Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 29.09.1904, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 29.09.1904, Blaðsíða 4
156 Þjóbviljinn . XVIII, 39. Otto Monsteds cLanska. smjörlíki gr bezí. Rússland. Þar er skipaður eptirmað- ur Plehve ráðgjafa ekki Witte, eins og fyrst var getið til heldur Svíatapolk- Mirsky fyrsti, landshöfðingií Yilna. Hugsa menn fremur gott til að hann taki við sýslaninni því hann hefir fengið gott orð, og vænta menn að eitthvað breytist til batnaðar um hag Finna og Pólverja. Tyrkland. Murad Y. fyrrum Tyrkja- soldán dó 28. f. m. Hann var fæddur 1840 og kom til ríkis 1876, en bróðir hans steypti honum frá völdum eptir nokkra mánuði. Sat hann siðan í fang- elsi og var sagður brjáiaður. Hann dó úr sykursýki. Japan. Þar á að hafa fundist gull- náma auðug, og kernur það líklega [í góðar þarfir á þessum hörmunga timum. Bessastöðum 30. sept. 1904. Afeng-issölu vorður eptir áskorun frá héraðs- búum hætt frá næstu áramótum á Bíldudal og Patreksfirði, bæði ai kaupmönnunum þar og veit- ingamanninum á Vatneyri. Um lœknisliérað iveflavíkur sækja læknarnir: Guðm. Guðmundsson í * Stykkisliólmi, Ingólfur Gíslason, Ólafur Finsen, Sigurjón Jónsson, Skúli Árnason, Þorbjörn Þórðarson, Þorgrímur Þórð- arson og oand. med. Halldór Gunnlaugsson. Jarðarlör manna þeirra 12, er drukknuðu á Patreksfirði 4. þ. m. fór fram í Kvík 19 þ. m. Var það hin fjölmennasta jarðarför er menn höfðu hér séð. Yfir 3 af mönnum þessum voru haldn- ar húskveðjur á heimilum þeirra, en í kirkjunni talaði síra Ólafur fríkirkjuprestur yfir öllum lík- unum, hann hélt og ræðu yfir þeim í kirkjugarð- inum og dómkirkjupresturinn sömuleiðis. Af líkum þessum fóru 9 í eina gröf, þeir skipstjóri og stýrim. í eina gröf báðir, en Ólafur Ólafsson frá Bygggarði var jarðaður við hlið móður sinn- ar, er dó 6. þ. m. og var jörðuð 14. s. m. „Vesta“ kom til Rvíkur 23. þ. m. frá útlönd- um og Austfjörðum. Meðal farþegjafrá Kaupmh. voru: Magnús Magnússon stýrimannaskólakenn- ari og ingenieör Koefod frá ritsímafélaginu nor- ræna, á hann að gera undirbúningsrannsóknir undir lagningu ritsímans hingað. Prá Austfjörðum kom Jón læknir Jónsson frá Vopnafirði og frú hans og fjöldi kaupafólks. Dáin er frú Guðrún Túlinius á Eskifirði, kona kon- súls C. D. Tuliniusar; hún var ‘dóttir Þórarins prófasts Erlendssonar, á Hofi í Aiptafirði, er dó fyrir fáum árum á tíræðisaldri,^en bróðir hennar var Erlendur, er sýslumaður var á ísafirði fyrir 40—50 árum og drukknaði á leið ‘yfir ‘ísafjarð- ardjúp. Meðal barna frú Guðrúnar og konsúls Tulini- usar er:Axel sýslumaður á Eskifirði, stórkaupm. Thor i Kaupmannahöfn og Ottó kaupm. á Ák- ureyri. Vitjiö bókanna! Borgiö bókbandiö! * Hór með geri eg öllum þeim, er síðan fyrir áramótin 1904 eiga bækur hjá mér, bundnar, eða heptar og settar í kápu, aðvart um það, að verði bókanna eigi vitjað, og andvirði bandsins, eða hept- ingarinnar, greitt að fullu fyrir l.janúar 1905, þá verða bækurnar seldar við op- inbert uppboð til lúkningar bókbands- eða heptingar-kostnaðinum. ísafirði 31. ág. 1904. Eyjblfur Bjarnason, bókbindari.! Eimreiðin. Skemmtilegasta tímarit á íslenzku. Ritgerðir, myndir, sögur, kvœði. PRENTSMIÐJA PJÓÐVILJANS. 158 „Það er mér næst skapi að ætla. Hvernig hefði hann ella átt að eignast rýtinginn?u „Haldið þér, að hann hafi myrt Píers lávarð?u spuðri "William, og bliknaði. „Áður en jeg get svarað þeirri spurningu, verð jeg að tala við frú Westcote“, svaraði Drage, og stakk rýt- ingnum á sig. rJeg vona enn, að hann hafi eigi framið fóður morðu. „Föður morð!u „Já! Sé hann sonur frú Westcote, hlýtur Píers lávarður að vera faðir hansu. 16. kapítuli. 1 sárri neyðS Eptir orð þau, er Eleonora hefði látið falla, var Drage farinn að verða reikulli í trúnni, að því er sekt írú Westcote snerti. Hefði einhver fengið rýtinginn hjá henni, þá gat verið, að hún væri saklaus. Það var víst, að síra Ching átti rýtinginn. Móðir hans — og það var ráðskonan — hafði gefið honum hann. Spurninginn var því, hvort síra Ching væri sekur, eða ekki. En það var vafasamt, hvort þau mæðginin þekktust. Ef síra Ching hefði vitað, að frú Westcote væri móðir hans, hlaut það að hafa sézt á honum. Frú Westcote hlaut á hinn bóginn að vita, að síra Ching væri sonur hennar, þó að hún ef til vill leyndi hann því, svo haun yrði eigi of spurull um fortíðina. 159 Drage velti því nú fyrir sér, hvort þetta hefði eigi að einhverju leyti staðið i sambandi við morð Píers lávarðar. Ef síra Ching hefði fengið að vita sannleikann, sér óvænt, gat hugsazt, að hann hefði fengið óbeit á föðurn- um, sakir meðferðar hans á móðurinni, þar sem frú Westcote hefði óefað gyllt sjálfa sig, en hallað sögunni á lávarðinn. Hugsanlegt var, að hann hefði farið á fund lávarð- arins, sem var í bókaherberginu, til þess að krefjast réttlætis, og uppreisnar, fyrir móður sína, og að þeim hefði þá orðið sundurorða, en síra Ching drepið hann óviljandi. Þetta var að eins grunur að vísu, en þó ekki ó- mögulegt, að svona hefði atvikazt. Frú Westcote var eina manneskjan, er gat sagt, hvernig þessu var varið. Hiin gat hafa hvatt son sinn til morðsins, og var þá"að minnsta kosti samsek í glæpnum. Þetta var skoðun Drage’s á málinu, og þegar hann skildi við William, fór hann því beina leið til frú Westcote. Ráðskonam sat enn í herbergi sínu, og virtist líða fremur ília. Hún leit upp, er Drage kom inn. „Eruð þér aptur kominn til að tala við migu?mælti hún þverýðgislega, og strauk hárið frá gagnaugum sér. „Svo er, sem þér gizkið á“, svaraði Drage, og tók sér stól. „Samræðu okkar var ekki fylblega lokið, þegar þér fenguð yfirliðið, og er jeg því kominn, til þess að halda henni áfram, enda vona eg, að yður líði nú betur.

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.