Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 02.02.1905, Blaðsíða 1
Verð árganq8in» (minntt
52 arkir) 3 kr. 50 aur.;
erlendú 4 kr. 50 aur., og
í Ameríku doll.: 1.50.
BnrgÍ8t fyrir júnímán-
aáarlok.
ÞJÓÐVILJINN.
—- -|= Nítjándi árgangdb. =| ...=—
-|= RITST.T ÓRI: SKÚLI THORODDSEN. =|Boeg—t—
ZJppsögn skrifleg, ógild
nema komin sé til útgef-
\ anda fyrir 30. dag júní-
mánaðar, og kaupandi
8amhliöa uppsögninni
borgi skuld aína fyrir
blaðið.
M 5. !!
BeSSASTÖÐUM, 2. FEBR.
19 0 5.
fifna og lldavélar
selur
Iristjdn ®»orgrímsson.
Er það mögulegt?
---oOo
Þegar vér, í 10. nr. „Þjóðv.u f. á.,
minntumst á samning þann, er hr. H.
Hafstein, ásamt danska samgöngumálaráð-
herranum, gjörði við norræna fréttaþráð-
arfélagið, gengum vér að því, sem alveg
vísu, og sjálfsögðu, að hr. H. Hafstein
hefði bundið samninginn því skilyrði, að
alþingi samþykkti hann.
Það var kunnugt, að samningurinn
fór fram á allt aðra tilhögun, og miklu
meiri fjárframlög, en síðasta alþingi sam-
þykkti, eins og blöðin hafa skýrt frá, og
það sýDdist því óhugsandi, að ráðherrann
hefði leyft, sér, að gera samning þenna,
nema að áskildu samþykki fjárveitingar-
valdsins.
Fjárveitingarvald þingsins er sá þátt-
ur af störfum þess, sem þinginu hlýtur
að vera allra-sárast um, og sem þjóðin
verður að krefjast, að hver, sem í ráð-
herrasessi situr, virði öllu fremur.
Þingið er ráðsmaður þjóðarinnar, og
þjóni hennar, ráðherranum, er óheimilt,
að greiða nokkurn eyri úr landssjóði,
nema þingið hafi samþykkt það í fjár-
lögunum, eða greiðslan sé byggð á gild-
andi laga-ákvæðum.
Jafn óheimilt er og stjórninni, að
verja fé, sem þingið hefir veitt til ein-
hvers fyrirtækis, til annars, eða öðru visi,
en fjárveiting þingsins gjörir ráð fyrir.
Brjóti ráðherrann þessi boðorð, gjörist
hann sekur í lagabroti, er getur varðað
honum ábyrgðar.
Það virðist því óneitanlega vorkunn-
armál, þó að vér gengjum að því, sem
vísu, að ráðherrann hefði bundið ritsíma-
samninginn því skilyrði, að alþingi sam-
þykkti hann. Eða hvernig áttum vér að
gjöra ráð fyrir því, að ráðherrann myndi
lítilsvirða gildandi fjárlög landsins, og
skuldbinda landið til stórkostlegra fjár-
framlaga, sem þingið, fulltrúi þjóðarinn-
ar, hefir alls ekki samþykkt?
Áttum vér að gera ráð fyrir því, að
ráðberrann myndi beita slíku gjörræði,
og taka fé úr Jandssjóði, að þinginu forn-
spurðu?
Slikt kom oss eigi til hugar.
En verður það, sem varir, og ekki
varir.
Nú er fullyrt, að tekið verði til
starfa við rítsímalagninguna á komanda
vori, jafn skjótt er tíð og veður leyfa,
og að A. P. Hanson í Berlín sé af ráð-
herranum ráðinn til þess starfa.
Yæru fregnir þessar ósannar, þá má
ætla, að stjórnin hefði hraðað sér, að
mótmæla þeim, þar sem í þeim felst mjög
þung ákæra á hendur ráðherranum.
En stjórnÍD þegir.
Það má því telja það vist, að ráðherr-
ann hafi gert ritsimasamninginn upp á
sitt eindæmi, án þess að geyma þinginu
rétc til þess, að eiga lögmætt atkvæði
um málið.
Það er með öðrum orðurn, að án sam-
þykkis fjárveitingarvaldsins rœðst ráðherr-
ann í stórfyrirtœki, er leggur /andsóúum
stórkosttegar útgjáldabyrðar á herðar, út-
glaldabyrðar, sem hann hefir sjálfur enga
glögga hngmynd ttm, hve miklar eru, en
sem óhætt er að fullyrða, að hljóti að
nema minnst 1—2 milj. króna, þegar
öllu er á botninn hvolft.
Það er fyrsti ísleDzki þiugræðisráð-
herrann(!!), sem leyfir sér þetta.
Hvað segir þing og þjóð til þessa til-
tækis?
Geti slíkt gengið átölulaust, fer þá
ekki að verða býsna litið úr fjárveiting-
arvaldi alþingis?
Fer þá ekki að verða þýðingarlítið,
að vera að ræða og samþykkja fjárlög,
er ráðherrann tekur sér vald til þess, að
ráðstafa fé landsins, sem honum sýnist,
hvort þÍDginu er það ljúft eða leitt?
Það verður fróðlegt að vita, hvað
þjóðin segir um þetta á þingmálafund-
unum í vor, og svo ekki síður, að heyra
álit „heimastjórnaru-þingsins á komanda
sumri.
Danska nýlendu-sýningin.
Sendiö enga muni á hana.
Af dönsku nýlendu-sýningunni er
þeirra tíðinda að geta, að ein af konum
þeim, er voru í aðstoðar-sýningamefnd-
inni í Reyk javik, frú Bryndís Zoega, hefir
nú sagt sig úr nefndinni, og mælist það
mjög vel fyrir.
Á hinn bóginn hafa hinir nefndar-
mennirnir eigi viljað fara að hennar dæmi,
og eigi heldur sýnt þann kjark, eður hrein-
lyndi, að ráða Kaupmannahafnarnefndinni
frá sýningunni, að því er Island snertir.
Segja þeir að vísu, að hluttaka Islend-
inga í sýningunni muni verða nauða-lít-
il, en þykjast vera of ókunnugir mála-
vöxtum, efnahag fyrirtækisins o. fl., til
þess að vilja skera úr því, hvort rétt sé
að halda sýninguna, eður eigi, og bjóð-
ast til, að útvega þá muni, sem um verði
beðið,. og taka móti þeina. sýnisgripum,
sem sjálfkrafa kunni að verða boðnir, ef
aðal-sýningarnefndin i Kaupmannahöfn
vilji halda sýningunni áfram, þrátt fyrir
þá örðugleika, sem á séu.
Enda þótt þessar undirtektir nefnd-
arinnar séu að vísu eigi mjög uppörv-
andi, þá er þó eigi loku fyrir það skot-
ið, þar sem nefndin tjáir sig, sem rskyld-
ugan þénarau, að sýningarnefndin í Kaup-
mannahöfn kunni að vilja halda henni
áfram.
Á fundi, er stúdentafélagið í Reykja-
vik hélt 27. janúar síðasth, samþykkti fé-
lagið því svo hljóðandi:
Avarp
til
islcnzt u þjéftarinnar
„Þrátt fyrir öll þau mótmæli, sem fram eru
komin gegn fyrirhugaðri ísl. sýningu íKhöfn,
og niðrandi ummæli danskra blaða um ossís-
lendinga í þessu sýningarmáli, hefir sýning-
arnefndin hér heitið dönsku nefndinni liðsinni
sínu, ef hún réði það af, að halda sýningunni
áfram.
Yér leyfum oss því að visa til yfirlýsingar
stúdentafélagsins á fundi þess 16. des. f. á.,
og skora á hina ísl. þjóð, að gæta virðingar
sinnar í því, að senda enga muni á sýning-
una, né taka þátt í henni á annan hátt“.
Það er enginn efi á því, að þessi á-
skorun stúdentafélagsins er í fyllsta sam-
ræmi við skoðun allsþorrahugsandimanna
hér á landi.
Lítilsvirðing sú, er dönsk blöð hafa
sýnt oss Islendingum, út af þessu sýn-
ingarmáli, ætti að vera hverjum sönnum
íslendingi ærin hvöt til þess, að gera eigi
Dönum það til eptirlætis, að senda muni
á sýninguna.
Lítillæti Reykjavíkurnefndarinnar verð-
ur að eins skiljanlegt, þegar þess er gætt,
að ýmsir þeirra, sem í nefndinni eru, eru
aldanskir, eða hálf-danskir, þverhöfðar,
er eigi vilja styggja höfðingjalýð Dana,
er við sýninguna eru riðnir, en hafa held-
ur eigi kjark til þess, að ganga í fyllsta
berhöggviðalmenningsviljann hér á landi,
og hafa því kosið sér þetta hálf-leikans-
merki, er að ofan var getið, sem hlýtur
að baka nefndinni jafnt virðingarskort
Dana, sem Islendinga.
En það er ljóst, að slík sýning, sem
Eeykjavíkurnefndin vill styðja, getur al-
drei annað orðið, en ómynd,, og er það
því skylda^allra góðra drengja, að starfa
sem öflugast á móti henni, og gera það
sem ljósast, utanlands sem innan, að ís-
lenzka þjóðin á engan þátt i henni, og
er henni gjörsamlega móthverf.
......i»
Lausn frá prestskap.
Síra Páll Sívertsen, prestur að Stað í Aðalvík,
hefir fengið lausn frá prestskap, sakir heilsu-
brents, frá næstk. fardögum.
Frá ísaiirði
er „Þjóðv.“ ritað 23. janúar siðastl.: „Tíðar-
far hefir í þ. m. verið mjög veðrasamt, opt norð-