Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 27.07.1904, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 27.07.1904, Blaðsíða 2
122 ÞjÓÐVTxLJINN. XVIII.. 31. hans að setjast á öxi mér og kvaka glað- lega, fannst mér ávallt sem hann vildi segja mér frá einhverju. Hann settist aldrei á öxl öðrum. Meðan á dáleiðslunni stóð kvakaði hann í sífellu. Allt í einu fór dáleiddi sjúklingurinn að kvaka, og það svo líkt fuglakvaki að jeg i fyrztu gat ekki áttað mig á hvaðan hljoðið kæmi. Það var óefað fuglskvak, hljómur sem jeg aldrei hafði heyrt úr mannlegum barka. Fuglin íiaug strax og settist á öxl sjúklingsins og nú virtist sem fugl og sjúklingur ræddu saman af mesta fjöri. Fuglinn kvakaði í mesta ákafa og jeg sá á svipbrigðum sjúklingsins, að þeir áttu sanirœðu. Sjúkiingurinn var ekki meira en svo vöknuð er hún varð vör við fúglinn á öxl sér, og hljóðaði hún þá upp af hræðslu. Fuglinn flaug burt aptur, og bað hún mig að loka hann inn í búrinu, með því hún væri hrædd við dýr hverrar tegund- ar sem væri. Þessa tilraun gerði jeg þrisvar, og bar hún ávalt sama árangur. Þegar hún var orðin frísk, urðum við eitt sinn samferða út í Yínarskóginn, og kom þá hið sama fyrir, þó það væri í annari mynd. Við lögðum leið okkar gegnum skóg- inn við Mauer-Rodaun og stóðum þá litið eitt við og röbbuðum saman. Hún hall- aðist upp að tré, og bar þá svo við, er jeg leit framan í hana, að hún dáleiddist af tilliti mínu, án þess þó að jeg hefði til þess ætlast, — og kemur slíkt opt fyrir um sjúklinga er opt hafa verið dá- leiddir. Söngfuglarnir, sem höfðu verið á sveimi í kringum okkur án þess sjúklingur minn hefði vnitt þeim sérstakt athygli, komu nú fljúgandi hópum saman, þar eð hún tók að tala greinilegt fuglamál. Þeir þyrptust utan um hana og kvökuðu hver sem betur gat, og hún vék sér að hverj- um af öðrum og svaraði þeim. þar til jeg batt enda á leik þenna með þvi að vekja hana. Fuglarnir flugu leið sína, og sjúklingurinn var jafn óttasleginn og fyr, og vissi ekkert um það, sem frarn hafði farið. Hún er nú farin heim til sín, heil heilsu og hefi jeg ekkert af henni frétt síðan. Stjórn þjóöfélagsbúsins, þótt lítið sé, er í vorum augum meira varðandi starf, en svo, að það verði skoð- að, sem leikur. En hvað er það í raun og veru ann- að, þegar maður, sem fylgt hefir íhalds- flokknum árum saman að málum, sezt við stjórnarstýrið, og læzt þá ætla að stjórna landinu, sem vinstrimaður? Og til þess að framkvæma þessa ætl- un sína, velur hann sér, öðrum fremur, sem meðleikendur, þá mennina, sem venzl- aðir eru íhaldsflokknum. Þetta gefur að visu góðar vonir um það, að samræmið i leiknum verði ágætt, og má því ætla, að hann takist snilldar- lega. En sjónleikur, og ekkert annað, er það nú samt. Iforið kallar. Vaknið allir! vorið kallar! Vikur|nótt, en ljómar sói. Lífsins gjalla gígjur snjallar: gróður, þrótt, og von og skjól. Lifnar flæði, laufgast svæði, leyst úr þröngum klakahjúp. Föður hæða feginskvæði flytur himin, grund og djúp. Vonir glæðast, ljósið ljómar. Lífið hiær í mildum blæ. Blómin fæðast, ástin ómar, yndi nærir fold og sæ. Fram til verka vorið kallar vakinn þrótt, á morgunstund. Streymir fjör um æðar allar eptir kaldan vetrarblund. Tæp er stundin, stuttur skólinn, starfið margt og skyldan há. Vökum meðan sumarsólin signir blómin veik og smá. Þegar haustið kalda kallar: kvíða elli, strið og þraut — fellur þá sem fis til vallar, fegurð vorsins, líf og skraut. Hörpur gjalla, herrann kallar, heyrið vorsins milda blæ! Tímans falla öldur allar í hinn mikla djúpa sæ. Bráðum strengir breyta hljómum, bliknar fold og verður snauð, þá er seint að safna blómum, sem að liðna vorið bauð. M. Markússon. ('Eptir Lögbergi.) Uin rektorsembættið sækja: Goir Zoega kennari, síra Jón Helga- son prestaskólakennari, Guðm. Finnbogason heim- spekingur, dr. Jón Þorkelsson landsskjalavörður, Steingrímur Thorsteinsson yfirkennari við lærða skólann og Stefán Stefánsson gagnfræðaskóla- kennari á Akureyri. Umsóknarfrestur var út- runninn 16. jnlí. l'm kennaraembættið við lærða sltólann, það er laust varð við frá- fall Björns Jenssonar, hafa sótt þeir Ólafur Dan Daníelsson, Sigurður Thoroddsen verkfræðingur og Dorkell Þorkolsson eðlisfræðingur. Enn þá geta fleiri bætzt. við, því umsóknarfresturinn stendur til 10. ágúst. Yfirinatsmenn á gæðum fiskfarma eru skipaðir af ráðherran- um: í Keykjavík Þorsteinn Guðmundsson verzl- unarmaður og á Isafirði Jón Áuðunn Jónsson hreppstjóri á Garðsstöðum í Ögursveit. Hvor þessara yfirmatsmanna hefir 800 kr. laun á ári, samlcvæmt síðustu fjárlögum. Sæindíi 1‘viðui‘kenning. Allmikla sæmdarviðurkenningu hafa þeir fengið hjá Þýzkalandskeisara, sem veittu hjálp og hjúkrun skipbrotsmönn- unum af fiskiskipinu Friedrich Albert, er strandaði í fyrra vetur í Meðallandi. Bóndinn á Orrustustöðum, sem fyrst- ur veitti skipbrotsmönnum hjálp, hefir fengið 300 kr. verðlaun. Gfuðrún Jónsdóttir yfirsetukona á Breiðabólsstað á Síðu, sem stundaði þá skipbrotsmenn, er kalið hafði og varð að taka af limi, hefir fengið dýrindis brjóst- nál, gulli setta og gimsteinum, með fanga- marki keisarans (W með keisarakórónu yfir). Þetta hvorttveggja er gjöf frá keisar- anum sjálfum, en ekki frá Þýzku jstjórn- inni. Báða“ læknana, sem stunduðu hina sjúku menn og tóku af þeirn limi, þá Bjarna Jensson og Þorgrím Þórðarson, hefir keisari sæmt riddarakrossi hinnar rauðu arnar (IV. f].) Litil athugasemd viðvikjandi rjömabúum. Það má heita föst regla nú á tímum, að líti maður í blöðin, þá dettur maður óðara ofan á ritgjörðir viðvíkjandi bún- aði, þar eru gaddavírsgreinar, smjörbúa- skýrslur, safnforapistlar og svo margt fleira lærdómsríkt fyrir bændur og búalið er í blöðunum rætt, að ekki verður það í ftjóta bragði upp talið, enda var það ekki ætl- an mín að rita um öll þau mál, til þess skortir mig bæði þekkingu og löngun. Það voru að eins fáein orð, sem snerta rjómabúin, er jeg vildi biðja „Þjóðviljannu að ljá rúm. Jeg er búin að heyra og lesa svo mikið lof um rjómabúin, að jeg er fyrir löngu farin að leggja trúnað á, að þau séu stór hagur fyrir land og lýð, af eig- in reynzlu get jeg ekki talað, því jeg hefi aldrei lagt mjólk í rjómabú, sú mjólk sem jeg hefi gengur öll til heimilisþarfa, og það er einmitt af bví live mikil bú- bót mér finnst að mjólkinni, að jeg á svo bágt með að gera mér grein fyrir hvernig heimilin sem senda megnið af mjólkinni sinni á rjómabúin, geta haft viðunanlegt viðurværi. Jeg hefi heyrt fleiri en einn kaup- staðarbúa kvarta yfir því, að nú orðið væri til lítils að senda. bórn í sveit á sumrum, í því skyni að þau lifðu á ný- mjólk, því það litið, sem þau fengjuaf mjólk, þá væri það skilvindu-undanrenna. Sé nú svo, að ekki sé vandað betur en svona til unglinga sem teknir eru í því skyni, að þeir lifi á mjóík, hve mikil skyldi þá mjólkin vera sem heimilisföstu ungling- arnir fá? Það mun því miður satt, að viður- væri almennings er stórum mun ónota- legra og kjarnminna, en það •,rar, meðan mjólkin rann óskipt, inn í búið, börnin fengu óskilda nýmjólk að drekka og ung- ir og gamlir nýmjólk út á grautinn, smjör ofan á brauðið og rjóma út í kaffibollann. Jeg get, vel skilið að bóndanum komi vel að auka sem mest tekjur búsins með smjörsölunni, on álitamál mun það vera, hvort heimilið er bættara með að missa mjólkina og fá í staðinn mjöl og m&rgar- ine úr kaupstaðnum, heimilinu' til fram- færsju, og benda vil eg mæðrtím og hús- mæðrum á, að hugsa sig vel um áður

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.