Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 31.08.1904, Page 3

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 31.08.1904, Page 3
XVII. , 35. Þjó«vir,jiNfí 139 fyrir þetta hefir hann stundað embætti sitt með frábærri árvekni og aldrei látið það neins í missa. Auk alls þessa, hefir hann jafnan stað- ið i fylkingarbroddi í öllum sveitarmálum og um mörg ár verið i hreppsnefnd, og haft mikil og góð afskipti af héraðs- og landsmálum yfir höfuð, enda hefur mátt telja hann skörung til allrar andlegrar og líkamlegrar vinnu, sem hann hefur gengið að. Það er ánægjulegt að geta gef- ið yfirboðurum sinum slíkan vitnisburð, og þvi ánægjulegra þegar hann verður rökstuddur með einróma aðkvæði allra sem til þekkja, en enginn maður má taka það svo, að aldrei hafi orðið meiningamunur milli hans og nokkurs manns, þvi einmitt milli hans og þess sem þetta ritar, voru ólikar skoðanir um eitt skeið á einu atriði, sem miklu varðaði, en þegar báðir hlutaðeigend- ur láta sannleikann sannfæra sig, þá er aldrei að óttast að stundar skoðun geti haft nein spill- andi áhrif á samvinnu og vináttu slíkra ágætis- manna sem sira Þórður er alþekktur að, og er ljúft að minnast þess þegar menn skilja. Þess má og geta, að á síðastliðnu ári flutti héðan úr Dýrafirði annar prestur, sem sannarlega var ept- ir sjá að, prúðmennið síra Kristinn Danielsson. Hann var og er sönn fyrirmynd þess, hvernig prestar eiga að vera í öllu dagfari sínu og fram- komu. 17. júli þ. á. andaðist að Árnarnesi í Dýra- firði Kristján Jónssmi, fæddur í Alviðru 25. des- ember 1837. Foreldrar hans voru Jón bóndi Magnússon i Alviðru, og kona hans Borgný dótt- ir Guðmundar eldra Hákonarsonar á Brekku á Ingjaldssandi, íbróður Brynjólfs hreppstjóra, föð- ur Guðmundar dannebrogsmanns á Mýrum). Kristján ólst upp í Alviðru og ól þar allan ald- ur sinn að frá teknum 3 árum, en var fluttur þaðan fyrir fáum vikum, mjög veikur, áður en hann dó, hann bjó i Alviðru 34 ár, en var 36 ár í hjónabandi með konu sinni Vigdísi Teitsdóttur, -sem hann missti 4. júni 1900, af 6 börnum þeirra hjóna, eru á lifi: 1 sonur giftur, og 3 dætur, ein þeirra gift. Kristján var starfsmaður mikill, verkhygginn og hagvirkur, og þrifamaður i bú- i 1 i" 1 — 1 'i'——...... skap sínum, og að mörgu leiti vel gerðurmaður í stöðu sinni. Mannalát. 24. júní f. á (1908) andaðist að Hamri á Langadalsströnd í Isafjarðarsýslu ekkj- an Kristbjörg Friðriksdöttir, 78 ára að aldri. — Hún var fædd í Hörgshlíð í Mjóafirði, og voru foreldrar hennar Frið- rik Bjarnason, bóndi í Hörgshlið, og kona hans, Rannveig Jónsdóttir, sýslumanns Amórssonar yngra. — ólst hún upp i foreldrahúsum, unz hún, 19 ára að aldri, fluttist til dbr.manns öísla Bjarnasonar á Armúla, og giptist þar Jóni Bjarnasyni, bróður Gísla dbr.manns. — Frá Ármúla fluttust þau að Laugalandi, og byrjuðu þar búskap, og þar missti hún mann sinn, eptii tveggja ára sambúð. — Þau eign- uðust eitt bam, Rannveigu Jónsdóttur, nú búandi á Hamri á Langadalsströnd, er fyrst giptist Jens Einarssyni, bónda á Hamri, og eptir lát hans Halldóri Pálma- syni, sem einnig er dáinn. Eptir lát manns síns bjó Kristbjörg sáluga skamma hríð að Laugalandi, og fluttist þaðan að Hallsstöðum á Langa- dalsströnd, og giptist þar nokkmm árum síðar Magnúsi Bjömssyni, Bjömssonar í Bemfirði í Reykhólasveit, og fluttust þau þá að Berufirði, og voru þar tvö ár, sem vinnuhjú, hjá foreldrum Magnúsar, en fluttust síðan að Hofsstöðum í Þorska- firði, og bjuggu þar i 40 ár. Þeim Kristbjörgu og Magnúsi varð alls þriggja barna auðið, og vom þau: Bjöm eldri, er varð úti á Þorskafjarðar- heiði, Bjöm yngri, er dó á bernskuskeiði, og Margrét, sem nú dvelur í Ameríku, og gipt er Sumarliða Kristjánssyni frá Barmi í Reykhólasveit. Magnús Björnsson var að ýmsu leyti dugnaðar- og merkis-bóndi, og bjuggu þau hjónin á Hofsstöðum við all-góð efni, og áttu part í jörðinni, og hélt Krist- björg sáluga þar áfram búi í tvö ár, ept- ir lát manns síns (f 1898), en fluttist síðan að Hamri, til Rannveigar dóttur sinnar, og dvaldi hjá henni, unz dauð- inn kvaddi hana frá heimi þessum, sem fyr segir. Meðan Kristbjörg sáluga dvaldi á Halls- stöðum, eptir lát fyrri manns síns, eign- aðist hún launson með Sigurði Þorsteins- syni, er síðar var bóndi að Strandseljum, og á Hjöllum, í Ogurhreppi, og hlaut sá sveinn nafnið Jón Guðmundur, og er nú bóndi að Breiðabóli í Ytri-Skálavik, kvæntur Kristínu Jensdóttur, systur Sveins Jenssonar, húseiganda og útvegs- manns á Isafirði, og er Jón Guðmundur því samfeðra hálf-bróðir fyrrum hrepp- stjóra Hávarðar Sigurðssonar á Gmndar- hóli i Bolungarvík. Kristbjörg sáluga var einstök atorku- og myndar-kona, er stóð vei i stöðu sinui, og gat sér bezta orð allra, er henni kynntust. — Hún var kona hjartagóð, og góðgjörðasöm, er ekkert gat aumt séð, án þess að vilja líkna og hjálpa, að því er nákunnugur maður hefir frá skýrt. Islenzku blöðin í Yesturheimi, „Lög- 144 „Hvað er að, Drage?“ mælti hann forvitnislega. „Hafið þér uppgötvað nokkuð?“ „Já að visu, og það eigi þýðingarlitiðu. Hafið þér komizt eptir því, hver myrt hefir veslings irænda minn?“ „Reyndar ekki enn“, svaraði Drage, „en jeg heh sterkan grun á því, að mér takist bráðlega að ná i söku- dólginnu. „Hver er það?u spurði William ákaft. „Það segi jeg ekki, sem stendur“, svaraði Drage. „Yður er óhætt að trúa mérfyrir þvíu, mælti Wiili- am hálf-grainur. „Hver veit, nema eg geti eitthvað að- stoðað yður?“ „Ætlið þér að gjöra það, ef eg segi yður allt, sem eg veit?“ Kynsam varð hálf-hikandi, því að ekki féll honum starfinn mjög vel. „Jeg hirði eigi um þann starfau, mælti hann að lokum. „Það er ekkert fýsilegt, að eiga að eltast við náungannu. „Hvað er að því, þegar náunginn hefir gjörzt sekur í morði? Auk þess beiðist eg eigi aðstoðar yðar til annars, en að finna vopnið, sem morðið hefir verið fram- ið meðu. „Jeg hefi ekkert á móti þvíu, svaraði Kynsam. „Segið mér því, hvað um er að vera, og skal eg þá liðsinna yður, sem mór er auðið“. Með þessum ummælum rétti William honum hönd sina, en Drage varð þá kafrjóður í andliti, og tók ekki á hönd honum. „Nei, hr. Kynsaro' Mér sæmir eigi að taka i hönd yðar. 141 „Geotfrey Roehe er eigi í Landy Court“, svaraði frú Westcote óttaslegin. „Ekki núna! En hann hefir verið hér, og skilst mór nú, hvernig Piers lávarði hefir eyðzt fé, og hvernig á því stóð, að hann dó skuldum vafinnu. „Yður skjátlast — yður skjátlast“, mælti frú West- cote, og sló saman höndunum. „Nei, mér skjátlast ekki, ungfrú Clara Vaux; mér skjátlast ekki, frú Geotfrey Roche; mér skátlast ekki, frú Westcote. Geoflrey Roche er sami maðurinn, sem öðl- ingurinn Píers lávarður, þrælmennið í Lundúnum. Hann sóaði fé sínu fýrir yður, og þegar hann gat ekki sóað meiru, gerði hann yður að ráðskonu sinni á Landy Court. Er þetta ekki satt?“ „Jeg svara yður ekkiu. „Jég skipa yður að svara“. „En jeg neita þvi“. „Segið mér þá að minnsta kosti, hvort þór eigið «nn rýtinginn, er Beldon lávarður myrti sig meðu. „RýtinginnP stamaði hún, og leit undanu. „Já! rýtinginn, sem var skreyttur gimsteinum, og eem ef til vill á eptir að koma fram i nýju glæpamáliu. „Jeg hefi hann ekki, og hefi aldrei séð hann síðan*. „Má vera. En kynlegt þykir mór það þó, að sárið á brjósti Beldon’s lávarðar skyldi vera þríhyrnt, eins og sárið á brjósti Píers lávarðar“. „Rýtingurinnu, mælti Drage enn fremur, mjög á- stúðlega, „var svo í lögun, að sárið hlaut að verða þrí- hyrnt, og hann var yðar eign. — Þér voruð í húsinu i Regent-flkemmtigarðinum, er Beldon dó — og sömuleiðis

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.