Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 29.09.1904, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 29.09.1904, Blaðsíða 3
XVlh , 39. ÞjÓDViLJINfí Mímishöfuð stjórnarinnar |hafa ekkifund- ið 5 henni neittí til málsbóta, nema þá helzt það, að Geir Zoega væri landvarn- armaður og því ekki „heppilegur“ — en þau hafa þó efast um, að það ætti að vega meira, en 20 ára starf við skólann og aðrir verðleikar eri kennari þessi hefir sakir kennsluhæfileika sinna og vísinda- legri starfsemi. Allra síðasti viðburðurinn í skólafarg- aninu er sá, að stjórnin hefir gert sex pilta útlæga úr skóla, — meinað þeim skólavist næsta vetur. Piltar þessir voru í öðrum bekk í fyrra, sem verst varð úti og eru víst flestum minnisstæðir þeir úr- skurðir allir, sem rektor, stiftyfirvöld og landshöfðingi voru að gera hvern ofan i annan. Yoru þá fjórir piltar gerðir ræk- ir, þótt ekkert saknæmt sannaðist á þá, né nokkrar líkur kæmi fram á hendur þeim, svo að kunnugt só. Piltum þessum er nú bægt frá því að njóta kennslu í skóla og auk þess tveim öðrum sambekkingum þeirra. — Annar þeirra er fullþroskaður piltur, sem tekið hafði próf í búnaðarskóla áður en hann kom í lærða skólann. Hann er mjög still- ur og siðprúður. í fyrra var hann veik- ur mánaðar tima framan af vetri, en var svo nýkominn í skóla þegar óeyrðirnar hófust í bekknum. Þótti honum þá ekki Tænlegt um lestur og bað því föður sinn að segja sig úr skóla, til þess að komast hjá öllum óeyrðum. — Hann tók svo próf í vor, en nú bannar stjórnin honum að vera í skóla. Piltur þessi hefir aldrei sætt neinni ákæru frá skólans hálfu fyrir nokkrar ó- eyrðir eða annað meðan hann var í skóla eða síðan. Hann er því alsaklaus — og er þetta gott sýnishorn réttvísinnar og sanngirn- innar sem nú er efst á baugi. Það er mjög eptirtektarvert að þessi úrskurður stjörnarinnar er gerður eptir til- lögnni rektors Bjarnar Olsens. Það er ekki nóg að hann veiti til- lögur um það sem gerist undir hans stjórn, heldur er farið að hans tillögum um það, hverjir sitja megi í skóla þegar hans völdum er lokið! Sýnist það þó heldur hart, þegar nýir ráðendur verða í skóla, að þeim skuli ekki heimill tillöguréttur að ákveða hverjum leyfð só skólavist undir þeirra stjórn. Bersýnilegri getur órétturinn varla orð- ið en að tekið skuli fram fyrir hendurn- ar á ráðendum skólans og vísað burt pilt- um, sem gengið hafa inn síðastliðið vor til þess, að njóta kennslu á komandi vetri, án þess nokkrar sakir sa á þeim frá skól- liálfu, nema að uppgjafarektornum er eitt- hvað í nöp við þá. Hvenær lóttir þessari óöld? Hvenær hverfur skuggi uppgjafarekt- orsins úr skólanum? Piltar þeir, er komið var úr skóla í fyrra vetur sýndu þann áhuga á námi sinu, að þeir fengu sér leigðar kennslu- stofur út i bæ og kennara, til þess að geta haldið áfram náminu, það sem ept- ir var vetrarins. Þessi dugnaður og samtök eru rnjög 155 lofsverð, að þvi er flestum nýtum mönn- um finnst, en það er einmitt þessi dugur og sjálfstæði, sem rektornum og stjórn- inni er mestur þyrnir í augum. Eina sökin, sem hægt er að fella á pilt þann, er fyr var getið er sú, að hann varð til þess að nota þessa kennslu ásamt öðrum sambekkingum sínum. Þar liggur fiskur undir steini. Verður ekki annað séð, en stjórnin vilji nú láta þessa framtakssemi piltanna þeim í koll korna. Slikir piltar eru liklegri til þess að verða sjálfstæðir dugandismenn, heldur en lítilsigldir og auðsveip valdaþý. Og þessvegna er „hollast“ að leggja stein ígötu þeirra og hamla þeim frá þvi að ná menntun og andlegum þroska, til þess að hnekkja fram- tíð þeirra eptir þvi sem við verður komið. Reykvíkingur. •...'■■■■■'.. tJtlönd. Danmörk. Stúlka sú er réð Gustav Esmann bana hét Karen Hammerioh, var cand. phil. og stud. med., gátuð stúlka af góðum ættum, og eru engin líkindi til að hún hafi verið fylgikona hans eða skækja eins og þokkahjúin „Þjóðólfur“ og „Reykjavíkin“ halda fram. Hitt er trúlegt, sem í almæli er, að hann hafi lagt hug á hana og heitið henni eigin- orði, en er hún sá að ekki varð úr efhd- unurn hafi hún af gremju ráðið honum bana, og verða víst fáir til að kasta þung- um steini á hana fyrir tiltækið, og það þvi siður er hún lót eitt yfir sig og hann ganga. 160 „Betur?“ tók hún upp eptir honum. „Hvernig getur mér liðið vel, er eg veit, hvaða varmenni þér eruð“. „Hægan, hægan, frii Westcote. Við skulum sina hvort öðru kurteisi“. „Kurteisi við yður“, kallaði hún, og var hás í mál- rómum. „Jeg bölva þeim degi, er eg sá yður í fyrsta skipti“. „Dálaglegar þakkir við þann mann, er hefir frelsað yður frá æfilangri typtunarhúsvinnu“, mælti Drage, og var hæðnisbros á vorum hans. „Jeg hefði heldur kosið, að vera hengd, en að lifa tíu síðustu árin, sem jeg hefi lifað, og vera alls staðar ofsótt. Og þegar jeg hefi loksins fengið “hér frið, þá komið þér, og byrjið ofsóknina á nýjan leik. Getið þér ekki sóð mig í friði ? Hvað hefi eg unnið til þess, að Tera kvalin á þennan hátt?“ „Ef þér segið mér sannleikann, mun eg sjá yður í friði“. Frú Westcote sefaðist nú ögn, sveipaði að sér sjal- inu, og var skuggaleg ásýndum. „Jeg hefi ekkert að segja yður“, mælti lmn kurt- eisislega. „Og ekki heldur um rýtinginn þann arna“, mælti Drage, og dró hann upp úr vasa sinum. Frú Westcote varð í svip mállaus af undrun, og þótti Drage, sem rýtingurinn hefði eigi þau áhrif á hana, sem hann hafði vænzt. „Býtinginn þann arna“, mælti hrin lágt. „Hvar hafið þér fundið hann?“ „Þar sem þér földuð hann“. 157 „Jeg hólt ekki, að þú værir svona vel að þér, Eleonora“, mælti William. „Hvaðan veiztu þetta?“ „Síra Ching hefir sagt mér það“. „Síra Ching?“ „Já; hann á rýtinginn, og sýndi mór hann fyrir nokkrum vikum, og sagði mór sögu hans“. „Sira Ching“, tautaði Drage, og reyndi með mál- rómnum að gefa William bendingu um að þegja. „Já, auðvitað á hann rýtinginn, og ætlaði jeg að færa honum hann“. „Hann er, held jeg, i bænahúsinu“, mælti Eleonora, og stóð upp. „Hann getur sagt ykkur meira um rýt- inginn, en jeg“. „Hvar hefir síra Ching fengið rýtinginn?“ spurði William. „Hann hefir átt hann í mörg ár; móðir hans gaf honurn hann, er hann gekk á prestaskólann í Frakk- landi“. „En nú verð jeg að fara“, mælti Eleonora enn fremur, „og vil gjarna biðja þig að finna mig, William, er þú getur“. Þegar hún var gengin út úr herberginu litu þeir William og Drage hvor á annan, og datt hið sama i hug. „Hve gamall er síra Ching?“ mælti Drage al- varlega. „Tæpra þrjátíu ára“. „Og þegar Beldon dó, átti Clara Vaux níu ára gamlan dreng, og síðan eru nú tuttugu ár, og þá ætti síra Ching að hafa níu um tvitugt“. „Haldið þór, að hann sé sonur hennar?“ spurði William.

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.