Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 28.01.1905, Side 3

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 28.01.1905, Side 3
XIX., 4. Þjóðviljinn . 15 og kvað hafa borist þangað með veikum hundi, •er fylgdi norðanpósti. iifaður vnrð úti austur i Ölfusi 8. jan. siðastl. — Hann hét Páll Pálsson, og var frá Kotströnd. — Hafði hann verið sendur með böðunaráhöld, og var á heim- leið, en villtist þá í blindbyl, missti tvo hesta sína i vök á ánni, og fannst sjálfur örendur á isnum. Veitt kennaraembætti. Verkfræðingur Sig. Thoroddsen hefirfengið veit-** íngu fyrir kennaraembætti við lærða skólann, er hann hefir gegnt í vetur, sem settur kennari. Taugaveiki hefir í vetur stungið sér niður í Húsavíkur- verziunarstnð, og var þar tvennt dáið úr veikinni, er síðast fréttist. Á Blönduósi var stúlka einnig nýlega látin úr sömu veiki. Hollenzkur konsúl’ er kaupmaður ,Jcs Zímsen í Reykjavík nýlega orðinn. Ðrukknun. Maður frá Úlfljótsvatni í Grafningi, Guðm. Jónsson að nafni, drukknaði ofan um ís 12. jan. siðastl. — llak hann fjá’-hóp yfir isinn, er hrast undir honum og fénu, og týndist margt fjárins. Lík Guðm. sáluga var fundið, og 19 kindur dauð- ar, et- síðast fréttist. Danska nýlendu-sýningin. Dön9k blöð hafa tekið það mjög óstinnt upp, að vér Islendingar viljum ekki eiga þáfcfc í dönsku nýlendusýningunni, og telja það vott um hroka, og stórmennsku, aí vorri hálfu. Þeim skilst eigi, að neitt sé við það athugandi, þó að þeir skipi menningu vorri á bekk með menningarleysi hálf- villtra Eskimóa á Grænlandi, og Blámanna i Yesturheimseyjum, og nota því óspart tækifærið, til þess áð lítilsvirða þjóð vora á ýmsar lundir, og telja eptir allar vel- gjörðirnarf!), er Danir veiti oss, svo sem námsstyrk ísl. stúdenta á Garði, strand- gæzluna, væntanleg fjárframlög til ritsím- ans o. fl. Yfir höfuð sjást þar lítil merki vel- vildarinnar, og bróðurandans, sem sira Mattliías Jochumsson o. fl. eru sí og æ að prédika, þar sem engu dönsku blaði hug- kvæmist, að leggja Islendingum liðsyrði. Eins og vant er, þegar dönsk blöð minnast að einhverju leyti á Island, eða íslenzk málefni, lýsir sér víða mesta van- þekking í greinum þessum, enda hafa Danir jafnan talið sig of mikla menn til þess, að kynna sér hagi þjóðar vorrar; það er lítilsvirðingin á hæðsta stigi, sem tíðast hefir einkennt framkomu þeirra gagnvart oss. Úrsögn Hafstein’s ráðherra úr sýning- arnefndinni dönsku telja sum dönsk blöð- in vott þess, að maðurinn sé aumingi, eða lítilmenni, og geta þau ummæli að visu verið skiljanleg frá sjónarmiði Dana, er munu hafa vænzt mjög mikils af ástríki hans til Dana, er G. Brandes lýsti svo hjartnæmloga í danska blaðinu „Polití- kenu í fyrra; en frá sjónarmiði vor íslend- inga mun hr. H. Hafstein aldrei fundið það til foráttu, enda þótt betur hefði á því farið, og vegur hans verið meiri, ef hann hefði aldrei í nefndina gengið. Sýningarnefndin danska hefir nú skor- að á hr. H. Hafstein, að ganga aptur inn í sýningarnefndma; en hverju hann hefir svarað þeirri áskorun, er ófrétt enn. Að öðru leyti hefir og danska sýning- arnefndin ritað aðstoðarnefndinni i Reykja- vík, tjáð sig fúsa, til að hætta við sýn- ingu á ísl. bóndabýli, og íslendingum í þjóðbúningi við störf sín, eins og hún einnig hefir boðizt til þess, að breyta nafni sýningarinnar, og lætur það yfir höfuð vera komið undir undirtektum Reykjavikurnefndarinnar komið, hvort nokkuð verður af nýlendusýningunni, að því er Island snertir. Hverju Reykjavikurnefndin hefir svar- að, höfum vér eigi frétt, en teljum hana ærið djarfa, ef hún ræður til þess, að halda sýninguna, eins og nú er komið. Það virðÍ9t ekkert áhorfsmál, að ekk- ert á úr sýningunni að verða. Það yrði Dönum holl kenning, og sú er vináttan farsælust, að hvor virði annan. Bessnrtöðu.m 28. janúar 1900. Tíðarfar afar-óstöðugt, síðan um þorra byrj- un, 20. þ. m., ýmist hellirigningar, eða útsunn- an jelja-gangur. „Vesta“, skipstjóri Gottfredsen, kom til Reykja- vikur að kvöldi 19. þ. m., beint frá Kaup- mannanöfn, fermd ýmis konar vörum, er „Laura“ hafði eigi.getað tekið. Með „Vestu“ komu kaupmennirnir Geir Zo'éga, Gunnar Gunnarsson og Aug. Flygenring. „Vesta“ lagði af stað frá Reykjavík til Kaup- mannahafnar 25. þ. m. „Laura“, kapt. Aasherg, kom frá útlöndum, fyrstu áætlunarferð sina á yfirstandandi ári, 22. 8 „Svo datt honum ofur-litið bragð i hug — dálítið kænsku-bragð —“, mælti Hermann enn fremur. „Og þetta bragð lánaðist. Keppinautur hans, sem hefir pískrað, skrið- íð og stolið, á að þola kvalir, eins og hann hefir kvalið. I kl.tíina, dag, eða ef til vill heila viku, á hann að þola þær kvalir, að hann óski þess, að líf hans endi sem fyrst. Líttu á Cecil Ransome, líttu á, hver það er, sem á að sjá um þetta fyrir mig, sem á að borga þér það, sem Hinrik Hermann skuldar manninum, er stal Mariu Pane frá honum. Um leið og Hermann mælti þetta, gekk hann að dá- litlu járnhjóli, er var fest við vegginn, og er hann sneri þvi, heyrðist hringlið í ryðgaðri keðju uppi undir loptinu. I endanum, sem fjærst var, sást ofur-lítil ljósglæta, er varð smátt og smátt rneiri og meiri. Það var járnhurð, sem lyptist upp bægt og hægt. I ljósglætunni brá fyrir skugga af einhverju, sem fyrst var grafkyrrt, en stökk svo klunnalega fram að járn- grindunum, og hékk þar. Það æpti, fyrst lágt, og að eins við og við, en síðan æ hærra og hærra, og i sífellu. I hljóðunum lýsti sér jafnt gremja, sem örvænting, og voru þau því líkust, sem menn gætu hugsað sér óp fordæmdra í viti. Ófreskja þessi kippti af alefli í járnrirnlana, froðu- felldi, og skók hausinn, sem strítt hárstrýið stóð út úr, í ýmsar áttir. Enda þótt Ransome væri hugrakkur maður, var hon- um þó meirá, en nóg boðið. Hann þrýsti sér upp að veggnum, hélt höndunum 5 „Þetta er nú ástæðan til þess, að eg hefi beðið yður að finna migu, mælti Hinrik onn frernur, „og ætla eg að biðja yður, að láta mig fá áætlun yfir kostnaðinn, og taka þar tillit til þess, að eigi tjáir að nota aðra iðnaðarmenn, en þá, sem þér getið ábyrgzt, að séu áreiðanlegir, og þag- mælskir, og er jeg fús til þess, að borga þeim vel, hr. Ransome“. „Nú — var það þá ekki annað?“ mælti Ransome. „Jeg verð að játa, að jeg varð all-forviða á bréfi yðar; en ef þér sýnið mér kjallarana, og skýrið mér frá, hvernig þér viljið haga þessu, skal eg láta yður fá lauslega áætl- un á morgun“. Hermann stóð nú upp, tók lukt, kveikti á henni, og mælti: „Ætlið þér þá að fylgjast með mér?u Ransome fylgdist nú með Hermanni út í dimman garð, er var að húsa baki, og ná:: u þeir staðar við járn- grindur, er blöstu þar við þeim. Hermann opnaði járngrinda-hliðið með lykli, og gengu þeir síðan niður lágt steinrið, og komu í gang, þar sem gólf og veggir voru úr gömlum múrsteini. A gólfinu lágu stóreflis hálm-hrúgur, og molluhita- loptið, sem lagði af dýrunum, var rétt kæfandi. Hermann nam staðar við þriðju dyr til hægri hand- ar, og tók járn-slárnar frá þeim. Þar gengu þeir nú inn, og setti Hermann þá lukt- ina frá sér, og kveikti á gas-ljósi, brá eldspítu að ryðg- aðri gas-álmu, er þar var. Þeir voru nú staddir í stórum kjallara, er var á að gizka fimmtán álnir á lengd, en sex álna breiður, og var hann hólfaður í tvennt á þann hátt, að sterkir járnriml- ar gengu frá gólfi til lopts, og var þriðjungur kjallarans

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.