Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 15.12.1904, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 15.12.1904, Blaðsíða 2
198 Þ JÓB 7l LJI N.N leyft að gefa út bháð blað, er eigi væri háð neinni ritskoðun. Bænarskrá þessi hafði enn eigi yerið athent Nicolaj keisara, er síðast fréttist, og því óvíst enn, hvernig hann tekur þessari málaleitan. — En eigi var nú um annað tíðræddara á Rússlandi, sem von er, og er það nýlunda, að menn þori að tala upphátt um politik þar í landi. — Má ske, að nú fari að renna upp sá tím- inn, er ögn taki að rofa til á hinum politíska svartnætttishimni Rússaveldis. Bretland. Rannsóknarnefnd sú, er skipuð var, til þess að rannsaka mál Beck’s norska, er tekinn hafði verið í misgrip- um fyrir annan mann, og sætti margra ára betrunarhússvinnu í Lundúnum, svo sem blað vort hefir áður skýrt all-ýtar- lega frá, hefir nú lokið störfum sínum, og komist að þeirri niðurstöðu, sem allir töldu sjálfsagða, að ekki hafi verið ástæða til minnstu grunsemdar gegn honum. Balfour, forsætisráðherra, hefir legið í iktsýki um hríð, en var þó aptur far- inn að geta sinnt störfum sínum. — — Dönsk nýlendu-sýning. „Dansk Kunstflidsforeningu, eða for- maður þess félags, frú Emma Gad, hefir gengizt fyrir því, að stofnað verður til danskrar sýningar á munum frá „hinum dönsku hjálendum og nýlendum: íslandi, Grænlandi, Færeyjum, og Vesturheims- eyjum“. Sumir segja, að tilgangur sýn- ingarinnar sé, að auka þekkingu Dana á þessum „landshlutumu, en aðrir, að félag- ið ætli að hafa hana fyrir féþúfu. Sýn- ingin á að verða á sumri komanda í Kaupmannahöfn. Auk afurða „landshlut- annau á að sýna Skrælingja (Eskimóa) fjölskyldu, íslenzka, svertingja og fær- eyska við vinnu i híbýlum sinum (skræl- jngjakofa, íslenzkum moldarkofa o. s. frv.) Enn fremur á að sýna ýms einkenni landanna og þjóðanna. Þessi upplýsing ætti að nægja til þess, að íslendingar sæju, að sýningin verður til stór minnkunar og smánar, ís- lenzku þjóðerni og menningu. Fyrst og fremst er nafnið nýlendu- sýning (Koloni-Udstilling). Island er kallað nýlenda Dana. Þvi er ekki gjört liærra undir höfði, en Vesturheimseyjun- um, eða Grænlandi. Að vísu segir svo í boðsbréfi forstöðxinefndarinnar, að sýn- ingin sé fyrir „nýlendur Dana og Fær- eyjar og íslandu, en almenningur, og öll blöðin, kalla sýninguna einu nafni ný- lendu sýning, enda rétti Islands misboð- ið með þvi, að vera sett samhliða Fær- eyjum, sem eru stjórnskipulega innlim- aðar í Danmörku. Svo fast situr hjá- lenduhugmyndin í meðvitund Dana, að þeir setja ísland á bekk með ósiðmennt- um löndum, og héraði úr Danmörku, þrátt fyrir sérstök landsréttindi íslands, stjómarskrána og stjóraarbótina. Þá er sýningin sjálf. Eins og áður var drepið á, á hér að sýna islenzka fjöl- skyldu, við hliðina á svertingjum og Eski- móum. Geysi á að sýna; haft er eptir manni, sem er við sýninguna riðinn, og hefur séð Geysi, að slíka skrípastæling hefði hann aldrei sóð fyr. Norðurljós á að sýna með því, að veita, rafljósum um himininn!! Islenzkan bæ á ’að sýna. Geta menn þess til, að hann muni ekki verða barnanna beztur. Danir hafa áður reynt að gjöra eptirlíking af bæ, og er svo sagt, að sú eptirlíking hafi verið moldarhrúga, hol að innan! Islenzkar sýningar hafa ávallt verið illa úr garði gjörðar, og landinu til sneypu, og svo mun og verða um þessa, enda enginn frami fyrir Islendinga, að keppa við Eskimóa og svertingja. Undir þetta skrifa þeir herrar: ráð- herra H. Hafstein, prötessor Finnur Jóns- son, og dr. Valtýr Guðmundsson. Látum vera með Finn og Valtý — en ráðherrann? Sá maður, sem allra manna helzt á að gæta sóma og róttinda Islendinga, verður fyrstur, til að viðurkenna hjálendu nafnið. Gremja manna hér í 'Höfn er því að vonum afar-mikil, jafnt hjá öllum flokkum. Hér er um grundvallarsetningu að ræða, sem allir flokkar byggja á: Is- land er ekki hjálenda Danmerkur, oq á heimtingu á, að Danir viðurkenni það. En hvað á að gjöraj? Taka engan þátt í sýninqunni. Mót- mæla henni leynt og Ijóst, og ljá ekki einn einasta mun á hana. X. X. Brunnin hvalveiðistöð. . Hvalveiðistöðin að Suðureyri í Tálknafirðþ bæði íbúðarhús og verkmanna skúrar, brann til kaldra kola 4. des. síðastl., og er gizkað á, að skaðinn muni nema nær 100 þús. krðna. Mælt er, að húsin hafi vorið í eldsvoða-ábyrgðj en að likindum fæst ábyrgðarféð þó eigi greitt, nema hvalveiðistöðin sé reist aptur að Suður- eyri í Tálknaf irði. Ófrétt er enn, hvernig eldurinn hefir kvikna ð. Mjélkurskólinn hefir nú aðsetur sitt að Hvítárvöllum í Borg- arfirði, og verður þar að likindum framvegis, þar sem landbúnaðarfélagið hefir keypt þar hús, og látið stækka það, sem þörfum skólans henti. 10 námsstúlkur eru á mjólkurskólanum, sem stendur. Settur lœknir. Cand. med. Þnrvaldur Pálsson hefir verið sett- ur, til að gegna læknisstörfum í Keflavíkur-lækn- ishéraði, þar til Þorgrímur læknir Þórðarson á Borgum tekur við því á komandi vori. Fólksfjöldi 1 Reykjavík er talinn hafa verið um 8300 hinn 1. okt. síð- astl., eða 8'/.» þús., ef talið er, að um 200 bæj- arbúa hafi þá verið fjarverandi, svo sem blaðið „Reykjavík“ gizkar á. Tilsögn i nautgriparœkt. Frá miðjum febr. til miðs marzmánaðar nætsk. lætur landbúnaðarfélagið fara fram bóklega og verklega tilsögn í Reykjavík, að því er nautgripa- rækt snertir, og er sú tilsögn sérstaklega ætluð mönnum, er verða eptirlitsmonn nautgripafélag- anna, sem komin eru á fót i stöku sveitum. Ráðanautar félagsins, Guðjón Guðmundsson og Sig. Sigurðsson, eiga að hafa kennslu þessa á hendi. xyin., 50. | rökkrunum. —— Héraðslæknir Þorsteinn Jónsson í Vestmann- eyjum hefir skrifað ritstjóra „Þjóðv.“ á þessa leið: „Sannorð kona, er áður var í Rangárvalla- sýslu, en nú á heima hér í eyjunum, og sem eg þekki mjög vel, hefir sagt mér sögu þá, er hór fer á eptír: Árið 1893, 26. apríl, fórst skip við Landeyja- sand, er lö menn voru á, og drukknuðu fþeir allir. Bina nótt á vertíðinni 1893, löngu áður en skiptapinn varð, lá fyrnefnd kona vakandi í rúmi sínu, fyrir framan manninn sinn, og sá hún þá allt í einu mann standa fyrir framan rúmið, og virtist henni hann mæna upp fyrir sig, á mann hennar. — Stóð hann þarna stundarkorn, en leið svo burt, eða hvarf, og kveðst konan þá hafa orðið hrædd, en þó eigi þorað, að gefa neitt hljóð frá sér. Hún hafði veitt því eptirtekt, hvernig maður- inn var klæddur, og sagði hún manni sínum frá sýninni, og klæðnaði mannsins, daginn eptir. En um vorið, eptir skiptapann, er fyr var getið, fann maður konunnar einn þeirra, erdrukkn- að höfðu, rekinn af sjó, og var hann alveg eins klæddur, og í eins litum fötum, eins og umjiótt- ina, er hann birtist konunni. Þess skal getið, að þegar konan sá sýnina, var maður sá, er henni birtist, og bóndi hennar síðar fann sjórekinn, til sjóróðra úti i Vestmann- eyjum“. >1 íiiinxiltit. 8. nóv. síðastl. andaðist í Húsavíkur- verzlunarstað húsfrú Katrín Jönsdóttir, kona Ara Jochumssonar, bróður síra Matt- híasar þjóðskálds. — Katrín sáluga var fædd að Höllustöðum í Reykhólasveit í Barðastrandarsýslu, þar sem foreldrar hennar, Jón bóndi Magnusson og Þóranna Jönsdóttir, bjuggu um þær mundir, og ólst hún upp hjá þeim, unz hún var kom- in yfir tvítugt, er hún réðist, sem vinnu- kona, til sira Ólafs Johnsen á Stað á Reykjanesi. — Þar giptist Katrín sáluga eptirlifandi manni sínum Ara Jochums- syni, og varð þeim hjónum alls 7 barna auðið; en að eins eitt barna þeirra náði fullorðinsaldri, síra Jón Arason, sem nú er prestur að Hiísavík, og hjá honum hafa foreldrar hans dvalið lengstum, síð- an hann byrjaði prestskap. — Katrín I séluga var væn kona, vönduð og fáskipt- m, að dómi þeirra, er henni kynntust. Bessastöðum 15. des. 1904. Tíðarfar. Síðan síðasta nr. blaðsins kom út, hafa haldizt stillviðri, og all-miklar frosthörkur, unz úr frostinu dró i gær. Skip Thore-félagsins „Tryggvi kongur“ kom loks frá Vestfjörðum 8. þ. m., og lagði degi síð- ar af stað til útlanda. Meðal farþegja, er fóru með skipinu, voru kaupmennirnir: Einar Þorgilsson frá Óseyri, og frá Reykjavík: Bj'órn Kristjánsson, Geir Zoega, R. Braun og Th. Thorsteinsson konsúll; enn frem- ur frá ísafirði Jöhannes Pétursson kaupmaður, verzlunarmaður Páll Torjason frá Flatoyri; snikk- ararnir Magnús Blöndal, Sveinn Jónsson og Ó laý- %ur Guðmundsson, nllir úr Reykjavík; Ambjörn Ólafsson, Keflvikingur; ungfrúrnar Hdga Havsteen og Margrél Ólaýsdóttir úr R.vík, fiú Ingveldur Guðmund8dóttir frá ísafirði, o. fl. o. fl. Innbrotsþjófnaður var framinn í Reykjavík aðfaranóttina 8. þ. m., brotizt inn í eitt af geymslu-

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.