Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 28.01.1905, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 28.01.1905, Blaðsíða 4
16 Þjóðviljtnn. XIX., 4. J). m. — Með skipinu komu kaupmennirnir Einar Þorgihson á Óseyri og Jóhannes Pétursson frá ísafirði; enn fremur snikkararnir Magnús Blöndal og Sveinn Jónsson, Reykvikingar. „Laura“ lagði af stað i gær, til Breiðaflóa og Vestfjarða. Fimmtíu Korðmenn segir „Fjallk." væntan- lega til landsins i næstk. febráarmánuði, er ráðnir séu, sem hásetar á þilskip, fyrir töluvert lægra kaup, en bérlendir þilskipamenn hafa. Það er eðlilegt, að útgerðarmenn þilskipa reyni, sem aðrir, að fá sér sem ódýrastan vinnu- krapt, en slæmt væri, ef þetta yrði til þess, að spilla atvinnu hérlendra sjómanna, svo að ein- hverir þeirra yrðu að ganga atvinnulausir. Við slíku mun að vísu eigi hætt, þóttþessir flmmtiu Norðmenn hætist í hópinn; en reynist þeir eins góðir fiskimenn, eins og hérlendir há- setar, þá er hætt við, að fleiri útgerðarmenn riði á sama vaðið, og þá er ver farið, nema þilskipa- stóllinn verði drjúgum aukinn. Egla CMna-lífs-elexírinn er ekki rieitt leyni-lækDÍslyf, heldur bitt- er-tegund, sem bætir meltinguna, og hef- ir fjöldi maDna, er bærir eru um það að Otto Monsteds danska smjörlíki ep bezi. dæma, sannað hin gagnlegu, og heilsu- f styrkjandi áhrif hans. Börn geta jafnt neytt hans, sem full- orðnir, þar sem eigi er meira af áfengi í honutn, en nauðsynlegt er, til þess að halda honum óskemmdum. Bindindismönnum í Danmörku er leyft að neyta hans. Á einkennismiða hins egta Chína-lífs- elexírs á að vera Kínverji með glas í hendi, ásamt nafni þess, er býr hann til, sem er Valdemar Petersen, Friðrikshöfn — Kaupmannahöfn. — í grænu lakki á flösku-stútnum er stimpillinn VFI>' Fæst abs staðar, og kostar fiaskan 2 kr. SL Til miiiiiis. ^ Nítjándi árgangur „Þjóðv.u, sem verð- ur að minnsta kosti 52 arkir, kostar 3 kr. 60 ‘a. hér á landi, og er gjalddaginn fyr- ir júnílok næstk. Borgun má greiða í innskript við verzlanir, er innskript leyfa, ef útgei- anda er jafn harðan sent innskriptarskír- teinið. Eins og auglýst var í 51. nr. fyrra ár- j gangs, fá nýir kaupendur alveg ó- i j>isi freklega 200 bis. af skemmtisögum, j sem annars kosta 1 kr. 50 a. í lausasölu; i en sending sögusafnsins er þó bundin því eðlilega skilyrði, að greitt sé að minnsta kosti helmingur árgjaldsins fyrir fram, Enn fremur fá nýir kaupendur ókeyp- is síðasta ársfjórðung 18. árgangs „Þjóðv.“, ef óskað er, og meðan upplag blaðsins hrekkur. Útsölumenn fá sérstök vildarkjör, eins og auglýst var í 51. nr. f. á. --- Nýir útsölumenn gefi sigfram. Glerið svo vel, að benda nábúum yðar, og kunningjum, á „Þjóðv.u, og skýra þeim frá kjörum þeim, er nýjum kaup- endum bjóðast. „Þjóðv.“ þarf að vera í hvers manns hendi. Styðjið oss til þess! PKENTSMIÐJA WÓÐVILJANS. 6 fyrir framan járnrimlana, en hleri þó i miðið, og var járnslá, og hengilás, fyrir honum. „Lítið þér á, hr. Ransome“, mælti Hermann, og setti þá að honum óstjórnlega kæti. „Hórna ætlast eg til, að fyrsti rafmagnslampinn só, stór lampi í miðið, og smá- lampar uppi undir loptinu“. „En þér viljið ef til vill athuga staðinn ögn betur?“ mælti Hermann enn fremur, og opnaði um leið hengi- lásinn, og tók járnslána frá hleranum. Hlerinn var eigi stærri, en svo, að Ransome varð að skriða inn um opið. „Hér er ljóta lyktin“, mælti Ransome; „eins og í tóu-greni“. „Já; hann hefir og verið hér í dag“, svaraði Her- mann. „Hann? Hvaða hann?“ spurði Ransome. „En hvað eruð þér að gera? Látið þetta ógert!“ Að svo mæltu stökk Ransome að hleranum, en varð of seinn, því að Hermann hafði þegar látið slána fyrir, og lokað heDgi lásnum. „Jeghefiekki tíma, til þess að vera að þessum drengja- látum, hr. Hermann“, mælti Ransome, all-gramur. „Tak- ið strax hlerann frá!“ Hermann hallaðist upp að veggnum, horfði á Ran- sorae, kreppti hnefann, og átti sýnilega bágt með það, að geta leynt geðshræringu sinni. Svitinn streymdi á enni honum. „Jeg þarf að segja yður nokkuð“, mælti hann, og var röddin hás, og orðin komu eitt og eitt á stangli. „Það er ef til vill gömul saga, og vanaleg, en það gerir mér ekkert. 7 Það var einu sinni maður, er farinn var að eldast. — Fé skorti hann ekki, en lif hans var ærið einmanalegt. Hann felldi ást til UDgrar stúlku, sem var að eins sextán ára, og beið hann þess því, að hún yrði ögn eldri. Opt átti bann tal við bana, og heDni leizt ekkert ílla á hann. Sagði hann þá við sjálfan sig, að þegar hún yrði 18 ára, ætlaði hann að gjöra það, sem hann hefði þráð svo mjög, og hlakkað svo lengi til. Hann ætlaði þá að biðja hennar. En er dagurinn rann upp, þessi dagur, sem hann hafði beðið eptir í tvö ár, löng ár, fór hann á fund henn- ar, til þess að skýra henni frá öllu, segja henni frá mál- efni hjarta síns, en þá var hún — breytt. Hann lagði ríkt að henni, til þess að fá að vita á- stæðuna, en hún hafðist undan, og forðaðist hann, unz hún þó játaði að lokum, að hún elskaði annan. Nóttina eptir var, sem hann væri í dýpsta víti — og daginn þar á eptir — og þar á eptir — dögum saman. Það breyttist ekki, enda hefði hann þá með gleði boð- ið dauðann velkominn. Andlit hans varð svo breytt, og ógeðslegt, að hanD þorði ekki að líta sjálfan sig í speglinum. Honum var skapi næst, að fyrirfara sjálfum sér, en þá spratt vonin upp tir kvölunum — vonin, sem slökkti eldinn í heila hans, vonin, er óx, og magnaðist, unz hún varð honum allt —; það var vonin um hefndu. Ransome fór nú, sem von var, eigi að verða um sel, því að andlitið, er starði á hann, milli járnrimlanna, bar auðsæ merki vitfirringar, og hörfaði Ransome því óttasleg- ÍDn nokkur fet frá rimlunum.

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.