Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 28.01.1905, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 28.01.1905, Blaðsíða 2
11 ÞJÓÐVJ.LJÍJÍN . XIX., 4. ítalia. ítalskur muukur, Carbo jnano að nafni, kvað ný skeð hafa fundið upp áhöld, tii þess að senda þráðlaus talskeyti, og er það mjög inikilsverð uppfundning. öjaldkeri í innanríkisráðaneyti ítaia, Nardí að nafni, réð sér ný skeð hana, með skamm- byssuskoti, hafði sðlundað all-miklu af opinberu fé, er hann hafði undir höndum. 25. maí síðastl. fékk sjómaður i Genua all- einkennilegan drátt í net sitt á höfninni i Q-enua; það var kvenniík, hræðilega limlest. — Sannað- ist síðar, að þetta var lík konu einnar í Qenua, er hafði verið gipt Alberto Olivo bókhaldara, og hafði hann veitt henni bana, on sökkt síðan lík- inu á iiöfninni. Hafði Oiivo árið 1895 kynnzt konu þessári, er hét Ernestina Beccara, og fellt brennandi á'varhug til hennar, enda þótt hún vævi lítt menntuð, og af lágum stigum, og hefði all-inikið lauslætisorð á sér, því að hann bjóst við því, að hún myndi baeta ráð sitt, er hún væri gipt; en þotta fór á annan veg, því að Ernestina hélt fyrri lifnaði sínum áfram, og fór samlyndi þeirra hjónanna því dagversnandi. — Nótt eina, er Olivo var lasiun, og hqfði beðið konu sína, að útvega sér vatnssopa að drekka, þvertók hún fyrir það, og hæddi hann, og smán- aði, á ýmsar lundir, og otaði loks að honum hníf, svo að Olivo varð hamslaus, greip af henni hnífinn, og gekk af henni dauðri, og kvaðst hann þá hafa verið svo óður, að hann vissi ekk- ert, hvað hann gerði. — Dómarar tóku máls- varnir hans gildar, og var hann því ný skeð al- gjÖJ-lega sýknaður. — Austurríki—Ungverjalnnd. Þar gengu víða 4- kafir kafaldsbylir nú um áramótin, erjsumstaðar ollu all-miklu tjóni. I Austurríki urðu ný skeð ráðherraskipti, með því að Koerber, forsætisráðherra, beiddistllausnar, sakir heilsubrests, og var GautscA fríherra skip- aður forsætisráðherra í hans stað. Eullyrt er, að það, sem einkum hafi valdið því, að Koerber beiddist lausnar, sé reyndar’ekki heilsulasleiki, heldur hitt, að hann sé orðinn sár- þreyttur á hinnrn sífelldu deilum hinna ýmsu þjóðflokka í Austurríki, einkum Tjekka og Þjóð- verja, er valda því, að löggjafarstörfum verður þar lítt sinnt að gagni.-------- (Irikklaiid. Þar urðu ráðherraskipti um jól- in, með því að Þeotokis sleppti völdum, en De- lyannis gjörðist formaður hins nýja ráðaneytis. Þýzkaland. Þýzkum heiðursmerkjum hefir Vilhjálmur keisari ný skeð sæmt þá Nogí og Stössel, japanska og rússneska hershöfðingjana, or sótti, og varði Port-Arthur. Tannlæknir Vilhjálms keisara, Allanto Syl- vester að nafni, réð sér hana í Berlín, með byssu- skoti 10. janúar, hafði tapað of-fjár í spilum. S. d. hengdi verkamaður í Berlin, er Meder- slcy hét, þrjú börn sín, 2 —5 ára gömul, en var tekinn fastur, er hann var að snúa snöruna að hálsi sjálfs sin. Krónprinsessan i Saxlandi, er nú er nefnd greifaírú Montignoso, brá sér til Saxlands um jólin, og ætlaði að fá að sjá börn sín, er hún eignaðist með núverandi Saxlands konungi, áður en hún hljóp burt með Gíron kennara. — Krón- prinsessan er mjög vinsæl hjá þjóðinni, og var þvi fagnað vel, en lögregluliðið bað hana að koma sér þegar burt úr iandinu, eptir konungs skipun, og börn sín fékk hún þvi eigi að sjá. Ekkja nokkur, Sinniy að nafni, er hafði vindla- söluhúð í Berlín, fannst ný skeð myrt i búðinni, og var peningaskúffan tæmd. — Hefir verið heitið þúsund rígsmarka verðlaunum, ef skýrt sé frá, hver glæp þenna lieEir framið. — — — Uússiand. Rússastjórn hefir ný skeð tekið 500 milj. rigsmarka að láni, gegn 4'/2°/0 vöxtum, til að standast herkostnað. 1 des. brann þorpið Vyszk til kaldra kola, um 100 hús, svo að þorpsbúar voru husnæðis- lausir, og báglega staddir. f Látinn er nýlega Emanuel Schiffcrs, 54 ára að aldri, einn af frægustu taflinönnum. Skattheirntumaður i Kaukasus, er Sherbakoff heitir, vai' nýlega skotinn á götu um hábjartan dag, og'komust morðingjarnir, er voru tveir, báð- ir undan. Innanríkisráðherra Rússa, Svíatopolsk-Mirskí, hefir i öndverðum janúarmán. sótt um lausn frá embætti, með því hann fær litlu ráðið, sakir hins megna ófrelsis- og kúgunar-anda, er ríkir í stjórninni, en kvað sjálfur viija slaka til, og rýmka um frelsi þjóðarinnar. Sí og æ er stjórnin að láta smala saman mönnum. til þess að senia austur á blíð/ellina í Mandsjúríi, ea fættir fi:a þangað með fúsu geði. — í 'néraðinu Radom í rússneska Póllandi sprengdu karmenn nýlega tvær járnbrautarbrýr í lopt upp, til þess að hinlra herflutninga aust- ur, og ienti þar síðan í bardtgi, og féllu þrír liðsforingjar, og rnargt hermanna. Nýlega var kveðinn upp dómur yfir morð- ingjum Plehtv’s, innanríkisráðherra, og var Sasso- no,ff dæmdur í æfilanga typtunarhússvinnu, en Likorksí til 20 ára, en hegningunni þó þegar breytt þannig, að hinn fyraofndi skyldi að eins vera 14 ár í typtunarhúsi, en hinn siðarnefndi í 10 ár. — Ýmsir fuilyrða þó, að Sassonoff hafi ný- lega verið i borginni Zúrich á Svissaralandi, og far- ið þaðan til Lundúna, og er íllt að vita, hvað sannast er. — — — Bandarikin. 5. jan. var 5 fota djúpur snjór á götunum í Ne.w-Tork, og frost mikil, svo að nokkrir menn kvað hafa helírosið. — Oll um' ferð um göturnar stöðvaðist og að miklu leyti- Lengi hefir verið undan þ /í kvartað, að laun forsetans, sem eru 50 þús. dollara á ári, væru heldur lítil, svo að forseti yrði að eiga eignir, ef hann ætti að geta lifað sómasamlega, sam- kvæmt stöðu sinni, og hefir því nýlega verið borið fram frumvarp á þingi, or fer fram á að hækka árslaun forseta upp i 100 þús. dollara og er talið víst, að það frv. nái fram að ganga. í miðjum des. brotnaði hengibrú á ánni Elk í Vestur-Yirginíu, og voru þá 6 vagnar á hrúnni, með börnum, or voru í skemmtiför, og drukkn- uðu 25 þoirra. Sýningunni í St. Louis var lokað 2. des. síð- astl., og höfðu alls 19 milj. manna sótt sýning- una, eða leyst. þar aðgöngumiða. Stórkostlegt fjárprettamál er nýlega orðið upp- víst í Bandarikjunum. — Kona nokkur, Cassío L. Chadwiclc að nafni, 58 ára að aldri, hefir lifað á því í mörg ár, að narra út milj. fjár, og í því skyni falsað víxla o. fl. — Meðal annars kvað hún hafa fengið alls um 5 miij. dollara upp á nafn Carnegiets auðmanns, hjá ýmsum bönkum, og hefir látizt vera dóttir hans. — En upp kom- ast svik um síðir, og situr hún nú í varðhaldi, og bíður dóms síns. — — — Afríka. Ófriði Þjóðverja við Hereroa-þ jóð- flokkinn er enn eigi lokið, enda þótt Tortha, hershöfðingi Þjóðverja, ynni all-mildnn sigur á þeim í síðastl. nóv. — Nú hefir Hendrik Witboi, höfðingi Hottentotta, sem áður hefir verið banda- maður Þjóðverja, en sagður er mesti bragðaref- ur, snúizt í lið með Hereroum, svo að Vilhjálm- ur keisari er um þessar mundir að senda liðs- auka til landeigna Þjóðverja þar syðra. Taugaveiki hefir og gert all-mikinn usla í liði Þjóðverja þar syðra, því að fyrri part des- embermánaðar sýktust 974, og voru 184 þegar látnir, er síðast fréttist. — 16. des. var Kriiger, fyrrum forseti Trans- vaals, jarðaður i Prætoríu, og voru þar við stadd- ir um 30 þús. manna. — Meðal annara, er töluðu yfir moldum hans, voru herforingjarnir Botha og Christian de Wet. — Eins og áður hefir getið verið í blaði voru, gerðu Bretar og Frakkar 8. ág. síðastl. þann samning moð sér, að Frakkar skyldu hafa yfir- umsjá alla í Marocco gogn því, að þeir sam- þykktu yfirumsjá Breta í Egvptalandi. Samningar þessir voru gjörðir, án þess soldán- inn í Marocco, oða landslýður þar, væri spurður, þótt Marocco sé sjálfstætt riki, og or þetta því ágætt dæmi gjörræðis þess, og ósvífni, er nú drottnar í heiminum. Nýlega sondu nú Frakkar sendiherrasveit til Marocco, til þess að tilkynna soldáni þetta, og segja honum fyrir siðunum, og heitir sá René Taillander, er sendiherrasveit þessari stýrir. Sendiherrasveit þessi lenti í hafnarborginni Tanger, og er ferðinni heitið þaðan til höfuð- borgarinnar Fez, á fund Abdul Azís soldáns; en yfir þessu hefir landsiýður orðið óður og uppvægur, sem naumast er furða, og því heflr höfðinginn Raísulí safnað liði, og ætlar að varna sendiherrasveitinni förina til höfuðborgarinnar, svo að hún hefir enn eigi séð sér fært, að leggja af stað frá Tanger. — TJppreisnarforinginn Bu- Hamara, kvað og hafa ritað soldáni, og boðið honum fulltingi sitt, til að reka alla Evrópu- menn burt úr Marocco. Veslings soldáninn er því staddur miLii steins og sleggju, og hefir beðið stórveldin, að kveðja heim alla sendiherra sína um hríð, unz landið sé friðað. — En þetta allt telja Frakkar stórum móðgandi fyrir sig, og voru því nú um áramótin að húa út herskipafLota í herskipalægi sínu í Toulon, sem væntanlega er lagður af stað til Marocco. Er stjóraarskráin brotin á ny? Töluvert umtal hefir orðið utn það í Reykjavíkurblöðunum, hvort; ráðherra H. Hafstein hafi fengið lausn frá embætti á- samt dönsku ráðherrunum, og verið svo skipaður ráðherra að nýju, með undirskript nýja foraætisráðherrans, eða hann hafi oinn allra ráðherranQa setið óhaggaður í sessi, og sitji því enn í skjóli Dountzers-skip- uuarbréfsins sæla. Spurningin er um það, hvort stjórn- arskrá vor hafi enn verið brotin á nýjan leik, eða enn sitji að eins við stjórnarskrár- brotið gamla? Yms ummæli í dörtskum blöðum, svo sem að sótt hafi verið um lausn fyrir allt ráðaneytið (ndet samlede Ministerium“), virðast benda á, að hið fyrra hafi átt sór stað, eins og líka það, að eitt danskt biað (nExtrabladet“) segist vita það úr álveg á- reiðanlegri átt, að Hafstein verði skipaður ráðherra aptur. A hinn bóginn neita blöð scjórnar- innar því eindregið, að hr. H. Hafstein hafi feagið nokkra tilkynningu um þetta frá nýja forsætisráðherranum, og grein í blaðinu „Politiken“, er birtist daginn ept- ir, að nýja ráðaneytið var skipað, virðist benda í þá átt, að það só enn gamli Deuntzer’s-snaginu, sem heldur hr. H. Hafstein á lopti. Dotta siðast nefnda er og óneitanlega sennilegast, ef gert er ráð fyrir því, að hr. H. Hafstein hafi hermt rétt skilaboðin frá Deuntzer, er hann kom úr utanför- inni síðustu. En fulla vissu í þessu efni vantar þó ertn, og eptir þeirri vissu bíða íslending- ar auðvitað oaeð töluverðri óþreyju. Stjórnin þarf sem allra bráðast að geta friðað hugi manna. Óveitt prestakall. Torfastaðaprestakall í Arnesprófastsdæmi (Torfa- staða-, Haukadals-, Bræðratungu- og Úthlíðar- sóknir) or auglýst til umsóknar, og er umsókn- arfrestui' til 25. febr. næsck. — Brauðið or metið 830 kr. 92 a., og veitist frá næstk. fardögum. — Á brauðinu hvíla eptirstöðvar af 500 kr. láni til túnbóta, er tekið var 1. júli 1904, og ávaxtast með 4°/0, og endurborgast á 10 árum. Hundapest hefir víða stungið sór niður í Húnavatnssýslu,

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.