Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 28.01.1905, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 28.01.1905, Blaðsíða 1
Verð nrgangsinn (minnst 52 arlcir) 3 kr. 50 aur.; j erlendis 4 kr. 50 aur., og í Ameríku doU.: 1.50. Bsrgist fyrir júnímán- aðarlok. ÞJOÐVILJINN. — -1= Nítjándi ábgangub. =| -— -+—«3^1= BITSTJÓRI: S K ÍJ L I THORODDSEN. =\^sS—!- M 4. Bessastödum, 28. jan. j Vppsögn skrifleg, ógild nema komin só til útgef- \ anda fyrir 30. dag júrá- I mánaðar, oy kaupandi samhliða upps'ógninni j borgi skuld sína fyrir 19 0 5. Ifna og lldavélar selur Kristjdn porqrímsson. WQ)6 tJ ílönd. Til viðbótar iitlendu fréttunum í síð- asta nr. blaðs vors, skal þessara tíðinda getið: Danmörk. í síðasta nr. blaðs vors var þess getið, hvernig sakir ráðaneytis- ins stóðu 6. jan síðastl., er fimm dönsku ráðherranna höfðu beiðzt lausnar, og stóð svo, unz þingið kóm saman 10. janúar, eptir þinghlé það, er orðið hafði um há- tíðarnar. — Deimtzer, forsætisráðherra, átti þá fund með vinstrimönnum, og kom það þá í Jjós, að meiri hluti flokksins fylgdi Clristensen-Stadil, og Albertí, að málum, svo að sá varð endir málanna, að allt danska raðaneytið beiddist laasnar, og var Christensen-Stadil, kennsiumála- ráðherra, sem lengi hefir verið foringi vinstrimanna, falið á hendur, að veita nýju ráðaneyti forstöðu, og er ráðaneyt- ið nú skipað þessum mönnum: Forsætisráðherra: Christensen-Stadil, er áður stýrði kennslumálum, og er hann jafn framt landvarnaráðherra, og kemur það embætti í stað hermála- og fiota- ráðherranna. — Dómsmálaráðherra er Al- berti, sem áður, og Ole Hansen landbún- aðarrádherra. — Fjármálaráðherra er Vil- helm Lassen, fóiksþingsmaður, ritstjóri í Áiaborg, og samgöngumálaráðherra Svend Högsbro, hæztaréttarmáifærslumaður, en innanríkisráðherra er Sigurd Berg, sonur Berg’s sál., vinstrimannaforingja. — Ene- vold Sörensen, er áður var innanríkisráð- herra, stýrir nú kennslumálum, en utan- ríkisráðherra er Baben-Levetz&u, greifi á Lálandi. — Það er því auðsætt, að úrsögn þeirra Christensen’s-Stadil, Albertí’s o. fl., úr ráðaneytinu hefir að eins verið kænsku- bragð, á bak við foisætisráðherrann, tii þess að koma sjálfum sér betur fyrir í stjórninni, og mælist þetta alltmiðurvel fyrir hjá frjálslyndari hluta vinstrimanna, enda hæpið, að nýja ráðaneytið hafi ör- uggt fylgi í fólksþinginu, nema það njóti styrks „miðlunarmannanna11 gömlu, hinna „moderötu“, sem svo eru nefndir. f 16. des. siðastl. andaðist Muller, hæztaréttardómari, eJzti dómandinn í hæztarétti, 75 ára að aldri. — Hann varð dómari í hæztarétti árið 1880, og þótti skarpvitur lögfræðingur. Eitstjóraskipti urðu við blaðið „Poli- tiken" um áramótin, með þvi að Edvard Brandes, er verið hefir við ritstjórn blaðs- ins riðinn, siðan það var stofnað 1884, sleppti þá ritstjórninni, og urðu þeir Henrik Cavling og Ove B.ode þá aðal-rit- stjórar blaðsins, er heldur sömu lands- málastefnu. sem fyr. Danskur póstafgreiðslumaður, Holbött að nafni, kom því til leiðar, að póst- stjórnin hafði, fyrir og um hátíðarnar, svo nefnd „jólamerkp til sölu, er menn gátu límt á sendibréf sin, ef þeir vildu, auk venjulegra frímerkja, og skyldi á- góðanum varið til þess, að koma upp heilbrigðisstofnun fyrir brjóstveik börn. — Tillaga þi'ssi fékk svo góðan byr, að á 14 dögum söfnuðust á þenna hátt 65 þús. króna, svo að þessi þarfa stofnun kemst á fót. ý Látinn er í síðastl. des. Johan Bartholdy, eitt af betri tónskáJdum Dana. Noregur og Svípjóð. Þar er enn tölu- verður ágreiningur, út af konsúla-málinu, sem stjórnum Svía og Norðmanna sem- ur illa um enn, sem fyr, og út af þeim ágreiningi beiddist Lagerbring, utanríkis- ráðherra Svía, lausnar frá embætti 7. des. síðastl. — Heitir sá Gyldenstolpe, er nú stýrir þvi embætti, og hefir hann áður verið sendiherra Svía í Pétursborg. — Finnland. Þing Finna var sett 9. des. síðastl., og hafði Nicolaj keisari sýnt það frjálslyndi, að leyfa nokkrum þing- mönnum, sem útlægir eru, að hverfa heim, og gegna þingstörfum sínum, en jafn framt lét hann birta þinginu þann boðskap sinn, að hann vildi, að allartil- skipanir, er gjörðar hefðu verið, til þess að treysta sem bezt samband landsins við Hússland, stæðu óhaggaðar, svo sem um rétt Rússa, til að skipa þar embætti, um rússnesku, sem embættismál í stjórn- arskrifstofunum á Finnlandi, um hernað- arskyldu Finnlendinga, o. fl. - Þingið svaraði þó þessum boðskap keisarans á þann hátt, að krefjast þess, að allar þessar ólöglegu - tilskipanir, er gjörðar hefðu verið án samþykkis þings- ins, væru úr gildi felldar, og beiðast þess, að landsmenn héldu fornum réttindum sínum. — En talið er víst, að Finnlend- ingar fái þó enga rétting mála sinna, meðan sama harðstjórnin hefir völdin á Rússlandi, sem nú er þar einráð. — Bretland. Mikill atvinnuskortur hefir verið í Lundiínum í vetur, og héldu verkamenn því fjölmennan fund 18. des., til þess að krefjast þess, að stjórnin bætti úr atvinnuleysinu. Um 20. des. varð svo niðsvört þoka í Lundúnum, að öll umferð um borgar- strætin varð mjög örðug, og slys urðu eigi all-fá. — Stóð þessi illræmda Lund- úna-þoka fulla þrjá sólarhringa, og þykir hún jafnan slæmur gestur. — Frakkland. Járnbrautarslys varð norð- arlega á Frakklandi 23. des. siðastl., og biðu 12 menn bana, en margir hlutu meiðsli. Stór-þjófnaður var ný skeð framinn á Frakklandi, stolið 5 póstpokum, er í voru fleiri hundruð þúsundir franka. — Hafði póstpokunum verið stolið úr járnbrautar- vagni, meðan eiinreiðin var á hraðri ferð, og kastað út um glugga á vagninum,og vissu menn eigi, hverir valdir væru að verki þessu, er síðast fréttist. Þing Frakka hóf fundi sína, eptir nýárið, 10. janúar, og var þá Doumer kosinn forseti fulltrúaþingsins, með 265 atkv., en Brisson, er áður hefir haft, þann starfa á hendi, hlaut að eins 241 atkvæði. — Þykir kosning þessi ærinn ósigur fyr- ir Combes-ráðaneytið, sem margir spá, að naumast geti átt langan aldur fyrir höndum. f Ný skeð andaðist i borginni Ljmn flug-ríkur sérvitringur, Paid Larpentier að nafni, er í arfleiðsluskrá sinni hafði arfleitt ýmsa helztu foringja „socialista“ að eignum sínum; Jaures hlaut t. d. 50 þús. franka, Milleyrand 25 þús. franka o. s. frv. I síðasta nr. blaðsins var stuttlega drepið á það, að Syveton þingmaðurhefði ráðið sér bana í des. — Það gjörðist dag- inn áður, en mál hans, út af tilræði hans við Andrée ráðherra, átti að takast fyrir; en þar sem það mál var eigi hættulegt, og myndi hafa aukið drjúgum vinsældir hans meðal flokksbræðra hans, dettur engum í hug, að það hafi gefið tilefni til sjálfsmorðs, enda telja margir líklegra, að hann hafi verið myrtur, og hefir grun- urinn helzt beinzt að konu hans, og stjúpdóttur, frú Ménard, sem sumir segja, að hann hafi átt vingott við, og hafa þær mæðgur því báðar verið settar í varðhald, þótt eigi hafi enn neitt sann- azt. — Syveton hafði verið gjaldkeri „Þjóðvinafélagsins11 („Patriot-liga“), og eptir lát hans bar kona hans það fram, að hann hefði stolið úr sjálfs sín vörzl- um 98 þús. franka af fjármunum félags- ins, og borgaði því þá upphæð af lífsá- byrgðarfé hans, að því er hún sagði; en mjög þykir hæpið, að þessi saga hennar sé sönn. — — — Spánn. Þar gengu afar-miklir kuld- ar í öndverðum janúarmánuði, svo að margir hetfrusu á götum Madríd-borgar, og víðar, enda er þar margt fátæklinga, sem sjaldnast nýtur húsaskjóls. Þess er og getið, að kuldar þessir hafi eyðilagt mjög í appelsínu-görðum við Miðjarðarhafið. Ráðlierraskipti urðu í miðjum des., með því að A/cmr«-ráðaneytið sleppti þá völd- um, en forseti efri þingdeildarinnar, Ascar- raga, myndaði nýtt ráðaneyti. — — —

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.