Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 21.01.1905, Side 2

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 21.01.1905, Side 2
10 JÞjÓB VíLJINiV. XIX., 3. orðið þeim ærið dýr, þar sem þeir hafa látið að minnsta kosti 25 þús. manna, síð- an umsátin hófst. — Nú geta þeir og sent megnið af her sínum til herstöðva sinna í Mandsjúríinu, í grennd við Muk- den, og aukið þar liðsafla sinn drjúguin, og þurfa eigi að halda herskipaflota sín- um lengur í grennd við Port-Arthur, en geta betur snúizt við herskipum Rússa í Wladivostock, sem er eina herskipastöð- in, er Rússar hafa nú þar eystra, enda er mælt, að Japanar muni nú sækja þá borg, bæði af sjó og landi. Af Eystrasaltsflota Rússa fróttist það síðast, að hann var i grennd við eyjuua Madagáscar, fyrir austan Afríku, um ára- mótin, og hafa Japanar þegar sent eitt- hvað af herskipum sínum, til að verða á leið hans, þvi að sózt höfðu iapönsk her- skip ný skeð í grennd við eyjuna Sumatra. Öllum þykir nú ljóst, að þessi herskip Rússa eigi lítið erindi til ófriðarstöðvanna, þar sem Rússar hafa ekkert herskipalægi þar eystra, síðan þeir misstu Port-Arthur, nema Wladivostock í Síberíu, og er sú höfn teppt af ís á vetrum. — Það er því trúlegast, að Japanar þurfi eigi að óttast herskip þessi, enda telja margir Rússum sæmst, að kveðja þau nú heim aptur. Rússar telja sór þó, þrátt fyrir allar hrakfarir sínar, sigurinn vísan að lokum, og eru að láta smíða fjölda herskipa, sem fæst verða fullgjör, fyr en eptir 2—3 ár, og ætlast þeir því til þess, að ófriðnum verði þá enn ekki lokið. — Það er mik- ið böl, og blóðsúthellingar, sem ófriður þessi veldur. ----5S5» Upp á lífstíð. —— -oOo- — Mjög ríkt virðist sú skoðun vaka fyr- ir ýmsum stjórnarliðum hér á landi, að sá maður, er konungur hefir veitt ráð- herraembættið, eigi að vera ráðherraupp á lífstíð. Að láta sér detta í hug, að sá maður eigi nokkurn tíma að víkja úr því em- bætti, nema dnuðinn sé svo ósvífinn, að taka í tauminn, finnst þeim vera guð- lastinu næst. En þar sem þeim dylst eigi, að eitt- hvað muni hæft í því, sem í kverinu stendur, að mennirnir séu „ekki svo góð- ir, sem þeir ættu að verau, og að til séu ýmsir ,.valdsjúkir“ menn, og „illa inn- rættir“, er sitja muni á svikráðum við ráðherrann, og vilji losna við hann, sem slíkan, þá lifa þeir í sífelldri dauðans angist, og reyna því á ýmsar lundir að tryggja valdasess hans sem bezt. Vel þykjast þeir að vísu vita, aðöllu muni borgið í bráðina, þar sem meiri hlnti þingsins, sem nú er, muni veita ráðherranum öruggt fylgi til hvers, sem er, enda hafi ráðherrann og þegar gert eitthvað fyrir flesta þeirra, eða alla, nema þá, sem óþarft sé að dekra við, af því að þeir fylgi að eins, og eigi að fylgja, sem alveg ókeypis ofanálag, með ein- hverjum hirma. En það eru þingkosningarnar næstu, sem hættan stafar af, og því er um að gera, að reyna sem fyrst að setja undir þann lekann, sem auðið er, sórstaklega á þann hátt, að reyna að koma sem allra- fiestum af sínum liðum í ýmsar stöður, þar sern ætla má, að þeir geti haft ein- hver áhrif, er til kosninganna kemur. Víst eru prédikanir leigublaðanna, og lofdýrðin um allt, sem stjórnin gerir, nauðsynlegar, og fyrirtak; en þar koma andmæli hinna til sögunnar, og geta spillt áhrifunum að míkiu leyti ef til viil, og því er það lang-visast, að reyna að kaupa sem allra flesta, og koma inn hjá þeim þeirri skoðun, að þeir eigi alla sína vel- gengni, tímanlega, ef eigi andlega, undir því, að ráðherrann sitji — sitji rneðan liftóran treynist. Það er takmarkið, og til þess er allur viðbúnaðurinn hafður. Úr Strandasýslu (Árneshreppi) er „Þjóðv.“ ritað 11. des. síðastl.: „Tíð hefir verið hér framúrskarandi vond, síðan viku eptir göngur, og öðru hvoru haglaust fyrir allar skepn- ur, síðan um veturnætur. Virðist tíðarfarið helzt benda á, að hafísinn sé nálægur, enda þótt hann sé ókominn enn. — Mest frost voru hér 12 stig, um næstl. mánaðamót. Enginn fislmfli hefir verið hér, síðan á göng- um, og kemur það sér illa, þar sem allur þorri manna er byggður upp á sjávarafla, og það ekki sízt nú, þar sem menn fækkuðu svo mjög af sínum fáu skepnum í fyrra haust, enda er nú efnahagur manna svo bágborinn, að ekki er sýni- legt, að komist verði hjá nýrri lántöku fyrir hreppinn, þótt neyðarúrræði sé. Eptir að tíð batnaði loksins síðastl. vor, sein- ast í matmánuði, var sumarveðráttan yfirleitt bagstæð, svo að heyskapur varð í meðal-lagi, þótt seint byrjaði sláttur. — Töðu-fengur varð þó vfirleitt þriðjungi minni, en vanalegt er, því að túnin stór-skemmdust undan töðunni, sem lá á þeim í allt fyrra sumar; en úthagi var yfir- leitt orðinn vel sprottinn, þegar kom fram í á- gúst, og bagaði þá mest þurrkaleysi, svo að menn urðu að neyðast til þess, að taka heyið inn hálf- þurrt. 1 ágúst og sept. var fremur vel um ísu-afla úti í flóa, on mjög fáir, sem þá gátu notið þess, sakir heyannanna, og fiskur gekk aldrei neitt verulega að landi, svo að afli varð enginri á fjörð- j um og víkutn, er opt hefir komið að góðu haldi. i Heilsufar hefir yfirleitt verið gott, því að I mislingar, sem fluttust á einn bæ hér í hreppi, j dóu þar út, þar Sem ongar samgöngur voru við j fólk á þeim bæ, fyr en sótthreinsun var lokið“. ! Veitt sýslumannsembœtti. Cand. jur. Bj'órgvin Vigfússon, umboðsmaður á : Hallormstað, er skipaður sýslumaður í Skapta- J fellssýslum. Sjúkraskýli á Eskiíirði. Fyrir forgöngu Friðjóns læknis Jenssomr hafa i í vetur verið gefnar 2500 kr. í Suður-Múlasýslu, j til þess að koma á fót sjúkraskýli í Eskifjarðar- j verzlunarstað. _________ i Hróarstungu-læknishðrað er nýlega veitt cand. med. Þormldi Pálssyni, sem | nú er settur læknir í Keflavíkur-héraði. Úr Vorður-ísafjarðarsýsln (Álptafirði) er „Þjóðv.“ ritað 6. des. síðastl.: „Tíð fremur i óstöðug til þessa, vindasöm, og ákafleg bleytu- j slög, svo að margir kvarta undan hálf-skemmd- | um hoyjum, og kemur það fremur ílla á, þar sem vetur bvrjaði snemma, og ílla, og hafa því j gefizt mikil hey“. Skarlatssótt hefir gert vart við sig ný skeð í 3 húsum á Oddevri í Akureyrarkaupstað, og sömuleiðis lögð- ust rétt fyrir jólin 4 börn á bænum Villing.idal í Eyjafirði. — Veikin hafði áður verið að stinga sér niður 'á Svalbarðsströndinni, og hefir því vafalaust borizt þaðan, enda þótt hún væri tal- in þar um garð gengin. Samgöngubanni hefir verið beitt, þar sem veikinnar hefir vart orðið, og því vonandi, að hinum ötula héraðslækni Eyfirðinga, hr. Quðm. Uanncssyni, takist að varna útbreiðslu hennar. Úr Eyjafjarðarsýslu er „Þjóðv.“ ritað 2. janúar þ. á.: „Hér hefir hvorki aflazt íiskur, né síld, í haust, eða þann tímann, sem af er vetri, og er það eigi álitlegt fyrir sjómennina, sem flestir eru því i þungu skapi. Hér hefir verið inndælistíð, síðan fyrir jólin; en þar áður kom hér meira frost, en komið hefir í mörg ár. ISÍýja aýslumanninn, hr. Q-uðlaug Q-uðmunds- son, kunna allir vel við, sem eitthvað hafa átt saman við hann að sælda. Hann er maður fjarska látlaus, og mjög virðingarverður fyrir bindindis- áhuga sinn“. Frá Ísaíirði er ritað 2. janúar þ. á.: „Hór hefir verið mesta öndvegistíð, bæði fyrir og eptir jólin, still- viðri, heiðskírt veður, og væg frost, eða frost- leysur, en er nú þó farinn að ganga til rosa. — Jörð víðast nokkuð auð í sveitum, en mjög svelluð. — Skepnuhöld fremur góð í héraðinu og fjárböðunum nú víðast lokið. Alla jólaföstuna hefir mátt heita prýðis-góð- ur afli í Bolungarvík, og sömuleiðis milli há- tíðanna, svo að þar hefir mikil björg á land bor- izt, þó að stundum hafi illa gefið; en mjög heíir fiskur staðið djúpt, svo að menn hafa orðið að sækja út á ytri Bolungarvíkurmiðin. — Megnið af aflanum er væn ísa, og það, sem af þorski hefir fengizt, er einnig vænt, og þykja því afla- horfur yfirleitt góðar. — Alls einn daginn gekk fiskurinn inn á Hnífsdælinga miðin, en hvarf svo strax út aptur. Hjá þeim, er selt hafa aflann blautan, munu hlutir orðnir 100—200 kr. hæðst, en þeir, sem saltað hafa, losað 20—30 tn., eða freklega það. Búist er við, að nú, eptir hátíðarnar, muni ganga um 80 skip úr Bolungarvíkinni“. „Vestri“, stjórnarmálgagnið ísfirzka, er líkloga eina blaðið hér á landi, er mæl- ir með dönsku nýlendusýningunni, og vili láta Islendinga reyna sig við skrælingja og blökkumenn(!) Blaðið kvíðir því þó auðsjáanlega hálft í hvoru, að þeir, sem sýninguna sækja, kunni að setja menningu vora skör iægra, en tnenningu þessara virðalegu keppinauta vorra, skrælingjanna og blökkumannanna, og skorar því fastlega á íslendinga, að taka nú á þvi, sern til er. „Vestriu hefir fráleitt átt þess von, að ráðherrann rnyndi snúast eins fljótlega í þessu sýningarrnáli, sern raun er á orð- in, enda eru surnir raenn svo hjól-liðug- ir í snúningunura, að örðugt er að fylgja þeim. Danska nýlendu-sýningin. Á fundi „félags íslenzkra stúdenta í Khöfn“ þ. 7. des.mán. 1904 var svo hljóðandi ályktun samþykkt í einu hljóði: „Fundurinn skorar á íslendinga, að afstýra hluttöku Islands í „nýlendu-sýningu“ þeirri, sem halda á i Kaupmannahöfn á sumri komanda, þar öð oss, sakir stöðu vorrar i rikinu, menningar vorrar, og þjóðernis, er ósamboðið, að taka þátt

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.