Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 27.07.1904, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 27.07.1904, Blaðsíða 1
Tert árgangsins (minnst I 52 arkir) 3 kr. 50 aur.;' erlendis 4 kr. 50 aur., og í Ameríku doll.: 1.50. Bergist fyrir júnímán- J aðarlok. ÞJÓÐVILJINN. —■■ |= Átjándi áköangdk. =1 ...=— -i-§sr^|= RITST.TÓRI: SKÚLI THORODDSEN. =1«^—-— JJppségn skrifleg. ógild nema komin sé tú ntgef- anda fyrir 30. dag júní- mánaðar, og kaupandi \ samhliða uppsögninni borgi skuld sína fyrir blaðið. M 31. Bessastöbtjw. 27. .tvii.í. 19 0 4. Óheppileg stjórnarstefna. „Launa-pólitíkin“. Sii stefna nýju stjórnarinnar, er virð- ist þegar hafa komið mjög glögglega í ljós, nð nota völdin, til þess að gera sér, og Jtokksbrœðrum sínum, mat úr embœttum, Og öðrum opinberum sýslunum, er naum- ast heppileg hér á landi. Það er almennt viðurkennt, að þar sem þeirri reglunni er f.ylgt, eins og t. d. í Bandaríkjunum, hafi hún leitt mikið illt af sér, alið hræsnisanda hjá þjóðinni, spillt embættisstéttinni, og valdið ýmis konar óþarfri fjársóun, þar sem opt er ekki í það horft, að setja. á stofn ný em- bætti að óþörfu, til að koma þar að ein- hverjum gæðinginum, er launa. þarf, fyrir hreystilega, politiska framgöngu. Hér á landi er allt í smáum stýl, at- vinnugreinar fáar, og á lágu stígi, svo að „baráttan fyrir tilverunni11 verður mörgum full örðug. Það er því eðlilegt, að baráttan um embætti, og aðrar opinberar sýslanir, verði öllu meiri hér á landi, en viða annars staðar, og að menn finni meira til þess, ef flokksfylgi ræður hjá veitinga- valdinu, þar sem fámennið er svo mikið, að hver þekkir hæfileika, og verðleika, hins. En þegar unga kynslóðin vex upp við það, að sjá þá jafnan sitja í fyrir- rúmi fyrir öðrum, er tala, eins og stjórn- in vill heyra, og hræsna fyrir henni, þá getur ekki hjá því farið, að þetta hafi þráfalldlega þau áhrif, að skapa hræsn- andi, og skríðandi lýð, og drepa sjálf- stæðið, og drgnglyndið hjá þjóðinni. Vér teljum þvi þessa stefnu stjórnar- innar, sem að framan er getið, afar-skað- lega þjóðfélagi voru, og hr. H. Hafstein hafa unnið þjóð sinni mjög óþarft verk, er hann stýrði stjórnar-skeiðinni út á þessa brautina. En hvað er þá til ráða? Hvernig á að aptra því, að óheiJlastefna þessi magn- ist, og spilli æ meira og meira þjóðfé- lagslífi voru? Auðvitað skiptir það miklu, að þjóðin taki alvarlega í strenginn, á þingmála- fundum, og við kosningar til alþingis, og gjöri stjórninni, og valdaflokknum, það skiljanlegt, hve fyrirlitlegt, og skað- legt, þetta athæfi er. Gjöri þeim það skiJjanlegt, að það' er ekki vegurinn, til þess að afla sér trausts og fyJgis þjóðarinnar, að hafa embætti, og aðrar opinberar sýslanir, sem beitu, til þess að styrkja flokk sinn, og geta haldið völdunum sem lengst. En jafn framt þessu teljum vérnauð- synlegt, að draga veitingavaldið sem mest úr höndum. landstjórnarinnar, og fá þjóð- inni það sjálfri í hendur. Sumir kunna að visu að segja, að söfnuðurnir hafi eigi almennt beitt rétti þeim, er prestakosningalögin veita þeim, svo hyggilega, að ástæða sé til þess, að fara að veita héraðsbúum kosningarrétt, að þvi er t. d. snertir skipun lækna og sýslumanna. En þó að þvi verði ekki neitað, að rsú rauðskjöldótta44 hafi ef til vill stund- um ráðið meiru við prestskosningar, en skyldi, þá tjáir ekki, að byggja um of á stöku tilfellum, og það því siður, sem prestakosningalögin eru enn all-ung. Vér verðum að treysta því, að þjóð- inni lærist smám saman betur og betur að hagnýta sér aukin réttindi, enda eigi tiltökumál, þótt áfátt sé i byrjuninni; slik eru jafnan einkenni alls bernskualdurs. Myndu og afleiðinearnar verða miklu háskaminni fyrir þjóðfélagslífið í heild sinni, þó að kjósendum mistækist stöku sinnum við embættismannakosningarnar, en að eiga allt undir stjórninni, og láta hana eiga kost á því, að nota veitinga- valdið, sem að ofan var getið. TJtlönci. Finnland. Þar er nú búið að skipa nýjan landshöfðingja, í stað Bobrikoffs, sem myrtur var þann 16. júni. Heitir hann Obolenski fursti, og hefir verið landshöfðingi í Charkov. Ekki er líklegt, að hann verði vinsæll á Finnlandi, því að í Charkov var hann svo illa kynntur, að fyrir tveim árum var honum veitt þar banatilræði, sem hann komst þó heill frá. Finnar eru vanir að halda þjóðhátíð á Jónsmessudag ár hvert, á fjallinu Aava- saka, og hafa þar söng og ræðuhöld og ýmsar skemmtanir. Þetta ár ætluðu þeir að halda þjóðhátíð að vanda, og varmik- ið fjölmenni saman komið, en þegar til kom bönnuðu Rússar allar skemmtanir og söng, og jafnvel líka ræðuhöld, þvi að þjóðin hefði orðið fyrir þeirri sorg, að Bobrikoff var drepinn. Svo mikið er ó- frelsið á Finnlandi, að stúlka nokkur var tekin þar höndum, af því að hún gladd- ist yfir vígi Bobrikoffs. Nikulás keisari, drottning hans og stórmennin við hirðina, nema Dagmar móðir keisara, sendu ekkju Bobrikoffs samhryggðarskeyti, undir eins eptir vígið. Þótti keisara leiðinlegt, að móðir hans hans skyldi ekki senda skeyti, og gat loks, að viku Jiðinni, fengið hana til þess. Frakkland. Dreyfusmálinu er- allt af haldið áfram, og hafa fjórir hershöfðingjar verið teknir fastir, fyrir grun um skjala- fals og svik. Allt af versnar samkomulagið milli páfans og stjórnarinnar á Frakklandi, og liefir stjórnin nú kallað heim sendiherra sinn við páfahirðina. Orsökin til þess er sú, að Loubet forseti var á ferð í Róma- borg ný skeð, en kom ekki til páfans, sem varð svo gramur af þessu, að hann lét birta opinberlega, mjög ókurteisa grein til frönsku stjórnarinnar. Austræni ófriðuriuxi. Af honum eru fáar fréttir um þessar mundir. Rigninga- tíminn er byrjaður þar austur frá, og stendur fram undir miðjan ágústmánuð. Getur landherinn lítið aðhafst, því að vegir eru allir ófærir fýrir bleytu. Þó er sagt að Japanar ætli að halda áfram aðsókninni að Port-Arthur, bæði á sjó og Jandi, þrátt fyrir rigningarnar. Þeir hafa ný skeð náð 4 yztu virkjunum kring um Port-Arthur, og eru að eins um l1/, mílu danska frá sjálfri borginni. Seinazt í f. m. náði Kuroki, hershöfð- ingi Japana, þremur fjallskörðum milli Teng-chwang-cheng og Sinyen öðrum megin, og Liaoyang og Haicheng hinum megin. Þar varð snörp orusta og féll margt manna. •....SgSiBSB» Um dáieiðslu Skrifar nafnkunnur læknir í Yínarborg síðastl. vetur, í dagblað eitt er þar er gefið út. . ...Jeg get lagt orð í belg urn þetta málefni, með því að jeg hefi árum saman fengist við dáleiðslu og segulmögnun. Daglega sé jeg á lækningastofu minni á- hrif dáleiðslu og segulmagns, sem ofvax- ið er mannlegum skilningi að útskýra. Yil jeg hér með leyfa mér að geta um eitt atvik sem nýlega hefir vakið athygli mina um þeita efni. K. greifafrú, rússnesk kona, miðaldra, af aðalsættum, sem hefir til að bera ó- vanalega mikla menntun, staka prúð- mennsku og ákafa starfslöngun, leitaði til mín ráða við sjúkleika, sem jeg reyndi að lækna, enda tókst mér það með dáleiðslu. Fyrsta dáleiðslan var ófullkomin. Sjúkl- ingurinn hafði aldrei verið dáleidd, og var því skelkuð. Önnur þar á móti heppnaðist ágæt- lega, með því sjúklingurinn var þá búin að fá f'ullt traust til mín. Jeg hafði i herberginu glaðværan kan- arífugl í búri en jeg lét hurðina á búr- 1 inu jafnan standa opna. Fugi þessi, sem : var allra mesti söngfugl, fiaug þó aldrei j út úr búri sínu, nema í hvert skipti og J jeg kom inn í herbergið, þá var það vani

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.