Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 27.07.1904, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 27.07.1904, Blaðsíða 4
124 í3JÚf>VILj'(I!NN , XVIII., 81. 16. þ. m. andaðist Pétur Guðmundsson bóndi 4 Hrólfsskála. Hann var stakur dugnaðarmaður. Nýdáin er og Margrét Guðmundsdóttir, systir Péturs sái. í Hrólfskála. Hún var ekkja eptir Erlend sál. Jónsson, er lengi bjó á Lambastöð- um á Seltjarnarnesi. Hún lézt úr lungnabólgu. Bessastöðum 27. júlí 1904. \eðráttan er fremur hagstæð, en þó þurrka- litil. Raiinagnslýsing og vatnsveita í Hafiiariirði. í ráði er hjá Hafnfirðingum, að koma á hjá sér rafmagnslýsingu bæði úti og inni, og nota vatns- afl iækjarins, sem rennur um kauptúnið, til hennar. Sá sem rafmagnslýsingunni kemur upp, er Jóhannes Reykdal trésmiður, sá sami, sem i fyrra kom upp trésmíðaverksmiðju, með vatns- afli, í Hafnarfirði. Hann gjörir þetta með aðstoð Halldórs Guðmundssonar.rafmagnsfræðings, og er sagt, að hann sé þegar búinn að panta um 150 raf magnsljós, hvert með 16 kerta ljósmagni, til þess að hafa bæði úti og inni. Aætlað er, að þau muni kosta 6 kr. hvert um árið. Einnig eru Hafnfirðingar farnir að ráðgast um vatnsveitu, og hefir Jón Þorláksson, verk- fræðingur, gjört áætlun um úana. Vatninu á að veita úr lind, fyrir sunnan Hamarinn, og niður í kauptúnið, og iiggur lindin svo hátt, að vatn- ið á að komast í öll þau hús, sem eru fram með, og fyrir neðan þjóðveginn. „Laura“ fór frá Reykjavík til Hafnar 20. júlí. Með henni sigldi Þorkell Þorláksson stjórn- arráðsskrifari og Jón Þórðarson kaupm. til Skot- lands. I yfirkjörstjórn fyrir Reykjavikurbæ voru kosnir með bæjarfógeta Jón Magnússon skrif- stofustjóri og Eiríkur Briem prestaskólakennari; en til vara Kristján Jónsson yfirdómari og Hann- es Thorsteinsson cand. jur. I undirkjörstjórn voru kosnir, í 1. kjördeild L. E. Sveinbjörnsson háyfirdómari, MagnósEin- arsson dýralæknir og Sighv. Bjaxnason banka- stjóri. Kjörstjórn í 2. kjördeild eru þeir skipaðir: Björn Jónsson ritstjóri, Eggert Briem skrifstofu- stjóri og Halldór Jónsson bankagjaldkeri. í kjörstjórn 3. kjördeildar voru kosnir þeir Ásgeir Sigurðsson kaupmaður, Morten Hansen skólastjóri og Sigurður Briem póstmeistari. uintiiftHf iif MHWiatiiiiiii til kaups og ábúðar. Jörðin Minni-Hattardalur, liggjandi í Súðavíkurhreppi i Norður-ísafjarðarsýslu, að dýrleika 12cu að fomu mati, fæst til kaups, og getur einnig verið laus til á- búðar í fardögum næsta ár (1905), ef kaupandinn óskar þess. Minni-Hattardalurinn er óefað í flokki beztu jarðanna í Súðavíkurbreppi, bæði að þvi er slægjur, og aðrar landsnytjar, snertir. Þeir, sem kynnu að bafa bug á þvi, að gjörazt kaupendur ofan nefndrar jarð- ar, eru beðnir að snúa sér sem fyrst til núverandi eiganda og ábúanda jarðarinn- ar, Magnúsar bónda Einarssonar iMinni- Hattardal, og semja við hann um kaup- in. Eimreiðin. Skemmtilegasta tímarit á íslenzku. Ritgerðir, myndir, sögur, kvœði. Jf urá næstkomandi fardögum fæst til kaups og ábúðar J/2 jörðin Kirkjuból í Korpudal í Onundarfirði. 011 búsájörð- inni eru í ágætu standi. Jörðin er mjög góð heyjajörð, af túninu fást 180 til 150 hestar af töðu. — Semja má við undir- skrifaðan. Kirkjubóli 7. júlí 1904. Páll Rósinkranzson. HStee JQ C C SL es i—i- Tí 3 zn Os CD ..'-'V'. tn arganne s er aCtió öen 6eóste. Kaupendur blaðsins, er skipta um verustaði, eru beðnir að gera ritstjóra „Þjóðv.“ sem fyrst aðvart um bústaða- skiptin, svo að blaðið geti borizt þeim reglulega. "■»'i"wn ■—-- PRENTSMIÐJA t> JÓÐVILJAN.S. 126 Skýrsla læknisins var á þá leið, að lávarðurinn hefðí verið myrtur kl. 1—2 um nóttina, en það var sannað, að ‘William hafði farið upp á herbergi sitt kl. 12, og ekki farið síðar út fyrir dyrnar. Sömuleiðis mátti og telja það sannað, að blóðið á ermi hans væri í raun og veru hundsblóð. Hjá málfærslumanni Píers sáluga hafði Drage enn fremur fengið óbeinlínis vitneskju um það, að lávarður- inn hefði verið í fjárþröng, eins og William sagði, og mátti frernur teljast fátækur, en ríkur. Hvernig hann hafði sóað öllu því stórfé, er hann hafði fengið að láni út á eignina, gat Drage eigi fengið að vita, þar sem málfærslumaðurinn vildi ekkert um það segja, og William lézt vera því ókunnugur. En auðsætt var það, að eitthvað hlaut að hafa þrengt að honum í meira lagi, er hann seldi slíkan menjagrip, eem hafði verið i eigu ættap hans í fleiri aldir. Þegar jarðarförin fór /'frarn, fýlgdu ýmsir stóreigna- menn, og fátæklingar, bæði úr nágrenninu, og úr fjar- lægari héruðum, þar sem lávarðurinn hafði almennt verið mjög vel látinn, eins og heyra mátti við jarðarfórina, er enginn minntist hans, nema að góðu. „Afar-kynlegt“, mælti Drage við sjálfan sig, er hann heyrði alla lofdýrðina um lávarðinn. „Hafi hann í raun og veru vorið sá ágætismaður, sem sagt er, hvern- ig hefir hann þá sóað öllum þessum peningum? Til hvers skollans hefir hann eytt þeim? Til kvenna? I 6pilum ? ■ Eitthvað hlyti þá að hafa kvisazt um það. 0g þó veit enginn neitt til þessa! Undarlegt — fjarskalega undarlegt!“ Að jarðarförinni lokinni gjörði Líonel lávarður Drage 127 boð, að finna sig, borgaði honum ómakslaun hans, og vakti jafnframt máls á því, hvort eigi myndi réttast, að hann hætti rannsókninni, og hyrfi aptur til Lundúna. „ Jeg hygg eigi, að rannsóknir yðar leiði til neins“, mælti nýi lávarðurinn. „Sakleysi Durrant’s er sannað, sem og að William er saklaus, enda get eg eigi sagt, að eg byggist við annari niðurstöðu1”. „Yður gramdist það, að jeg skyldi gruna William11, mælti Drage. „Þvi neita eg eigi“, svaraði lávarðurinn, „því að systursonur minn myndi siztur manna geta drýgt jafn auðvirðilegan glæp“. „Og þar sem sakleysi hans er nú sannað“, mælti lávarðurinn enn fremur „hringurinn fundinn, og kominn á sinn stað, tel eg víst, að þér hættið rannsókninni“. „Nei, hr. lávarður, með væntanlegu leyfi yðar gjöri eg það ekki“. „Hví ekki? Jeg sé eigi, að minnstu líkur séu til þess, að uppvíst verði, hver morðið hefir framið“. „Getur verið, en mig langar samt að reyna“. „Þér hafið fullt leyfi mitt til þess, en þar sem eg hefi borgað yður ómakslaun yður, og hirði eigi að ráða yður lengur, sé jeg eigi, að þér græðið neitt á því“. „Hr. Líonel“, svaraði Drage alvarlega „sum mál tek jeg að mér fyrir borgun, en sum af því að mér er ant um þau, og svo er um mál það, er hér um ræðir,. að jeg þykist minni maður, ef jeg kemst ekki að sann- leikanum, og vil eg því, með yðar leyfi, halda rannsókn- inni áfram“. „Til þessa hefir árangurinn orðið minni, en vænta

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.