Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 22.12.1904, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 22.12.1904, Blaðsíða 1
Terð árgangsins (minnst 52 arkir) 3 kr. 50 aur.; \ erlendis 4 kr. 50 aurog i Ameríkn doll.: 1.50. Borgist fyrir júnímán- j aöarbk. ÞJÓÐVILJINN. -—. 1= ÁTJÁNDI ÁR9AN6UR. ==| -- -t—tsr* |= RITSTJ 6 R I; SKÚLI THORODDSEN. =M—*- | Vppsogn skrifleg, ógild | netna komin sé. til útgef- I anda fyrir 30. dag júní- j mánaöar, og kaupandi 8amhliða uppsögninni \ horgi skuld sina fyrir \ blaðið. M 51. Bessastöbom, 22. des. 19 0 4. Ifna og lldavélai selur Iristjdn l’orgrímsson. TIL JÓLANNA fæst nú, eins og að undanförnu, í verzlun P. J. Thorsteinsson & Co. í Hafnarfirði: Hveiti. — Gerpnlver. — SSit i‘onoÍi:i- — Kartöílumjöl. Inirrkuð Epli. — Kirsiber. — úsínui'. — Sveskjur. — Möndlur. — Kardimoiumur. stór jólakerti og smá, og óteljandi margt fleira. er hefst á næstk. nýári, verður að minnsta kosti 52 tölublöð, og kostar árgangurinn 3 kr. 50 a., sem verið hefir. ... ... Gjalddági blaðsins er fyrir júní- lok ár hvert. „Þjóðv.“ flytur greinilegar fréttir, innlendar og útlendar. „Þjóðv.“ flytur skemmtilegar sögur, nefian máls, í flestum nr. sinum. ,,Þjóðv.“ skýrir frá nýjum uppfundn- ingum, ogflytur fræðigreinar ýmis konar. „Þjóðv.“ flytur ýmis konar drauma- og kynja-sögur, er styðjast við sanna at- burði. „Þjóðv.“ ræðir öll landsmál hlut- drægnislaust, frjálslega og einarðlega, og dekrar hvorki fyrir landstjórnarmönnum, né öðrum. „Þjó[óv.“ lætur sér sérstaklega annt um fað, að vernda réttindi ogsjálf- stœði landsins gegn erJendum, eða inn- lendum, yfirgangi. „Þ j ó ð v.“ styður öfluglega allar at- vinnugreinar þjóðarinnar, og hvers konar viðleitni einstakra manna, er til framfara lýtur. ^„Þj ó ðv.“ styður vísindi, og fagrar list- ir, og flytur ritdóma um nýjar bækur, sem blaðinu eru sendar í því skyni. „Þjóðv.“ telur sér ekkert manfllegt óviðkomandi vera. Menn eru beðnir að athuga, að ýmsar greinar í „Þjóðv,“ eru jafnan prentaðar með smáletri, svo að blaðið verður yfir- leitt mun efnismeira, en sum ÖDnur blöð, þótt brot þeirra sé ögn stærra. Þeir, sem gerast vilja kaupendur að 19. árg. „Þjóðv., og greiða aðminnsta kosti helming árgangsins fyrir fram, fá óheypis frekar 200 bls. af skemmtisögum, og að auki siðasta ársfjórðuDg yfirstand- andi árg. blaðsins, ef óskað er, og með- an til hrekkur. Útsölumenn, er útvega minnst 5 nýja baupendur, og standa skil á and- virði blaðsins, fá, auk vanalegra sölu- launa, eitt eintak af einhverri af forlags- bókum ritstjóra „Þjóðv.“, er þeir helzt kjósa, t. d. skáldsögu Jóns Thoroddsens „Maður og kona“, er væntanlega verður fullprentuð á vori komanda. í Eeykjavik geta nýir kaupendur gefiðjf sig fram hjá hr. Slída Sívertsen í Ingólfsstræti, en í Hafnarfirði[hjá hr. v erzlunarstjóra Sigjúsi Bergmann, ef þeim er það fyrirhafnarminna, enað sendarit- stjóranum línu. . Gerið svo vel, að fresta ekki að panta blaðið, svo að upplag hlaðsins verði stækkað, sem þörf er á. tJtlöna. Til framhalds útlendu tíðindunum í síðasta nr. blaðs vors, skal þessara tíðinda getið: Trakkland. Af þingi Frakka er það helzt tíðinda, að CWi&es-ráðaneytið hefir lagt fyrir þÍDgið frv. um skilnað rikis og kirkju, sem i ráði hafði verið, og unir Píus páfi því afar-illa. Syveton þingmaður, er barði André, her- málaráðherra, i þingsalnum, svo sem áð- ur hefir getið verið i blaði voru, var tek- inn höndum skömmu siðar, og hefir ver- ið höfðað mál gegn honum; en þó var honum sleppt úr varðhaldi gegn þvi, að hann lofaði því við drengskap sinn, að vera til taks, hvenær sem hann yrði kall- aður fyrir réttinn. Þau eptirköst hafði og viðureign þeirra Syveton’s og André’s, að André beiddist lausnar frú ráðherrastörfum, og heitír nýi hermálaráðherrann Henry Maurice Berte- aux, 52 ára að aldri. Hann er eigi hermaður, en hefir fengizt mikið við her- mál á þingi, og mælist því skipun hans fremur vel fyrir. — — — Þýzkaland. Það þykir nýung, að Vilhjálmur keisari er tekinn að náða ýmsa, sem dæmdir eru fyrir móðgunaryrði gegn honum, þvi að ekki hefir haDn fyr beitt náðunarrétti sísum í þeim málum, sem verið hafa ærið tið á Þýzkalandi. 12. nóv. reyndi snikkarakona í borg- inni Köningsberg, Kaleks að nafni, að fyrirfara sér, ásamt 4 ungum börnum sínum, lít af suDdurlyndi, er orðið hafði milli hennar og manns bennar. — Yngsta barnið boið bana, en konunni, og hinum bcrnunum, var bjargað, og hefir nú móð- irin verið sett i varðhald. Við eyjuna Femern strandáði ný skeð enska gufuskipið „Ardle“, og fékk það svo mjög á skip8tjórann, að hann missti vitið, og var því fluttur á vitfirringaspít- ala i Kíel. 25 ára gamall skósmiður í Berlín, &chung að nafni, varð ný skeð allt i einu óður, og myrti bæði systur sina, og bróð- ur, en annar bróðir hans gat bjargað sér undan út um glugga. — Svissaraland. Þar var afar-snjóasamt í nóv., og 22.—24. nóv. var þar samfelld kafaldshríð í 2—3 daga, svo að dalir voru allir fullir af fönn, og ófært yfir fjalla- skörðin. All-torvelldlega hefir gengið að grafa jarðgöngin gegnum Simplon-fjallgarðinn, því að þegar komið var all-iangt inn í fjallið, ráku menn sig á heitar uppsprett- ur, og varð því að hætta verkinu um tveggja mánaða tíma; en nú hefir verk- fræðingum t.ekizt, að leiða heita vatnið burt, og er því aptur tekið til óspilltra málanna. — Austurríki—Ungverjaland. 9.—10. nóv. gengu afskapa-ofviðri í Vínarborg, er ollu miklu eignatjóni, og margt manna hlaut meiðsli. Járnbrautargöng var ný skeð verið að grafa í grennd við borgina Tríest, en með því aðjarðgöngin gengu gegnum kola- lög, söfnuðust svo miklar gastegundir í göngunum, að sprenging varð af, og biðu ellefu verkamenn bana. Verkfall var í Vín i nóv.; það voru verkamenn, er starfa í kolanámum, er vinnu hættu, og urðu því ýmsar verk- smiðjur að hætta störfum um hrið. — Nokkrum róstum olli og verkfall þetta í borginni, velt um koll sporvögnum o. s. frv. Róstusamt varð ný skeð á þingi Ungverja, stólakast o. s. frv., með þvíað minnihluta flokkunum þótti rétti sínum misboðið^með breytingu, er gjörð var á þingsköpunum. — Að lyktum genguminni- hlutamenn allir út úr þingsalnum, syngj- andi Kossuthsöng'uni (ungversk frelsis- ljóð).-------- Spanski skaginn. 17. nóv. gerðist sá atburður í borginni Barcelona, að dyra- verði í ráðhúsi borgarinnar var færð karfa, og þóttist maður sá, er kom með hana, hafa fundið hana á götunni, og mæltist því til þess, að hún væri látin þar, sem fundnir munir eru geymdir, svo að henni yrði til skila haldið. — Dyravörður tók í grandleysi við körfunni, og maðurinn fór

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.