Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 29.09.1904, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 29.09.1904, Blaðsíða 2
151 XVIII., 89. fremur upp en deginum fyrir. Mann- fjöldi var þar meiri saman kominn en tölu yrði á komið. Við, sem ræður héld- um, sátum á háum palli, en í hálfhring undir og langt út frá niðri fyrir stóð múgurinn. A pallinum var og söng- flokkur fundarins, en það voru á annað hundrað yngismeyjar; réðu þær söngnum og var mesti unaður að heyra. Þau kvæði voru sum ný, en flest gömul og alkunnir skólasögnvar og önnur fjörug ljóð. Allar ræðurnar ómuðu frá einum og sama hjartastreng: sarnhug, og fognuði yfir samlyndi Norðurlandaþjóða og kom- andi brœðrálagi Jeg undirstryka þessi orð, því að fátt var auðsærra, þótt eng- inn segði það með berum orðum, en að nýr Skandiavismus væri ósk og leynilegt orðtak allra. Sænskur blaðamaður frá Karlskrónu ságði meðal annars þessi orð: „Engum dylst lengur samhugi allra lýð- stjómarmanna á Norðurlöndum í friðar- málinu. Og yfirleitt er svo komið sam- lyndi vor Svíanna við Dani, þar sem mest af fólskunni bar áður í milli, að ó- friður milli vorra landa er eigi framar hugsanlegur. En heldur er hættara við þeim mögulegleika milli vor hinna frænd- anna“. Því svaraði kona frá Noregi, er mætti á þinginu i umboði bónda síns, Sörensens ríkisrevisors; er hún skörung- ur mikill og allra kvenna einörðust og bezt máli farin og bar einna mest lof frá borði allra ræðumanna, kvenna og karla á þessum fundum. Hún fylgir jafnaðar- mannaflokki Norðmanna. Hún talaði langt erindi og eru mér minnisstæðust ummæli hennar um friðarmál og bróð- erni þjóða. „Frá hjartanu sprettur“ — mælti frú Sörensen* — „lán og lífsyndi karla sem kvenna, og eins heilla þjóða. En hjartað nærist bezt á elsku og yl- hvötum; hjartað þráir friðinn og vopn þess eru hvorki hið kalda stál hernaðar- ins né vélar og iaunsátur hrekkvísra stjómarbragða. Niður með ofstopa og eigingirni! Niður með illskunnar vopn sem angra og særa og mest hina mein- lausu. Blásum, börn og systur! bana- vopnin úr höndum bæoda vorra, bræðra og sona! Skrýðum sonu vora meðan vér höfum móðurráðin, herklæðum hjartans og ljóssins og kennum þeim meðmóður- málinu þá list að hafa frið við alla menn“. Frú S. minntist á viðskipti landa sinna og Svía með nokkrum ljúfum og léttum orðum, kvaðst alls engan ófrið óttast, sem alvara yrði úr milli Svía og Norðmanna, svo væri friðarstefnan föst orðin hjá báð- um þjóðum, enda gjörðu jöfn skipti góða bræður. Sérréttindin væri heilög eign hvers þjóðfélags fyrir sig og það játuðu allir heilvita jafnaðarmenn að þau væri fyrsta boðorðið i fræðunum, fyrsta skil- yrði góðs samlyndis. Allra fegurst talaði þessi gáfukona um litlu félögin, heimil- in. „Þau eru smá en mörg, en þar byrja hinar smágjörvu taugar, er mynda hjarta- *) Þessi Norðmannakona kjöri okkur dr. Jón fyrir vini sína og „verndara11 á fundinum, sem „náfrændur1- sína. Þlúó /íDi.vv. rætur ’þjóðanna, og þaðan dregur hvert þjóðfélag að sér lífsanda ljóss og varma, sem á að gefa þvi næring, þroska og gleði“. Síðast kvaddi hún þingheiminn með svo viðkvæmu erindi að hún sjálf táraðist og eflaust flestir, sem orð henn- ar heyrðu. Tvær ungar kennarastúlkur háskólagengnar frá Stokkhólmi héldu þar líka fyrirtaks góðar ræður, og svöruðu danskar konur aptur og talaðist vel. Þótti mér þetta tilkomumikið, og mælti þar hrif- inn nokkur vinarorð í Islands nafni. Hafði þá einn af ræðuskörungum Dana minnst vor áður mjög fagurlega. En er eg stóð upp til að tala og leit yfir hinn fjölmenna friðar- söfnuð mundi eg engin atriðisorð og stóð þar ráðalaus. Þá kom freistarinn til mín og mælti: Ef þú vilt verða ódauðlegur, þá byrjaðu svo: „Það er af oss mörlönd- um að segja, að vér erum allir rifskinn, sem aldrei sitjum á sárshöfði — —“ „Apage, Satanas! vik frá mér satan!“ svaraði jeg og svitnaði af reiði um leið og jeg tautaði með sjálfum mér: „Satan hefur og sama lag, hann situr um" mig nótt og dag“. Síðan hóf jeg hátiðlega mína tölu og hafði fyrir texta sátt og samlyndi, sem er lífsyndi. Að öðru leyti man eg ekki að herma hvað eg sagði, en um vaxandi samlyndi við frændþjóðir vorar var það, og mætti góðum undir- tekturn. Um kvöldið þutum vér heim til Hafnar á eimlestinni. Og er við í myrkr- inu svifum gegnum hina húmdimmu skóga, með glampandi ljósagangi bæja og byggða á milli, lét eg mig berast með lokuðum augum og hugsaði um æfintýri dagsins. Hvað var það? Yar það ekki fagurt og töfrandi frumspil þess bjarta sjónarleiks, sem mín augu fengi aldrei að að sjá, en þó lýsti sál minni og hjarta fram á heiðbjartar brautir komandi daga? „Fram komu fyr — og að fullu sé! — öll þau orð völu!“ Þriðja daginn, sem jeg var á þinginu, var fundur haldinn úti á ströndinni við Skodsborg og um leið skoðaðir allir hinir fegursu lystistaðir þar við Eyrarsund. Þaðan varð eg að hverfa frá miðjum fundi, því skip mitt skyldi leggja af stað morguninn eptir. Frá niðurstöðu þings- ins get eg því ekkert sagt enn. Þó skal jeg að endingu geta helztu málefna, sem á dagskrá voru: 1. Hið danska friðarprógram var þetta: að Danmörk — helzt í samráði við önn- ur norræn ríki — lýsi því yfir, að hún vilji vera hlutlaus í ófriði og sá réttur hennar verði lögfestur til fulls; að jafnaðardómstóll skeri úr öllum deil- itm milli Dana og annara ríkja, en sér- staklega þjóðanna á Norðurlöndum, og að málefni Norðurslésvíkur verði friðsam- lega útkljáð eptir grundvallarreglu eig- in vilja og atkvæðisréttar. 2. Hin almennu verkefni fundanna voru þessi: a, hvernig geta friðarþingin bezt saman unnið? b, um frændsemis- og mannúðar-stefnu norrænna þjóða c, alþýðuhreifingarnar og kirkjan. d, barnauppeldið og friðarstarfið. e, Samvizka og herskylda. Um ferðir mínar um Slesvík og Norð- ur-Jótland hef eg ýmislegt rispað i önn- ur blöð, sem eg hafði lofað smábréfum, og er mér erfitt og tafsamt orðið (með öðrum önnum) að uppfylla svo margar skuldbindingar, enda mun sumra viður- kenning verða sá vitnisburðurinn valdi, að jeg só „allra vinur, og engum trúr“. Eg verð því að sleppa nefndu ferðalagi, og vísa til rAustrá'L. „ Vestra'1 og „Norður- lands“. En vel má vera, að „Þjóðvilj- inn“ (eins og hin blöðin) fái aptur grein frá mér um annað efni ef hann vill nýta, því það kalla jeg lítið vit að gangast fyrir lit o: á blöðum. Jeg hefi aldrei fylgismaður við flokka verið, heldur met meira mínar eigin hugsanir og stefnur. * * * „Þjóðv “ telur sér skylt að flytja grein þessa enda þótt hann geti ekki að öllu leyti fylgt friðarpólitík höf. Friðurinn er ágætur en getur, eins og annað, orðið of dýrkeyptur. En þegar skáldið vort af guðs náð vill tala til lýðsins, hvort heldur er i bundnu eða óbundnu máli, þá er sjálfsagt að það fái orðið. Atlis. rstj. Latínuskölinn. Ekki batnar enn. Þjóðin hafði væhst þess, að reynt yrði að bæta úr því geysilega ólagi, sem kom- ið var á latínuskólann undir stjórn Bjarn- ar Olsens og úr hófi keyrði fyrir aðfarir hans síðasta vetur, — en það er öðru nær, en það hafi verið gert, því miður. Þegar frá er tekin brottför rektorsúr skólanum, þá hafa ráðstafanir stjórnar- innar farið i þveröfuga átt við það, sem heilbrigð skynsemi og þekkin á skólan- um hlýtur að sjáog viðurkenna, að heilla- vænlegt er. „Þjóðviljinn“ hefir vítt að makleg- leikum hneykslið við afsetningu Bjarna Jónssonar frá Vogi, sem bæði var hinn stjórnsamasti í skóla, manna lærðastur og ágætur kennari, sem allir piltar virtu og báru til hlýjan hug. Æstustu stjórnarsinnar hafa fært það til málsbóta, að Bjarni hafi verið svo harðsnúinn mótstöðumaður stjórnarinnar í blaði sínu, að óþolandi agaleysi væri, að stjórnin léti slika menn hafa atvinnu. G-æti það haft ill eptirköst ef undirmenn væru vandir á slíkt! Annað stór-axarskaptið er nú orðið heyrum kunnugt um land allt, skipunin á æðstu stjórn skólans, þar sem öllum kennurunum er ger fyllsti óréttur ogyf- irkennari settur sá maður, sem ekki getur tekið að sér að kenna nokkra einustu kennslugrein* sem nú er í skólanum. Þessi aðferð er svo óskiljanleg, að helztu *) Hér er að vorri hyggju tekið um of djúpt í árinni. Ritstj.

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.