Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 07.09.1904, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 07.09.1904, Blaðsíða 1
Verð árganqsins (minnst 52 arkir) 3 kr. 50 aur.; erlendis 4 kr. 50 aur., og í Ameríku doll.: 1.50. Borgist fyrir júnímán- aiarlok. ÞJÓÐVILJINN. —~ |= Átjándi ákgangub. =1 _—— RITSTJÓRI: SKÚLI THORODDSEN. =l)»o«g-— M 36. Bbssastöðum, 7. SEPT. Uppsogn skrifleg, ógild nema komin sé til útgef- anda fyrir 30. dag júní- mánaðar, og kaupandi samhliða uppsögnmni borgi skuld sína fyrir blaðið. 19 0 4. Þingmálafundur Reykvíkinga. í'Frá fregnri'tara „Þjóðv." í Rv.) ÞmgmaDnsefni Reykvíkinga boðuðu til kjósendafundar laugardagskvöldið 27. f. m. til þess að skýra frá skoðunum sín- um um landsmál, heyra óskir og vilja borgaranna og svara fyrirspurnum þeirra. Fundurinnhófst kl.9 í Iðnaðarmannahús- inu. Þyrptist. þangað múgur og margmenni svo að húsið varð fullskipað á fám mín- útum. Fundarstjóri var Haraldur Nielsson. Guðmandur Björnsson læknir tók fyrst til máls. Hann kvaðst ekki hafa fengizt við þingmál til þessa, en bjóst nú við að borgararnir myndu veita honum þá virðingu að leyfa honum að tala þeirra máli í þingsalnum. Því næst sneri hann sér að landsréttindamálinu. Hann kvaðst ekkert fást. um undirskriptarmálið, lét sig engu varða þótt forsætisráðherrann danski skipaði ráðherra vorn, sem hvern dansk- an ráðberra; hann myndi því fylgja stjórninni að málura, enda hefði hún alls ekkert til saka unnið enn þá. Hann kvaðst ekki telja sig í neinum ákveðn- um flokk að öðru leyti, en eitt kvaðst hann vera og ætla að verða gegnum þykkt ogþunnt: rþingrœðismaðnru. —- „eg er þingræðismaður, kæru borgarar“; — kallaði hann stjóinarbótina „frelsiskjör- grip“ og var harðánægður með meðferð Hannesar Hafsteins á þessum kjörgrip. — I seinni ræðum sínum vildi hann helzt ekkert minnastá undirskriptarmálið, þótt hann vekti fyrst umræður um það sjálf- ur, — sagði þá, að hitt hefði verið spor í sjálfstæðisátt, að fá ráðherrann skipaðan samkvæmt stjórnarskránni, en þjóð vorri iægju önnur annvirki nær garði, en að eyða tíma í það að hugsa um réttindi sín. Einar 80 þúsundir hefðu ekki ráð á sliku; það hefði verið sök sér ef þjóðin væri tín sinnum fjöimennari. Jón Jensson sagði að keppinautur sinn hefði haft ýms fögur orð um það, að hann væri þingræðismaður og kvað það gleðja sig, þvi sjalfur vildi hann einnig vera þingræðismaður. — En því miður hefði hr. G. B. sagt fleira,'sem sýndi berloga, að hann væri ekki það, sem hann segðist vera. — „Eg viðurkenni ekki“, sagði J. J. „að ráðherrann hafi verið skipaður samkvæmt þingræðisreglunni. Til þess þyrfti hann að vera í samræmi við meiri hluta þings- ins í aðalmáli þess, freisismáli þjóðarinn- ar, landsréttindamálinu. En þegar hon- um bauðst ráðherrastaðan hljóp hann ein- mitt frá stefnu þingsins, er það allt og hann sjalfur hafði talið lífsnauðsynlega til þess að landsréttindunum væri borgið. Hann tók á móti skipun sem danskt stjórnarvald, þvert. ofan í kröfu og tilætl- rrn þingsins. Þá var hann ekki lengur i samræmi við þingið, — ekki við eitt einasta atkvæði þar. Hann var í gagn- stæði við allt þingið. Eg neita því, að ráðh. hafi verið skipaður samkvæmt þing- ræðisreglunni“. Hann kvaðst vilja að þingið héldi staðfastlega fram rétti sínum í þessu á- greiningsmáli, sem það stóð svo fast á i fyrra. -- Hér yrði vilji þingsins að ráða meira heldur en ráðberrans. Hann furð- aði sig á að Gf. B. þættist vera þingræð- ismaður, en gerði sig þó ánægðan með það, að ráðherrann væri í andstæði við allt þirgið. Það væri þó ekki nóg, að þingræðisráðherra hefði einhverntíma lýst sig samdóma þinginu. Hann yrði að vera, það einmitt þegar hann gerðist ráð- herra. Óskaði hann að G. B. vildi sýna betur fram á, að hann væri þingræðis- maður meira en að nafninu tij. Ekki þótti Jóni Jenssyni það horfa til mikilJa bjargráða um atvinnumál vor, þótt vér létum ganga á rétt vorn og skeyttum ekki um sjálfstæðið. Ekki yrð- um vér fleiri og voldugri fyrir það. „Fá- tækur maður, sem heJdur fram virðingu sinni og sjálfstæði, verður fyrir það meiri maður og virðingarverðari en hinn ríki, er skríður fyrir öðrum. Þær þjóðir, sem sárt er um frelsi og sjálfstæði hafa held- ur ekki verið eptirbátar annara í hvers konar framfaramálum öðrum“. Yérþyrft- um því ekki og ættum ekki aðkæfanið- ur frelsistilfinningu og réttarmeðvitund þjóðarinnar, með því að segja henni að hún stæði henni fyrir þrifum. Þvert. á móti: Af því að vér værum fátækir og fámennir þá hefðum vér ekki ráð á því að verða Jíka vesalmenni og aumingjar og skríða fyrir öðrum. Erindi sitt á þing sagði liann það, að reyna að halda uppi landsréttindum vor- um gegn ágangi danskra stjórnarvalda, j og stuðla að því, að fyrirvari alþingis yrði tekinn til greina. En eigi siður myndi hann Játa sér annt um at.vinnu- mál og framfaramál bæjarins og Jandsins, eins og hann helði gert áður á þingi. Úr kjósendaflokki töluðu þeir um landsréttindamálið Einar Benediktsson, Jón Ólafsson og Bjarni Jónsson frá Yogi. Varð þar snörp viðureign en ekki löng, þvi að þeim Jóni Jenssyni, Einari og Bjarna varð Jítið fyrir að kveða þá „kaupa- manninn“ og riddarann í kútinn eins og við var að bfiast. Jbn Ólafsson talaði langt mál til þess að villa réttan málstað og verja yfirgang Danastjórnar og léttúð H. H. og heyrðist mönnum margt af því gamlar klausurúr „B.eykjavik“, enda hafði Jón einhverjar blaðarytjur í höndunum, sem hann var að rýna í annað veifið. Hann sagði að H. H. væri ekkium að kenna undirskript- ina, því að hann hefði verið úti á hafi þegar skipunin fór fram. Forsætisráð- herrann bæri því alla ábyrgð á henni. Báðlierra Islands hefði verið skipaður svona í 30 ár(!!) (Aumingja manninn minnti, að ísland hefði haft sérstakan ráðherra síðan 1874). Það væri ekki að áfella H. H. fyrir þetta, því enginn vissi nema honum hefði þót.t leiðinlegt að vera útnefndur svona. En hér væri ekkert við að gera. Ef H. H. hefði neitað, þá hefði mátt fá einhvern af þeim 80000 Islendingum, sem mynduðu þetta þjóð- félag — eða að þeim frágengnum í öllu falli einhvern dansJcan tnann. Hér væri því alit með felldu. Einar Benedihisson svaraði því, að lengi mætti fá óvandaðamenn til að gera það, sem rangt væri. En þá þótti hon- um mí fara að verða lítiðúr þingræðinu, ef ekkert mætti saka ráðherra fyrir nema það, er vissa væri fyrir að enginn mað- ur í föðurlandi Jóns Ólafssonar yrði keyptur til að gjöra. — Hann skoraði á kjósendur að neyta nú frjálsræðis síns, er þeir fengi nú í fyrsta skipti að fullu. Nú þyrfti enginn að óttast peningavald eða embættisvald. Nú gæti enginn banka- stjóri ógnað jþeim með reidda svipuna. Nú gæti enginn valdsmaður horft atkvæð- in út úr kjósendum eða ögrað þeim með sakamálsrannsóknum til að kjósa sig. — Guðmundur Bjömsson sagði þá að rét.t- ast væri að iáta Einar Benediktsson út af fundinum, af því að hann gæfi í skyn, að Beykvíkingar hefðu verið háðir og ó- frjálsir við kosningar að undanförnu. — Einar kvað Guðmund þá eiga erindi á þing, því að það myndi verða hans fyrsta verk að reka alla þingmenn út úr salnum fyrir það vantraust, er þeir hefðu sýnt þjóðinni, er þeir gáfu út lögin um leyni- legar kosningar. Þá setti niður i riddaranum. E. B. sagði að Færeyingar ættu hlut- deild i þingræði, sem danskir þegnar, bótt þeir hefðu engin sérstök landsréttindi. Þetta gat J. Ó. ómögulega skilið og varð sér til athlægis. Bæðumenn þessir, sem nú voru nefnd- ir, töluðu nokkrum sinnum. Yar ger langmestur rómur að máli þeirra Jóns Jen9sonar og Einars Benediktssonar. Tal- aði Einar af hinni mestu snild og jrfir- burðum og var það einróma mál allra á- lieyranda, að aumri útreið hefði fáir far- ið á fundi en þeir Jón Ól. og Guðmund- ur læknir, enda setti svo niður í báðum að þeir steinþögnuðu. Eitt lítið atvik vakti talsverða eptir- tekt. Nokkru eptir að E. B. hafði flutt síðustu ræðu sina, þá gekk hann af fundi.

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.