Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 06.01.1905, Síða 1

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 06.01.1905, Síða 1
Verð árgangsins (minnst; 52 arkir) 3 kr. 50 avr.; \ erlendis 4 kr. 50 aur., og í Ameríku doll.: 1.50. Borgist fyrir júnímán- aðarlok. ÞJOÐVILJINN. M 1. II Bessastöðum, 6. JAN. j Uppsögn skrifleg, ógild nema komin sé til útgef- anda fyrir30. dag júní- j mánaðar, og kaupandi samhliða uppsögninni borgi skuld sína fyrir blaðið. 19 0 5. Ifna og ildavélar s e ! n r Iristjdn jsorgrímsson. 11 j ó s d 1 f a r. Vetur gamli á leiða lund, leyfir sjaldan gaman, þvi hefir okkur alla stund illa komið saman. Nóttin er mín þyngsta þraut, þegar hún tekur völdin: hún fer seinna og seinna á braut, sezt að fyrr á kvöldin. Dagurinn flýgur lágt við lönd, likt og hann gugni bráðum, þegar hin kalda klakahönd klippir af væDgjum báðum. Það mega heita heppnis jól, hafi þau geisla veika, komna langt frá lágri sól, loppna, þreytta og bleika. Hann er næmur svalinn sá, sem það myrkur færir; vinir þeir, sem verma þá, verða lengi kærir. Skjól eru fá að flýja til, fölskvaður margur eldur. Loks á Byron engan yl, ekki Njála heldur. * * * Upp úr gleymsku gægjast þá gamlar rímna stökur, sem oss áður optast hjá urðu skemmstar vökur. Þær eru margar lærðar litt, leita skammt til fanga, enij þær klappa yndisþýtt eins og börn á vanga. Mörg sú neyð, sem örgust er, og jeg kveið í hljóði, síðast leið við söng hjá þér, Sigurður Breiðfjörð góði. Alfar bjartir hoppa heim. Húmið svarta farið. Jeg á margt að þakka þeim, þeir hafa hjartað varið. Þorsteinn Erlingsson. Át a s:k í p t i n. Arið 1904, sem kvaddi oss fyrir skemmstu, mun yfirleitt verða taliðíröð betri ára hér á landi, sérstaklega að því er til landbúnaðarins kemur. Að því er veðráttufar snertir, var vet- Tirinn í fyrra, frá nýárinu, að visu all- Timhleypingasamur, en frosthörkur sjaldan miklar. — Vorið var víða óstöðugt, og stormasamt, ekki sizt á norðvestur-kjálka iandsins, unz tíð breyttist með hvíta- sunnu, og hélzt síðan öndvegistíð til á- gústloka, nema saggasamt nokkuð ísum- um sveitum hér sunnan lands. —- Sum- arið varð því gott og hagstætt, grasspretta í all-góðu lagi, og nýting heyja þolanleg, og i mörgum héruðum ágæt, og kom það sér eigi hvað sízt vel i héruðum norðan og austan^ands, og í Strandasýslu norð- anverðri, þar sem árferðið kreppti harðast að mönnum árið áður. Með septemberbyrjun gerði mestu hrakviðratið, einkum á suður- og vestur- landi, svo að nauðsynlegustu haustverk- um bænda var lítt sinnandi; og þó að naumast gæti heitið, að snjó festi á lág- lendi á suðurlandi til árslokanna, þá kom sauðfé þó víða snemma á gjöf í öðrum landsfjórðungum. Síðari hluta desember- mán. hafa þó hér syðra haldizt hægviðri, og einkar mild tíð. Auk þess er heyfengur bænda varð almennt í betra lagi, eptir sumarið, varð og uppskera af garðávöxtum í bezta lagi, einkum á suðurlandi. Bjömabúum fjölg- aði að mun á liðna árinu, og að því skapi óx smjörsalan til Englands. — Enn fremur voru og haldnar búpeningssýning- ar á nokkrum stöðum, og nautgriparœkt- arfelögum komið á stofn, og fleira starf- að landbúnaðinum til þrifa. Að því er sjávarktveginn snerti, lánað- ist þilskipa-ajlinn við Faxaflóa mikið vel, en öllu lakar annars staðar, og mátti telj- ast mjög rír á flestum þilskipum, er frá Isafirði ganga. — Bátfski var all-gott á Austfjörðum, í Vestmanneyjum, ogíver- stöðunum austan fjalls, og dagott einnig við Faxaflóa sunnanverðan, og undir Jökli, en tregt á Eyjafirði, og við Isa- fjarðardjúp var sannkallað neyðarár til sjávarins, eitt af allra lökustu árum, er þar hafa komið langa lengi. SíJdveiði var all-góð á Eyjafirði, og á Siglufirði, um tíma, en stopul á Aust- fjörðum. — Reknetaveiðar, frá norður- og austurlandi, lánuðust á hinn bóginn all- vel. — Hvalaveiðar Norðmanna gengu einnig all-viðunanlega. Verzlun var landsmönnum mjög hag- stæð, þar sem fiskur var i hærra verði, en um mörg undan farin ár, og ud einn- ig mun hærri, en árið áður, og aðrar af- urðir landbúnaðarins í all-góðu verði. — A útlendri nauðsynjavöru var verð mjög líkt þvi, er var árið fyrir, eða engu lakara. Að því er atmcvna heilbrigði snertir, var liðna árið einnig fremur hagstætt.— Að visu var mislingasótt í ísafjarðarkaup- stað, og í Norður-Isaf jarðarsýslu, er tíndi þar upp flest heimili, þar sem einhver var, er eigi hafði haft mislinga áður, en fremur var veikin væg, óg olli litlum manndauða, sem betur fór; ogþóaðveik- in bærist af sóttkvíaða svæðinu á nokkra bæi í Yestur-ísafjarðarsýslu, og í Barða- strandar- og Stranda-sýslur, þá breiddist hún þó eigi út, að því er spurzt hefir. En þó að eigi gengju neinar stór- sóttir yfir landið á liðna árinu, var Ijá- maðurinn, Dauði gamli, þó viða á ferð- inni, sem fyr, og hjó drjúgum skörð í ástvinahóp ýmsra manna, svo að vér eigum ýmsum nafnkunnum mönnum á bak að sjá. — Meðal lærðra manna, er dóu á árinu, má nefna: dr. Jbn Þorkelsson, fyrrum rector (f 21. janúar), Halldór Guðmundsson, fyrrum skólakennara (fl3. febr.), skólakennara Björn Jensson (f 19. febr.), sira Ólaf Helgason á Stokkseyri (f 19. febr.), cand. philos. Eirík Sverrisen (f 13. maí), lækni lómas Helgason (f 16. júni'), síra Steindór Briem í Hruna (f 16. nóv.), Pál Briem amtmann (f 17. des.), sírs Arnljót Ólafsson á Sauðanesi, og síra Magnús Gíslason, uppgjafaprest á Kvíg- indisfelli (f 23. apríl). Af konum, eða ekkjum, lærðra manna, er létust á árinu, má nefna: sýslumanns- ekkju Guðlaugu Jensdbttur (f 7. janúar), læknisfrú Guðrfmu Björnsson (f 29. jan- úar), ekkjufrú Sigríði Stefánsdóttur Bríem í Hruna (f 28. apríl), prestsfrú HöLmfríði Þorsteinsdóttur á Sauðanesi, rectorsfrú Sigríði Jónsdöttur (f 21. okt.), og prests- ekkjurnar Guðrúnu Helgadóttur í Reyk- holti (f 6. nóv.) og Helgu Magnúsdóttur í Reykjavík (f 18. des.) Meðal heldri leikmanna, er önduðust á nýliðnu ári, skulum vér nefna: hrepp- stjora B/örn Þorláksson á Varmá (f 27. febr.), skipherra Pétur Björnsson á Bíldu- dal (f i fobr.), kaupmann Magnús Joch- umsson á Isafirði (t 9. marz), kaupmann Valgarð Ó. Breiðfjörð (t 16. apríl), Daníel Á. Tliorlacius, fyrrum kaupmann í Stykk- ishólmi (t 31. ág.), Helga bónda Pétursson á Litlu-Eyri, Jón bónda Jónsson á Deild (t 19. nóv.) Meðal heldri kvenna, er létust á fyrra ári, má enn fremur nefna: Ingibjórgu lorfadöttur, forstöðukonu kvennaskólans á Akureyri (t 6. febr.), ekkjuna Ingveldi Jafetsdöttur í Innri-Njarðvík (t 5 marz), leikkonuna húsfrú Þöru Sigurðardöttur í Reykjavík (t 1. april), ekkjuna Jórunni Magnúsdóttur á Möðruvöllum (t 21. maí), ekkjufrú Sylvíu N. Thorgrímsen (t 20. júni), ekkjuna Guðrúnu Asgeirsdóttur á ísafirði (t 15. ág.), húsfrú Margréti Sig- urðardóttur á Ytri-Búðum (t 5. sept.), ekkjufrú Ingibjörgu Jóhannsdóttur Hansen í Reykjavík (t 11. des.), húsfrú Ónnu Hafiiðadóttur í Reykjavík (t 14. des.) o fl. Til merkisatburða gamla ársins mun

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.