Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 15.12.1904, Blaðsíða 1
Verð árganysins (minnst \
62 arkir) 3 kr. 50 aur.; j
erlendis 4 kr. 50 aur.. og j
í Ameríku doll.: 1.50.
Borgist fyrir júnímán-
aðarlok.
ÞJÓÐVILJINN.
— |= Átjándi ákgangdb. =| -
--1.—:f5r-1== RITST.T Ó R I: SKÚLI THORODDSEN. =|bosS—t-
j Vppsögn skrifleg, ógil
j nema komin sé til útgef
\ anda fyrir 30. dag júní
i mánaðar, og kaupand
I samhliða uppsögninn
borgi skuld sína fyrir
blaðið.
Bessastöbum, 15. DES.
M 50.
Lesenclnx'!
Vór leiðum að nýju athygli yðar að
kosta-kjörunum, er nýjum kaupendum að
19. árg. „Þjóðv.“ voru boðin í síðasta nr.
blaðs vors.
25S Deykvíkingar geta, ef vill, snúið
sér til br. Skúla Sívertsen í Ingólfs-
strœti, en Hafnfirðingar til hr. verzlunar-
stjóra Sigfúsar Bergmann.
Gleymið eigi, að panta blaðið í
tíma.
"Til jöláH'
fæst nii, eins og að undanförnu, í verzlun
P. J. Thorsteinsson & Co.
í Hafnarfirði:
Hveiti- — Grerpulver. —
Sitronolía- — Kartöiiumjöl.
Purrkuð Epli- — Kirsiber.
— Búsínur. !— Sveskjur. —
]VIönclli.i.x*- — Kardimommur.
Stór j Ólakerti og smá,
og óteljandi margt fleira.
tJtlönc
Helztu tíðindi, er borizt hafa frá út-
löndum, eru þau, er nú skal greina:
Danmörk. Meðal frumvarpa, er stjórn-
in hefir lagt fyrir rikisþingið, er frum-
varp um borgaralegt hjónaband, sem á-
kveður, að stofnun hjón abands skuli jafn-
an framkvæmd af veraldlegum valds-
manni; en sjálfrátt er mönnum, livort
þeir vilja þess utan láta prest gefa sig í
hjónaband; það er óþarft, og hefir enga
lagalega þýðingu.
Talið er mjög hæpið, að frv. þetta
nái fram að ganga, og eru þó ýmsir
prestar orðnir því fylgjandi.
11. nóv. varð það uppvíst, að aðal-
gjaidkeri verzlanarbankans í Kaupmanna-
höfn, C'arl Níelsen að nafni, hafði tekið
60 þús. króna traustataki af fé bankans,
og varið því til ýmis konar fjáröflunar-
fyrirtækja; en þar sem hann gat þegar
greitt upphæð þessa, er krafist var, slapp
hann við málssókn, en var auðvitað þeg-
ar sviptur stöðu sinni við bankann.
Af hagskýrslum Kaupmannahafnar,
sem nýlega eru komnar á prent, sést,
meðal annars, að fólksfjöldinn í borginni
vex að eins um Vjq af hundraði árlega,
og enda þótt fólksfjöldinn hafi siðustu 13
árin aukizt alls um 55 þús., þá voru þó
fæðingarnar 1903 að eins 10518, eða
svipað og 1890, er þær voru 10470. —
Þetta þykir Dönum ills viti, sem von er,
og þá einnig það, að j árslokin 1903
voru 8000 húsnæði i Kaupmannahöfn, er
enginn fékkst leigjandinn í, eða sem
svarar VJ6 hluta allra ibúða í borginni;
en 3 árum áður stóðu að eins tæplega
500 ibúðir ónotaðar, og sýnir þetta, að
bæjarbúar hafa varið óhyggilega miklu
fé til húsabygginga. —
S-víþjóð. Sænska gufuskipið ,.Bur“,
er var á leiðinni frá Grrimsby til Nörr-
köping í Sviþjóð, fermt kolum fórst ný
skeð, og drukknuðu menn allir, 17 að
tölu. — Atvikaðist slys þetta áþannhátt,
að skipið kenndi grunns, og sprakk þá
gufuketillinn. —
Rússland. Þar hefir verið mikil ó-
kyrrð innanlands um hríð, svo að marg-
ir hafa jafn vel vænzt almennrar bylt-
ingar þá og þegar, enda hefir stjórmn
eigi getað aptrað því, að flugritum er
stráð út um landið hér og hvar, þar sem
skorað er á alþýðu manna, að varpa af
sér óstjórninni, og einveldisfjötrunum.
12. nóv. var Nehrlich, lögreglustjóri,
særður miklu sári á járnbrautarstöðinni í
borginni Czenstockan, og náðist sá eigi,
er veitti honum tilræðið; og um sömu
mundir var einn af þjónum lögregiustjóra
myrtur þg,r í borginni á miðri götu.
í Warschau, höfuðborg Pólverjalands,
hefir og verið ærið róztusamt, og hvað
eptir annað slegið i bardaga milli borg-
arlýðsins og lögreglumanna, og ýmsirhlot-
ið sár, eður bana, og það jafn vel menn,
sem ekkert hafa verið við róstur þessar
riðnir, t. d. gamall læknir, Franlcenstein
að nafni, er fékk kúlu í höfuðið, og bné
dauður DÍður, er hann var að opna hús-
dyr sinar 16, nóv. — Svipuð örlög hlaut
og annar læknir, Frankel að nafni, sama
daginn, og baróns frú ein, Hirsch að nafni,
er kom akandi í vagni sínum, var á svip-
stundu send inn i eilífðina, þótt einskis
ætti hún sér ílls von, og mörg eru dæm-
in þessu lík.
Mælt er, að öllfangelsi í Warschau séu
svo troðfull, að lögreglumenn hafi orðið
að sleppa ýmsum, er ekkert húsaskjól var
fyrir i fangelsunum. — Uppreisnarmenn
nota einkum skammbyssur, og er mælt,
að þeir hafi 6 þús. byssur.
Þá hafa enn fremur orðið all-miklar
róstur í borgunum Charkow og Boryslaw,
af hálfu stúdenta, verkmanna og bænda,
og herlið orðið að skakka leikinn, og
ýmsir hlotið sár, eður bana.
Kaupmaður einn i borginni Nikopol,
Sackstein að nafni, fanst ný skeð myrtur
á heimili sínu, og fjölskylda hans öll,
alls 7 manns. og veit enginn, hver vald-
ur er að glæpum þessum.
í borginni Odessa var ný skeð tekinn
19 04.
; fastur maður nokkur, Ábramowskí að nafni,
■ ásamt nær fjörutíu félögum sinum, og
■ höfðu þeir félagar haft þá þokkalegu at-
[ vinnu, að ginna ungar stúlkur, og selja
þær í kvennabúr ýmsra höfðÍDgja á Tyrk-
landi, og Indlandi. — 300 stúlkur höfðu
þeir alls selt siðasta árið.
Nú er mælt, að sakamálið gegn Sas-
noft og Síkowskí, morðingjum Ptehve’s inn-
anríkisráðherra, hafi átt að byrja í Pét-
ursborg 13. des., og hafa það þá verið
flugufregnir, er sagt var, að hinn fyr
nefndi hefði sloppið úr fangelsi.
Stórtiðindi þykja það í Rússlandi, og
um heira allan, að fulltrúar héraðsnefnd-
anna á Rússlandi hafa í nóv. haldið fund
í Pétursborg, og kveðið þar skýrt upp
rir með það, að einveldi geti alls eigi
lengur átt, við á Rússlandi, heldur verði
þjóðin að fá hlutdeild í stjórninni. —
Fundurinn samþykkti því, með 127 atkv.
gegn 27, bænaskrá til keisara, þar sem
farið er fram á, að löqleitt verði fullkomið
fanda-, mál- og prentfrelsi, eignarréttur
manna, og persónulegt frélsi, tryggt, sem í
öðrum löndum, svo að enginn sé frelsi eða
eignum sviptur, nema eptir dómsurskurði,
og að löggjafarváldið sé hjá þjoðkjörnu full-
trúarþingi, er einnig hafi fjárveitingarváldið.
Það er enginn efi á þvi, að slík á-
lyktun hefði til skamms tima leitt til
þess eins, að vista alla fundarmenn i Sí-
beríu, en nú hafði innanrikisráðherrann
Svíatopolsk-Mirski fremur ýtt undir fund-
arhald þetta.
Héraðanefndirnar, er nefnast „Sem-
stvo“, voru skipaðar af Alexander II árið
1864, og sýsia um sveita- og héraða-mál-
efni. — Það eru einu þjóðkjörnu nefnd-
irnar, sem til eru í Rússlandi, en ekki
eiga þær neitt atkvæði um alrnenn lands-
mál, enda hafa ihaldsmeDn aptur og apt-
ur reynt að takmarka verksvið þeirra, og
sérstaklega var Ptehve þeim mjög and-
vígur.
Þegar það varð hljóðbært að Svía-
topolsk-Mirski ætlaði að leyfa fundarhald
þetta, gerðu aðrir skrifstofuliðar þegar
öflugar tilraunir til þess, að fá honum
hrundið úr embætti, og því varð hann
að slaka það til, að leyfa fundinn ekki,
en líða hann þó. — Fundurinn er því
að eins skoðaður, sem „prívat“-fundur,
en þar sem fundarmenn era flestir aðals-
menn, og stóreignamenn, þá er líklegt,
að'"stjórnin hugsi sig vel um, áður en
hún ræður það með sér, að taka ekkert
tillit til óska fundarmanna, og það því
fremur, sem ella má vænta almeDnrar
uppreisnar hér og hvar í landinu, eins og
þar er nú ástatt.
Fundarmenn fóru og fram á, að þar
til almennt prentfrelsi yrði lögleitt, yrði