Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 09.12.1904, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 09.12.1904, Blaðsíða 3
XVlii , 49. Þ JÓBVILJINN " 193 Að öllum líkindum hefir það verið sama morguninn, er eg sk konuna, þó að eg muni það ná ekki með vissu; en nokkrir, er eg hefi ;minnzt á þetta við, fullyrða, að svo hafi verið. Ritað í maí 1901. Hnlmfríður Eggertsdóttir Bessnstöðnm 9. des. 1904. 'Tiðarfar. í þessari viku hafa hér syðra hald- izt stillviðri all-optast, og talsverð frost, allt að 11 stigum á reaumur. Norðurljósin hafa að undanförnu leikið sér •leiptrandi um himinhvolfið á kvöldin, og setti enginn að neita sér þeirrar sjónar stutta stund. Annars mun það fátt, er betur glæðir eilffð- artrúna í brjóstum manna, en heiðskír aptan- himininn. En eilifðartrúin getur gert margt léttbært, sem ella væri óþolandi í heimi þess- •um. l’óstgufuskipið „Laura“, skipstjóii Aasberg, ikom aptur til Reykjavíkur frá Vestf jörðum 4. þ. m., og fer til útlanda í dag. Meðal farþegja, er komu að vestan með „Lauru“, var bankastjóri Sighvatur Bjarnason, er skroppið hafði með skipinu til ísafjarðar, í erindum ís- landsbanka. Hafnfirðingar hafa að undan förnu starfað öfluglega að þvi, að koma á hjá sér vatnsleiðslu og raflýsingu, og geta glatt sig við þettahvort- tveggja á jólunum. Annars leynir það sér eigi, að Hafnarfjarðar- verzlunarstaður er um þessar mundir að ýmsu leyti á afar-hörðu framfaraskeiði, enda eru þar margir dugnaðar- og framfara-menn saman komnir. Sú eðlilega ósk Hafnfirðinga, að verzlunar- staðurinn fái kaupstaðarréttindi, fær því vænt- anlega góðan byr á næsta alþingi. ÍtJf Fjölda manna í Reykjavík, Hafnarfirði, og nágrenni, sem eigi eru kaupendur „Þjóðv.“, er sent þetta nr. blaðsins alveg ókeypis, svo að sem allra-flestir fái nokkur kynni af blaðinu, oggeti þvi gerzt áskrifendur þess, ef þoir óska. Tvö næstu nr. blaðsins verða á sama hátt send fjölda manna ókeypis í sama skyni. Fiskreita enn nokkur, þegar róið er, á fiski- miðum Akurnesinga, og má því heita fremur lang- sótt hér af inn-nesjunum. Fjárkliíðalækningarnar eru nú i fyrstu byrj- un hér syðra, og he.yrist helzt kvartað undan því, að sumum veiti örðugt, að hýsa féð eptir böðunina, svo sem áskilið er, þar sem lítið er um fjárhúsin sums staðar, og féð látið eiga sig úti. MniuKiii'iiiiMiiiiuiuiuiiiiifiiMiiiiiiMKtiiiiuiiii iniiinmiiiiMMiiiainiiniiiimmniwiniiimwt iiiii i u • n im'nmnniii ,«ii mriti íslenzk sýning í Kaupmannahöfn 1905. Á sumri komanda verður haldin sfcór þjóð- leg sýning í Tivoli, hinum fc'ræga skemmti- stað í Kaupmannahöfn, á munura og grip- um frá Islandi og Færeyjum, og frá hin- um dönksu nýlendum, Grænlandi og Vest- urindversku eyjunum. Fyrir sýningu þessari heíir gengizt danskt kvennfélag, er nefnist „Dansk Kunstflidsforeninga. Félag þetta hefir nú í fjögur ár, undir forstöðu aðmíralsfrú- ar Emrau Grad, haldið uppi ókeypis kennslu fyrir ungar stúlkur í hannyrðum, sérstak- lega í vefnaði, og hefir á nverju ári veitt 2—3 íslenzkum stúlkum hlutdeild í þess- ari kennslu, og kostað að öllu dvöl þeirra í Kaupmannahöfn í 4 mánuði, og annazt um ferð þeirra fram og apbur. Ágóðinn af sýningunni, ef nokkur verður, á að ganga til þossarar kennslu. Nefnd hefir myndazt í Kaupmannahöfn, til að standa fyrirsýningunni,og er í henni mikið mann- val, bæði af körlum og konumjdönskum og íslenzkum. Sýningín stendur undir vernd hennar konunglegu tignar krónprins- essunnar. Eptir ósk frá nefndinni í Kaupmanna- höfn höfum vér, sem hér rifcum nöfn vor, gongið i nefnd, til að starfa að því, að is- lenzka sýningin megi verða, sern fullkomn- usfc. Til er ætlast, að íslenzka sýningin gefi sern greinilegasta hugmynd um allt lif og menning hinnar islenzku þjóðar, bæði a^ rornu og nýju. Á þar meðal ann- ars að vera eptirlíking af laglegum ís-' lenzkun sveifcabæ með öllu tilheyrandi, hestar á beit o. fl. Islenzkar stúlkur í þjóðbviningi eiga að sjá um sýninguna o. s. frv. íslendingum væri það hinn mesti sómi, ef sýning þessi gæti tokizt sem bezt, og verði svo, getur hún orðið landi voru til mikils gagns. Vér vonum því, að allir góðir Islend- ingar, bæði karlar og konur, leggist á eitt með oss, að reyna að gera sýningu þessa sem bozt úr garði, svo sem með því, að senda til hennar íslenzkar afurðir, rauni forna og nýia, smiðisgripi, tóvinnu, hannyrðir o. fi., er þeir kunnu að vilja selja, og með því að lána til hennar ein- kennilega sýnin ar muni, forna eða nýja, þó að þeir vilji ekki selja þá. Vér sjá- um að sjálfsögðu algerlega um gripi þá og muni, sem oss eru sendir i þessu skyni, 196 Allar tilraunir hans í þá átt hafa þó til þessa orð- ið árangurslausar, og næsta hæpið, að hann verði nokk- mru sinni heppnari. 193 „Vægið honum“, mælti síra Ching við William, og stóð hægt upp. „Sjáið þér ekki, að hann er að deyja?“ Það var líka hverju orði sannara, að ekki var ann- að sjáanlegt, en að Líonel væri að skilja við, en hann náði þó aptur svo miklum kröptum, að hann gat ritað undir skýrsluna. Hann hat’ði nauuiast lokið þvi, er læknirinn, sem sóttur hafði verið til Botsleigh, kom inn, og sá hann þeg- ar, að öll jarðnesk hjálp var árangurslaus. Læknirinn gat því ekkert að gjört, og síra Ching fór til bænahússins, til þess að skrýðast prestskrúða sin- um, svo að hann gæti v ínum kvöldmáltíðar- sakramentið, áður en hann anúauist. "William fór og út úr bókaherberginu, og hitti hann Drage i fordyrinu. „Er hann dáinn?“ „Nei, en hann er rétt í andlátinuu. „Fáum vér þá eigi játningu hans?u „Játningin er hérnau, svaraði William, og sýndi honum pappirsörkina, sem hann hélt á. „En hvað er að frétta af frú Westcote?u „Hún er dáin“. „Dáin!u kallaði William, og ætlaði naumast að trúa sínum eigin eyrum. „Já, hún stökk fram af klettum44, mælti Drage, „og var dáin, er við fundum hana. Hún var fráleitt með fullu ráði, og hefir því stolið rýfcinginum, og myrt lávarð- inn, í geðveikiskastiu. William tyllti sér á stól, og studdi hönd undir kinn, og stóð Drage þar þegjandi hjá honum.

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.