Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 02.02.1905, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 02.02.1905, Blaðsíða 3
XIX., 5. 19 ‘Þjóð'vilj'inn. sýslu um þrítugt. — Læcur eptir sig ekkju og 2 börn. 4, Valdimar Björnsson, 27 ára, húsmaður á ísa- íirði, nýkvæntur og barnlaus. 5, Jölumnes Finnbogason, Jóhannessonar, á Isafirði, ókvæntur, um tvítugt. G.Þorsteinn, unglingspiltur úr Steingrímsfirði. Á þriðja bátnum, er var á ferð frá ísafirði til Bolungarvíkur, voru: 1, Teitur Jónsson, fyrrum gestgjafi á ísafirði, siðan um tíma bóndi í Viðey, ekkjumaður, um sextugt. 2, Asgeir bóndi Ænarsson á Hvítanesi, hreppstjóra Hálfdánarsonar, 38 ára; lætur eptir sig ekkju og 5 börn. 8, Guðm. Þnrbjörnsson, Guðmundssonar í Eyrar- dal í Álptafirði, en uppeldissonur Guðm. bónda Kristjánssonar á Hamri á Langadalsströnd, unglingspiltur, 16 ára. Skip þessi virðast öll hafa farizt á Bolungar- vikinni, eða þar í grennd, því að morguninn ept- ir fundust flök af 3 skipum rekin á sandinum þar í víkinni, enda brýtur mjög á vikinni í norð- angörðum og stórsjóum, svo að þar ,er þá mjög opt alveg ólendnndi. Um sexæring Magnúsar Eggertssonar er það fullyrt, að hann hafi verið kominn upp undir Ósvör, — sem er þrautalendingin í Bolungarvík, þegar. ólendandi er á Moiunum, þar sem ver- Stöðin er —, og hafi hann verið þar að koma fiski sínum á seii; en á meðan hefir þá ólagið komið, og brotið yfir skipið, og fyllt það, eða varpað því um. Formaður krni Gíslason á ísafirði, or kom úr róðri, á mótorbát sínum, hafði og mætt ferða- bátnum, er þeir Teitur og Ásgeir voru á, undir Óshlíðinni, og gert þeim bendingu um það, að ólendandi væri í Vikinni á svo litlum bát, og höfðu þeir þá snúið bátnum við í svip, svo sem myndu þeir hverfa aptur, en breytt svo þvi ráði, Og haldið út eptir. Bát frá Látrum í Aðalvík, er bleypti til Bol- ungarvíkur, fyllti þar fyrir framan iendinguna að kvöldi 7. jan., on Bolvíkingum tókst, með að- dáanlegu snarræði og dugnaði, að bjarga allri skipshöfninni lifandi Fjögur lík voru rekin, er síðast fréttist; það voru lik þeirra B. H. Kristjánssonar, Magnúsar Eggertssonar, Guðm. Guðbrandssonar og Helga Þorleifssonar. Voru þrir hinir síðast nefndu jarðsungnir 16. janúar, en jarðarför Bjarna sál. Kristjánssonar fór fram á ísafirði degi siðar, með mikilli hluttekn- ingu af kaupstaðabúa hálfu. * Það eru margir, sem um sárt eiga að binda, eptir þenna mikla mannskaða, enda mikil eptir- sjáin, er jafn mörgum vöskum mönnum erburtu kippt, flestum á bezta aldurskeiði. „Þjóðv.“ mun siðar geta helztu æfiatriða nokk- urra þeirra manna, er að framan eru nefndir. Frii Yestur-lslendingum. — Kirkja brunnin. Kirkja fyrsta lútherska safnaðarins í Winni- peg brann að mestu á Þorláksmessu (23. des. síðastl.j. — Kirkja þessi var bvggð á siðastl. ári, og var einkar vegleg. Söfnuðurinn biður þó ekki skaða, þar sem kirkjan var í eldsvoðaábyrgð, og er búist við, að hún verði reist aptur að fullu snemma á næsta sumri. Stykkishólms-„dánumaðurinn“, hr. Lárus H. Bjarnason, hefir loks — þrátt fyrir úrskurð sinn, er getið var i 46. nr. „Þjóðv.“ f. á. — talið sér það hollast, að víkja dómara- sæti í rannsókninni, út af tíundár framtali síra Helga Á.rnasonar i Ólafsvik, og átti því cand. jur. Guðm. Gggerz að rannsaka það mál, auk þess er hann meðhöndlar, og dæmir, meiðyrða- mál síra Helga gegn ofan nefndum „dánumanni11, sem ónýttist í yfirdómi, sakir formgalla, eins og „Þjóðv.“ hefir getið. Enn fremur átti cand. jur. Guðm. Eggerz að fjalla um mál gegn einbverjum Ólafsvíkingum, er „dánumanni“ kvað hafa þótt tala miður virðu- lega um sina tign fyrir rétti. Þilskip fórst ný skeðsí hafi; það var skip, er Þorst. skip- stjóri Egilsson í Reykjavik átti von á frá Eng- landi, og fórust þar þrír menn islenzkir: Vil- hjálmur Björnsson frá Fitjamýri, Váldimar Jónsson frá Hlíðarhúsum, og Guðm. Vestmann. Skip þetta hafði farizt í grennd við Skotland, og barst frétt þessi, er „Laura“ kom síðast frá útlöndum. l’restakall veitt. . ■ Sandfell í Öræfum er 23. janúar veitt síra Jóni N. Jóhannesen, aðstoðarpresti að Kolfreyju- stað. Botnverpingur strandaður. Enskur botnverpingur, er var ferðbúinn til Englands,með fullfermi af fiski,strandaði í grennd við Þjórsárós 26. janúar síðastl. — Menn björg- uðust allir. Lœknaprdf. Fyrri hluta þess prófs tóku í Reykjavík 30. janúar Þórður Sveinsson og Eiríkur Kjerulf, báðir með I. einkunn (602/3 og 581 /a stig). + Sýslumannsfrú Sigr. Einarsson. Frú Sigriður Einarsson, Árnadóttir, landfógeta, kona PáJs sýslutnanns Einars- sonar í Hafnarfirði, andaðist snögglega á heirnili þeirra hjóna sunnudaginn 29. jan- úar síðastl. — Hún 'nafði verið lasin nokkra daga, en var j_ó orðin nokkurn veginn hress, er hún fékk snögglega krampa aðfaranótt- ina 29. jan., sem leiddi hana til bana litlu fyrir hádegi morguninn eptir. Frú Sigriður var á bezta aldri, rúm- lega þrítug, og eiga þau hjónin tvö börn á lifi: Arna og Kristínu. — Hún var tríð- leikskona, vel menntuð, og vel að sér gjör, en heilsutæp löngum síðari árin, og naut sín þvi eigi, sem ella. Bessastöðum 3. febr. 190 >. Tíðin vetrarleg, sem við er að búast; norðan eða austnorðan næðingar, frost nokkur, og snjó- fjúk öðru hvoru. „Ingi kongur“ kom frá Vestfjörðum að kvöldi 12 aðvart um hvarf mitt, og menn ímynda sér líklegast, að jeg hafi drukknað. Jeg vil gjarna, að hr. Fane í Marlow-húsi, á Ábóta- veginum, fái að vita, að siðasta umhugsunin min hafi ver- ið um dóttur hans. Giuð huggi hana! Nú sefur hann óvsert, og stynur í sífellu, og and- varpar. Jeg get rétt grillt hann, þar sem hann er, og vitlaus held eg, að eg hefði orðið, ef Hermann hefði eigi látið gas-ljóstýruna ioga, þó að dauf sé af henni birtan. Mér dettur í hug hnífurinn minn, sem er með löngu og sterku blaði. — Jeg hefi falið hann í þeirri jakka-erm- inni, sem eptir er Ætti jeg að reka hann í augað á honum? Skyldi hann geta drepið mig í dauðateygjunum? Jeg ætla að geyma að nota hann, unz síðasta bar- áttan stendur. Kluklcan ð e h. Þegar hann fór að ganga fram og aptur i búrinu, fannst mér jeg alveg ganga i barndómi, og tróð jeg þá vasaklútnum upp í mig, til þess að hjala ekki hátt. Nú er liann kyrr aptur, eptir að hata reikað fram og aptur fyrir framan járnrimlana í frekan kl.tíma. Hann hlýtur að vera voðalega sterkur. — Jeg sé vöðvana stælast, og jafnast, kringum herðarnar. Svo varð hann eitthvað svo þunglyndislegur, og hnypraði sig sarnan á gólfinu, snökti hátt, og skalf all- ur og titraði. En allt í einu spratt hann upp, sem bandóður væri. Hann æddi að járnrimlunum, kippti í þá, svo að í öllu brakaði, og öskraði, svo að húsið hrisstist. Jeg var svo dauðans hræddur, að mér hefði verið 9 fyrir augun, til þess að líta eigi ótfeskjuna, og vænti dauða sins á næsta augnabliki. Hann heyrði, að Hermann lokaði öllu sem vandleg- ast, og smellti járnslánum fyrir. Ransome var þvi aleinn hjá ófreskjunni — gorilla- apanum. Hann gægðist milli fingra sér. Grorilla-apinn hélt enn í rimlana, og horfði á eptir Hermanni, með svo afskaplegu hatri, eem enginn fær lýst. Áð lokum sleppti hann rimlunum, lét fallast til jarð- ar, og öskraði mjög gremjulega Siðan sneri hann sér að Ransome, og gekk til hans — hægt og hægt. * S^í íj! „Annaðhvort er maðurinn brjálaður11, mæiti ungi lækn- irinn við Bikarð yfirlækni, „eða hér er um mál að ræða, sem lögreglan verður að tjalla um; en hvort sem er, finnst mér va8abókin sú arna svo oinkennilegt skjal, að jeg taldi rétt, að sýna yður hana“. Um leið og hann mælti þetta, lagði hann dálitia vasabók á borðið. Yfirlæknirinn opnaði vasabókina, og fór að blaða í henni. „Jeg sé hér ekkert, nema reikninga, og minnisbiöð“, nöldraði hann, sem i bann sér. „Það er á öptustu blöðununU, mælti ungi læknirinn. „En hvernig atvikaðist það, að líann var fiuttur hingað?“ spurði yfirlæknirinn, um leið og hann fietti bók- inni. „Það var slys, sem olli því“, svaraði ungi læknir-

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.