Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 22.12.1904, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 22.12.1904, Blaðsíða 2
202 Þjóbvil jiicw. xvin., 51. leiðar sinnar; en er dyravörður íór að at- huga körfuna betur, virtist honum rjúka upp úr henni, og kastaði henni þvi frá sér, en þá sprakk vítisvél, sem i körfunni var, með ógurlegum hvelli, og urðu 21 menn sárir, er þar voru í grennd, og voru þrír þeirra þegar dánir úr sárum, er síðast fréttist. Heitið hefir verið 5 þús. peseta verð- launum, ef einhver geti bent á þorpar- ann, er glæp þenna hefir unnið, en eigi var þó enn neitt orðið uppvíst um það, er síðast fréttist. Stjórnin hefir nú lagt fyrir þingið frumvarp, til að hnekkja morðráðum an- arkista, og er það mjög svipað frv., er Can- ovas lagði fyrir þingið 1896. Carl, konungur í Portugal, lagði 12. nóv. af stað, ásamt drottningu sinni, í kynnisferð til Bretlands, og komu þau hjón þangað 15 nóv., og fengu glsesileg- ustu viðtökur hjá Játvarði kongi. Ítalía. Þeir atburðir gerðust ný skeð i þorpinu Polignano við Adría-hafið, er vakið hafa mikið umtal. Læknir þar í þorpinu, dr. PeUegríní að nafni, hafði fyr- ir rúmum tveim árum kynnzt ungri, lag- legri stúlku, AppoUoníu að nafni, dóttur efnaðs vagnstjóra, er Gallíusí hét, og heitið henni eiginorði, en brugðið heit sitt, eptir að hafa tælt stúlkuna. — Þessu reiddust vandamenn stúlkunnar, sem von var, og komu því til leiðar, að höfð- að var mál gegn dr. Pellegríni, og var hann í héraði dæmdur í eins árs fang- elsi, fyrir að hafa tælt ófulltíða stúlku, og sviptur læknisembætti sínu; en yfir- réttur ónýtti dóminn, og sýknaði dr. Pellegríni, og óx þá hatur vagnstjórans, og annara vandamanna stúlkunnar, um allan helming, svo að dr. Pellegrini þorði hvergi óvopnaður að vera, og bar því jafnan hlaðna skammbyssu, hvert sem hann gekk. — En einn daginn, er dr. Pellegrini, og bróðir hans, voru á gangi á einni af götum bæjarins, mættu þeir Gallíusi vagnstjóra, konu hans, og bróð- ur, ásamt Appoloniu, og sló þegar íbar- daga. — Gallíusí, og hans fólk, hafði barefli, og sveðjur, en bræðumir skamm- byssur, og urðu þær lyktir á, að Gallíusí, kona hans, og bróðir, biðu bana, en Appol- lonía varð hættulega sár. — Bræðamir hlutu og báðir mikil sár, og andaðist dr. Pellegríni nóttina eptir. Balkanskaginn. Tyrkjasoldán hefirný skeð leitað láns hjá bönkum á Bretlandi. — Það era 100 milj. franka, sem soldán þykist þarfnast, en lánstraust Tyrkja lítið, sem fyr, svo að mjög hæpið þótti, að lán þetta fengist. Griska gufuskipið „Elpis“ fórst ný skeð í Svartahafi, og drakknuðu þar um 60 menn. Bandaríkin. 19. nóv. var i Washing- ton afhjúpað líkneskí Friðriks mikla Prússa-konungs, er Vilhjálmur keisari hafði gefið Bandamönnum. Á gripatorginu í Jersey-City vildi ný skeð það slys til, aðkviknaðií slátrunar- húsum, þar sem mesti urmull svína var geymdur. Brunnu þar 3 þús. svín, og 4 þús. svínsskrokkar, en 40 þúsundir svína gátu brotizt út, og hlupu öskrandi um götur borgarinnar, og þóttu ófrýn læti. Um miðjan nóv. ruddust ræningjar inn hjá þýzkum presti, Baumann að nafni, í þorpinu Beranza, myrtu klerkinn, konu hans, bam þeirra, og vinnukonu, og rændu öllu, sem fémætt var í húsinu. 14. nóv. gekk afskaplegt óveður yfir austurhluta Bandaríkjanna, með blind- hríðar-byl. — Fjöldi skipa skemmdist, járnbrautarlestir komust eigi áfram, og frétta- og tal-þræðir eyðilögðust, og er fullyrt, að eigi hafi orðið jafn miklar skemmdir af óveðri i Bandaríkjunum, síð- an árið 1888. — Manntjón varð nokkuð, en þó eigi stórkostlegt. 18. nóv. sprangu gas-ílát í gasverk- smiðju í Chicago, og biðu 40mennbana. Um sýningarsvæðið í St. Louisgeng- ur ofur-lítii jámbrautarlest, er flytur sýn- ingargestina fram og aptur um sýning- arsvæðið. — A lest þessa réðu ræningjar 16. nóv. síðastl., og rændu 3 sýningar- gesti öllu fémætu, er þeir höfðu meðferðis. Brazilía. 13. nóv. síðastl. urðu all- mikiar óspektir í höfuðborginni Rio de Janeiro, og barist þar á götunum. — Sprattu óeyrðir þessar af óánægju yfir framvarpi um bólusetningar-skyldu, er þingið hafði til meðferðar, og notuðu ýmsir liðsforingjar, einkum kennarar við hermannaskólann, og nokkrir þingmenn, sér óánægju þessa, til þess að reyna að kveikja almenna uppreisn. — I óspektum þessum biðu nokkrir menn bana, og marg- ir urðu sárir, þar á meðal Travassos, for- stöðumaður herskólans, sem var einn af aðal-forsprökkum uppreisnarmanna. — Sodre þingmaður, er átt hafði þátt í ó- spektunum, réð sór og bana. — Afríka. Gnótt gulls hefir ný skeð fundizt í Victoría-héraðinu í Mashona- landi. í námum í Transvaal lenti ný skeð í bardaga milli Kinverja og innfæddra verkamanna, og urðu margir sárir í þeirri viðureign. — Kína. Þar vex fylgi „hnefamannaa óðum, enda fara kínverskir munkar fram og aptur um landið, og æsa landslýðinn gegn hvítum mönnum, svo að „hnefa- menn- era nú taldir miklu liðfleiri, en 1899, og margir æðstu hershöfðingjar á þeirra bandi. — Nýlega unnu „hnefa- menn- sigur á hersveitum stjómarinnar við Líutshufu í Kvangsi-héraði, og kvað hafa náð 5 stórborgum á sitt vald, og hafa því kaupmenn, og efnamenn, flúið þaðan hópum saman. Sektaður botnTCrpin)fur. „Beskytteren11, landvarnarskip Dana við Fær- eyjar, sem dvalið hefir bér við land um hrið, tók ný skeð botnverping, er var að landhelgisveiðum, og fór með hann til Vestmanneyja. Það kostaði botnverpinginn 2700 kr. sekt. Óveitt prestaköll eru: Sauðanes f Norður-þingeyjai’prófastsdæmi, metið 1506 kr. 74 a. — A bruuðinu hvfla eptir- stöðvar af landssjóðslini til steinhúsbvggingar, er tekið var 17.. marz 1883, og upprunalega var 4 þús., en átti að' afborgast og ávaxtast með 6°/0 á 28 árum. Hrwni í Arnesprófastsdæmi (Hruna- og Tungu- fellssóknir^, metið 1294 kr. 27 a. — Prestsekkja nýtur náðarárs, og. sfðan 94 kr. 27 a. í eptir- laun. — Á brauðinu hviia eptiarstöðvar af 2800 kr. lámi, er tekið> var til húsbyggingar 1897, og endurborgast á 28> áirum. Umsóknarfrestur um bæði þessi brauð er til næstk. janúarloka,. og veitast frá næstk. far- dögum. Taugaveiki hefir gert vart við sig á Eyrarbakka, í húsi Pétnrs GuðmundSsmar barnakennara, og hefir þvi barnaskólanumi á Eyrarbakka verið lokað fyrst um sinn. Prentara-samtökin. Ný p rentsmiðju-stofnun. Allur þorri prentara í Reykjavík hefir í vetur buadizt fólagsskap, til að koma á fót uýrri pireutsmiðju í Reykjavík, og er tilætlunin,. að prentsmiðja þessi taki að sér alla opinbera prentun (Stj.tíðindi, landshagsskýrslur, alþingistíðindi o. fl.), auk annars. — Félag þetta hefir þegar koypt sér lóð í Reykjavík, og or að láta reisa þar tvílypt stórhýsi, 25-|—15 álnir að stærð. Félag þetta kaupir, eða hefir þegar keypt, prentsmiðju hr. Þorvarðar Þor- varðssonar, sem prentað hefir stjórnar- málgagnið „Reykjavík-, og ætlar að nota hana, jafn framt öflugri nýrri hraðpressu, sem pöntuð var frá útlöndum. Fullyrt er, að nær allir prentarar, er nú vinna í prentsmiðju „Isafoldar-, og í gömlu „Félagsprentsmiðjunni-, séu við fyrirtæki þetta riðnir, svo að „ísafoldar“- prentsmiðjan haldi að eins eptir einum prentara nú á nýárinu, og „Fólagsprent- smiðjan- sömuleiðis einum, eða engum, enda kvað það hafa verið tilætlunin, sem alls ekki hefir farið mjög dult, að reyna helzt að knýja báðar þessar prentsmiðjur til þess, að verða að hætta algjörlega, að minnsta kosti í svip, svo að nýja prent- félagið geti náð í störf þeirra. í þessu skyni kvað prentarafélagið einnig hafa gert öflugar tilraunir, til þess að hindra, að erlendir prentarar fáist til Reykjavíkur. ’ rt svo frá, að verk- fall só í Reykjavík(!), sem virðist þónokk- uð liðugt krítað. Mælt er, að hlutafólag þetta þurfi alls um 60 þús. króna, til þess að koma fyrir- tæki þessu á fót, og enda þótt hlutafóð muni enn naumast fara mikið fram úr tí- unda hluta þeirrar upphæðar, sór þó ekki á, að peningana skorti, enda er það opin- ber leyndardómur, að það eru ýmsir stœk- ustu Jtokksrnenn stjórnarinnar, er að baki standa, og hafa ýtt undir fólagsskap þenna, og komið honum af stað, í þeim miður góðgjarnlega tilgangi, að hafa atvinnu af politiskum andstæðingum, sérstaklega „ísafold- og „Fólagsprentsmiðjunniu, því að það er vitanlega eitt af fyrstu og æðstu boðorðunum í fræðum þeirra, að hugsa eigi að eins fyrir þvi, að allir „stjórnarbitar- lendi í vösum sjálfra

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.