómandi i 2. og 4. bekk við vorprófið, og eru það þeir bekkirnir, þar sem bann mætti mestum mótþróanum í vetur, svo að skiljanlegt er það að vísu, þótt sömum piltunum hafi fundizt hann nokkuð mislyndur i vitnisburðargjöfinni, karlinn. Hiilni'ili • iinl l 'i ■ • • ili 111:11'i■ i'liiii11'11.i■ 11. ■'i1 *iiiiii|ii|111-11 i |, I..I.II ‘i'iini' i i 'i- iii i|iii'11-ili11i l"11 i il liil'H iiii** Ymsa liliiti, sem ekki eru fáanlegir í verzlunum á íslandi, svo sem motora í báta og skip, motorvagna, hjólhesta, nýja og brúkaða, skrifvélar, fortepíanó og hixsgögn, kaup- ir undirskrifaður fyrir lysthafendur á ís- landi, gegn lágum ómakslaunum. Af því jeg er kunnugur, hvar hægt er að ná beztum kaupum, ogvegnaþess, að jeg kaupi inn í svo stórum stíl, að jeg næ í hinn allra lægsta prís, út- vega jeg munina langt um ódýrar, en einstakir menn annars geta

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.