Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 17.08.1904, Side 1
Yerð nrganqsinn (minnst \
52 arkir) 3 kr. 50 awr.; í
erlendis 4 kr. 50 aur., og i
í Ameriku doll.: 1.50.
Borgist fyrir júnímán-
aiarlok.
________________________
ÞJOÐYILJINN.
— :|= Atjándx árö'angur. =| - -—
■+—-gsr*^|==i= RITST.7 ÓRI: SKÚLI THOEODDSEN. =|wg—■*—
Vppsögn skrifleg, ógild
'nema komin sé til útgef-
\ anda fyrir 30. dag júní-
j mánaðar, og kaupandi
samhliða uppsógninni
borgi skuld sína fyrir
blaðið.
M 33.
Bessastöðum. 17. ÁGÚST.
19 0 4.
Réttlát og óhlutdræg stjórn.
---0<>0
Þegar fyrverandi landshöfðingi vor,
hr. Magnús Stephensm, gat þess i ræðu,
er hann fiutti í veizlu þeirri, er honum,
og ráðherranuxn var haidin af nokkrum
Reykjavíkurbúum 1. febr. síðastl., að hann
hefði viljað vera réttlátur og ólúutdrœgurd).
meðan hann var landshöfðingi, þá var,
sem von var, almennt brosað, því að
fæstum mun hafa til hugar komið, að
sjálfsblekkingin gæti náð svo háu stígi.
Engu að síður sýna þó þessi ummæli
það ótvírætt, að jafn vel landshöfðinginn,
hr. Magnús Stephensev, hefir séð, hve
sjálfsögð krafa það er, að stjórnin sé rétt-
lát og óhlutdræg, því að ella myndi hann
eigi hafa látið sér svo annt um, að reyna
að skreyta sig að skilnaði með þeim fjöðr-
unum, sem allir aðrir vissu, að hann
aldrei átti.
í stefnuskrá vor framsóknarflokks-
mannanna er það og tekið skýrt fram,
sem einn þeirra aðal-kosta, er góð stjórn
verði að hafa, að hún sé réttlát og ó-
hlutdræg, og því er ekkert sjálfsagðara,
en að vér gefum því sem nákvæmastar
gætur, hvernig nýja stjórnin fuilnægir
þeirri kröfu vorri.
Enn er að vísu of snemmt, að segja
nokkuð ákveðið um þetta, þar sem stjórn-
in má heita alveg ný sezt á laggirnar;
en þvi miður benda embættaskipanirnar
yfirleitt eigi í þá áttina, að réttlætið og
óhlutdrægnin muni verða leiðarstjarna
hennar.
En þó að byrjunin sé að þessu leyti
allt annað, en glæsileg, og þjóðinni mjög
skaðvæn, svo sem bent var á í 31. nr.
„ÞjóðvÚ, þá er þó eigi loku fyrir það
skotið, að stjórnin kunni að öðru leyti að
sýna réttlæti og óhlutdrægni í gjörðum
sínum.
Embættaskipanirnar geta verið skilj-
anleg afleiðing þess, hve afar-rík sú hugs-
un virðist hafa verið innan „heimastjórn-
arflokksins“, að starf hans hafi verið
þjóðinni S't70 heillavænlegt, að hann væri
fyllstu launa maklegur.
Þessari ríku hugsun, eða beinu kröfu
flokksbræðra sinna, hefir hr. H. Hafstein
eigi séð sér fært, að rísa gegn, og það
því síður sem hann veit sig þurfa á. at-
kvæðum þessara sömu manna að halda á
alþingi, og því ekki gjörlegt, að synja
þeim bitanna.
Býsna óheppilegt er' þetta að vísu,
þvi verður ekki neitað; en þó væri hitt
enn verra, ef sú yrði raunin, að nýja
stjórnin yrði einnig að öðru leyti svo
gjörsamlega í vasa flokksmanna sinna, að
hún yrði að öllu leyti að dansa, sem þeim
sýnist, láta þeim að ósekju haldast uppi
lögleysur, og beita að eins lögunum gegn
þeim, er eigi fylla stjórnarflokkinn.
Yrði þessi raunin á, þá mætti segja,
að voðalegt ástand væri risið upp í land-
inu, og að verri stjórn hefði landið aldrei
átt.
Yonandi þarf þó eigi fyrir slíku ráð
að gera; ráðherranum er óefað annara um
virðingu sína, en svo, að hann láti flokks-
menn sína ginna sig á þá glapstigu, þótt
ýmsir þeirra kynnu að vera nógu ófyrir-
leitnir til þess, að reyna að ginna hann
inn á þá brautina.
Annars er kviði manna í þessum efn-
um því miður eigi að ástæðulausu, þar
sem „heimastjórnarfiokkurinnu hefir á
síðustu þingum sýnt það ærið rækilega,
hve litla virðingu hann hefir fyrir lögum
og rétti, er hagsmunir flokksins eru ann-
ars vegar, sbr. t. d. samþykkt kosningai -
lögleysunnar orðlögðu i Strandasýslu.
Hættast er óefað við því, að stjórnin
verði aðgjörðalítil, ef um lögbrot af hálfu
þeirra flokksmanna hennar væri að ræða,
sem hún á talsvert mikið undir, svo sem
eru þingmenn úr „heimastjórnarliðinu“,
atkvæðamestu atkvæðasmalar flokksins,
og önnur slík mikilmenni(!).
En skyldi sú verða raunin á, að stjórn-
in hafi tilhneigingu í þessa stefnu, og
láti eigi ein lög yfir alla ganga, þá er
vonandi, að almenningsálitið risi svoöfl-
uglega gegn slíku skaðrœðis-háttalagi, að
stjórnin hafi að eins um tvennt, að velja,
verði annaðhvort að breyta þeirri stefnu
sinni. eða þoka úr völdum.
Vér látum ósagt, hvort nýja stjórnin
reynist þessi skaðræðisgripur, sem ýmsir
bera töluverðan kvíðboga fyrir, og telj-
um réttast, að gera henni eigi getsakir
um óréttvísi og hlutdrægni, nema nauð-
syn reki til, enda verður þess naumast
langt að bíða, að þjóðin fái að sjá. hvers
vænta má af stjórninni i þessum efnum,
þar sem nú vill einmitt svo til, að tveir
af flokksbræðrum hennar hafa verið kærð-
ir fyrir lagabrot.
Annar þessara manna er valdsmaður-
inn í Dalasýslu, sem hefir verið marg-
sinnis kærður, út af reikningsfærslu i
Laxárdalsbrúarmálinu, orðaður við fédrátt,
óhlyðni gegn skipunum amtsráðsins o. fl.,
svo að amtsráð Vesturamtsins hefir að
lokum séð sig knúð til þess, að beina
þeirri áskorun til amtmanns, að láta hefja
opinbera rannsókn.
Hinn er Lárus H. Bjarnason, „dánu-
maðurinn“ alkunni í Stykkishólmi, sem
síra Helgi Arnason í Ólafsvík hefir 29.
júní síðastl. kært fyrir brot gegn 131. gr.
hegningarlaganna, er svo segir:
„Ef eœbættismaður kemur til leiðár, álykt-
ar, eða heldur áfram sakamálsrannsókn á móti
manni, sem hann veit, að er sýkn saka, þá
varðar það embættismissi, og fangelsi, ekki
vægara en 3 mánaða einföldu fangelsi, eða
betrunarhússvinnu, ef miklar sakir eru“.
En þessa grein telur sira Helgi Arnason,
að „dánumaður“ hafi brotið með svo lát-
andi bréfi, er „dánumaður“ sendi honuxu
á siðastl. vori:
Snæfells- og Hnappadalssýsla.
Stykkishólmi 13. apríl 1904.
Amtmaðurinn hefir með bréfi, dags. 11. f.
m., beðið mig að tjá hreppsnefndinni, að hann
geti ekki veitt nefndinni umbeðna gjafsókn í
væntanlegu máli móti séra Árna Þórarinssyni
á Rauðamel út af giptingu Magnúsar nokkurs
Eyjólfssonar, fyr en skilríki liggi fyrir um
það, að árangurslaus sáttatilraun hafi farið
fram.
Jafníramt því að skýra yður, hr. oddviti,
frá þessu til birtingar fyrir hreppsnefndinni,
ávíta eg yður hér með harðlega fyrir þá þver-
úð og óhlýðni, sem þér hafið sýnt með því að
bera þessa málaleitun og aðra til beint
undir amtmann fþannig !J, þótt þér hafið verið
margaðvaraður og víttur fyrir slikt áður, enda
verður nú hafin sakamálsrannsókn gegn yður
og nefndinni fyrir athæfið.
Lárus H. Bjarnason.
Til oddvitans í Neshreppi innan Ennis.
:j: *
V.
Að eptirrit þetta sé orð fyrir orð samhljóða
frumritinu, vottast hér með eptir nákvæman
samanburð.
Notarius publicus í Reykjavík 11. mai 1904.
Halhlór Daníelsson
Goldið 12 —
tólf — aurar.
H. D.
I bréfi þessu, sem lýsir „dánumanni“
ágætlega, eins og vér, oglesendur „Þjóðv.“,
könnumst við piltinn frá fornu fari, lýsir
hann því yfir, að hafin verði sakamáls-
rannsókn gegn sira HeJga Arnasyni, og
hreppsnefndinni i Neshreppi innan Enn-
is, út af því að nefndin hafði sent amt-
manni beiðni um gjafsókn í máli einu,
án þess að senda sýslumanni fyrst. erind-
ið, áleiðis til amtmanns(!).
Auðvitað veit „dánumaður“ ofur vel,
að hér er ekki um saknæmt athæfi af
hálfu hreppsnefndarinnar, eða oddvita
hennar, að ræða, þar sem nefndinni var
fyllilega frjálst, að senda gjafsóknarbeiðn-
ina beint til amtmanns, og ályktun hans
um sakamálsrannsókn, virðist því vera
skýlaust, brot gegn ofan nefndri grein
hegningarlaganna.
En hvað gerir nú nýja stjórnin, út af
kærunum gegn Dalavaldsmanni og „dánu-
manni“?
Sýni hún þann kjark, að láta rann-
saka athæfi þessara vina sinna, eins rögg-
samlega og hlutdrægnislaust, eins og aðr-
ir, henni óviðriðnir, ættu hlut að máli,
þá er það þegar góð bending í þá áttina,
að stjórnin vilji reynast réttlát- og óhlut-
dræg.