Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 07.09.1904, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 07.09.1904, Blaðsíða 3
Þ IÓF) VIL í I N V XVlli , 36. að þá muni þó „náðarsólin” bráðlega á sig skína. Að ritstjóri „Þjóðv.u, sem lengi hefir verið þyrnir í augum valdaflokksins hér á landi, sakir sjálfstæðis og einurðar blaðsins í landsmálum, fái bróðurpartinn af fúkyrðum, og öðru góðgæti, úr nægta- búri gorkúlu-ritstjóra „Gjallarhornsins", þarf víst engan að furða, enda teljum vér oss það meiri sóma, að njóta lasts, en lofs, slíkra pilta. — Það sýnir, að orð vor vekja þó öðru hvoru samvizku-tetrið þeirra, sem við völdin sitja, þar sem þeir beina rökkum sínam gegn oss öðrum fremur. Að lokum viljum vér biðja lesendur ,,Þjóðv.“ velvirðingar á því, að vér höf- um neyðzt til þess, að leiða fram á sjón- arsviðið ekki geðslegri „fígúru", en gor- kúlu-ritetjóri „Gjallarhornsins“ er, og að beita við hann rithætti, sem frábrugðinn er rithætti blaðs vors. Það er skemmtilegra, að mega draga upp fagrar myndir, on ógeðslegar; en til- veran geyrnir hvorttveggja í skauti sínu, því miður. Yið slíka pilta, sem ritstjöra „Gjallar- hornsins“, er eigi kunna að rita að sið- aðra manna háttum. „hentar og eigi hæ- verskan“, þvi þeir skilia ekki annað, en stóryrði sjálfra sin, og treysta því, aðfá- um þyki fýsilegt, að elta þá ofan i óhrein- indin, þar sem þeir velta sér daglega. En nauðsynlegt er, að bent sé á þá öðru hvoru, almenningi til viðvörunar. • ■ ■ ■■ ■'■"■iTfTTninTr^ Andlátsíregn. 31. f. m. andaðist i Rvík fyrrum kaup- maður Daníel A. Thorlacius, f. 1828. For- eldrar hans voru Arni 0. Thorlacius um- boðsmaður í Stykkishólmi og kona hans frú MagðaleDa (f. Steenbach). Daniel sál. rak á fyrri árum verzlun bæði fyrir sjálfan sig og sem félagsstjóri fyrir verzlunarfélagi Dalamanna, hann var og þingmaður Snæfellinga um nokk- ur ár. Eptirlifandi ekkja Dan. sál. er Gruðrún Jósefsdóttir, Skaptasonar læknis frá Hnausum, áttu þau margt barna, erflest dóu á æskuskeiði, þau sem lifa föður sinn eru: Guðrún ekkja í Evík, Jórunn gipt Magnúsi kaupm. Þórarinssyni og Arni bú- fræðingur. Daníel sál. var valmenni, skynsamur og sérstaklega vel heima í öliu, er laut að sögu Islands að fornu og nýju. Síð- ari hluta æfinnar gengu efni hans mjög til þurrðar og heilsan bilaði algjörlega, og fékk hann ekki siður en aðrir að kenna á hverflyndi hamingjunnar, en bótin í öllu böli hans var sú, að hann átti konu, sem unni honurn jafnt i stríðu sem blíðu og gerði allt sem í hennar valdi stóð, til að létta undir hinn þunga vanheilsukross sem á honum iá siðustu ár æfinnar. Bessastöðum 7. sept. 1904. Veðrátta óþurrkasöm og fremur köld. Veitt embœtti. Mýrdals læknishérað er 23. f. m. veitt Stefáni lækni ttíslasyni Hróarstungu- héraðslækni. Tröllatungu prestakall er 31. f. m. veitt prestaskólakandidat Jóni Brandssyni. 143 Laus embætti. Hróarstungulæknishérað er laust,’ ÍArslaun eru kr. 1500,00. Skyldur er sá. er embættið fær að setjast að á Stóra-Steinsvaði, Litla-steinsvaði eða Ekru. Skaptafellssýsla er og laus. Arslaun þar kr. 3000,00. Umsóknarfiestur þessara embætta riaer til 7. nóv. jjlleiðursgjalir úr styrktarsjóði Kristjáns kon- ungs IX. fyrir árið J1903, eru veittar peim Krist- jáni breppstjóra Tómassyni á Þorbergsstöðum í Laxárdal vestra ogdGuðm. bónda ísleifssyni á Stóru-Háeyri, 140 kr. hvorum, fyrir framkvæmd- ir í jarðabótum. Strandbáturinn „ilélar" kom til Kvikr 30. f. in. með fjölda farþegja þar á meðal: Erú María Thoroddsen, Þórh. lektor Bjarnarson með frú og syni, Jón próf. Jónsson í Stafafelli, Ól- afur læknir Thorlacius á Búlandsnesi, frú Sigr. Eggerz, frú Rehekka Jónsdóttir frá Gufudal og m. fl. Settur kennari. Sigurður Thoroddseu verkfræð- ingur er settur kennari við lærða skólann, í 5. kennaraembættið, frá 1. okt. Hiá andirrituðum fást eptir taldar vör- ur o. fl.: Ferðakoffort — Dyramottur — Smíðatól — ítegnkápur — Reyk- og munn-tóbak — Höfuðföt — Gramophon- ar —Saumavélar — Yasahnífar — Skegg- hnífar — Skæri - Pakkalitir - - Ger- pulver — Handsápur — Tommustokkar — Taublákka — Speglar — mikið af góðu en óvenjulega verðlágu Skótaui — Sjölin hrokknu — Nærföt úr alull — Milliskyrtur — Alna- og stumpa-sirz — Tvisttau,Jjfrá 0,26 al. — Svuntutau — Hálstau — Bomesi — Chocolade og fjölda margt fl. ísaf. 27.—6.—’04. S. A. Kristjánsson. 148 Drage óþolinmóður. „Hann eyddi þeim handa Clöru Yaux, og gerði hana svo að ráðskonu sinni, er peningana þraut1'. „Þetta er andstyggilegt“, mælti William. „Yður hlýtur að skjátlast, þvi að enginn maður tæki slika kvenn- snipt undir sama þak, sem barnið sitt“. „Það, sem jeg segi yður, er sannleikur“, mælti Drage. „Frú Westcote er Clara Yaux. Jeg bar það upp á hana, og hún gal ekki neitað því“. William hristi höfuðið, og varð all-niðurlútur, en leit þó brátt upp aptur, og sagði við Drage: „Þér rnegið ekkert ympra á þessu við ungfrú Lame- try“. „Jeg skal engum segja frá því“, anzaði Drage. „Yið verðum að vita þetta tveir einir, unz gögn eru fengin að því, að frú Westcote, eða öðru nafni Clara Vaux, hafi myrt Píers lávarð“. „Hvaða gögn teljið þér óyggandi?“ „Ef rýtingurinn finndist", mælti Drage. „Jeg i- mynda mér, að hún hafi fleygt honum út um gluggann, er morðið var framið“. „Óhugsandi! Hann hef'ði þá fúndizt". „Hún kann að hafa falið hann einhvers staðar út í garðinum, eða til hvers skyldi hún ella hata opnað gluggaDn?“ „Ef til vill til þess, að láta svo sýnast, sem lávarð- urinn hefði verið rnyrtur af einhverjum óþekktum manni“. „Getur verið“, mælti Drage, og gekk til dyra. „En við skulum brátt ganga úr skugga urn þetta. Komið með mór til bókaherbergisins, og skulum við leita rýt- ingsins þar“. 145 Látið mig segja yður sögu mína, og munuð þér þá sjá, hver orsökin er“. Kynsam varð all-forviða á þessu háttalagi lögreglu- þjónsins, og settist þvi niður, og var nú ærið forvitinn. „Segið mór að eins það, sem þér viljið, og skal eg eigi vanbrúka traust yðar að neinu leyti“. „Jeg hugði, að fortíð min væri gleymd“, mælti Drage, „en jeg get eigi skýrt yður frá uppgötvan minni, án þess að geta fortíðar minnar“. „Hvað er þá um hana að segja?“ spurði William, sem alls eigi grunaði neitt. „Jeg hefi verið glæpamaður og innbrotsþjófur“, xnælti Drage. „Nú eruð þór að gera að gamni yðar“, svaraði William. „Nei, þetta er fyllsta alvara hr. Kynsam. Jeg fædd- ist, og ólst upp, meðal þjófa, og þegar eg var á unga aldri, var eg alræmdur innbrotsþjófur“. „Jæja“, svaraði Kynsam „en þór urðuð þó síðar heiðvirður maður“. „Það varð jeg“, svaraði Drage. „En orsökin til þess, að jeg minntist á þetta er sú, að uppgötvun rnín skilst eigi ella, og verð eg því að skýra frá síðasta inn- forotsþjófnaðinum, sem eg framdi, áður en eg tók sinna- skiptum". „Látið mig heyra“. „Fyrir tuttugu árum brauzt eg um miðnætti inn í hús eitt, er var i grennd við Regenl-skemmtigarðinn, og var það eign hr. Geoifrey Roche, og frúar hans“. „Það nafn hefi eg aldrei heyrt nefnt“, mælti Willi- .am.

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.