Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 27.07.1904, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 27.07.1904, Blaðsíða 3
XVIIj , Bi Þjóbviljinn! 123 þær samþykkja að láta svo mikla mjólk úr heimilinu, að böm þau og unglingar, sem þær hafa undir höndum verði aðal- ast á skilvindu-undanrennu i stað ný- mjólkur. Sveitakona. Mannalát. Aðfaranóttina 3. júlí þ. á. andaðist Jens Benjamínsso^i, formað- ur og útvegsbóndi við Gullhúsá i Snæ- fjallahreppi i Norður-tsafjarðarsýslu, eptir stutta legu í lungnabólgu, tæplega fertug- ur. — Hann var sonur Benjamíns J'óhann- essonar, formanns og skipasmiðs á ísa- firði, og lætur eptir sig ekkju, Margréti Magnúsdóttur að nafni, og 6 börn, sem öll eru í æsku, og er því inikill skaði að fráfalli hans á bezta aldri. Jens sálugi var laginn formaður, stillt- ur og gætinn, all-vel greindur, og að mörgu vel gefinn maður. Hinn 28. aprilmán. þ. á. andaðist að heimili sínu Hvassahrauni í Yatnsleysu str.hreppi bændaöldungurinn Einar Þor- láksson, 79 ára gamall. Hann varfædd- ur að Neðradal í Biskupstungum 25. nóvbr. 1824 og dvaldi þar hjá foreldrum sinum þangað til hann árið 1855 fluttist að Hvassahrauni og kvæntist 9. júli s. á. eptirlifandi eiginkonu sinni, Ingibjörgu Pálsdóttur, og hófu þau þar s. á. búskap og bjuggu þar i nær full 49 ár í hinu á- nægjulegasta hjónabandi. Þau eignuðust, 9 börn, og eru 6 þeirra dáin, en 3 á lífi. Eitt þeirra er Þórunn húsfreyja i Hvassa- hrauni. í æsku lærði Einar sál. söðia- smíði, og stundaði hann þá iðn ásamt bú» skap sínum hin fyrstu búskaparárin; hann var mjög fjölhæfur maður og smiður á flest, hinn mesti verk- og iðju-maður meðan heilsan entist. Hann var ágætur heimilisfaðir, og stjórnaði hinu lengst af stórheimili með framúrskarandi lipurð, reglusemi og hógværð. Hann varmaður einkar gestrisinn, skemmtilegur í viðræð- um, enda fróðar um margt og einkar minnugur, eins og hann átti kyn til. Hann var fögur fyrirmynd að stillingu, kurteisi og háttprýði. Enginn af hinum mörgu, sem þekktu hann, veit til að hann hafi nokkurn tíma skipt skapi sínu, eða gert á nokkurs manns hluta hvorki í orði né verki, og mun það dæmafátt. Hann var því virtur og elskaður af öllum, sem kynni höfðu af honum. Hann lifði og dó sem sannarlegt guðsbarn. Á. Þ. Hinn 3. maí þ. á. andaðist að heimili sinu Stóra-Knararnesi á Yatnsleysuströnd bændaöldungurinn Jón Olafsson 78 ára að aldri. Hann var fæddur í Miklabæ í Biskupstungum í maímán. 1826, og voru foreldrar hans Ólafur bóndi Stefánsson, og kona hans Ingibjörg Guðmundsdóttir, og ólst hann upp hjá þeim. 27 ára gam- all kvæntist Jón sái. eptirlifandi eigin- konu sinni Katrínu Jónsdóttur frá Efra- Seli i Hrunamannahreppi, og voru þau hjónin systrabörn að skyldleika. Þau hófu búskap á Þórarinstöðum i sama hreppi, þaðan fluttust þau að Gröf í s. hr. og þaðan fluttust þau suður á Vatns- leysuströnd, að Bjargi, og bjuggu þar í 14 ár. Loks fluttu þau að Stóra-Knarar- nesi, og bjuggu þar til dauðadags, eða í hartnær 18 ár. Þau hjón voru í hjóna- bandi í hartnær 51 ár, og eignuðust sam- an 7 börn, og eru 4 þeirra á lífi. Jón sál. var á æskuskeiði talinn með liprustu mönnum að íþróttum; ágætur glímumað- ur og góður sundniaður, fjörmaður og gleðimaður, og hinn mesti þrekmaður til vinnu. Hjá honum fór saman þrek og og verklægni. Hann var stakur iðju- maður, og smiður bæði á tré og járn. Hann var maður glaðlyndur og geðprúð- j ur, góður eiginmaður og faðir, trúrækinn, ; friðsamur ög dagfarsgóður. Á. Þ. j 17. þ. m. andáðist í Reykjavík frú Ólaíía Ól- ; afsdóttir, kona síra Lárusar Benediktssonar, i fyrrum prests í Selárdal, fædd í Stafholti 12. j jan. 1849. Foreldrar hennar voru, síra Ólafur j Pálsson prófastur og dómkii'kjuprestur og kona i hans Guðrún Ólafsdóttir Stephensen frá Viðey. ! Hún var tvigipt, og var fyrri maður hennar síra | Páll Jónsson á Hesti (f 1876), þau áttu 2 hörn, S sem dóu ung. 1878 giptist hún síra Lárusi. j Þau eignuðust 9 hörn, og lifa 5 þeirra, 1 sonur ■ í 6. bekk latínuskólans og 4 dætur, 3 heima, en j 1 gipt á Norðurlandi. Prú Ólafía sál. var gáfuð i kona, vel menntuð og vel að sér. 11. þ. m. andaðist Magnús Hannesson gull- í smiður í Reykjavík (f. 1869). Banamein hans ! var tæring. Hann var kvæntur Guðfinnu Jóns- j dóttur, skipasmiðs í Reykjavik; hún lifir mann ! sinn ásamt þrem börnum þeirra. 16. þ. m. andaðist í Reykjavík húsfrú Þuríð- I ur Magnúsdóttir. Banamein hennar var tæring. Hún var gipt Halldóri Jónss.yni. Þau áttu sam- I an 7 börn og eru 4 af þeim á lífi. Hún var | skynsöm og myndarkona hin mesta. 12. þ. m. andaðist á Landakotsspítalanum húsfrú Kristín f. Thomsen, úr tæringu. Hún var gipt Stefáni Snorrasyni skipstjóra. Þau hjón bjuggu saman í 8 ár og eignuðust 2 börn, og lifir annað. 128 mátti, eptir þeim orðrómi, sem af yður fertt, svaraði Líonel kýmnislega. „Þér eigið við, að mér hafi skjátlazt14,'mælti Drage þurrlega, „er eg grunaði Durrant og William, en slíkt getur alla hent, enda erum vér lögregluþjónarnir eigi fremur alfullkomnir, en aðrir monn“. Líonel bretti ögn brýrnar, og svaraði engu, en spurði á ný: „Hafið bér nokkuð nýtt við að styðjast í málinu?tt „Nei, alls ekkert“, svaraði Drage. „Og hvað ætlið þér þá að gjöra?“ „Það get eg eigi sagt yður að svo stöddutt, svaraði Drage, „en skal þegar láta yður vita, ef eg uppgötva eitthvað, sem eg get byggt nýjan grun átt. Líonel var stundar-korn, sem i þönkum. Honum þótti leitt, að ekkert uppgötvaðist um morðið, en þótti þó á hinn bóginn rniður skemmtilegt, að hafa lögreglu- þjóninn snuðrandi þar á heimilinu til lengdar. En þar sem Drage virtist haf’a mikinn áhuga á málinu, gat hann þó eigi synjað lionum um samþykki sitt, og sagði því að lokurn: „Þér megið vera hér enn í vikutíma, en séuð þér þá enn jafn nær, þá er bezt að hætta allri rannsókntt. „Á þessum vikutima11, mælti Drage, er hann gekk til dyra, „skal jeg hafa safnað svo miklum gögnum, að þér óskið þess sjálfur, að rannsókninni verði haldið á- fram“. Þegar Drage var farinn, hallaði lávarðurinn sér aptur á bak í stólnum, og var mjög hugsandi, en leit þó öðru livoru á þétt ritaða pappírsörk, er lá fyrir framan hann á skrifborðinu. 125 borðinu. — Jeg tók hringinn, og fékk þá báða, til að fylgja mér til Landy Court.tt Skýrsla þessa vitnis var iniklu lengri, þótt óþarft sé að geta hennar nákvæmar, þar sem hins er áður getið. Skyrsla John’s Fanus: „Jog er vagnstjóri hr. Kynsam’s. — Blóðið á ermi hans er hundsblóð. — Hundurinn skar sig í löppina fyrir rúmri viku. — Hr. Kynsam, sem þá var í síðsloppnum, batt sjálfur um sárið, og fór jeg með hundinn upp á her- bergi hans. — Kom þá blóð á aðra errni hans, og benti jeg honurn sjálfur á það þátt. Llrskurðurinn hljóðaði á þá leið, að um ásetnings- morð væri að ræða, er framið hefði verið af einum, eða fleiri óþekktum mönnum. „Eins og atvik voru, var eigi auðið, að kveða upp annan úrskurðtt, mælti Drage all-dapur í bragði. 12. kapítuli. Drage hittir gamlan kunningja. Það var alveg rétt, sem Drage sagði, að kviðdóm- nrinn gat eigi komizt að annari niðurstöðu. Drage hafði haft grun á Durrant, en vitnisburður William’s, er sýndi, hvernig hringurinn var kominn í hans vörzlur, hreinsaði hann af öllum grun. Hann hafði einnig haft William grunaðan, en vitn- isburður þjónsins sannaði sakleysi hans, er hann var bor- inn saman við skýrslu læknisins.

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.