Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 06.01.1905, Page 3

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 06.01.1905, Page 3
XIX., 1. Þjóðviljinn . 3 Betar, að prentararnir ættu það ekki eptir, að reka sig fremur óþægilega á það, að vinalæti stjórnarliða, og bráðabirgða-hjálpsemin þeirra, get- ur, áður en lýkur, snúizt upp i ærið gráttgaman. Blaðið „Ingólfur“ skiptir um ritstjóra nú um áramótin, og tekur cand. phílos. Benedikt Sveinsson við ritstjórninni, í stað cand. mag. Bjarna Jónssonar, sem annazt hefir ritstjórnina, síðan blaðið var stofnað. Mörgum þykir óefað eptirsjá að hr. Bjarna Jðnssyni, er hann sleppir ritstjórninni, en þar sem hr. Ben. Sveinsson hefir átt góðan þátt í politík „Landvarnarmanna11 að undanförnu, þá má óefað treysta þvi, að „Ingólfur11 fylgi lands- réttindamáli voru engu siður röggsamlega hér eptir, en hingað til. Með friði og spekt hefir allt verið i lærða skólanum í vetur, sem betur fer, og er það að vísu eigi vottur þess, að piltum hafi yfirleitt geðjazt vel að afskiptum stjórnarinnar af málefnum skólans, sem þvert á móti hafa vakið megna óánægju í skólanum, sem annars staðar. TÞað, sem mestu ræður, er á hinn hóginn mjög rík meðvitund pilta pm það, að sérhver ókyrrð, er nú brvddi á, yrði skoðuð, sem eins konar upp- reisn fyrir Björn M. Olsen rector, og ekkert er piltum fjær skapi. Óefað eru og lærisveinar lærða skólans engu óstýrilátari, eða meiri fyrir sér, þrátt fyrir óspekt- irnar í fyrra vetur, en piltar gerast almennt á þeirra reki, svo að vonandi er sögu óspektanna í skólanum nú að fullu lokið. Þess krefst og sómi lærða skólans, og hann ættu piltar allir að vilja styðja og efla. Mannal át. í 50. nr. blaðs þessa var getið láts ekkjufrúar Ingibjargar Jöhannsdóttur Han- sen, or andaðist í Reykjavík 11. des. sið- astl. — Ingibjörg sáluga var fædd í Reykjavík 14. nóv. 1817, og var því frekra 87 ára að aldri, er húu andaðist. — Foreldrar hennar voru Jóhann Jóhann- esson og Margrét Jónsdóttir, kona hans, er bjuggu í Hlíðarhúsum í Reykjavík, og ólst hún upp í foreldrahúsum; en frá fermingu var hún í 14 ár samfleytt hjá sama fólki í Reykjavík, foreldrum Thom- sens systranna sálugu, og giptist þar dönskum manni, Hasmus M. Hansen, verzl- unarmanni í Reykjavík, ættuðum frá Oð- insey í Danmörku. Yar hann fyrst við verzlunarstörf i Reykjavík, en síðan verzi- unarstjóri í Flensborg í Hafnarfirði, og andaðist þar árið 1855, svo að Ingibjörg sáluga lifði nær 50 ár, sem ekkja. JÞeim hjónum varð alis 7 barna auðið, og eru nú að eins tvö á lífi: Morten, for- stöðumaður barnaskólans í Reykjavik, og Anna, gipt A. Lorenzen, hanzkagjörð- armanni í Kaupmannahöfn. Eptir lát manns síns fluttist Ingibjörg sáluga aptur til Reykjavikur, og dvaldi þar því alla æfi, nema þann stutta tíma, er hún var í Flensborg í Hafnarfirði. — Börn sín lót hún sér*fcnjög umhugað um, að mennta sem bezt, og bjó með fyr nefndum syni sínum til dauðadags, og veitti heimili hans forstöðu, enda naut hún lengstum góðrar heilsu. Þau mæðgin ólu upp tvö börn: stúd- ent Karl Niculásson, sem nú er verzlun- armaður í Reykjavík, og Agnesi, dóttur- dóttur Ingibjargar, sem nú er gipt Kj'ödt, málfærslumanni í Kallundborg. Frú Ingibjörg sáluga var mesta mynd- arkona, og sann-nefnd gæða-manneskja, sem að vísu var freniur fáskiptin, og átti fáa vini, en aldrei brást þeim að t-rygð og vinfesti, er henni kynntust. Jarðarför hennar fór fram í Reykja- vík 10. des., og var likfylgdin einkar fjölmenn. — 6. des. siðastl. andaðist Einar Jónsson, fyrrum kaupmaður á Eyrarbakka, 73 ára að aldri, fæddur 1. des. 1831. Hannvar sonur Jóns bónda Grímssonar í Traðar- holti, og hafði um hrið all-mikil efni undir höndum, sem voru þó til þurrðar gengin að mestu, er haun andaðist. — Af börnum hans eru tvö á lífi: Sigfús Einarsson, söngfræðingur, og Ingibjörg Ein- arsdóttir, gipt síra Bjarna Þórarinssyni í Winnipeg. — 9. okt. síðastl. lézt að Öxnafelli í Eyja- firði húsfrú Rósa Jónsdóttir, bónda Bjarna- sonar í Leyningi í Eyjafirði, 65 ára að aldri. — Ilún var gipt Þorsteini hrepp- stjóra Thorlacíus á Öxnafelli, er lifir hana, ásamt tveim uppkomnum sonum, síra Einari Thorlacíus í Saurbæ, og Jóni Thor- Jacius, er nú býr á Öxnafolli. Rósa sáluga nam ljósmóðurstörf í Kaup- mannahöfn, er hún var um tvitugt, og heppnuðust þau störf vei, og var læknir góður, og talin dugnaðar- og myndar- kona. Bessaetöðum 6. janúar 190 T. Tiðari'ar milt, og hagstætt, fram yfir áramót- in, og síðustu dagana hæg norðanátt, og væg frost. Jarðarför amtmanns Páls Briem fór fram í 208 að var á þriðju vatnsfötunni. En langt er nú liðið, síð- an atburðir þessir gerðust, og allir löngu dánir, er þar voru við riðnir, svo að minnstu skiptir, hvernig þeir lótu lífið. En hefirðu Dokkra hugraynd um, hvað það var, sem þú sást?u „Glæpamann, er látinn var sæta vatnspintingunni“, svaraði eg, „og hlýtur stúlkan að hafa framið einhvern stórglæp, ef hegningin, sem hún varð að þola, hefir stað- ið í réttu hlutfalli við glæpiun“. „Skjátlist mér eigi, þá getum við huggað okkur við það“, mælti Dacre, sveipaði að sér síðsloppnum, og þok- aði sér nær ofninum. „En hvernig getur þú vitað, hver hún var?“ I stað þess að svara, tók Dacre gamla skræðu, í kálf- skinnsbindi, úr bókaskápnum. „Við skulum sjá, hvað bókin sú arna segir“, mælti hann, „og geturðu þá sjálfur dæmt um, hvort mér skjátl- ast. Hér stendur: Hún var leidd fyrir hæztarétt, og sök- uð um það, að hafa myrt föður sinn, hr. Dreust d’ Au- bray, og báða bræður sína, og var annar þeirra. liðsfor- ingi, en hinri hæztaréttarmálfærslumaður. Það virtist harla ótrúlegt, að hún hefði framið ó- dæðisverk þessi, þar sem hún var lítil vexti, og góðlát- leg í sjón, bjarthærð, með einkar Ijósblá augu; en hæzti- réttur dæmdi hana þó seka, og ákvað, að beita skyldi pintingum við hana, til þess að neyða hana, til að skýra frá því, hvort nokkrir væru samsekir henni. Að pintingunum loknum átti að fara með hana t-11 Greifatorgsins, höggva af henni höfuðið, brenna líkið, og láta vindinn feykja öskunni í ýmsar áttir.“ 205 Hann hóf biðjandi hendur til himins, og stökk svo út, í fáti eða ofboði, eptir að hafa kallað eitthvað til stúlk- unnar, sem eg eigi heyrði. Svartklæddi maðurinn gekk nú til stúlkunnar, tók snærisspotta af handlegg sór, og batt saman ulnliði stúlk- unnar, er rétt hafði rólega fram hendurnar. Að þvi loknu greip hann óþyrmilega í handlegginn á henni, og dró hana að tróhestinum, lypti henni síðan upp á hann, og lagði hana þar endilanga, með andlitið upp í lopt. Jeg sá, að varir hennar bærðust ótt, og þó að jeg heyrði ekkert, þóttist eg þó vita, að hún væri að biðjast fyrir. Fætur hennar hóngu sinn hvoru megin niður með tréhestinum, og jeg sá, að ófétis böðlarnir, og aðstoðar- menn þeirra, höfðu bundið snæri um ökkla henni, og fest hinn endann í járnhringi, sem voru á gólfinu. Mér varð þungt um hjartaræturnar, er eg sá allan þenna undirbúning, sem ekki vissi á neitt gott, en gat þó á engan hátt, þrátt fyrir hræðsluua, sem greip mig, slitið augun frá því, er fram fór. Maður kom inn með fulla vatnsfötu i hendinni, og eptir hann kom annar maður, með sína fulla vatnsfötuna í hvorri hendi. Yatnsföturnar voru allar settar niður hjá tróhestinum. Maðurinn, er fyr kom inn, hafði haldið á stórri tré- ausu, með löngu skapti, í annari hendinni, og rótti hann nú svartklædda manninutn hana. Nú kom einn af böðlunum með hlut, sem jeg í draumnum þóttist þekkja — þóttist hafa sóð áður —; það — já, það var -- leðurtroktin. var

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.