Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 07.09.1904, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 07.09.1904, Blaðsíða 2
Þjúö VILJINN ■ L4‘J Tryggvi Gí-unnarsson laut þá að Jóni Öl- afssyni bekkjanaut sínum og vini og hvíslaði einhverju að honum. Rétt á eptir biður Jón Ól. urn orðið og er skrif- aður á listan. En svo dróst lítið eitt að hann kærnist að, því að aðrir voru að tala. I því kemur Einar aptur inn í hós- ið, en er Jón verður þess var, þá stryk- ar hann nafn sitt aptur út af listanum. Hann treysti sér betur að fást við Einar, ef hann væri fjarverandi, kappinn! Nú var tekið að leggja fyrirspurnir fyrir þingmannsefnin. B. H. Bjarnason kaupmaður spurði, hvort þm.efnin vildu stuðla að því að fréttaþráðurinn verði lagður til Suður- landsins, þrátt fyrir 300 þúsund kr. tillag til landsíma hér, — að stofnað verði í Reykjavík tollfrjáls vörugeymsluhús — og að verzlunar og siglingalöggjöf lands- ins verði tekiu til rækilegrar endurskoð- unar. Jón Jensson vildi skilyrðislaust fá sæsímann til Suðurlands og hét einnig að fylgja hinu tvennu. — Gr. B. kvaðst ekki sjá ástæðu til að amast við því að síminn kæmi á land eystra, ef full trygg- ing væri fyrir því, að öruggt samband fengist þaðan landveg til höfuðstaðarins. Sagði hann óhugsandi, að ekki mætti hafa hér landsíma, sem í öðrum löndum. Hinu svaraði hann játandi. Bj'órn Jönsson ritstjóri vildi heyra hvernig þeir hugsuðu sér að rétta hinn geysilega tekjuhalla landssjóðs frá síðasta þingi. G. B. hafði ekkert hugsað um þetta atriði og var með öllu óviðbúinn; færðist hann því undan að svara fyrri, þótt hann hefði hingað til jafnan talað fyr. En úr þessu fór hann í kjöifar Jóns Jenssonar og studdist við bans svör. — Jón Jens- son svaraði þvi, að hann vildi aðhyllast sparnaðarstefnu í fjármáium og skýrði vel skoðun sína um það efni. —G. B kvaðst vera á sama máli, en vildi þó fá nýja tolla, helzt á útlendri álnavöru. Pórður Tlioroddsen (stórtemplar) spurði, hvort þm.efnin vildu styðja að því að lögleitt yrði aðflutningsbann á áfengi, láta frv. um það koma fram á næsta þingi og flytja það. Jón Jensson kvaðst mundu verða með- flytjaudi að slíku frv. en var á móti hækkun á víntolli og vínsölubanni. - - Gr. B. vildi helzt vinsölubann fyrst, eða þá aðflutningsbann, ef það sýndi sig við næstu kosningar eptir 5 ár að þjóðin vildi það. — En þegar kjósendum líkaði ekki þetta, þá fór hann að grauta í loforðum sínum og varð á endanum á sama máli og Jón Jensson. Hannes Hafiiðason skipstjóri vildi að kjördagur yrði færðui í kaupstöðum til 10. okt, til þess að sjómenn gæti notið réttar síns. Vildi fá vita á Vestmanna- eyjar og aukna strandgæzlu. Jón Jensson var með færslu kjördags til 10. okt. í kaupstöðum, en framboð skyldu þó gerð jafnsnemma og nú — Gr. B. vildi láta færa kjörtímann um mánuð um allt land — Var þar með auðséð, að hann hafði ekkert veður af þvi, hvers- vegna Norðlendingar og Austfirðingar vildu liafa kjördag fyrir miðjan sept. og sýndi það með öðru ókunnugleik hans á ástæðunum fyrir þessari lagagrein. — J. J. vildi leggja fé til vita og kvað oss eiga fulla heimtingu á nægilegri strand- gæzlu frá Dana hálfu. Gr. B. var sam- þykkur. Þorv. Þorvarðsson vildi láta gera gang- skör að því, að alþýðu manna gæti liðið sem bezt á elliárum. Vildi til þess styrk úr landssjóði. — J. J. var hlynntur þeirri hugruynd og vildi veita fé til eflingar sjúkrasjóðum. — GL. B. vildi láta alla hafa eptirlaun. Fundinum sleit um miðnætti. Jókst stórum fylgi Jóns Jenssonar á þessum fundi, en fylgi Gr. B. fór að sama skapi þverrandi, því að mönnum gast illa að hverflyndi hans og hálfyrðum, er fram kom í flestum málum. „Gjallarhorns“-gopkúlan. Það er alkunnugt, og margreynt, að þar sem stjórnin er ill, og órettlát, þýtur brátt upp ýmis konar illgresi — ýmis konar óþokkaskapur, og varmennska —, eins og gorkúlur á gömlum haug. Til þess að halda sér í valdasessinum, j þarf slík stjórn á ýmsum bprúttnum fylgi- fiskum að halda, er hún geti beitt fyrir sig, til þess að bfrusgja, og rasgja, andstœð- inga sína, því að á róginum byggist ein- \ att öll tilveruvonin hennar, þar sem eig- ] in verðleikar hennar eru eigi þess eðlis, að þeir geti aflað henni fylgis. Því miður er og sjaldan neinn iiörg- ull á slíkum piltum, er fegnir vilja leieja sig þeim, er völdin hafa, og látanotasig til hvers konar varmennsku og óþokka- skapar, í von um, að hljóta þá, fyr eða síðar, í soltin gin sín, einhverja mola af borðum valdhafanna. Hér á landi mun engum hafa dulizt það, að á siðari árum hefir gorkúlum þessnm farið óðum fjölgandi, og sJœm l/end- ing er það óneitanlega, hvað sem öðru líður, að síðan ngja stjórnin settist á Jagg- irnar t retur, virðist vera hJaupinn nJlra mesti ofvöxtur í ýmishonar iUgresi, er vef- ur sig æ fastar og fastar utan um hana, unz það að líkindum — kyrkir hana að lokum. Ein af þessurn óþverra-gorkúJum á mykjuhaugi íslenzka þjóðh'fsins, er búð- arsláninn’ Jón Stefánsson, sem verið hefir við verzlun Havsteen’s konsúls á Oddeyri, þess hefðarmanns, og látinn er gefa út blaðið „Grjallarhorn11. Hann er alveg óþreytandi, að því er þá þokka iðju(!) snertir, að reyna að rægja og liælbíta ýmsa beztu menn landsins, t. d. PáJ Breim amtmann, héraðslækni Guð- mund Hannesson, Stefán kennara Stefáns- son, og yfir höfuð alla, sem ekki eru já- bræður ráðherrans, eða hann hyggur hon- um eitthváð vera í nöp við, jafn framt því er honum ekki verður meira fyrir N V ílf., 36. því, að reyna að umhverfa réttn máli, til að blekkja þjóðina, en að drelcka 'blá- vatn. Allar aðfinnslur |við stjórnina telur hann sprottnar af rmannvonzku“, „hatriu og „fúlmennskuu, kallar þær „ástæðulaus brígslyrðiu, „heimskulega ofsóknu, ..þ}Tð- ingarlausa delluu o. s. frv. o. s. frv. Röksemdaleiðslu forðast hann alveg, sem eldinn heitan, og í stuttu máli er blaðamennska hans því líkust, sem hún væri Jclunnaleg stæJing, eða lakleg útgáfa ýmsra allra verstu sorpgreinanna, er birzt hafa í „Þjóðólfi“, og er þá mikið sagt; en sá er þó munurinn, að þar sem blyggð- unarsemi „ÞjóðÓlfsu-mannsins er þó enn svo mikil, að hann lætur slíkar greinar optast birtast undir einhverju dularnafni, þá birtast þær sem ritstjórnargrejnar í „Gjallarhorniu, því að þar er’allri blyggð- unarsemi algjörlega kastað fyrir borð. Um undirskript danska forsætisráð- herrans undir skipunarbréf ísl. sérmála- ráðherrans, sem „Þjóðv.“, og fleiri blöð, hafa með skýrum og óhrekjandi rökum sýnt fram á, hve háskaleg er þjóðfélagi voru — þar sem eigi verður um þing- ræði talað hér á landi, ef það við gengst, að danskur ráðherra, óháður alþingi, ræð- ur því, hver sérmálaráðherra vor er — segir búðarsláninn í „Grjallarhorniu, að hún hafi „ekki minnstu þýðingu" — það er öll rökfærslan hjá gorkúlunni í „Grjall- arhorni“ —, og þá er svo sem sjálfsagt, að þjóðin trúi, enda þótt hver maður geti reyndar gizkað á, að ekki verði við því búist, að þessi lítt menntaði búðardreng- ur hafi meira vit á þessu, en kötturinn á himintunglanna gangi. En svo er ósvífnin og frekjan hjá þessum lceypta leigusnáða stjórnarinnar á háu stígi, að í hvert skipti sem hann ber strákskap og óþokkahætti sjálfs sín vitni í „Gjalíarhorniu, þykist hann jafn- an t.ala þar í þjóðarinnar nafni(!!) Fyr má nri vera flónska, og mont, en að setja sjálfan sig jafn greinilega á „for- undrunarstólinn“ frammi fyrir almenn- ingi(!) En hugmyndir hans um sjálfan sig, og um þýðingu þess þarfa(!) verks, sem hann er að vinna fyrir stjórnina, eru og ekki smáar, þar sem hann taldi sig þog- ar maklegan þess á síðastl. vori, að fá forstöðu útibús „íslandsbankau á Akur- eyri. að Jaunum fyrir strákskap sinn, enda er það og sýnilega ekkert annað, en löngunin til þess, að komast að „matar- trogiu stjórnarinnar, sem stjórnar öllum rótarhætti mannaumingjans. En þrátt fyrir allan sleikjuháttinn við ráðherrann, og fjósaverkin í þágu flokks hans, varð pilturinn þó af bit.anum, með því að ráðherrann mun, sem von var, hafa blyggðast sín fyrir, að kannast við hann opinberhga, sem sinn þjón; en þetta skilur svo mannauminginn, sem vott þess, að hann þurfi að herða sig enn betur, og hamast því síðan, sem naut í flagi, meira, en nokkru sinni fyr, að at- yrða og rægja sér betri menn, í von um,

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.