Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 31.08.1904, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 31.08.1904, Blaðsíða 2
138 Þjó&v^ljikn. XVIII., 35. Grreinin, sem hr. J. 01. minnist á, er nú að vísu nafnlaus, en það er alveg rétt til getið af honum, að vér erum höfund- ur hennar. Ástandið hér á landi var þá býsna líkt því, sem nú er, og þó engu verra. Sama „klíkan', sem enn situr við stýrið — þó að skipt væri um „spaða- gosann“ í síðastl. febr., eins og „Þjóðv.“ að orði kvað — réð þá öilu hér á landi, og lét gæðinga sína sitja fyrir helztu em- bættum, og tignarsætum í þjóðfélagi voru, hvað sem öllum verðleikum, og hæfileikum, leið. Sem sjálfsagða neyðarvöm gegn þessu háttalagi hvöttum vér þá þjóðina til þess, í grein vorri: „Ekki einu sinni í hrepps- nefnd“, að eyða ekki atkvæðum sínum á fylgirakka slikrar stjórnar. Og þessa sömu grein væri engin van- þörf á, að vér prentuðum orðrétt af nýju, því að efni hennar á enn ágætlega við, eins og nú á stendur. En svo beitir hr. J. Ól. þeirri visvit- andi blekking, að láta, sem vér myndum hafa verið „matar-pólitíka ráðherrans fylgjandi, ef vér hefðum verið í valda- flokknum. En allir sjá, að hér er um tvennt al- veg óskylt að ræða, og hafa því örvar hr. J. Ól. farið fjarri marki, svo sem vænta mátti. Það er og víst og satt, að í pólitík- inni fylgjum vér eigi þeirri reglunni, sem stjórninni myndi kærust: „Ef einhver slær þig á hina hægri kinn, þá rétt hon- um hina vinstri“; en „launa“- eða „mat- ar-politik“ valdaflokksins í landinu telj- um vér þjóðinni skaðræði og því sjálf- sagt að gripa til Jeyfilegrar neyðarvarn- ar gegn slíku háttalagi. ísafjörður 26. ág. 1904: „Sama öndvegistiðin, sem hér hefir verið í sumar, helzt enn, og sól og þurrkar öðru hvoru, svo að nýting heyja hefir hvívetna orðið ágæt hór i nærsveitunum. — Barnaveiki hefir aptur komið upp nýlega í einu húsi hér i kaupstaðn- um, og hefir það verið sóttkvíað, og vörður haldinn um það dag og nótt. — Tvö börn eru nú sögð látin úr barnaveiki hjá Þárði bónda Jémssyni á Laugabóli á Langadalsströnd, og þriðja barnið lá þar dauðvona, er síðast fréttist; en heimilið er sóttkvíað, svo að veikin hefir enn ekki breiðzt út, að því er heyrzt hefir. All-góð tiskreita or enn í Djúpinu, einkum á fiskimiðum Bolvíkinga, en megnið af aflanum ísa. — Síldveiði í lagnet hefir síðustu dagana verið öllu tregari, eu lifnar að Hkindum aptur með straumnum. Kosninga-undirbúningurinn hér í kaupstaðn- um er nú í fyrstu byrjun, og héldu þingmanna- efnin, síra Sig. Ste/ánsion og prófastur Þorv. Jmisson, fund með kjósendum 20. þ. m. — Á þeim fundi urðu, meðal annars, töluverðar um- ræður um „undirskriptar-hneixlið11, þ. e. undir- skript danska forsætisráðherrans undir ráðherra- skipunarbréf hr. H. Ha/stein’s, og sýndu þeir síra Sigttrður, og ritstjóri „f)jóðv“.. þar ræki- lega fram á, hvílíkur voði öllu þingræði hér á landi væri búinn, ef það viðgengist, að forsæt- isráðherra Dana, sem er óháður alþingi, réði skipun islenzka sérmálaráðherrans. — Verzlun- arstjóri Jón Laxdal, og „Vestra“-prentarinn, reyndu á hinn bóginn, af veikum burðum, að verja stjómarskrárbrotíð, og þótti takast all-ó- höndulega, sem von var; en próf. Þorv. Jónsson fór undan í flæmingi, þóttist enn eigi hafa í- hugað málið, og kvaðst þó mundu vera með.að mótmæla þessari aðferð, ef hann gæti sannfærzt um, að landinu stæði nokkur voði af. — En fyrsta skilyrði þess, að maðurinn láti sannfær- ast, er vitanlega það, að hann vilji sannfærast láta, og á því leikur allur vafinn“. »......; "1 u1' i"' 1> Strokinn póstiifgreiðsluinaÖur. Póstafgreiðslumaðurinn í Seyðisfjarðarkaupstað, hr. Jónas Stephmsen, er nýlega strokinn af landi brott. Jafnframt honum er og horfið talsvert á annað þúsund króna, er hann hafði í vörzlum sínum, sem póstafgreiðslumaður, hvort sem hann nú kann eð hafa tekið þetta fé með sér til far- arinnar, eða sólundað því á annan hátt. Mælt er, að póstsjóður bíði þó eigi fjártjón, þar sem skaðinn skelli á einstökum mönnum í Seyðisfjarðarkaupstað, er voru í ábyrgð fyrir póstafgreiðslumanninn gagnvart póstsjóðinum. Eins og ýmsa mun reka minni til, var „Þjóðv.“ eina blaðið, er vítti það, sem maklegt var, er landshöfðingi M. Stephensm. veitti þessum frænda sínum, alþekktum óreglu- og óreiðumanni, póst- afgreiðslumanns-sýslanina á Seiðisfirði, enda þótt ýmsir nýtir menn hefðu um hana sótt. Þarna sjást nú ávextirnir. „Bindindisfélag Mýralircpps“. Það er bréfkaflinn úr Dýrafirði í 21. blaði „Þjóðviljans“ þ. á., sem kemur mér til að skrifa þessar línur. Höf. getur þess, að framfarafyrirtæki eða nokkra hreifingu m«ð lífi og þrótt, sé ekki að nefna á nafn, heidur virðist tómlæti hinnar yngri kynslóðar, í verknaði og iðni, fara í vöxt, og vill hann eigna það dansleikjum og slíkum sam- ! fundum, sem tíðkaðir hafi verið hér, einkum á siðasta vetri. Þó hér sé ógreínilega og villandi sagt frá, I þá getur engum kunnugum blandast hugur um, i að það er Bindindisfélag Mýrahrepps, sem á \ þessa rúsínu, því „samfundir“ síðastl. vetur \ voru mestir af þess hálfu, þó einnig nokkrir af ; tempiarastúku og söngfélagi Þingeyringa. en ' við það getur bréfritarinn alls ekki átt. Bindindisfélagið er í tveimur deildum, til sam- ans með 80—90 meðlimum. AIIs hélt það í vet- ur. í báðum deildunum, 10—12 fundi, og var leitast við að hafa þá svo lifgandi, vekjandi og uppbyggilega sem kostur var á. í því skyni voru á fundunum valin umræðuefni, sem snertu hag og framtíð sveitarinnar, s. s. — auk bind- indismálefnisins og annara þeirra tnála er beint snertu félagið. — um lestrarfélag, kaupfélags- skap, söng, sund, glímur, skíða og skautaferðir, tóbaksnautn og um menningarstig Dýrfirðinga. Það má að vísu segja, að af þessum samræðum hafi ekki orðið mikill sýnilegur ávöxtur, en hugs- anirnar og orðin liggja þó fyrst til alls, og ekki er fyrir að synja, að þær kunni einhversstaðar að hafa skilið eptir frækorn, sem síðar komi í ljós. Þess konar umræður munu þó optast spor í áttina til að vekja umhugsun og starfsemis- löngun, einkum hinnar yngri kynslóðar. Á sum- um fundunum æfðu piltarnir dálítið bænda- glímur, stöku sinnum skemmtu menn sér með söng, og síðast en ekki sízt að tolja, 3 mjög fróðlegir fyrirlestrar voru haldnir, 2 af hinum alkunna fræðimanni Sighvati Borgtirðing og 1 af héraðslækni Andrési Féldsted. Og vorkunar- laust var bréíritaranum að muna eptir þeim, því það er trúa mín, að öðrum hafi eigi verið um þá kunnugra. „Yar þá ekkert dansað?“ munu menn spyrja. — Jú. — Á þremur eða fjórum fundum var þeim, sem vildu, ekki meinað að fara í snún- ing, og fiðlurunum ekki að snerta strengina, stutta stund í einu, til þess ögn að örfa blóð- ráslna eptir kyrseturnar. En á flestum fund- unum var ekkert dansað, og á engum þeirra var dansinn aðalatriðið. Sé þessi frásögn mín ekki rétt, vona eg að hinn beiðraði bréfritari láti mig vita. Eg er honum annars fylliiega samdóma, að þvi leiti að danainn út af fyrir sig sé lítt til uppbyggingar, jafnvel í mörgum tilfellura þvert á móti. Einn kost hefir hann þó í reyndinni, þann, að hann skemmtir; það er bersýnilegt af því hve vel menn una honum, um allt land, í skemmtisamkvæmum. Og meðan svo er, séjeg ekki ástæðu til fyrir einstök sveitafélög, eða presta og hreppsnefndir, eins og bréfritarinn minnist á, að leggja sig i líma til að útiloka hann alveg, þegar menn bittast sér til gagns og gamans. Margt virðist liggja þeim nær. Eg heyri suma segja, að það sé ekki þess vert að skipta sér af því, þó fréttapistlar í blöð- unum skýri ekki allskostar rétt frá því, sem gjörist út um landið. En eg lít á það á allt I annan veg. Kunnugleiki milli fjarlægra sveita byggist mi mjög mikið á fréttapistlum blaðanna, og það er illa gjört af hverjum fréttaritara sem er að skýra villandi eða rangt frá ástandi og viðburðum sveitar sinnar, og þannig opt blekkja hana í augum ókunnugra; og það er líka illa gjört af hverjum, sem sér og heyrir, að slíkt á sér stað um sveit hans, og hefir þó ekki löng- un til að leiðrétta það. Og eg vil að síðustu mælast til þess við þennan heiðraða bréfritara, að hann dragi okkur sveit-unga sína ekki meira niður í duptið, en við eigum skilið, og honum er það raunar sízt ætlandi, því kunnugir munu vita, að hann, á sinn hátt, er einn af mikilhæf- ustu mönnum þessarar sveitar. En með þeim ókosti er hann að likindum fæddur að vera oin- stöku sinnum nokkuð litblindur á hlutina. Þessum línum vil eg biðja háttvirtan rit- stjóra „Þjóðviljans11, að I já rúm í heiðruðu blaði sínu. Núpi í Dýraf. 6. ág. 1904. Kr. Ouðlaugsson. Úr Súgandalii'ði (Vestur-Ísafjarðíu'sýslu; er „Þjóðv.“ ritað 26. júli síðastl.: „Aflabrögð voru hér fremur litil siðastl. vor, og varð hæðst- ur afli úr 20 tn., en steinbitsaflinn á hinn bóg- inn með mesta móti, enda voru send héðan nær 2 þús. stykki með síðustu ferð „Skálholts“ suður, og hafði þó mikið verið sent áður, og í þessari ferð skipsins fer talsvert norður“. Dýrafirði 12. ágúst 1904. Það eru fáar fréttir héðan um þessar mundir, nema tíðarfar hagstætt, hvað heyskap snertir. Meðan túnannir stóðu yfir, voru að visu stund- um vætukaflar, en þess á milli þurrir dagar, svo menn hafa náð inn töðu sinni greiðlega. Gras- spretta á túnum og nýting mun því mega telj- ast í betra meðallagi. Heilsufar fólks hefir til þessa verið all gott, og fyrir árvekni og dugnað þeirra, sem mest og bezt hafa að því stutt, —- sem maklega má minnast með þakklæti, — hefir vesturhluti Isafjarðarsýslu eun verið mislinga- laus, þó rétt nýlega hafi heyrst, að mislinga veik- ur maður hafi verið lagður á land í Haukadal, af íiskiskipi frá ísafirði, enn um það verður ekkert sagt að svo komnu, þar hefur verið sótt- kvíað, og menn vita ekki til að sóttin hafi enn breiðst út. Oskandi að henni verði aptrað. Það má því segja, að til þessa hafi öllum vegnað hér vel, eptir því sem kringumstæður héraðs þessa eru yfir leitt, en samt höfum vór orðið fyrir á- falli á sinn hátt, því íegursti fifillinn úr blómreit Mýrahrepps er farinn, ekki i'yrir dauðans bitru sigð, — som betur fer, — heldur fyrir byltinga straum timans, sem heíur fært hann frá oss, ept- ir 17 ára veru meðal vor, sóknarprestur okkar síra Þórður Ólafsson hefur flutt héðan á næst- liðnu vori til annars prestakalls, og sveitarfélag þetta má minnast hans lengi með þakklæti og virðingu. Hann kom bingað haustið 1887, mjög efnalítill maður, en með frábærum dugnaði hefur honum gengið hér fremur vel, enda munu þess færri dæmi, að prestar gangi jafn ósleitulega fram til allra starfa sem hann. Hann hefur sjálf- ur staðið við oríið á sumrum og gengið að hverju verki dags daglega sem óbreyttur alþýðumaður. Hann hefur sótt sjó, þegar nokkur tök hafa ver- ið og sjálfur verið formaður á skipi sínu, og þrátt

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.