Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 22.12.1904, Blaðsíða 4
204
Þjóðviljinn.
XVIII., 51.
as
Nýtt 1 Hafnarfirði.
Eins og allir vita, og ekki eru neinar nýungar, hvorki ‘í Hafnar-
flrði, eða annars staðar, eru jólin mesta stórhátíð ársius.
Til Þess að fullkomna
jólagleðina
j ó 1 agjafi mar.
eru
Það er aiveg spánnýtt í Hafnarfirði, að geta þar fengið gagnlegar,
fagrar og ódýiar jólagjafir. —
selur nú mjög margbreytta muni
til jólagjafa
handa fuliorðnum og börnum. —
Komið og skoðið!
Aiiir vclKomnir:
Otto Monsteds
claiiska smjörlíki
gi bezí.
Yerzlun
P. J. Thorsteinsson & Co. í
Hafnarfirði
selur Epli og vínl>er*
mjög ódýrt.
HStee
J'Xargarim
er aftíð öen Seóste.
Eimreiðin.
Skemmtilegasta tímarit á íslenzku.
Ritgerðir, myndir, sögur, kvœði.
æ
co
O:
tí*
<
O
HS
CSl
tí"
I
s
rji
a>
PRBNT8MIÐJA HJÓÐVILJANS.
202
„Mig dreymdi —“
Dacre þagnaði allt í einu, og var auðsætt af svip
hans, að lionum var þó eigi lítið niðri fyrir.
„Það veit sá, sem allt veitu, mælti hann svo, „að
það gæti orðið skemmtile'g tilraun! Þú hefir sjálfur mjög
næmar, og móttækilegar taugar“.
„Jeg hefi aldrei reynt neitt á það“, svaraði eg.
„Þá reynum við það í kvöld“,mælti Dacre. „Eða
má jeg ekki biðja þig, að gera mér þann greiða, að láta
trektina hjá koddanum þinum, er þú ferð að sofa?“
Enda þótt mér þætti þessi ósk hans all-hjákátleg,
og gerði mér alls enga von um, að þessi tilraun hans
myndi heppnast, féllst eg þó engu að síður á tillögur
hans.
Dacre tók þá borð, og setti það mjög hátíðlegavið
höfðalagið á rúmi mínu, og lagði síðan trektina á borðið.
Við skröfuðum svo enn nokkra stund, unz Dacre
bauð mér góða nótt, og gekk út úr herberginu.
* *
*
Jeg var enn stundarkom á fótum, og var að hugsa
um það, sem á góma hafði borið um kvöldið, og velta
því fyrir mér fram og aptur, hvort hugsanlegt væri, að
eitthvað bæri fyrir mig um nóttina, og var jég frernur
vantrúaður á það.
Þó skal því eigi neitað, að öll framkoma Dacre's,
stóri salurinn, og allt, sem umhverfis mig var, hafði haft
töluverð áhrif á mig, svo að eg var örari í lund, en eg
átti vanda til.
Loks háttaði eg, og slökkti ljósið, velti mér lengi
fram og aptur í rúminu, og sofnaði svo að lokum.
203
Jeg skal nú reyna, að skýra svo nákæmlega, sem
mér er frekast auðið, frá þvi, er fyrir mig bar, eða mig
dreymdi, enda hefir ekkert, sem eg hefi séð í vöku, fest
sig jafn glöggt í minni mínu.
Jeg þóttist staddur í herbergi, er varlíkast kjallara,
og hvildi þak-hvelfingin á fjórum digrum bjálkum, er stóðu
sinn í hverju borni.
Smíðið var látlaust, en afar-traust, og var auðsætt,
að kjallari þessi var undir einhverju stórhýsi.
Þar sátu þrír menn á palli, undir rauðleitri tjald-
hvelfingu, er höfðu svartar, koll-háar húfur á höfði.
Þeir voru alvarlegir, og þungir á svipinn.
Til vinstri handar stóðu tveir menn, er voru í síðum
sloppum, og héldu á veskjum, er voru troðfull af skjölum.
Til hægri handar, gagnvart mér, stóð stúlka, lág
vexti, bjarthærð, með emkennileg, ljósblá augu.
Hún var að vísu eigi ung, en þó tæpast miðaldra,
nokkuð feitlagin. og svipurinn frernur drembilegur.
Fölleit var hún nokkuð, en andlitið þó stillilegt, og
þó að það væri frítt, var þó eigi laust við, að drættirnir
umhverfis munninn bentu á grimmd, eða skaphörku.
Hún var í hvítum sloppi, skósíðum.
Magur klerkur, er virtist vera rétt óða-mála, stóð
hjá henni, og hvislaði einhverju í sífellu í eyra henni,
og brá upp krossmarki öðru hvoru.
En stúlkan sneri andlitinu hvatlega frá krossmark-
inu, og einblíndi á mennina þrjá, er eg þóttist vita, að
vera mundu dómarar hennar.
Jeg starði einnig á menn þessa, og stóðu þeir þá
UPP> °g sögðu eitthvað, án þess eg heyrði þó orðaskil;